Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAl 1971 Tíu alþingismenn kveðja nú Alþingi „Hef haft mikla ánægju af þing- mannsstarfinu og er þakk- látur fyrir samvinnu við þá fjöl- mörgu, sem ég hef unnið með" — segir Jónas G. Raf nar TÍU alþingismenn hafa dregið sig í hlc frá stjórnmálum frá síðasta Alþingi, bar af einn ráðherra. Ástæðurnar eru mlsmun- andi; i þessum hopi eru ýmsir af eldrl þingmfinnum okkar, sem nú hafa talið tímabært að víkja fyrir yngri mönnum en aðrir hafa dregið sig i hlé vegna anna við önnur störf. Morg- unblaðið hefur rætt við þessa menn um stjórnmálabaráttuna nú á dögum, og sttthvað annað eftirminnilegt frá þingmanns- ferli þeirra. Hér fara á eftir viðtöl við nokkra þeirra. Jónas Rafnar bankastjóri og alþingismaður sagðist hafa haf- ið afskipti af stjórnmáluTn haustið 1940, þegar hann hóf nám i lagadeild Háskóla ís- lands. Hann tók þátt í starfi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. „Okkar aðalandstæðingar," sagði hann, „voru kommúnist- ar, sem ég tel að hafi þá verið hlutfallslega sterkari meðal ungs fólks, en þeir eru nú." Jónas var formaður Vöku i eitt ár og í tvö ár var hann einn af fulltrúum Vöku í stúd- entaráði. Á þessum tima gerð- ist það að minnsta kosti tvisv- ar, að allir andstæðingar Vöku sameinuðust um einn lista og i eitt skiptið náði Vaka hreinum meirihluta. Þá var Ásberg Sig- urðsson formaður stúdentaráðs. „Ég átti heima á Kristsnesi i Eyjafirði," hélt Jónas áfraim, „og í vor og haustkosningun- um 1942 starfaði ég nokkuð fyrir Garðar Þorsteinsson og Stefán Stefánsson í Fagraskógi en þeir voru báðir mikilhæfir og duglegir stiórnmálamenn. Einnig starfaði ég við kosning amar 1946, en þá hafði ég ný- lega lokið lagaprófi. Fyrir kosningarnar 1946 réðst Magnús Jónsson núverandi fjármálaráðherra, sem ritstjóri íslendings á Akureyri, en við höfðum verið bekkiarbræður í Háskólanum. Þá skipuðust mál svo að ég tók að mér að vera framkvísmdast.ióri fyrir Sjálf- stæðisflokkinn á Norðurlandi og Austurlandi, jafnframt þvi að ég rak málaffrrsluskrifstofu á Akureyri. Siðan þetta ^erðist h<»fur sam starf okkar Magnúsar verið mjög náið eins og allir vita. Fyrir haustkosningarnar 1949 gef Sigurður E. Hliðar. sem ver ið hafði þing-maður Akureyr- inga við mjög göðan orðstír, ekki kost á sér i framboð og þá varð það ofan á að ég færi í framboð fyrir flokkinn. Kosn ingabaráttan þá var hörð, þar sem vinsæll ágætismaður, dr. Kristinn Guðmundsson, var þá í framboði fyrir ^ramsóknar- flokkinn. En fylgi Siálfstæðis flokksins og ég vil segja víg- staða var það góð að ég komst að með sæmilegum meirihluta. Þingmaður fyrir Akureyri var ég þar til kosið var 1956, en þá náði frambjóðandi Alþýðu- flokksins kosningu með stuðn ingi Framsóknarmanna, en að- eins nokkur atkvæði réðu úr- slitum. Aftur var ég kosinn á þing 1959 fyrir Akureyri og síð an fyrir Norðurlandski'ördæmi eystra í haustkosningunum 1959 er ég skipaði efsta sæti Mstans í kjördæminu." Jónas sat m.a. eitt kjörtíma- bil i bæjarstjórn Akureyrar og sagði hann að sér væru sér lega minnisstæðar kosningarn- ar 1958, en þá bætti Sjálfstæð isflokkurinn mjög við fylgi sitt og fékk 5 fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Var það ekki mikil breyting að vera í framboði fyrir aJlt Norðurlandskjördæmi eystra heldur en Akureyri"? „Það var vissulega mikil breyting að vera í framboði fyrir svæði, sem náði frá Ólafs firði að Langanesi, en bæði naut ég þess að mjög góðir menn voru með inér i fram- boði, Magnús Jónsson i 2. sæti og Bjartmar Guðmundsson í 3. Það kom sér einnig vel fyrir mig að hafa starfað fyrir Sjálf stæðisflokkinn á Norðurlandi og sem lögfræðingur á Akur- eyri, því þá hafði ég kynnzt fjölda mörgum kjósendum flokksins og öðrum utan höfuð staðar Norðurlands. Þegar ég kom á þingíð 1949 tók ég sæti í fjárveitinganefnd alþingis og aflaði mér í gegn um þau störf góðrar þekking- ar á málefnum ríkisins. Sem þingmaður Akureyringa taldi ég það að sjáMsögðu fyrst og fremst skyldu mina að beita mér fyrir fjárveitmgum til framkvæmda í bæjarfélaginu, til skólamálanna, fjórðungs- sjúkrahússins og til þess að fá byggðan flugvöM með fullkom- inni flugstöð rétt við bæinn." „Hvernig hefur það verið að vera þingmaður fólks utari af landi"? „Allir kunnugir vita að tölu- verður tími hvers þingmanns fer í það að veita uim.bjóðend- um sínum ýmsar upplýsingar og fyrirgreiðslur. Sérstaklega var um þetta að ræða þegar hafta og skömmtunarkerfið var rikjandi og sækja þurfti undir alls konar nefndir og ráð. En margir sem leggja út í atvinnu rekstur vita oft ekki hvar þeir eiga helzt að bera niður i sam- bandi við fjárútveganir og fleira og er þá etoki nema eðli- legt að leitað sé til þingmanns ins, seim oft er ýmsum hnútum kunnugur. í þessu sambandi vil ég taka það alveg s/kýrt fram að ég lit svo á að eftir því sem þingmenn hafi getu og kunn ugleika til eigi þeir að sinna verkefnum alveg án tillits til þess hvar sá stendur í flokki, sem aðstöðar þarfnast og tll þeirra leitar. Eins og ég hef sagt er mitt kjördæmi víðlent og sennilega hefur það nokkra sérstöðu um- fram önnur kjördæmi að at- vinnuhættirnir eru ákaflega fjölbreyttir. Eyjafjörður og sumar sveitir Þingeyjarsýslna eru ein beztu landbúnaðarhér- uð landsins og framleiðsla þar mikil. Við sjávarsiðuna er einn ig mikil útgerð og f jölbreytt og má í þvi sambandi sérstaklega minna á Ólafsfjörð, Dalvík og Húsavík. Akureyri er mikill iðnaðar- og verzunarbær eins og allir vita og höfuðmið- stöð samgangna á öllu Norður landi. Af þessari ástæðu hef ég að sjálfsögðu leitazt við eftir beztu getu að sinna málefnum þessara atvinnugreina og ég hef haft sérstakan áhuga á því að stuðla að eflingu iðnaðarins eins og með því að hann fengi aukin stofnlán og að honum verði tryggð næg raforka. Sama má segja um uppbygg- ingu sjávarútvegsins. Sú upp- bygging er eins undir því kom- in að hann fái nauðsynlega fyr irgreiðslu og þá fyrst og fremst hjá fiskveiðisjóði. Ég vil skjóta því inn i að ég hef alltaf haft mikinn •Tónas Rafnar. áhuga á eflingu iðnlánasjóðs og það féll i minn hlut að vera formaður í þeirri nefnd, sem samdi löggjöf þá sem sjóður- inn starfar samkvæmt. Togaraútgerðin á Akureyri varð strax mjög tU þess að auka atvinnulifið í bænum og ég lagði hönd á plóginn ásamt mörgum góðum mönnum til bess að komið yrði upp full- komnu hraðfrystihúsi og fisk- verkun. Ein af forsendunum fyrir blómlegu athafnalífi eru góðar samgöngur. 1 mínu kjördæml hefur í þvi sambandi vel tek- izt tii með flugið, þar sem eru flugveUir við Akureyri, skammt frá Húsavik, Þórshöfn og Raufarhöfn. í þessum mál- um hefur alltaf verið ákaflega góð samvinna bæði við flug- málastjórnina, en í nokkur ár átti ég sæti i flugráði og við Flugfélag íslands, en forráða- menn þess hafa mjög lagt sig fram um að efla flugsamgöng- ur innanlands. Samgöngur við sjávarplássin við Eyjafjörð hafa verið tryggð með útgerð Flóabáts, sem hefur notið styrks frá rí'kinu. I vegamálum eru mjög mikil verkefni framundan, en akvega kerfið í Eyjafjarðarsýslu og nokkrum hluta Þingeyjarsýslu er gamalt og fullnægir ekki þeirri umferð og þeim flutn ingatækjum, sem nú er byggt á. Þótt nokkur stór átök hafi ver- ið gerð, eins og til dæmis lagn- ing Múlavegar og lagning veg- ar frá Raufarhöfn til Þistilf jarð ar, er geysilega mikið ógert í þessum málum og á næstu ár- um verður óhjákvæmilegt að leggja mjög háar fjárupphæðir til endurbyggingar veganna í kjördæminu. Á undanförnum árum hefur það mjög færzt í vöxt að flytja vörur landleið- ina milli Reykjavikur og Akur eyrar og er því beinlínis knýj- andi nauðsyn fyrir allt at- vinnulífið og raunar umferðina almennt að þessi höfuðsam- gönguleið landsins verði stór- lega bætt. Akureyri er mikill skólabær og ég vona að fjárveitingar til skólamála þar verði ekki skornar við nögJ. Eins er það með fjórðungssjúkrahúsið. Það er alveg knýjandi nauðsyn að það verði stækkað og þjónustu möguleikar þess auknir. Vona ég að grundvöllur að þvi hafi nú verið lagður. 1 þessu stutta viðtali er ekki til þess ætlazt að ég geri neina viðhlítandi grein fyrir störfum minum sem þingmanns, en ég vil taka það fram að ég hef haft mikla ánægju af þing- mannsstarfinu og hefi sem þing maður kynnzt fjölda mörgu fólki úr öllum stjórnimálaflokk- um. Ég tel æskilegast að þing- menn landsbyggðarinnar hafi aðstöðu til þess að vera búsétt- ir í sínu kjördæmi, en að sjálf- sögðu er ekki hægt að setja það sem skilyrði fyrir þing- mennsku. Þingmannsstarfið er ákaflega fjölþætt og tll þess að rækja það vel þurfa menn að hafa góðan tima og góðar ytri aðstæður. Ég held að þróunin miði í þá átt að þingmennsk- an hljóti að verða aðalstarf hvers þess manns, sem tekur hana að sér. Gera má ráð fyr- ir að alþingi sitji nú alltaf 7 mánuði ársins og utan þess tíma eru alltaf ýmis verkefni, sem þarf að sinna. Þegar ég hverf nú af þingi eru mér einna ríkastar í huga þakkir til þeirra fjdlda mörgu manna, sem ég hef unnið með og ég óska að fólkinu í Norður landskjördæmi eystra og raun- ar öllum iandsmSnnum vegni sem bezt. Ég tel að framboðslisti Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra sé mjðg vel skipaður og það hefur ákaf- lega mikið að segja fyrir list- ann að njóta forystu Magnúsar Jónssonar fjármálaráðherra, sem hefur unnið af óvenjuleg- um dugnaði og ósérhlifni að hagsmunamálum kjördæmisins. 2. og 3 sæti listans eru skipuð ungura líiðnnum, sem mikils má vænta af, þeim Lárusi Jóns- syni og Haildóri Blöndal og í 4. sætinu er Jón G. Sólnes bankastjóri, sem hefur viðtaíka þekkingu og margra ára reymslu varðandi allt það sem snertir atvinnulífið. Ég er því mjög bjartsýnn á kosninigaúrslitin í vor fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Kynni mín af þingmönnum þau tæplega 20 ár, sem ég hef verið á þingi eru rnjög góð og ég veit að þeir leggja sig fratm um að vinna að hagsmunamál- um þjóðarinnar, en að sjálf- sögðu eru skiptar skoðanir, sem jafnan hlýtur að vera í þingræðislandi." Jónas Rafnar var forseti efri deildar Alþingis á yfir- standandi kjörtimabili og áður hafði hann verið forseti neðri deildar og því spurði ég hann að síðustu hvað honum þætti um vinnubrögð alþingis? „Ég tel að hjá ýmsum aðilum gæti ekki sanngirni í garð vinnubragða á þingi. Þing- menn leggja eins og hverjir aðrir alúð við störf sín, en hins vegar getur komið til greina að breyta eitthvað starfshátt- um þingsins eins og til dæmis því að Alþingi skipi eina mál- stofu i stað tveggja, en það at- riði ætti að koma til athugun- ar um leið og endurs>koðun fer fram á stjórnarskránni." — á.j. „Án þess er hætt við að allt jafnvægistal verði hjóm eitt" Rabbað við Jónas Pétursson JÓNAS Pétiiii'fBon, alþingismað- ur, sagðist hafa tetkið þátt í pólitík nærri því frá því hann mundi fyrst eftir sér. Sérstak- lega eftir stofnun íhaldsflokks- ins og síðar Sjálfstæðisflokks- ins. „Faðir minn," sagði harm, „var mikill íhaldsonaður og síð- ar Sjálfstæðismaður í einum mesta framisóbnarhreppi lands- iinis. í framboð fór ég fyrst 1953, sem annar maður á lista Sjálfstæð sflokksins í Norður- Múlasýslu og síðar varð ég í 3.—4. sæti í kosningunum 1956 og vorið 1959, en um haustið 1959, þegar fyrst var kosið eftir nýju kjördsemaskipuininni, varð mikið ósamlkomulag um skipan lista Sjálfstæðisimiarana í Aust- urlamdslkjördæmi og á síðustu stundu varð mér það ljóst, að ef til vill væri ég líklegasti mað- urinin, sam gæti sætt þau sjóin- anmið, sem þar komu fram, að minnsta kosti án stórvamdræða og þá lét ég til leiðast að faka 1. sætið. Að vísu með mijög litlum umhugsunarfresti og sið- an hef ég verið 3. þingmaður Austuirlandskjördæmis". „Hvaða málefni hafa þér ver- ið hugleifenust í þimgstarf- iinu?" „í stuttu máli hafa landbún- aðarmál og strjálbýlismál átt hug minn fyrst og fremst og framleiðslustarfsemi og svo raf- orikumálin, sénstaklega eftir að ég fór að kynina mér þau. En á síldarárunum eystra var sí- fellt um rafmagrusskort að ræða. Ég vil karunast við það hrein- skilnislega að ég hef margt lært á þessum árum og ekki sízt með hverjum hætti þarf að vininia að þeim fraimfaramálum, sem efst eru á baugi og ýmist xáðast á Alþingi eða utain þess. Ég er sveitaimaðuir frá upp- .lónas Pétursson. hafi og hafði aldirei umnið að öðru en búskap íraim til þing- starfa minna, en áhugi miníi beiindist fljótt að himwm mifeil- vægu framleiðalustörfum sjáv-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.