Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAl 1971 15 Af mælisk veð j a til Rannveigar Jónsdóttur ÞANN 7. þessa mánaðar verður Rannveig Jónsdóttir, Gröf, Reyð arfirði, 80 ára. Mér er það sönn ánægja, að senda þessari vin- konu minni litla afmæliskveðju, ekki sízt þegar það er haft í huga, að það má segja, að hún eigi að miklu leyti í mér líf- tóruna, svo vel hugsaði hún um mig, þegar ég var óþroskaður unglingur og reri á árabáti með föður mínum. Þetta tækifæri vil ég nota til að færa henni mínar alúðarþakkir fyrir alla þá um- önnun og hlýhug, er hún veitti mér og raunar má segja að hafi haldizt æ síðan. Ekki treysti ég mér til þess að rekja ævisögu þessarar merku konu, þó að hins vegar að ég muni reyna að stikla á því helzta. Rannveig Jónsdóttir hefur lifað tímana tvenna og hefur kynnzt bæði fá- tækt og velmegun, en í gegnum árin hefur hún kunnað að taka á móti breyttum tímum og breytt- um aðstæðum, eins ög bezt verð ur á kosið af einni húsmóður. Rannveig er ein af þeim kon- urri, sem hefur orðið að fást við ýmisleg störf, bæði úti og inni. Meðal annars minnist ég þess, að þegar börnin voru ung stund aði maður hennar sjóinn, sem og hann gerði alla sína löngu ævi. Hann lá í veri, sem kallað var og gerði það í mörg sumur á stað, er Breiðivík heitir og er yzt í Reyðarfirði. Öll þau sum- ur var kona hans með honum og lagði virka hönd með honum við hans atvinnugrein. Rann- veig stundaði bæði fiskvinnu og alls konar útistörf, ásamt heimilinu og mér er kunnugt um það, að marga vökunóttina átti hún, er maður hennar var á sjónum, til þess að veita hon- um hlýjar móttökur með heit- um og góðum mat og sýnir þetta litla dæmi, hve mikla mannkosti þessi virðulega kona hefur yfir að ráða, enda skal það tekið fram, að ég hefi aldrei kynnzt eins elskulegu hjóna- bandi eins og þessara hjóna. Þar hefur aldrei borið skugga á. Rannveig var ein af framákon- um Kvenfélags Reyðarfjarðar og starfaði með því í fjölda ára og lét sér mjög annt um velgengni, þess, en það sem mér fannst mest einkenna þessa góðu konu var það, að hún stundaði mikið og í mörg ár líknarstörf. Hún hjúkraði mörgum og hún var ljósmóðir margra barna í byggð arlagi sinu, þótt hún væri ekki lærð, en ég fullyrði, að hún leysti ekki síður þessi störf af hendi en þær, sem lærðar voru og veit ég að margar reyðfirzk- ar konur kunna henni þakkir fyrir þá alúð og nærgætni, er hún sýndi undir slíkum kring- umstæðum og senda henni nú á þessum tímamótum ævi hennar ámaðaróskir með hlýjum huga og þakklæti fyrir störf hennar. Rannveig er mikil trúkona og Guðsmanneskja og hefur alla tíð stundað mikið Guðshús og mér er kunnugt um það, að ef hún komst ekki í kirkju, þá vaír það áreiðanlega vegna las- leika, svo mikla kirkjurækni hafði hún í hjarta sínu. Hún var formaður kirkjusóknar Reyðarfjarðar í fjölda ára og lét sér mjög annt um Guðshúsið. Margt fleira mætti segja um þessa góðu og elskulegu konu, en ég læt hér staðar numið og bið hana að taka viljann fyrir verkið. Þó vil ég geta þess, áður en ég enda þessi orð mín, að Rannveig hefur alla tíð verið mjög gestrisin og margur mað- urinn og konan hafa notið bæði matar og drykkjar hjá Veigu í Gröf, eins og við vinir hennar köllum hana. Rannveig er gift Birni Gíslasyni frá Bakkagerði, Reyðarfirði. Þau hafa eignazt 3 mannvænleg börn, sem öll eru góðir þjóðfélagsþegnar. Rannveig er nú stödd hjá dóttur sinni og tengdasyni, Blönduhlíð 29. Ég sendi svo þessari elsku vinkonu minni mínar beztu árn- aðaróskir á þessum merku tíma mótum ævi hennar og um leið bið ég hana að taka viljann fyr- ir verkið. Guð blessi þín átta tíu ár, elsku Veiga mín. Þinn vinur Jóhann Þórólfsson. Jarðýta til sölu Caterpillar D 6 C, árgerð 1967. 5 þúsund vinnustundir. Upplýsingar á venjulegum skrifstofutíma í síma 85546 og frá klukkan 6—7 í síma 37874 næstu daga. Nœlon hjólbarðar Sólaðir nylon hjólbarðar til sölu á mjög hagstæðu verði. Ýmsar stærðir á fólksbíla. Stærð 1100x20 á vörubíla. Full ábyrgð tekin á hjólbörðunum. BARÐINN HF„ Ármúla 7, sími 30501, Reykjavík. Tryggingafélag óskar eftir að ráða nú þegar stúlku til vélrítunurstarlo hálfan eða allan daginn. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Nokkur enskukunnátta áskilin. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „7287". Bifvélavirkjar Okkur vantar góða bifvélavirkja til ýmissa starfa við Ford-bíla. Uppl. veitir verkstjóri, Bent Jörgensen. SVEINN EGILSSON, FORD -UMBOÐIÐ SKEIFAN 17. Y f irverkst jór i óskast Vel þekkt vélaverkstæði, sem annast viðgerðir á skipum og vélum (Diesil- og gufuvélum) ásamt hverskonar járnsmíði, óskar að ráða yfirverkstjóra. Þ»eir sem kynnu að hafa áhuga á slíku starfi, sendi nöfn sín, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, á afgreiðslu Morgunblaðs- ins fyrir 15. þessa mánaðar, í lokuðu umslagi, merktu: „Yfirverk- stjóri — 7172“. Farið verður með slíkar umsóknir eða fyrirspurnir sem algeTt trúnaðarmál. íbúð óskast 3ja herbergja íbúð, helzt i Vesturborginni, ókast til leigu. Uppiýsingar gefur LOGI GUÐBRANDSSON, hæstarétta rlögmaður, Túngötu 5, sími 2.3207. Snyrtisérfrœðingur FRÁ CORYSE SALOME verður til leiðbeininga í dag í verzluninni llmbjörg. LAUGAVEGI 33. Útboð — Gungstéttugerð Tilboð óskast í gérð steyptra gangstétta og kanta við Lækjar- götu, Fjarðargötu og Strandgötu í Hafnarfirði. Otboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn 2000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 13. maí næst- komandi klukkan 10.30 að viðstöddum bjóðendum. Bæjarverkfræðingur. Sumarbúðir KFUM og K Kaldárseli Dvalarflokkar verða í sumar, sem hér segir: Drengjaflokkur 4 vikur frá 28. mai til 25. júni. Telpnaflokkur 2 vikur frá 1. júlí til 15. júlí. Telpnaflokkur 2 vikur frá 15. júlí til 29. júlí. Drengjaflokkur 4 vikur frá 29. júlí til 26. ágúst. Upplýsingar um drengjaflokka í sima 50630. Upplýsingar um telpnaflokka í síma 51273. Forstöðukona Staða forstöðukonu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júlí nk. eða eftir sam- komulagi. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist stjórn Fjórðungssjúkrahússins fyrir 1. júni næstkomandi. Upplýsingar um stöðuna gefur framkvæmdastjóri i sima 11031 eða 12872. Stjóm Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þessi trillubátur er til sölu. Upplýsingar hjá Helga Veturliðasyni, sími 30900, og Grétari Ingvasyni, sími 32000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.