Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1971 JltMgMnfóftfrUÞ Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthias Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfuiltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Augiýsingar Aðalstraati 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. ÍSLAND OG SVÍÞJÓÐ TJinar norrænu þjóðir mynda sérstakan hóp í sam- félagi þjóðanna. í þessum hópi eru íslendingar minnstir og Svíar stærstir. Engu að síður hafa þessar tvær þjóðir átt ýmis konar ánægjuleg samskipti sín á milli um lang- an aldur og eftir því sem sam vinna hinna norrænu þjóða hefur aukizt, hafa íslendingar og Svíar tengzt nánari bönd- um á æ fleiri sviðum. Um þessi samskipti þjóð- anna sagði forseti fslands, sem nú er í opinberri heim- sókn í Svíþjóð ásamt forseta- frúnni, í ræðu í fyrrakvöld: „Náin samskipti og kynni milli íslendinga og Svía hafa aukizt mjög verulega á síð- ustu áratugum. Þau hafa meðal annars aukizt vegna vaxandi fjölda íslenzkra námsmanna við sænskar menntastofnanir og oss er ljúft og skylt að þakka þann aðbúnað og fyrirgreiðslu, sem þeir hafa notið. Þau hafa einnig aukizt vegna vaxandi fjölda sænskra menntamanna, sem leggja stund á forn norræn fræði og læra í því sambandi mál vort. í þeim hópi eiga íslendingar marga góða vini, sænska menn, sem orðið hafa óopinberir fulltrú- ar íslands í landi yðar hátign- ar. En fyrst og fremst hafa þó þessi sambönd aukizt fyrir vaxandi norrænt samstarf á öllum sviðum. í því sambandi hafa sænskir stjómmálamenn kynnst landi voru og öðlazt skilning á högum þess. Slíkt er oss mikil nauðsyn.“ Þó að tengsl Íslendinga og Svía hafi aldrei verið jafn ná- Dreifing í stjórnmálayfirlýsingu lands fundar Sjálfstæðisflokks- ins er lögð þung áherzla á aukna dreifingu valdsins í þjóðfélaginu. Hér er um mjög þýðingarmikið atriði að ræða, enda er það meginkjami lýð- ræðislegrar stjórnskipunar, að sem flestir ráði sem mestu. Að þessu leyti er það mikil- vægt, að einstaklingamir og samtök fólksins í landinu hafi, innan eðlilegra tak- marka, frjálsar hendur til at- hafna á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Þannig á óper- sónulegt ríkisvald ekki að teygja arma sína yfir öll mannleg samskipti. Aukið sjálfræði sveitarfélaga kemur til með að efla tengslin á milli borgaranna og kjörinna in og við frændþjóðir okkar Norðmenn og Dani, standa samskipti þjóðanna á göml- um merg. í ræðu sinni í fyrra- kvöld komst Gústav VI Adolf, Svíakonunigur, svo að orði: „Sá vinarhugur, sem við Sví- ar bemm í garð Íslendinga, er sannur og einlægur. Tengsl þjóða vorra eru líka alda- gömul. Þau em þó ekki þess vegna hjúpi hulin. íslenzkir sagnaritarar varðveittu handa nútímanum í stórkostlegum ritum og fallegu máli minn- ingar úr lífi forn norrænna manna. íslendingasögurnar varpa ljósi á líf og hugi þess- ara manna. Fomsaga Svíþjóð- ar væri án verka íslenzku sagnaritaranna fátæklegri og illskiljanlegri.“ Ennfremur sagði Svíakonungur: „Sögu- leg hefð tengir þjóðir vorar saman, en tengsl nútímans á sviði menningar og ve-rzlunar eru einnig sterk. Þau hafa aukizt jafnt og þétt með bætt- um samgöngum.“ Heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóðar nú er gleðilegur vottur um traust samband hinna norrænu þjóða. Þó að fslendingar og Svíar séu um margt ólíkar þjóðir, hafa þær ávallt átt góð samskipti, sem nú fara vaxandi í kjölfar auk- inna umsvifa Norðurlanda- ráðs. Heimsóikn forsetahjón- anna er enn ein staðfesting á þessari þróun, sem ugglaust mun halda áfram báðum þjóð unum til gagns. Ferðir for- setahjónanna til Norðurlanda hafa því treyst samband okk- ar við hinar norrænu þjóðir og um leið eflt norrænt sam- starf. valdsins fulltrúa, sem fara með stjórn sameiginlegra málefna. Á þessu sviði bíða fjölmörg óleyst verkefni. Þannig hafa augu manna opnazt fyrir því, að rétt sé og skynsamlegt, að launþegar taki þátt í stjórn- un atvinnutækjanna. Almenn ingshlutafélög og samstarfs- nefndir atvinnurekenda og launþega munu í náinni fram- tíð skjóta styrkum stoðum undir aukið atvinnulýðræði. f skólum og á vísinda- og rannsóknastofnunum fara nemendur og kennarar fram á aukna hlutdeild í stjórnun. Hér er á ferðinni þróun, sem smám saman mun ryðja sér til rúms; þróun sem eflir ein- staklingsfrelsi og dregur að sama skapi úr ofurvaldi hvers kyns miðstjórnarvalds. Wilson ásamt blökkumannaleiðtogum, Endurminningar Harold Wilsonsi ert bólaði á Smith, fór drottn ingin að hafa orð á fjarvefu hans og sendi loks mann til að leita hann uppi. Smith fannst á veitingahúsi, þar sem hann sat og snæddi steik. Þvertók hann fyrir að hafa fengið boðið, þó að vit- að væri að hann var með boðskortið í vasanum. Komst hann loks til móttökunnar, þar sem hann stamaði upp afsökunarbeiðni sinni við drottningu, mjög ósannfær- andi að sögn Wilsons. Á öðrum stað í greininni segir frá heimsókn Wilsons til Rhódesíu í október 1965, þar sem hann m.a. bauð leið- togum blökkumannanna í Rhódesíu til fundar við sig í Salisbury, en þeim var þá haldið í fangabúðum. Með leiðtogana var flogið til Salis- bury um morguninn og þeir síðan geymdir í fangavagni í steikjandi hita fram eftir degi, unz þeir hittu Wilson. Þá var það sem Wilson komst að því að þeir höfðu engan mat fengið frá því daginn áður og að ekki stóð til að gefa þeim að borða. Wilson segist þá hafa misst alla stjórn á sér í fyrsta skipti á ævi sinni. : „Ég sá svo rautt, að ég sá ekki ríkisstjórann. Ég sagði honum, að ef blökkumönnun- um yrði ekki borin þriggja rétta máltíð, sem ég hefði persónulega samþykkt, inn- an hálftíma, færi ég út með allt mitt starfslið og þræddi matsölur og veitinga staði í borginni og keypti fyr ir eigið fé mat handa þeim öllum. Og að ég myndi sjá til þess að allar þúsundir fréttamannanna myndu vita hvað væri að gerast. Hálf- tíma síðar var maturinn kom inn á borðið.“ BREZKA vikublaðið Sunday Times Weekly Review, birtir um þessar mundir greina- flokk eftir Harold Wilson, leiðtoga brezka verkamanna- flokksins og fyrrverandi for- sætisráðherra, þar sem Wil- son skýrir frá árunum, sem hann var við völd. f fyrstu greininni er fjallað um sam- skipti Wilsons og Ian Smiths, forsætisráðherra Rhódesíu. Kemur glöggt fram í grein- inni að fremur köldu andar til Smiths frá Wilson. M.a. segir Wilson frá því, að þegar útför Winston Churchills var gerð hafi Elísa bet drottning boðið öllum fyrrverandi og þáverandi valdhöfum og þjóðarleiðtog- um til móttöku í Bucking- hamhöll og þar á meðal Smith, skv. ráðleggingum Wilsons. Er móttakan hafði staðið í klukkustund og ekk- Harðar árásir á Kínverja Moskvu, 5. maí — NTB. VIKURITIÐ Literaturnaya Ga- zeta málgagn sovézka rithöf- undasambandsins, birtir í dag harðoröa árásargrein á Kína þar sem segir meðal annars að Kín- verjar séu að búa sig undir styrj- öld, og að hugsanlegt sé að þeir hefji árásarstyrjöid. Eru þetta einhverjar hörðustu árásir á Kína, sem birtar hafa verið í Sovétríkjiinum frá því til bar- daga kom milli landamæravarða ríkjanna á ísilögðu Ussuri-fljóti í marz 1969. í greminni í dag segir: „Það er staðreynd að Kína er að búa sig undir styrjöld," og er þar bent á að kínverka þjóðin hafi stöðugt í huga íyrirmæli Maos um að vera viðbúin styrjöld og náttúruhamförum. Grein-arhöf- undur er D. Karpilj, sem blaðið segir vera opimiberan starfs- mann, er lengi hafi starfað í Peking og fylgzt þar með þró- uninni. „Á íþróttaleikvöngum og í Skólum stunda börnin daglega herþjálfun,“ segir blaðið. „Jafn- vel átta til tíu ára stúlkur æfa sig til dæmiis í árásum með byssustingjum." Eininig eru börn- in að sögn blaðsins látin stunda hergöngur að næturlagi undir ströngum hernaðaraga. Menimngarbyltingin breytti út- liti Pekingborgar, segir Litera- turnaya Gazeta. Peking er að grafa sig niður í jörðu. Við hvert íbúðarhús, skrifstofuhús og verksmiðju eru niú grafnar skotgrafir og byrgi. í lok greinarinmar segir höf- undur: „Ég fór til Peking stormasaman vetrardag. Á göt- unum voru moldarhaugar upp úr skotgröfum og byrgjum. Þetta er styrj aldarundirbúning- ur, en gegn hverjum? Ég held ekki að Kínverjar búist við árás Bamdaríkjanma á borgina, og enn síður árás Rússa . . . En hvers vegna er þetta gert? Er það ef til vill tilraun til að halda þjóðinni í skefjum? Mjög ótrú- legt. Eða ætla Kínverjar ef til vill sjálfir að hefja styrjöld? Ég vil ekki trúa því. Það væri sj álfsmorð. Literaturnaya Gazeta boSar framhaldsgrein í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.