Morgunblaðið - 07.05.1971, Side 17

Morgunblaðið - 07.05.1971, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAl 1971 17 Aukin hagkvæmni o g sparnaður í ríkis- rekstri Samstarf löggjafar- og fram- kvæmdavalds — Rætt við Gísla Blöndal, hagsýslustjóra Fjárlaga- og hagsýslustofnun- in annast undirbúning- og samn ingu fjáriagafrumvarpsins ár hvert. En auk þess heyra undir stofnunina fjöimörg önnur verk efni eins og ráðstafanir til sparnaðar og auldnnar hagræð- ingar í ríkisrekstrinum. Til við- bótar þessu fer stofnunin með fjármálalega yfirstjórn allra op- inberra framkvæmda í landinu. Gísli Blöndal, hagsýslustjóri, gerir í viðtali, sem hér fer á eft- ir, nánari grein fyrir störfuni Fjárlaga- og hagsýslustofnun- ar: — Fjárlaga- og hagsýslustofn uninni var komið á fót árið 1966. Siðan er að finna ákvæði um stofnunina í lögum um Stjórn- arráðið frá 1969, þar sem kveð- ið er á um, að hún sé sérstök stjómardeild, sem heyri undir f j ármálaráðherra. — Hvert er starfssvið stofn- unarinnar? — Ákvæði um starfssvið Fjár laga- og hagsýslustofnunarinn- ar er að finna í reglugerð fyr- ir Stjórnarráðið. I fyrsta lagi má nefna undirbúning og samn ingu fjárlagafrumvarpsins, og könnun á beiðnum um greiðsl- ur umfram f járlagaheimildir. Þá heyrir framkvæmda- og fjár öflunaráætlun rikisins undir stofnunina. Húsaleigu- og bif- reiðamál ríkisins koma einnig til okkar kasta. Og loks má nefna almennar umbætur í ríkis rekstri. Síðan þessi reglugerð var sett, segir Gísli, hefur okkur bætzt verulegt verkefni til viðbótar með lögum um skipan opinberra framkvæmda frá 1970. Með þeim iögum var stofnuninni falið að fara með fjármálalega yfir- stjórn opinberra framkvæmda í landinu. — Að hvaða verkefnum vinn- ið þið nú? — Það er árlega annað megin verkefni Fjárlaga- og hagsýslu stofnunarinnar að undirbúa og semja fjárlög. I sambandi við þessa vinnu skapast oft ýmis verkefni, sem í raun heyra ekki beint undir fjárlagaundirbúning inn. Við fjárlagagerðina þurfum við að fjalla um málefni um það bil 400 stofnana. -— Þú minntist á greiðslur um fram fjárlagaheimilldir? — Jú, ef eitthvað það gerist í ríkisrekstrinum, sem krefst meira fjármagns en fjárlög mæla fyrir um, þá er það starfs svið þessarar stofnunar að taka slík mál til meðferðar. — Hvað gerið þið í slikum til- vikum? — Við rannsökum hvert mál fyrir sig, segir Gísli. Stundum reynast þessar beiðnir ekki vera á rökum reistar og því óþarfar. En ef um óhjákvæmi- legt mál er að ræða, gefum við okkur umsögn til fjármálaráð- herra, sem síðan tekur endan- lega ákvörðun. — Er mikið um beiðnir af þessu tagi? — Já nokkuð; og sérstaklega á verðbólgutímum, bætir Gisli við. — Hver eru önnur meginverk efni stofnunarinnar? — Árlegt verkefni er gerð framkvæmda- og fjáröfiunar- áætlunar rikisstjórnarinnar. Lengi vel var það svo, að þessi áætlun var ekki í tengslum við fjárlögin sjálf. En á undanföm- um tveimur árum hafa drög að þessari áætlun fylgt fjárlaga- frumvarpinu; því eru samfara miklir og ótvíræðir kostir. Þannig er samtimis unnt að gera grein fyrir öllum fjárráðsstöfun um rikisins á næsta ári. Það voru verulegir ókostir á sínum tíma, þegar Alþingi var ekki gef inn kostur á að fyilgjast með heildarmyndinni í þessum efn- um. En úr þessu hefur sem sagt verði bætt á undanförnum tveim ur árum. Þessa áætlun vinnum við í náinni samvinnu við Efna- hagsstofnunina og Seðlabank- ann, bætir Gisii við. — Þú minntist á, að lögin um skipan opinberra framkvæmda hefðu fært ykkur aukin verk- efni. I hverju eru þau fólgin. — Raunverulega skipta lögin um skipan opinberra fram- kvæmda höfuðmáli i okkar starfi nú, segir Gisli. Hér er um mjög yfirgripsmikið verkefni að ræða. Meginhugsunin með lögun um er sú að bæta nýtingu fram- kvæmdafjár, með því m.a. að vanda mun betur en gert hefur verið undirbúning framkvæmd- anna sjálfra. Þegar undirbún- ingsstarfi að ákveðinni fram- kvæmd er lokið, á að vera ljóst í öllum meginatriðum, hvernig standa eigi að framkvæmdinni. Þessar ráðstafanir eiga einnig að tryggja, að fjárskortur verði ekki til þess að tefja fram- kvæmdirnar. — í hverju eru ykkar ráðstaf anir fólgnar í þessum efnum? —■ Það hefur jú gerzt allt of oft á undanförnum árum, að undirbúningur framkvæmda hef ur verið ónógur. Þannig hefur oft og tiðum ekki verið kleift að ráðast í framkvæmd nýtan- legs áfanga með þvi fjármagni, sem tryggt hefur verið. Mark- miðið með þessum lögum um skipan opinberra framkvæmda er hins vegar það, að með fyrstu fjárveitingu til hverrar verklegrar framkvæmdar sé lögð fram heildaráætlun um fjárþörf á næstu árum til þess að fram- kvæmdin geti farið fram án tafa og nokkuð viðstöðulaust. Það er augljóst, að einmitt taf ir af þessu tagi hafa kostað opinbera aðila verulegar fjár- hæðir. Þessi tiihögun, sem nú er verið að koma á, hefur það aftur á móti í för með sér að taka verður færri framkvæmdir fyrir í senn en ella hefði verið. — Hafið þið þegar orðið var- ir við raunhæf dæmi, þar sem unnt hefði verið að standa bet- ur að framkvæmdum? — í rauninni erum við að byrja á þessari starfsemi; þessi lög eru það nýtilkomin. En við höfum þó strax fundið dæmi, sem sýna fram á nauðsyn að- gerða á þessu sviði. Þetta starf verður stöðugt viðameira verk- efni þessarar stofnunar. — En hvað um eiginleg hag- sýsluverkefni? — Það má segja, segir Gísli, leitt i ljós, að vænta mætti mik illar hagræðingar og sparnaðar með þessum hætti. Það má einnig nefna, að nú hefur verið komið á föstum og ákveðnum reglum um greiðslu kostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkis- ins, hvort heldur er erlendis eða hér heirna. Til viðbótar þessu mætti e.t.v. nefna nokkuð stórt mál, sem er á döfinni núna. Það hefur sem sagt verið gerð athugun á því, ________ , „ . hvort hagkvæmt kunni að vera hafa allir venð tekmr til endur að sameina alllan verkstæða. ife. skoðunar, og leitazt hefur venð Gisii Blöndal. að bifreiðamálin hafi verið eitt meginverkefnið á því sviði hing að til. Það hefur farið mikil vinna í það að setja ákveðnar reglur um notkun bifreiða á vegum ríkisins. En í sambandi við setningu þessarar reglugerð ar naut stofnunin góðrar aðstoð ar Bíla- og vélanefndar, sem starfar á vegum ráðuneytisins. En almennt höfum við reynt að koma á samræmdum reglum á þeim sviðum, sem okkur hefur sérstaklega verið faiið að fjalla um. Það var t.a.m. mjög handahófs kennt, hvaða rikisforstjórum voru lagðar ti'l bifreiðar, og eins var lítið samræmi í bifreiða- styrkjum, sem við nú teljum raunar vera kaup á þjónustu. Reglugerð var sett um þessi at- riði í ársbyrjun 1970. Nú eru forstjórabifreiðamar svonefndu ekki fyrir hendi lengur; þannig voru seldar alls 59 rikisbifreið- ar á uppboðum eða samkvæmt sérstöku mati. Nú hafa allar bif reiðar I eigu ríkisins verið merktar, og einkaafnot eru nú með öllu óheimil. Bílastyrkirnir við að haga greiðslum í sam- ræmi -við raunveruleg not á veg um ríkisins. Þannig hafa verið gerðir um 550 aksturssamning- ar. — Var þetta ekki erfitt í fram kvæmd? — Jú, sannariega var það nokkuð erfitt. Þetta var mjög viðkvæmt; sérstaklega vegna greiðsluvenja, sem tíðkazt höfðu um áraraðir og samræm- ast ekki þeim grundvelli, er nú er miðað við, þ.e.a.s. raunveru- leg afnot. En við höfum sem sagt reynt að vinna eftir þeirri meginreglu að mismuna ekki mönnum í þessu efni. — Þú minntist áður á, að húsa leigumál heyrðu undir stofnun- ina. Hvað hefur verið unnið í þeim efnum? — Um húsaleigumálin hefur verið sett reglugerð, sem tók gildi í september 1970. Við höf- um í þessum efnum einnig reynt að samræma leigugjaldið miðað við aðstæður á hverjum stað. Allir leigusamningar, sem gerð- ir eru eftir gildistöku þessarar reglugerðar, eru ekki skuld- bindandi fyrir ríkið, nema Fjár- laga- og hagsýslustofnunin hafi áður samþykkt þá. — Hvernig hefur verið unnið að almennum endurbótum í rík- isrekstrinum? — Eitt fyrsta verkefni stofn unarinnar á þessu sviði var end urskipulagning á formi fjárlaga, samkvæmt lögum um það efni frá 1966. Eftir að fjárlögin komu fram í samræmdu formi, verður að telja að auðveldara sé að gera grein fyrir efnahags legum áhrifum ríkisfjármálanna. Annað verkefni af þessu tagi var að koma á fót sameiginlegri útgerðarstjórn allra ríkisskip- anna i nánu samstarfi við hlut- aðeigandi ráðuneyti. Hér er um að ræða Skipaútgerð ríkisins, Landhelgisgæzluna og rann- sóknaskipin. Athugun hafði rekstur ríkisins. Nefnd a veg- um þessarar stofnunar hefur unnið að þessu máli, en í nefnd- inni hafa átt sæti fulltrúar þeirra aðila, sem málið tekur til. Þessar tillögur nefndarinnar eru nú fullbúnar og hafa verið teknar tiJl skoðunar. Raunar koma ótal önnur verk efni varðandi rekstrarmál ein- stakra rikisfyrirtækja til kasta stof n unarinnar. — Hvað hafa margir unnið að þessum verkefnum? — Það hefur verið stefnan að hafa hér starfandi sem allra fæst fólk. Hér vinna alls fjórir starfsmenn. Auk mín eru það deildarstjóri og sérfræðingur ásamt fulltrúa, sem annast m.a. skjalavörzlu og vélritun. Við höfum þó haft í huga og raun- ar gert nokkuð af því að senda einstök verkefni til athugunar hjá einkaaðilum, sem sérþekk- ingu hafa á ákveðnum verkefn- um. Þannig var m.a. staðið að nokkru leyti að verkstæðaat- huguninni. Annars er starfsemi þessar- ar stofnunar í töíluvert nánum tengslum við undirnefnd fjár- veitingarnefndar og á það bæði við sérstök vandamál, er rísa við undirbúning fjárlagafrum- varpsins og athugun sérstakra skipulagsmála eins og t.d. átti sér stað um bifreiðamálin á sin- um tíma. Þá má sérstaklega geta þess, að í þessum efnum er um ákveð in tengsl að ræða milli löggjaf- arvaldsins og framkvæmda- valdsins, þar sem formaður fjár veitinganefndar Alþingis er í samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir. Starfsemi af þessu tagi getur því aðeins orðið árangursrík, að mjög gott samstarf sé við önn- ur ráðuneyti og sú hefur einnig verið raunin. Það má fullyrða, að ölil viðleitni til aukins sparnaðar og hagkvæmni í ríkis rekstrinum hafi almennt mætt miklum skilningi og samstarfs- vilja ráðuneytanna. Sumaráætlun Flugfélagsins innanlands — gekk í gildi 1. maí SUMARÁÆTLUN innanlands- flugs Flugféiags íslands gekk í gildi 1. maí og gildir til 30. sept. Við gildistöku siunaráætlunar innanlandsflugsins fjölgar ferð- um veruiega og síðan í áföng- um, þar til fullum ferðafjölda er náð yfir hásumarið. Eins og undanfarin sumur bera Friend- sliip skrúfuþoturnar liita og þunga dagsins í innanlandsflug- inu, en auk þess er áætlað að fljúga 4 ferðir vikulega innan- lands á Oloudmaster flugvélum og 3 ferðir á viku með DC-3 fiiigvélum. Þegar sumaráætlun innanlandsfiugs hefur að fiillu tekið gildi verður ferðum Iiagað sem hér segir: Til Akureyrar verða þrjár ferðir alla daga vikunmar. Til Vestimannaeyja tvær ferðir alla daga. Til Egi'lsstaða verður fiog- ið alla daga og tvær ferðir á fimimtudögum og sunmudögum. Til ísafjarðar verður flogið alla daga og tvær ferðir á miðvitou- dögum og laugardögum. Til Patretosifjarðar eru þrjár ferðir í viku, á mániudögum, miðviku- dögum og föstudögum. Til Hafn- ar i Homafirði verða fimm ferð- ir á viku, á mánudögum, þriðju- dögum, fimmitudögum, laugar- dögum og sunnudögum. Til Fag- urhólsmýrar verður flogið fjór- um simimum i viku, á mánudög- um, fimmtudögum, föstudögum og sunnud. Til Sauðárkróks verð- ur flogið fjórum sinnum í viku, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Til Húsavíkur verða þrjár ferðir í vitou, á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum. Til Rauf- arhafnar og Þórshafnar verður fllogið á miðvitoudögum. Eins og undanfarin ár verða bilferðir i sambandi við flug- ferðir Flugfólags Isdands frá við- toomandi flugvöllum til nær- liggjandi byggðarlaga. Síðastliðinn vetur hefur verið haldið uppi áæflunartflugi til Neskaupstaðar og var áformað að fljúga þangað, þar til bílfært yirði til Egiílsstaða. Vegna mito- illa snjóalaga er Oddsskarð enn lokað og er ektoi talið, að bíl- fært verði milli þessara staða, fyrr en í áliðnum mai. Flug- félag Islands hefur því ákveðið að halda flugi til Neskaupstaðar áfram út maímánuð. Flogið verður fimmtudaga og sunnu- daga. Brottför frá Reykjavík kl. 14.45 og frá Neslkaupstað kl. 16.30. Friendship skrúfuþotur verða í förum milli Neskaup- staðar og Reykjavikur. Fíladelfía vill Silungapoll BORGARRÁÐ hefur heimilað, að Fíladelfíusöfnuðurinn fái af not hússins að Silungapolli tii rekstrar sumardvalarheimilis og falið borgarritara að hefja samn inga við söfnuðinn. Sveinn Ragnarsson, félagsmála stjóri Reykjavíkurborgar tjáði Mbl. í gær að ósk um þetta hefði komið frá söfnuðinum, en Borgarráð hafði áður ákveðið að hætta rekstri Silungapolls, sem sumardvalarheimilis fyrir börn. Var það í fyrra, en allt til ársins 1969 var Silungapoil ur ársdvalarheimili. í samning- um við Fíladelfíusöfnuðinn verða tekin fyrir atriði svo sem leigutími, leiga o. fl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.