Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1971 Hverngerði — Hverngerði Ung, reglusöm hjón með tvo drengi, óska eftir góðu húsnæði á leigu í minnst eitt ár. Góðri umgengni lofað. Upplýsingar i Reykjavík i síma 85194 næstu daga. Slottlisten Tökum að okkur þéttingu á opnanlegum gluggum, útihurðun og svalahurðum. Þéttum nær 100% gegn vatni, dragsúg og ryki. Varanleg þétting. ÓLAFUR KR. SIGURÐSSON OG CO., Suðuriandsbraut 6, sími 83215. Sölumannadeild degisverðarfundur Næsti fundur deildarinnar verður haldinn i Átthagasal Hótel Sögu laugardaginn 8. maí klukkan 12.15. Gestur fundarins verður ERLEIMDUR EINARSSON. forstjóri. og nefnir hann eríndi sitt: SÍS og sölumálin. Félagar eru hvattir til að bjóða gestum. Athugið! Síðasti fundur vetrarins. STJÓRNIN. 'aíís, Olíugeymar Kauptilboð óskast í 7 olíugeyma, staðsetta við Reykjavíkurflugvöll. Ennfremur 840 m af 8" leiðslum og 1950 m af 4" leiðslum. Hlutatilboð eru heimil. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7. Tilboð verða opnuð 21. maí nk., kl. 11. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGÍRTÚNI 7 SÍMI 10140 Lögtoksúrskurður Hér með úrskuiðast lögtak fyrir fyrirframgreiðsl- um þinggjalda ársins 1971, hjá þeim gjaldendum, sem eigi hafa innt greiðslur af hendi á mánaðar- legum gjalddögum, skemtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftirlits- gjaldi, gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, söluskatti fyrir janúar og febrúar 1971, svo og nýálögðum viðbótum við söluskatt fyrri ára, lesta-, vita- og skoðunargjaldi af skipum fyrir árið 1971, skipu- lagsgjaldi af nýbyggingum, almennum og sér- stökum útflutningsgjöldum, aflatryggingarsjóðs- gjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfn- om ásamt skráningargjöldum, bifreiðaskatti, vá- tryggingagjaldi fyrir bkumenn, gjöldum samkvæmt vegalögum, umferðabreytingagjaldi, vélaeftirlits- gjöldum, öryggiseftirlitsgjöldum, rafstöðvargjöld- um og rafmagnseftirlitsgjöldum. Lögtök fyrir gjöldum þessum geta farið fram að liðnum átta dögum frá birtingu úrskurðar þessa ef ekki hafa verið gerð full skil fyrir þann tíma. Lögtökin fara fram á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs. Bæjarfógetinn i Kópavogi, 29. apríl 1971, Sigurgeir Jónsson. — Hafnarbréf Framhald af bls. 5. leifar af henni sáum við félagar daginn eftir að við komum hing- að. Ég tel það hafa verið sam- hljóða álit okkar, að hið skásta er við sáum þar, hafi naumast tekið fram þvi er lélegast mætti teljast á sýningu okkar, heldur taki sýning okkar henni langt fram. Slíkt væri náttúrlega hæp ið að fá viðurkennt opinberlega í henni Höfn, nú. Einn Englendingur hér, góð- viljaður okkur, sagði: Þið þurf- ið að fá árásir á sýninguna, þá verður hún ákaflega vel sótt. Ekki hef ég þó trú á, að t.d. gagnrýnin í Politiken, eða sleggjudómurinn, sé skrifaður með það fyrir augum að auka aðsókn að sýningu okkar. Mér er sagt hér á Karlottuborg, að hvenær sem listsýning sé hér í byggingunni, fái hún skammir í Politiken, áþekkar þeim, er við fengum þar. Afgreiðsla gagnrýn anda Politiken á sýningu okkar virðist gerð með mikilli gremju eða geðvonzku og hann setur alla, aðra en Kjarval, í einn og sama hóp, Kjarval gersamlega vansæmandi, án þess að athuga hið minnsta, að Dönum mundi veitast erfitt að tilgreina verk lifandi danskra listamanna, er Kona óskast til starfa við mötuneyti á vinnustað. GLIT HF., SÍMI 85411. Hreppstjórinn á Hraunhomri Eftir Loft Guðmundsson. Leikstjóri: Margrét Björnsdóttir á Neistastöðum. Sýning í félagsheimilinu á Seltjarnarnesr í kvöld kl. 8.30. Aðgöngumiðar við innganginn. Ungmennafélagið Baldur, Hraungerðishreppi. LUDVIG STORR Nýjar gerðir af speglum teknar upp í dag. SPEGLABUÐIN Laugavegi 15. Sími: 1-96-35. þyldu fyllilega samanburð viö verk á sýningu okkar eftir t.d. Ríkarð, Magnús Á. Árnason og jafnvel fleiri. (Ég sleppi málur- unum, af því að ég er einn þeirra.) Ekki er hægt að segja, að að- sóknin hafi farið fram úr von- um, en hefur þó verið vel við- unandi, jafnvel ágæt á danska vísu, er mér tjáð. Til okkar hef- ur vissulega komið margt lista- fólk og skólafólk og látið i ljós hrifningu yfir sýningunni. Jafn vel heilar bekkjadeildir ungs fólks hafa komið og lýst gleði sinni. Sumir hafa komið mörgum sinnum. Af félögum mínum er það að segja, að Pétur Friðrik og Ragn ar Páll, listmálarar, eru farnir til Þýzkalands, ásamt konum sln um, Magnús Á. Árnason er rétt farinn til Svíþjóðar og Noregs, þar sem honum verður fagnað vel, en eftir sit ég hér I Höfn, þar til sýningunni lýkur, og rifja upp fyrri kynni mín af borginni við sundin sólhýru, eins og Matthías kallaði þau, og bæti einhverju af nýrri þekkingu við. Selzt hafa þegar nokkrar myndir, eftir þá Ragnar Pál og Jón Jónsson og væntanlega ein eftir hvorn okkar Magnús Á. Árnason. Frá því er við komum hingað til Hafnar, hefur skaparinn ver ið að hjálpa fólkinu til þess að búa sig og borgina undir vorið og sumarkomuna, með þvi að láta sólina, blessaða, baða allt í geislum sínum hvern einasta dag. Hann má því eiga það, blessað- ur skaparinn, að hann hefur tek ið okkur vel. Þótt eitthvað af austan-næðingi hafi verið að flækjast fyrir sól- skininu, undanfarið, er enginn vandi að hitta fyrir gott fólk, hér sem annars staoar, — og mjög áberandi finnst mér, hve miklu minna ber hér á hippalýð og ókrjálega klæddu fólki held- ur en þegar ég var hér fyrir hálfu öðru ári, hvað sem veld- ur. Lítið hef ég þó enn getað fax ið á ýmsa menningarstaði borg- arinnar, en ánægjulegur viðburð ur varð hér á föstudagskvöldið, er hinn ungi og efnilegi landi okkar, Gunnar Kvaran, hélt hér hljómleika fyrir þétt setnu húsi. Þeim atburði munu hinsvegar aðrir skýra nánar frá. Sé hins vegar skyggnzt undir yfirborðið, er óneitanlega ýmis- legt meira en lítið gruggugt í borgarlífi Kaupmannahafnar, svo gruggugi, að ég leiði hjá mér að minnast á það. Höfn virðist orðin að allra þjóða mark aðstorgi á tveimur eða fleiri hæðum undir þeirri efstu. En ekki meira um það, að sinni. Þurfi einhver heima að eiga erindi við mig, á meðan ég verð hér, skriflega eða munnlega, er aðsetur mitt daglega: Charlottenborgudstilling'en Nyhavn 2, 1051 Köbenhavn K. og sími: Minerva 370. Beztu kveðjur heim. Mánudag, 26. apríl "71. Freymóður Jóhannsson. Verzlun okkar, sem við höfum starfrækt í 50 ár í Pósthússtræti 2, Eimskipafélagshúsinu, er nú flutt að Laugavegi 24, þar sem verzlun- in hefur einnig verið undanfarið. Höfum nú sem áður mjög fjöl- breytt úrval af allskonar skófatnaði Um leið og við þökkum viðskiptin á liðnum áratugum, vonum við að mega njóta þeirra framvegis á Laugavegi 24. 2/ímtm6ergs(imbur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.