Morgunblaðið - 07.05.1971, Side 20

Morgunblaðið - 07.05.1971, Side 20
r 20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAl 1971 t__________________________________ Sumorbúðir Heimolrúboðsins Tökum telpur, 6—10 ára, til dvalar. Upplýsingar í síma 16279 milli kl. 5 og 7 næstu daga. Sendisveinn óskast strax. IEDI IA H.E Sími 16510. Uýkomin kjólaefni rifflað flauel frottéefni Clœsilegt úrval Austurstræti 9. Kynnizt töfrum landsins Höfum ávallt til leigu fyrsta flokks langferðabíla til skólaferðalaga. Ennfremur sérstaklega byggða eldhúsbíla með eldunartækjum og ísskápum, þannig að við getum framreitt allan mat fyrir hópa. Veitum alla aðstoð við skipulagningu innan- landsferða. Hafið samband við okkur, þegar þið farið að undirbúa ferðalagið, og við munum gefa ykkur hagstæð tilboð. ULFAR JACOBSEN Ferðaskrifstofa Austurstrœti 9 — Sími 13499 — Bókmenntir Framh. af bls. 10. þvi um 1700 hafa þaer flestar lengstum verið í byggð — og á mörgum tvíbýli og á sumum fleiri búendur — einkum eftir aldamótin síðustu. í>egar svo það er athugað, að búfé var víð- ast aðeins ein kýr, 10—13 kind- ur og einn hestur, samgönguieið ir — ekki aðeins milli byggða- hvérfa, heldur og víða milli ná granna — voru erfiðar, torfær- ar og jafnvel hættulegar — og jarðir allar fram á 19. og 20. öld eign kirkna vestur í fjörð- um, konungs eða afkomenda rikra utanhéraðshöfðingja, munu flestir nútíðarmenn undr- ast, að yfirleitt skyldi vera byggð í Sléttuhreppi — og þá einkum norðan Straumness. En svo harðbýlt sem þar var, mun mannfellir hafa verið þar fátíð- ari en í flestum hinum gróður- meiri og búsældarlegri byggð- um landsins, þó að raunar gæti hafis veitt ærið þungar búsifj- ar. Fénaður var með afbrigðum vænn, svo að bæði ær og kýr gerðu betra gagn en viðast ann- ars staðar hér áður fyrrum, og hlurmindi voru mörg og mikil, ekki sizt norðan Straumness. Bjargfugl og bjargfuglsegg voru mikil matbjörg, sums stað- ar var nokkur silungsveiði, og þó að hafísinn væri vágestur, fyigdu honum stundum hvaireki og oft allmikið af sel. há var trjáreki ómetanlegur. Rekatré voru notuð sem húsaviður, efni í skip og til eldsneytis og auk þess sem efni í amboð og hús- muni — og einnig smíðisgripi, sem urðu söluvara. Fiskur var og oftast uppi í landsteinum frá þvi snemma vors og þangað til seint á hausti, og þó að brim og is hömluðu oft sjósókn, ár- aði aldrei svo illa til sjávarins, að þaðan fengist ekki veruleg björg. Minnist ég þess, að hafa bæði heyrt og lesið, að eitt sinn á 18. öld varð slíkt fiskleyisi á miðum Dýrfirðinga, að fátækt fólk varð hungurmorða, og þá brugðu Dýrfirðingar við og fóru á nokkrum skipum i ver norður á Hornstrandir. Svo var og það, sem hvergi kemur fram í skrám eða skýrslum, að þá er einokunarverzlunin herti sem mest að íslendingum, höfðu hin ir afskekktu Homstrendingar mikið gagn af verzlun við Hol- lendinga og síðar Frakka — og raunar voru lengi siðan við- skipti milli erlendra og inn- lendra skipamanna og bænda á Hornströndum — og þóttu báð- um góð. Stundum sluppu Horn strendingar við mannskæðar farsóttir, og þegar Móðuharð indin þjáðu svo þjóðina, að fólki fækkaði að miklum mun, fjölgaði íbúum Sléttuhrepps. Loks ber þess að geta, að fólk- lð þama norður á veraldarhala varð ekki aðeins sparsamt og nýtið, heldur og ærið glöggt á hvers konar möguleika til bjarg ræðis — og að sama skapi harð- gert og gætt ótrúlegri seiglu, og þjóðleg sagna- og rimnahefð lifði þar góðu lifi, ásamt marg- víslegri þjóðtrú, sem oftar blés æskilegu lifi í ímyndunaraflið, heldur en að hún drægi úr manndómi. í>á var Hornstrend- ingum traúst í trúarstyrk séra Hallgríms Péturssonar og svöl- un að þeim hörðu heimsádeilum Vídalíns, sem þeir fæstir fundu sig þurfa til sín að taka en töldu hins vegar maklegar fjár- plógsmönnum og hofmóðsgikkj- um. Svo sem áður getur fjallar seinasti kaflinn í þessari merku bók um orsakir þess, að Sléttu- hreppur eyddist, og styðst höf- undur þar við umsögn gáfaðs og ihuguls Aðalvikings. öll þau rök, sem hann ber fram, eru sannleikanum samkvæm, en hitt er vist, að þær aðgerðir, sem Sléttuhreppingar óskuðu eftir af hendi stjómarvalda, hefðu ekki dugað til langframa i því stór- fellda þjóðfélagslega umróti, sem ör tækniþróun í atvinnuveg unum hefur valdið hér á landi á seinustu þrem áratugum og haft hefur I för með sér kapp- hlaup um fjármagn og fram- kvæmdir og aukið kröfur allra til lífsþæginda, án þess að tóm hafi gefizt til skynsamlegs mats á þvi, hverju gömlu beri að sleppa — og hve mikið sé leggj- andi i sölumar fyrir sumthvað hið nýja. Samvirkni erfiðra landshátta, gagnger breyting á Húsnœði fyrir vörugeymslu og skrifstofu óskast sem fyrst. Stærð um 300—400 fm. Upplýsingar í síma 17374. -= Electroniskar mcátion reiknivélnr KYNNIÐ YÐUR CANON. Ótrúleg fjölbreytni gerða. Ótrúlega lágt verð. Gæðin fyrsta flokks. Einkaumboð, ábyrgð og þjónusta SKRIFVÉLIN, Bergstaðastrœti 3 símar 19651 og 37330. síldargöngum og skyndilegt þrot óvenju arðbærrar vinnu, sem unnin var sakir þess hild- arleiks, er háður var í veröld inni á árunum frá 1939—1945, olli þvi fyirst og fremst, að Sléttuhreppur eyddist fyrr og hmðar en aðrar byggðir. En. sama varð ekki löngu siðar uppi á teningnum I Gruimavíkur- hreppi, og mikill meirihluti áður byggðra býia í Snæfjallahreppi er í auðn. Sama eða svipað er að segja um Hrófbergshrepp I Strandasýslu, Auðkúlu- og Ket- ildalahreppa í Amarfirði og þrjá hreppa Austur-Barða- strandarsýslu. Og það er svo sem hægt að benda á svipað ut- an Vestfjarða. Látraströnd í Suður-Þingeyjarsýslu er eydd að mannfólki, sömuleiðis firð- irnir milli Eyjafjarðar og Skjálf anda, einmig Flateyjardalur og nú síðast Flatey. Byggð hefur stórum eyðzt á Langanesi og í Mjóafirði — og ærið 'fátt byggðra býla er nú I Fróðár- hreppi á Snæfehsnesi, þar sem fjölbýlt var áður. Og ekki má gleyma Selvogi, þó að skortur á samgöngum sé þar síður en svo til baga. Loks er svo það, að jafnvel þar, sem fá eða engin býli hafa farið í eyði, hefur fólkinu víðast fækkað að mikl- um mun, því að nú krefst bú- skapurinn ekki jafnmargra handa og áður. Allir mættum við vita, að í hinum afskekktu byggðum, þar sem lífsbaráttan var ávallt erfið og oftast háskasamleg, hefur al- izt upp tápmikið og viljasterkt fólk, sem hefur ríka hvöt til að bjarga sér og sínum við ger- breyttar aðstæður. Og nú ber ekki fyrst og fremst að spyrja: Hvers vegna eyddist Sléttu- hreppur? — heldur: hvemig tekst að móta og manna það fólk, sem nú er að alast upp i þéttbýlinu, þar sem allt. er enn í meira og minna vafasamri og villugjamri mótun? Þátttaka æsku hinna dreifðu byggða í daglegri lífsbaráttu, allt frá 7—8 ára aldri, þjálfaði viljann, skyldutilfinninguna og vitund- ina um eigin manngildi og þroskaði andlega og líkamlega hæfileika þannig, svo að eitt víð frægt dæmi sé tekið, að menn almennt — ekkert úrval — hurfu æðru- og hiklaust frá konu og bömum út i vonzku- veður um hánótt að verartlagi og unnu það afrek að bjarga heilli erlendri skipshöfn, sem strandað hafði skipi sínu undir Látrabjargi — afrek, sem nú er ekki lengur hægt að vinna! Mér er það fyllilega ljóst, að margt og mikilvægt er nú gert á sviði fræðslu- og félagsmála, sem á að búa islenzka æsku- menn þannig undir lífið við sí- breytilegar og oft ófyrirsjáan- legar aðstæður, að þeir hafi til að bera þá þekkingu og þá sam- félagslegu þjálfun, sem fái borg ið íslenzkri menningu og sjálf- stæði. En vegurinn fram undan er ef til vill viðsjálli en nokkru sinni áður, þrátt fyrir öll þæg- indin og velsældina, því að það, sem mest er undir komið, ábyTgð artilfinning og raunhæfur mann dómur, kemur nú ekki í jafn- ríkum mæli af sjálfu sér og þeg- ar þetta tvennt var ófrávíkjan- legt skilyrði þess, að menn fengju borgið lífi sínu og sinna frá ári til árs. Á því mun enginn vafi, að margur Sléttuhreppingur sér nú i ævintýraljóma svifa yfir eyddri byggð hinn hvíta örn Jónasar Hallgrimssonar . . . En saga íslenzku þjóðarinnar og menningarlegt afrek hennar í þágu norrænna og jafnvel allra germanskra þjóða virðist mér alltaf hálfdularfullt ævintýr, og þó að ég vilji ekki, að hafam- arstofninn deyi út hér á Is- landi, er mér þó enn annarra um það, að hinn hviti örn, ímynd íslenzkra náttúrutöfra og ævintýralegrar baráttu og af- reka litillar þjóðar, megi nú svífa yfir islenzku þéttbýli sem tákn og fyrirboði mikillar og heiilaríkrar framtíðar. Guðmundur Gíslason Hagalin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.