Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.05.1971, Blaðsíða 30
1 30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1971 WÁ ^7Vlorgúnbladsms Sex nýliðar valdir til landsleiks Fyrri Olympíuleikur Frakka og íslendinga á miðvikudaginn FTRSTI landsteikur fslands í knattspyrmi á þessu ári fer fram á Laugardalsvellinum n<k. miðvikudag, og hefst kl. 20.00. Mætir þá fsland áhugamannaliði Frakklands, og er þessi leikur liður í undankeppni Olympíu- leikanna 1972, en undankeppni þessi er nú í fullum gangi um allan heim. Eru það eingöngu áhugamenn sem hana heyja, og því möguleikar fámennari þjóða stórum meiri en í heimsmeist- arakeppninni. íslenzka landsliðið fyrir leik- inn á miðvikudaginn hefur nú verið valið og verður það þann- ig skipað: Markverðir: Þorbergur Atlason, Fram (8) Magnús Guðmundsson KR (0) Bakverðir: Jóhannes Atlason, Fram (16) Ólafur Sigurvinsson, ÍBV (2) Róbert Eyjólfsson, Val, (0) Miðverðir: Guðni Kjartansson, ÍBK (16) Einar Gimnarsson, ÍBK (8) Þröstur Stefánsson, ÍA (0) Miðsvæðismenn: Eyleifur Hafsteinss., ÍA (19) Haraldur Sturlaugss., ÍA, (4) Jóhannes Edvaldsson, Val (0) Guðgeir Leifsson, Víkingi (0) Framherjar: Matthias Hallgrímss., ÍA (11) Ásgeir Elíasson, Fram (5) Baldvin Baldvinsson, KR (2) Ingi Björn Albertss., Val (0) Paul bezti Svo sem sjá má af þessari upptalningu eru cex nýliðar í landsliðshópnum, þeir Magnús Guðmundsson, KR, Róbert Eyj- ólfsson, Val, Þröstur Stefánsson, ÍA, Jóhannes Edvaldsson, Val, Guðgeir Leifsson, Víkingi og Ingi Björn Albertsson, Val. í vetur voru allmargir leikmenn reyndir með landsliðinu, en í vor var hópurinn minnkaður í 20 manns, og þeir fjórir leik- menn, sem nú falla úr eru Skúli Ágústsson, ÍBA, Sævar Tryggvason, ÍBV, Halldór Björnsson, Völsungum og Her- mann Gunnarsson, Val, en hann er reyndar ekki gjaldgengur í Olympíukeppnina, þar sem regl- ur hennar útiloka atvinnumenn WM og fyrrverandi atvinnumenn. Imiela — bakvörður, einn Leikurinn á miðvikudaginn og traustasti maður franska verður 60. landsleikurinn sem liðsins. Island hefur leikið í knatt- spyrnu. Fyrsti leikurinn, sem var við Dani, fór fram á Mela- vellinum 17. júlí 1946, og sigr- uðu Danir þá með 3 mörkum gegn engu, og má segja að síð- an hafi þeir verið höfuðandstæð ingar okkar á knattspyrnuvell- inum. Þessi leikur við Frakka verð- ur sjötti landsleikur þjóðanna. Tveir fyrstu leikirnir fóru fram árið 1958 og vom liður í heims- meistarakeppninni í knatt- spyrnu. Mættu íslendingar þá atvinnumönnum Frakka og töp- uðu báðum leikjunum, þeim fyrri í Nantes í Frakklandi, 0:8 og þeim síðari 2:5 en sá leikur fór fram á Laugardalsvellinum. 2. september 1966 fór svo þriðji leikur þjóðanna fram á Laugardalsvellinum og var þá leikið við áhugamannaliðið. Frakkar unnu þann leik 2:0 og einnig unnu þeir leikina 1969 með þremur mörkum gegn tveimur og 1970 með einu marki gegn engu. Má því með sanni segja að kominn sé tími til að fslendingar snúi við blaðinu, og telja verður að sigurmöguleikar í leiknum á miðvikudaginn séu góðir, nái islenzka liðið saman, sem reyndar er engin ástæða til að ætla að ekki verði. Enn hafa ekki borizt full- komnar upplýsingar um franska liðið, en þó er vitað að í því eru átta leikmenn, sem léku hér með liðinu í fyrra, enda vitað að mikið kapp var lagt á að halda liðinu saman með tilliti til Olympíukeppninnar. Þessir 8 leikmenn eru: Guy Delhumeau, markvörður, Imiela Le Roux og Ribeyre, bakverðir, Guignedoux og Verhoeve, framverðir og Haller og Di Caro, framlínu- menn. Meðal' þessara eru þeir ieikmenn, sem mesta athygli vöktu hér í fyrra og má rdfja upp það sem A. St. skrifaði um franska liðið í Mbl., en þar sagði hann m.a.: „Beztu menn að okkar dómi voru miðvörður- inn Imiela (4), Di Caro inmherji og Delhumeau markvörður." Flesta landsleiki mun hins veg- ar Haller hafa, eða rúmlega 20. Fararstjórar liðsins verða Jean Noury, og Henri Patrella, stjórm armenn í franska knattspyrnu- sambandinu, og Albert Borto, landsliðsnefndarmaður, en þjálf ari liðsins er André Grdllon, sem er gamalkunnur atvinnumaður í knattspyrnu, og lék m.a. með Albert Guðmundssyni í Frakk- landi, og auk þess hefur svo liðið með sér bæði lækni og nuddara. Franska áhugamannalandslið- ið hefur verið að byggja sig markvisst upp fyrir Olympíu- Bernard Guignedoux framvörður keppnina og leikið fjölda leikja. Frá leiknum við ísland 1969, hefur það t.d. leikið 10 lands- leiki og sigrað í sex, gert jafn- tefli í þremur og tapað aðeins einum. Bæjakeppninni frestað FYRIRHUGAÐRI bæj&lkeppmi í knattspymu milli Reykjavíkur og Akramess, sem fram átti að fara á summudaigimm;, verðuT frestað um óákveðinm tiíima. Ástæðan fyrir frestiumimmi er sú, að leifcmemm þeir seim valdir haifa verið í lamdsliðið, gefa ekki kost á sér i leikinn, og heldur em að teflt væri fraim b-liðuan frá þessuTn aðdtan, ákvað tjórm KRR á fundii sinuim i fyrra- kvöld að fresta leikniuim. Athiug- aðir voru rndgtuleikar þess að láta bæiakeppndma fara ítraim á laugardaíginm og fresita þá leiik KR og Víkings í Reykiavílcur- mótimu, en það reyndíiist eWki unint. Geta má þess að leikur þessi var á getraiunaseoHSiniura fyrir þessa vitau. Enska knattspyrnan 1 FYRRAKVÖLD fóru fram tveir leikir í ensku 1. deiida- knattspyrnunni. Þá sigraði Man- chester United Manchester City með 4 mörkum gegn 3, eftir að United hafði haft yfir 3—0 i háHÍ leik. Skoraði George Best tvð markanna fyrir United, en hin. gerðu Bobby Charlton og Dennis Law. Þá sigraði Tottenham Stoke með einu marki gegn engu og tryggði sá sigur Tottenham þriðja sætið í deildakeppninni, : : ! , : i l i ii : „Margir vildu vera í ykkar sporum" — — sagði Albert Guðmundsson við landsliðsmennina Landsliðið dvelur á Þingvöllum um helgina A MIÐVIKUDAGINN kemur fær íslenzka knattspyrnu- landsliðið í senn erfitt og þýð- ingarmikið verkefni, er það mætir franska áhugamanna- landsliðinu á Laugardalsvell- inum. Þessi leikur er liður í undankeppninni fyrir Olym- píuleikana, og eru nú lands- lið fjölmargra þátttökuþjóða að spreyta sig víða i heim- inum. Af þessari keppni hafa «-nn ekki borizt nema óljósar fregnir, en þegar er vitað að eitt Norðurlandanna, Dan- mðrk, hefur tryggt sér þátt- tökurétt í annarri umferð undankeppninnar. Eftir slíkri keppni er vitan- lega mikið tekið og margir eru þeir sem með henini fylgj- ast, einkum þegar nær líður úrslitunum. Er því afar þýð- inganmikið fyrir ísland að standa sig í þessari keppni, þar sem í henni stöndum við til mikilla muna betur að vígi en í heimismeistarakeppniinind, þar sem við atvinmumenm er að etja. Reyndar hafa verið áciptar skoðanir um það, hversu miklir áhugamenn það eru sem keppa í lands- Uðum þjóða sinna í Olmpíu- keppminini, en fullyrða má, að Vestur-Evrópulöndin tefli ein göngu fram áhugamönmum. Blaðamanmi Mbl. gafst í fyrrakvöld tækifæri til þesa að kynmast lokaundirbúnimgi ásamt formammd KSÍ, Albert íslenzka lamdsliðsims fyrir Guðmundissyni, eimvaJdimum leiikinm á miðvikudagimm, en Hafsteimi Guðmundsisyni og þá um daginm höfðu lands- landsliðsþjálfaranum Ríkarði liðsmennÍTnir sextán verið Jórtssyni. Voru memm gredni- valdir. Hittust þeir í nudd- iega í léttu skapd og hugðu stofunmi Saumu um kvöidið, gott til ledksins og allir voru þeir sammála um að nú ætti fslamd að eiga góða möguleika á sigri. — Við vitum þó, að Fi-akk- armir eru góðir, sagði Albert Guðmundsisomi — þeir leggja mikið upp úx þessari keppni og hafa búið sig vel undir hama. En það hafa okkar menm líka gert. Þeir hafa æft markvisst í vetur, og æfimga- ledikir landsliðsdns benda til þess að við séuma nú með gott lið. Dremgirniir hafa lagt mikið á sig, og ég voma sanmariega að Islendimgar launi þeim það með því að fjölmenna á völl- inm og hvetja þá til dáða. Landsliðsmennirnir slöppnðu af á miðvikudagskvöldið, fóru í gufubað og fengu nudd. Hér er verið að nudda þá Einar Gunnarsson Jóhannes Atlason og Guðna Kjartansson, en upp við vegginn standa: Hafsteinn Guðimmdsson, landsliðseinvaldur, Guðgeir Leifsson, Þröstur Stef- ánsson, Þorbergnr Atlason, Matthías Hallgrímsson, Hermann Gunnarsson, Jóhannes Edvalds- son, Eyleifur Hafsteinsson, Haraldur Sturlaugsson, Águst Elíasson, Ríkarður Jónsson, lands- liðsþjálfari og Albert Guðmundsson formaður KSÍ. DVELJA Á ÞINGVÖLLUM Eftir að landsliðsmenmdrinár höfðu farið í gufubað og fengið nudd söfnuðust þeir samam í edmmi stofunmd og þar ræddi fortmaður KSÍ við þá og hvatti þá til dáða. Sagði hanm að farið yrði að Þimg- völlum á laugardagdnm og dvalið þar fram á summudag. — Þar eiga engar æfimgar að vera, sagðd Albert, en tilgamg- urinm með förinni er sá að leikmenmirmir tali sainam, veri saman og samstdlld hugd sína fyrdr leikinm. Ríkarður þjálfari mum þar eimmig leggja línuma hvernig spdla skal í leikmum. Albert ræddd einndg um fyrirhugaða bæjakeppni milli Reykjavíkur og Akra- ness sem átti að vera á suminudagiinm, og sagði mönm- um frjálst að leika þanm leik, en ef þeir gerðu það gætu þedr ekki væmist þess að vera valdir í lamdsliðið. ¦— Laugar- dagurdmm er síðasti hugsanH legi leikdagurimm fyrir ykkur sagðd Albert, og ef þið fairið að leika á sunmudagdmm má búast við að sá tíimi og vimma sem lögð hefur verdð í það að samstilla liðið fari til einskis. Það er ekki bara hugsanleg þreyta eftdr leik- inm og medðsli á leiikmönmum sem koma til. Frá og með laugardeginum verðum við að venja okkur á það að hugsa sem eitnm miaður og starfa sem einm maður. Ekkd einm eimiasti leikmað- ur maldaði í móinm. Gredmd- legt var að þedr voru for- maniniimum sammála, og meira að segja epurðu þeir ledk- merim sem leika eiga með fé- Framh. á bls. 19 ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.