Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAl 1971 3 Stokkhólmi, 7. mad írá Freysteini Jóhannssyni fréttamanni Mbl.: Ferðar forsetahjónanna til Bjark eyjar er getið á forsíðu beggja morgunbiaðanna í Stokkhólmi í morgun, en síödegisblöðin hafa gert sér nokkum annan mat úr forsetahf^ msókninni; nefnilega þann. að aðallögregluverði Palm ers forsætisráðherra Sviþjóðar var vikið úr starfi, þar sem hann er grunaður um að hafa hótað að myrða forsætisráðherrann og þess vegna fékk hann ekki að vera yíirmaður yfir öryggisverði sænska forsætisráðherrans við forsetaheimsóknina. Þannig hef ur heimsókn íslenzku forseta- hjónanna til Svíþjóðar komizt á forsíðu aiira Stokkhólmsblað anna, þó með nokkuð tvískipt- um hætti sé. / f\ l\M Forsetahjónin við heimsóknina á þjóðminjasafn sænska ríkisins i gær. Með þeim er Gustaf Adoif konungur og prófessor Sven B. F. Jansson Ágætur dagur f orsetahjónanna Heimsóttu þjóðminjasafn, barnaheimili og AGA-fyrirtækið Dagskráin í dag hófst á því að forsetahjónin og konungur- inn heimsóttu Þjóðminjasafn sænska ríkisins, sem er eitt af dóms Gústafs II Adolfs, sem ár elztu söfnum heims, en rætur ið 1630 stofnaði til þjóðminja- þess liggja allt aftur til konung- varðarembættis. 36 árum síðar voru svo staðfest sænsk fom- minjalög, sem eru þau elztu í heimi. Forsetinn skoðaði fyrst og fremst minjar frá seinni hluta járnaldar, vikingaaldar- innar og seinni hluta miðalda. Lét forsetinn vel eftir á, yfir heimsókninni á safnið, sem hann sagði vera eitt aðalsafnið á Norð urlöndum og kvað það geyma margar heimsfrægar minjar. Þjóðminjasafn sænska ríkisins hefur sanjþykkt að senda sér- fræðinga til að stjórna förnleifa rannsóknum, þar sem álitið er að bær Ingólfs Arnarsonar hafi staðið í Reykjavík og verður hafizt handa við þær rannsóknir í sumar. Allir fundir renna til Þjóðminjasafns íslands og Halldóra Eldjárn forsetafrú á barnaheimilinu í Ásöberget. standa vonir til að þessar rann henni situr Sibylle prinsessa og lítil sænsk stúlka. — sóknir geti aukið á hátíðahöid in 1974 -— á ellefu hundruð ára afmæli íslandsbyggðar. Þá hefur á vegum þjóðminja safns sænska ríkisins verið unn ið að undirbúningi íslandssýning ar, sem opnuð verður í Stokk- hólmi í haust. Síðan verður þessi sýning í Gautaborg, Noregi og ætlunin er að senda hana á sýninguna „Maðurinn og heim- ur hans“, sem haldin verður i Montreal í Kanada árið 1973. í sambandi við íslandssýninguna i haust, sem mun ber heitið „ís og eldur“, verður gefin út myndabók í Svíþjóð um ísland og lahdið kynnt á ýmsan máta, m.a. í útvarpi og blöðum. Að lokinni heimsókninni á þjóðminjasafn sænska rikisins héldu forsetahjónin hvort sína leið. Forsetinn heimsótti AGA-fyr- irtækið á Lidingö. AGA er heimsþekkt fyrirtæki, m.a. sem Franihald á bls. 19. Atgervismenn hngar og handa Framsóknarflokkurinn er nú í óða önn við að útfæra þá grund- vallarstefnu, sem 15. fiokksþing- ið markaði á dögunum og fólgin er í því að hafa gáttir opnar. til allra átta. Þessu nýja blæbrigði á stefnu Framsóknarflokksins hefnr bezt verið lýst af Kristjáni Benediktssyni, kosningastjóra Framsóknarflokksins, þegar hann á flokksþinginu sagði, að stefnan í kjördæmamálinu væri opin í báða enda. Stefna Fram- sóknarflokksins hefur í sam- ræmi við þetta verið alhæfð og miðuð við það, að gerlegt sé í senn að ná fylgi frá Sjálfstæðis- flokknum og hinum svonefndu vinstriflokkum. Framsóknarmenn leggja nú ailt kapp á að fylgja þessari víð- feðmu stefnu í málgagni sínu, á málþingum og mannfundum. Á fundi borgarstjómar sl. fimmtu dag kom glögglega fram, hversu vel er nú unnið að framgangi stefnunnar. Þannig var Guð- niundur Þórarinsson látinn taka undir öll sjónarmið og skoðanir Kristjáns J. Gunnarssonar í tun- ræðuni um Vinnuskóla Keykja- vikur. Guðmundur leysti verk sitt ágætlega af höndum, svo að í engu tilviki var unnt að finna skoðanamismun milli hans og Kristjáns J. Gunnarssonar. Kristjáni Benediktssyni var hins vegar fengið það verkefni að standa við hliðina á Sigurjóni Péturssyni og verja tiilögu hans ri skipun rannsóknamefndar vegna kaupa á ljósastólpum. Kristján barðist á hæl og hnakka með Sigurjöni eins og haim hefði aldrei staðið annars stað- ar í flokki en í Alþýðubandalag- inu. Á milli þeirra félaga, Guðmund ar og Kristjáns, sat svo Einar Ágústsson og sagði fátt, en stjórnaði liði sínu röggsamlega. Þannig vinna Framsóknarmenn kappsamlega að því að frarrt- fylgja hugsjónum 15. flokks- þingsins. 1 þeim efnum sklpta stjórnmálastefnur eða skoðanir engu, enda fer lítið fyrir sliku imian Framsóknarflokksins. Hitt er sett ofar öliu að hafa opið í báða enda. Það verður þó að segja odd- vitum Framsóknarflokksins til lofs, að það þarf mikla atgerv- ismenn til hugar og handa til þess að syngja þessu stefnuleysi dýrðarsöngva lon og don. Augljós mál- efnaskortur Málefnaskortur stjórnarand- stöðuflokkanna verður nú æ aug Ijósari, eftir þ\i sem nær dreg- ur kosningum. Þannig hefur ver- ið þyrlað upp moldviðri um eltt mesta hagsmunamál þjóðarinn- ar, Iandhelgismálið. 1 skyndi hef ur verið búinn til málamynda- ágreiningur um leiðir að mark- miði, sem allir eru sammáJaum. Þetta er gert til þess fyrst og fremst að blása upp kosninga- blöðru i augljósum málefna- skorti. Á vettvangi borgarmáiefna hafa stjórnarandstöðuflokkarn- ir gripið í það hálmstrá að kref j ast rannsóknarnefndar vegna kaupa, sem ákveðin voru á 75 ljósastaurum frá Þýzkalandi og | tekin voru út úr kaupum á 2500 ljósastólpum, sem smiðaðir eru hér á landi. Þetta er léttvægt kosningamál og sýnir trausta stöðu meirihlutans i borgar- stjórn, þegar ekki er unnt að draga frani veigameiri málefnl til þess að blása i kosninga- blöðruna. Þessi kosningasýndar- mennska með rannsóknamefnd- ina er svo léttvæg, að jafnveli borgarfulltrúi Alþýðuflokksinsí gat ekki staðið við lilið annarra fulltrúa minnihlutans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.