Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAl 1971 O Ályktanir 7. þings Æ.S.Í. Félagar úr Litla leikklúbbniim á ísafirði. Frá vinstri: Dagur Her niannsson, Signrður Grímsson, Sævar Helgason, Ernir Ingason og Finnur Magnússon. (Ljósm.: Ól. K. M.) Litli leikklúbburinn í Svíþjóðarför 7. ÞING Æskulýðssambands fs- lands var haldið í Templara- höllinni í Reykjavík dagana 1.—2. maí og sóttu þingið nm 50 fulltrúar frá 9 af 12 aðildar- samböndum auk áheyrnarfuil- trúa. Fjöidamörg mál voru til umræðu á þinginu, en mestar umræður urðu um menntunar- aðstöðu og verndun umhverfis- ins. Samþykkti þingið ályktanir um þessi mál. Formaður fráfarandi stjórnar, Ólafur R. Einarsson lagði fram skýrslu stjómar, en ný stjórn var kosin á fundi fulltrúaráðs- inis 13. apríl sl. og skipa haina Friðgeir Bjomsson SUF, fo.r- maður, Skúli Möller SUS vara- formaður, Pétur Einarsson UMFI ritari, Guninlaugur Stefánsison SUJ gjaldkeri, Gylfi Jónisson SHÍ, erlendur bréfritari og með- stjórnendur þeir Magnús E. Sig- urðsson INSÍ og Tryggvi Gunm- arsison SBS. Stjómin er kosin til tveggja ára í senn. í fréttatilkynningu frá ÆSÍ segir að miklar umræður hafi orðið um menntunaraðstöðu og mengun umhverfisins og seg- ir m.a. í ályktun þingsins um menntunaraðstöðu að stórátak þurfi að gera til að bæta lestrar- aðstöðu nemenda í skólum og einnig að rótttækar aðgerðir í kennaramálum dreifbýlis séu nauðsynlegar. Þá segir, að kenmisla og kenmsluaðstaða í dreifbýli sé lélegri en í þéttbýli. Þá telur þingið það varhugavert, að í grunnskólafrumvarpinu Skuli vera gert ráð fyrir lengingu skólaárs og skólaskyldu, því að það geti orðið til að auka að- stöðumun dreifbýlis. Þá var eininig rætt um námslaunakerfi og lána- og styrkjakerfið. í ályktunimni um vermdun um- hverfisins er skorað á ríkis- stjómina að setja minmst 100 mílna mengunairlögsögu til að hindra mengun hafsims í kring- um landið og bindast samtök- um við þær þjóðir, sem svipað er ástatt fyrir, um að ná fram saiminingum á fjölþjóðagrundvelli um bann við losun úrgangsefna í hafið. Þá er skorað á ríikis- stjórnina að leyfa ekki byggingu neiinna þeima iðnfyrirtækja eða virkjana sem hugsanlega gætu haft hættu í för með sér fyrir umhverfið, án undangenginma vísindalegra rannsókna, Þá ályktar þingið að loíthelgi verði stækkuð til að fyrirbyggja hættu af flugi hljóðfárra þotoa, að framlög til umhverfisvemdar verði stóraukin, að fiskveiðilög- sagan verði stækkuð út í a.m.k. 50 sjómílur eigi síðar en 1. sept- ember 1972. Auk þessara tveggja aðalmála voru mörg önnur mál til um- ræðu á þimgimu og samþykktar ályktanir m.a. um skemmtana- hald um hvítasunnuna, réttindi og skyldur ungs fólks og Æsku- lýðsráð ríkisins. Þá var sam- þykkt álýktun þar sem skorað er á íslenzkan æskulýð og þjóð- ina alla að vinna með öllum til- tækum ráðum gegn „þjóðar- morði Bandaríkjamanna í Suð- austur-Austíu". Þá var og samþykkt tillaga um að lýsa yfir vanþóknun á hugmyndafátækt sjónvai’psins og hljóðvarpsins á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. 1,1X1,1 leikklúbburinn á Isafirði er nú á föruni utan til Svíþjóð- ar á norræna leikhúsviku, seni halda á í Gautaborg dagana 8. til 16. niaí. Mun klúbburinn sýna einþáttiinginn „Táp og f jör“ eftir Jónas Árnason á leik- hiisviknnni. Um 34 leikfélög niæta til ieiks í Gautaborg af um 100 umsækjendnm, sem valið var úr. Litli leikklúbbiirinn var eini iunsækjandinn frá Islandi. Á blaðamannafundi, sem klúbburinn hélt á Hótel Sögu í gær kom fram að i vetur hefur klúbburinn haft áðurnefndan einþáttung að verkefni ásamt einþáttungnum „Drottins dýrðar koppalogn" eftir sama höfund. Sá einþáttungur, sem valinn var hefur færri leikendur og er því hagkvæmari. 1 deserriberbyrjun síðastliðn- um barst klúbbnum tilkynning frá Bandalagi íslenzkra leikfé- laga um norrænu leikhússvik- una. Litli leikklúbburinn sýndi áhuga og telur mikla viðurkenn- ingu fyrir ungt áhugamannafé- lag, að verða fulltrúi Islands í Gautaborg. Leikendurnir, sem utan fara, eru: Dagur Hermanns son, Sigurður Grímsson, Guðni Ásmundsson, Guðný Magnús- dóttir og Ernir Ingason, en að auki fara utan Finnur Magnús- son, aðstoðarmaður á sviði og Anna Lóa Guðmundsdóttir, far- arstjóri og jafnframt túlkur. Bæjarstjórn ísafjarðar, Menn- ingarmálasjóður Norðurlanda og menntamálaráðuneytið hafa á- kveðið að styrkja klúbbinn til utanfararinnar og mun Litli leik klúbburinn vera fyrsta áhuga- mannaleikfélagið sem Menning- armálasjóður Norðurlanda styrk ir. — I stjórn Litla leikklúbbsinS eru Finnur Magnússon, formað- ur, Guðrún Eyþórsdóttir, vara- formaður, Fylkir Ágústsson, gjaldkeri, Ásthildur Þórðardóttir, ritari og meðstjórnendur: Anna Lóa Guðmundsdóttir og Lúðvík Jóelsson. Uppfærslu á einþáttungnum „Táp og fjör“ annaðist Sævar Helgason. eva* eva* eva# PARADÍS EVUDÆTRA OPIN TIL KL. 4 f DAG Fiðrildakjólar, maxi sportsokkar INGER LETH: Jakkar, bolir, kjólar, stuttbuxur Tízkuverzluum EVA, Laugavegi zöd 11 næð Sími 20625 «««««

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.