Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐBÐ, LAUGARDAGUR 8. MAl 1971 11 Skúli G. Johnsen, héraðslæknir, Vopnafirði; Sjúkraflug í hættu? Fyrir u.þ.b. 25 árum varð Björn Pálsson flugmaður fyrst- ur til þess hér á landi að hefja sjúkraflug og vann hann þar geysimikilvægt brautryðjenda starf. Alllöngu síðar eða fyrir um 12 árum hóf annar maður álika mikilvægt starf á Akur- eyri, þó við miklu frumstæðari skilyrði, og er þar átt við Tryggva Helgason flugmann. Það væri þó e.t.v. réttara að segja, að á undan Tryggva hafði bróðir hans byrjað þetta starf, en hann fórst með flug- vél sinni árið 1958. Haustið eftir hætti Tryggvi starfi sínu hjá Flugfélaginu og tók upp merk- ið fyrir bróður slnn. Rétt er, til að forðast misskiln ing, að taka fram að sjúkraflug er einungis það kallað, þegar flogið er með bráðveikt fólk, sem að mati læknis verður að komast þégar í stað á sjúkra- hús og þvi ekki hægt að notast við venjulegar flutningsleiðir. Á því eina og hálfa ári, sem ég hef gegnt héraðslæknisstarfi hér í Vopnafirði og þjónað Þórs hafnarhéraði jafnframt mínu hef ur mér orðið æ ljósara hvílíkur bjargvættur þessi þjónusta er og hefur verið, ekki einungis hér, heldur um allt land og ófá ir vita, að þeir eiga þessarri þjónustu líf sitt að launa en mun fleiri hafa ekki hugmynd um, að hið sama gildir um þá. Það eru tveir menn, sem hafa haldið uppi þessarri þjónustu, annar í 25 ár og hinn í 12 ár svo til einir og verið viðbúnir kalli frá læknum víðs vegar um land jafnt á nóttu sem á degi og sérhvern helgan dag ársins. Fyr ir sina stanzlausu vaktstöðu hafa þeir engin laun fengið og ég man ekki til þess að nokk- urn tíma hafi verið á slikt minnzt í þeim annars tiltölulega fyrirferðarmiklu skrifum, sem til eru um starf þessarra manna, sérstaklega Björns. Satt að segja finnst mér, að læknastéttin ætti sérstaklega að heiðra þessa menn og styrkja starf þeirra, þarf varla að taka það fram hvilikt áiag það er að sitja uppi aðstoðarlaus með dauðveikt eða slasað fólk og vita af hjálpinni svo sem klukki*stundar flugferð i burtu. Það þarf heldur ekki að taka fram, að ekki þykir lengur for- svaranlegt meðal lækna að reyna upp á eigin spýtur að gera aðgerðir eins og t.d. hol- skurði, þar sem alla lágmarks- aðstöðu skortir, eins og gert var út úr neyð hér á árunum. Er mér til efs að nokkur ein- asti læknir fengist til starfa í einmenningshéruðin úti um land, ef þessi þjónusta væri ekki fyrir hendi. Mín samskipti hafa aðallega verið við Tryggva Helgason enda er hann nær. Ég hef þó nokkrum sinnum þurft að vekja Björn Pálsson upp um miðja nótt, en ekki komið til flugs ut- an einu sinni og sýnir það að ónæðið er meira en ferðirnar segja til um. Undanfarið eitt og hálft ár hafa verið fluttir ekki færri en 45 sjúklipgar með sjúkraflugi frá Vopnafirði og Þórshöfn og í nokkrum tilfellum við skilyrði, sem frá mínum leikmannssjónar hóli hafa verið fullkomlega ófær. Það er venja Tryggva, ef honum sýnist veður tvisýnt, að hann hringir aftur og spyr hversu áríðandi tilfellið sé, eða öllu heldur hvort tilfellið sé áríðandi. Spyrji hann svo, veit ég að hann telur sig þurfa að taka áhættu og með tilliti til þess, að ég veit hann mun taka á sig hina ýtrustu áhættu fyrir hinn sjúka verður mér stundum á að hugsa hvort sé meira virði líf flugmannsins eða lif sjúkl- ingsins, ef um lííshættulegt til- fejli er að ræða. Eitt slikt van- hugsað tilfelli kostaði fyrir nokkruna árum lif tveggja flug- manna. Sem betur fer hefur landhelgisgæzlan komið til skjal anna í slíkum tilfellum og for- stöðumaður hennar ekki talið eftir sér að snúast í þvi um miðjar nætur að senda skip á vettvang, jafnvel þótt ekki væri nema til vonar og vara, ef flug- veður skyldi enn vera ófært að morgni. Tilefni þessarar greinar er það, að mér sýnist að nú sé þjarmað að starfsemi þessarra tveggja manna úr öllum áttum. Skal nú reynt að skýra þetta. Þar er fyrst til að taka að skipulag farþegaflutninga hér innanlands er svo furðulegt að með ólíkindum má telja Það Skúli G. Johnsen, héraðslæknir má skipta þessu flugi i tvennt, í fyrsta lagi lögverndað áætl- unarflug og í öðru lagi svokall- að leiguflug. 1 þriðja lagi mætti svo nefna nýtilkomið „póst- flug“, sem er e.t.v. það furðuleg asta af öllu. Hið lögverndaða áætlunarflug stundar Flugfélagið og for- stöðumenn þess eru greinilega fullvissir í sinni trú um að einkaleyfið verði ekki tekið af þeim um fyrirsjáanlega framtíð enda er þjónustan algerlega i samræmi við það. Leiguflugið hins vegar er stundað af siváxandi fjölda lit- illa fyrirtækja í flugi, sem eiga eina til þrjár litlar vélar og í þeim „bisness" eru miklar svipt- ingar því þar falla fyrirtækin ýmist eins og flugur eða þau spretta upp eins og gorkúlur. Þar býður hver undir öðrum, flestir hafa ráðizt í of stórt í byrjun og rekstrarafkoman oft- ast ekki betri en svo, að það hlýtur að koma niður á viðhaldi vélanna og má e.t.v. skýra hina tíðu skaða á litlu vélunum að einhverju leyti með þessu. Allir bjóðast þessir aðilar til að taka að sér sjúkraflug a.m.k. á þeim tímum, sem þeim hentar sjálfum. Hefur þetta komið á hinni mestu ringulreið i sambandi við alla farþegaflutninga. Allir aðil arnir bjóðast til að fljúga á alla staðina og á endanum liggja öll fyrirtækin í valnum en Flugfé- lagið eitt stendur uppi með sitt milljónatap á ári í innanlands- fluginu. Þessi ósvinna getur að sjálfsögðu ekki gengið, flugmála yfirvöld verða að sjálfsögðu að sjá svo um, að fyllsta öryggis sé gætt í öllu flugi og allir sjá að öryggi verður ekki tryggt á slikum undirboðsmarkaði. Það sem gert hefur Birni Páls syni og Tryggva Helgasyni kleift að halda uppi sínu sjúkra flugi er það að þeir hafa jafn- framt stundað leiguflug, að sjálf sögðu er ekki hægt að halda úti margra millj. króna útgerð, sem alltaf þarf að vera reiðubúin í bezta hugsanlegu ásigkomulagi, á sjúkraflugi eingöngu. Það er þvi deginum ljósara að ringul- reiðin og skipulagsleysið munu innan skamms ríða okkar reynd ustu og beztu sjúkraflugmönn- um að fullu fjáirhagslega Hætti þeir er ekki víst, að neinn fá- ist til að taka að sér það mann- úðarstarf, sem Björn og Tryggvi hafa stundað, a.m.k. fæst enginn upp á sömu kjör og þeir hafa búið við. Þá mundi annað glat- ast, sem ekki er hægt að kaupa fyrir peninga neins staðar á þessari jörð, en það er áralöng reynsla þessara manna og óum- deilanleg frábær hæfni, sem þeir hafa alltaf sýnt í flugi yfir okkar hreggbarða landi. Það er orðið langt siðan sjúkraflugið náði almennri við- urkenningu, sem m.a. felst í þvi að sjúkrasamlög taka þátt í kostnaði við þau að þrem f jórðu hlutum, en sjúklingur, sem fer á sjúkrahús með venjuleg- um áætlunarleiðum eða öðrum sem ekki hafa í för með sér sér- stakan aukakostnað fá ekkert greitt af þeim kostnaði. Sjúkra flugið er löngu orðið ómissandi hlekkur í hinni almennu heil- brigðisþjónustu og ekki er for- svaranlegt að láta kylfu ráða kasti með það hvort þessarri þjónustu verður haldið uppi eða ekki. Það er þvi nauðsyn á föstu skipulagi á þessu sviði og þolir það enga bið nú orðið. Það sem fyrst og fremst verður að taka tilllit til, er það, að ekki má láta hina heimskulegu og hættulegu samkeppni milh hinna ýmsu leiguflugfélaga hafa nein áhrif á framkvæmd sjúkraflugsins. Mér sýnist það vera eina skynsamlega leiðin í þessu máli að gerður sé samningur við tvo aðila, einn sunnanlands og ann an norðanlands (landinu má skipta í tvö veðursvæði) um að þeir skuldbindi sig til að halda uppi öruggu sjúkraflugi á hvaða tíma sem er og jafnframt að þessir aðilar verði styrktir ríflega til þess af ríkisins hálfu að þeir geti á hverjum tima hald ið upp flugi þessu með beztu flugvélum, sem fáanlegar eru (hraðfleygar, kraftmiklar, með fullkominni lofthemlun, búnar beztu siglingatækjum og ísvarn artækjum). 1 Noregi hefur mál- ið verið leyst á þennan hátt. Þar fá þessir aðilar, sem samið er við, háan fjárstyrk á ári hverju ásamt því, að gjald fyrir ferðirnar er mun hærra en í venjulegu leiguflugi. Menn spyrja eflaust hvers vegna ríkið eigi að vera að styrkja þessa starfsemi, en þar er til að svara með einu grund- vallaratriði sem fáir athuga: Ríkisvaldið hefur þá skyldu að sjá fyrir nægilega fullkomnum sjúkrahúsum, sem uppfylla nú- tima kröfur. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að byggja slik sjúkrahús i hinum einangraðri byggðarlögum þessa lands. Hins vegar leggja íbúar þeirra byggðarlaga sama skerf til ríkis sjóðs og aðrir og jafnvel eins og nýlega hefur verið áréttað á mjög sannfærandi hátt, leggja þessir íbúar oft til mun stærri hlut í þjóðarbúið en hinir, sem á þéttbýlli landssvæðum búa. Ibú- ar hinna einangraðri staða hafa löngum búið við stopula heil- brigðisþjónustu og ríkisvaldið ætti þvi að minnsta kosti ekki að vera að telja eftir að sjá fyr- ir beztu fáanlegri neyðarþjón- ustu, þvi sjúkraflugið er ekkert annað en neyðarþjónusta eins og áður var sagt. Mikið hefur verið talað um þann aðstöðu mun, sem er milli áðurnefndra tveggja hópa.í þessu landi með tilliti til menntunar unga fólks- ins og nýlega hefur rikið veitt til þess 10 millj. króna að jafna þennan aðstöðumun. Það sjá þó allir heilvita menn að mismunun i því að vernda líf og heilsu meðal landsbúa er mun síður hægt að þola heldur en mis- munun í menntunaraðstöðu. Af þvi leiðir að sé skynsemi látin ráða við deilingu ríkisfjárins hlýtiir sú neyðarþjónusta sem hér hefur verið talað um að ganga fyrir t.d. jöfnun á mennt- unaraðstöðu, fyrst ríkið hefur á annað borð byrjað á að reyna að jafna þann aðstöðumun, sem hlýzt af hinni dreifðu byggð í landinu á sviði þjónustugreina, með beinum fjárframlögum. Jöfnun á menntunaraðstöðu er nákvæmlega jafn brýn þrátt fyrir það. Það væri sannarlega ófyrir: gefanlegt vanþakklæti ef slíkt mannúðarstarf, sem áðurnefndir flugmenn hafa unnið, væri ekki verðuglega launað. Samsöng Samkórs Kópavogs frestað Vegna ófyrirsjáanlegra orsaka frestað um eina viku. Gtgefnir miðar gilda þá sömu daga eða laugardaginn 15., sunnudaginn 16. og mánudaginn 17. maí á sama tíma. Kosningoshrifstofa Sjálfstæðisflokksins UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, utankjörstaðaskrif- stofa, hefur verið opnuð i Sjálfstæðishúsinu, Laufávegi 46. Fyrst um sinn verður skrifstofan opin frá kl. 9—12 og 1—6. Símar skrifstofunnar eru 11004, 11006 og 11008. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að hafa samband við skrifstofuna sem fyrst og veita henni upplýsingar um kjós- endur, sem verða fjarverandi á kjördag — innanlands sem utan. HVERFISsKrifstofur í Reykjavik Opnaðar hafa verið á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna og hverfasamtaka Sjálfstæðismanna í Reykja- vík eftirtaldar skrifstofur: Eru skrifstofumar opnar frá klukkan 4 og fram á kvöld. Nes- og Melahverfi Reynimel 22 (bílskúr), sími 26686. Vestur- og Miðbæjarhverfi Vesturgötu 17, sími 11019. Austur- og Norðurmýrarhverfi Bergstaðastræti 48, sími 11576. Hlíða- og Holtahverfi Stigahlíð 43—45, sími 84123. Laugameshverfi Sundlaugarvegur 12, sími 34981. Langholts-, Voga- og Heimahverfi Goðheimum 17, simi 30458. Háaleitishverfi Dansskóli Hermanns Ragnars, simi 85141. Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi Dansskóli Hermanns Ragnars, sími 85142. Breiðholtshverfi Vikurbakka 18, sími 84069. Arbæjarhverfi Bílasmiðjan, sími 85143. Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að snúa sér til hverfisskrifstofanna og gefa upplýsingar, sem að gangi geta komiö í kosningunum, svo sem upplýsingar um fólk sem er og verður fjarverandi á kjördag o. s. frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.