Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐHD, LAUGARDAGUR 8. MAI 1971 Karlakór Keflavíkur — heldur þrjá samsöngva ( KARLAKÓR Keflavikur heldur Kaldalóns. Förumanriaflok3<ar fyrsta samsöng sinn af þremiu- i í Félagsbíói í Kefla*ik nk. laug- ' ardag, hinir tveir verða á mánu- dag og þriðjudag. Fyrstu sam- söngvamir á laugardag og mánudag eru ætlaðir fyrir stýrktarmeðlimi, en sá síðasti er opinn öllum. Kórinn hóf æfing- ar í október og hefur æft stöð- ugt síðan undir stjóm Franks Herlúfsen. i Söngskrá er að þessu sinni mjög fjölbreytiteg, má þar noína Ave Maria eftir Sigvalda þeysia eftir Karl Ó- Runólfsson, Sefuir sól hjá Ægi etfitir Siigfús Einarsson, lagasyrpur úr Kátu ekkjunni og „Sardas fursitynj- unni“. Þrir einisöngvairar koma fram, þeir Ólaifur R. Guðanundssioin, Jón Kristinason og Haukur Þórð- arson, eininig er tvisöngur og kvarfiettsöngur. Undirleikari er Agnies Láve, en stjómandi er Fraunk Herlúfsen. Karlakór Keflavikur Reytings- góður afli á heimamiðum AFLI togara hefur verið reyt- ingsgóður undanfarið, en þeir hafa aðallega verið að veiðum á heimamiðum. í þessari viku lönduðu í Reykjavík Ingólfur Amarson 270 tonnum, Neptúnus 223 tonnum og Þorkell mániA sem kom inn í gærmorgun með 230 tonn. Á mánudag er von á togaranum Sigurði. Afli togaranna hefur mest megnis verið þorskur, sem hef ur farið til vinnslu í fystihús- um Reykjavíkur. Mikil vinna hefur verið í frystihúsunum að undanförnu. Vortónleikar Tónlistarskólans TÓNLISTARSKÓLINN I Rvik heMiur sina árlegu vortónleika í Auisíturbæjarbiói lauigardagiinn 8. maá kl. 2.30 síðdegis. Þar koma fram 19 nemendur úr eldri deild skólans sem leiika ýmist einleik eða saimleik á píanó, fiðlu, selló og óbó. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, leikin verða verk eftir Grieg, Mozart, Bratais, LLszt og fleiri tónslkáld. Aðigiangur er ókeypis. Leitað á her- mönnum Washington, 7. mai. AP. BANDARfSK tollyfirvöid skýrðu frá þvi í dag, að framvegis yrðu allir bandariskir hermenn, sem koma frá Asíu berháttaðir við komuna til Bandaríkjanna, til að leita að fíknilyfjum hjá þeim. Ástæðan fyrir þessu er að sögn tollyfirvaldanna stóraukið smygl fíknilyfja frá Asíu. Þá er einnig skýrt frá þvi að allur böggla- póstur frá hermönnum í Asíu verði opnaður og leitað í honum. 1 siðustu viku fundust 8 kíló af heróíni í pakka frá hermanni í SA-Asíu að verðmæti um 1.750. 000 dollara. — Þýzkamarkið Framhald af bls. 1 fram eftir degi. Á sunnudag kem ur svo vestur-þýzka stjómin sam an á ný, og er þá líklegt að á- kvörðunin verði tekin. Hugsan- legt er að vestur-þýzkir bankar hefji verzlun með dollara strax á mánudag. LE5I0 DflOLECn Athugun á Ijósa- stólpakaupum Allar upplýsingar verða færðar fram í borgarráði Á FUNDI borgarstjómar á fimmtudag urðu langar lunræð- ur um tillögu Sigurjóns Péturs- sonar og Kristjáns Benediktsson ar um rannsókn vegna útboðs götuljósastólpa. Birgir fsleifur Gunnarsson lagði til, að málinu yrði vísað til borgarráðs. Tillaga hans var samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 9 atkvæðum gegn 6. Með tillögu Birgis voru borgarf ulltrúar Sjáifstæðisflokks ins og Aiþýðuflokks, en á móti voru borgarfulltrúar Alþýðu- bandalags, Framsóknarflokks og Samtaka frjálslyndra og vinstri- manna. Geir Hallgrímsson, borg- arstjóri, sagði í ræðu sinni, að hann liéti þ\d að færa flutnings- mönnnm tillögunnar allar upp- lýsingar á silfiu-disld í borgar- ráði. Mál þetta snýst um upplýsing- ir þær, sem gefnar voru, þegar kveðið var á borgarstjómar- undi í byrjun apríl að kaupa 75 .f 2500 Ijósastólpum frá Þýzka- andi. Sigurjón Pétursson gerði ;rein fyrir þeim atriðum, sem agt væri til, að sérstatólega yrðu m rannsökuð. 1 - fyrsta lagi hefði komið fram í | bréfi Rafveit- unnar til Inn- kaupastofnunar að Ijósastólpar Stálvers sf. full- | nægðu ekki styrkleikahlut- föllum. Stjórn iitustofnana hefði látið kanna stta og komið hefði i ijós, að ■ikningar Stállvers hefðu staðizt tboðslýsingu. I öðru lagi benti [gurjón á, að í áætlun Rafveit- mar hefði kostnaður við máln- igu á 11,5 m stólpa verið 1776 f. En samkvæmt útreikningum lafs Jónssonar, málarameist- ■a, ætti þessi kostnaður að ;ra 1100 kr. Auk þess hefði afveitan ætlað sér 25% álg., mnig að verðmismunurinn ;fði orðið 1120 kr. eða helm- gur. 1 þriðja lagi átti rann- >knin að ná til staðhæfinga um, 5 á tiltekinn bjóðanda hafi sann :t vanefndir. 1 fjórða lagi sagði gurjón, að nú hefði komið í 5s, að unnt hefði verið að fram iða kóníska stólpa hjá Sindra- niðjunni, því tilboði hefði hins sgar verið hafnað vegna of ngs afgreiðslufrests. Birgir Isleifur Gunnarsson gðist hafa haft hugboð um, að framsöguræðu yrði ekki lagrt hlutlaust mat á málið, heldur yrði dómur kveðinn upp að nokkru leyti eins og raunin hefði líka orðið. Birgir gerði síð- an grein fyrir athugasemdum frá rafmagns* >ra, þar sem fram kom, að mingar Stálvers sf. hefðu ekki samrýmzt útboðslýsingu í tvennu tálliti: Mjög miWð af upplýsingum, sem krafizt var í útboðslýsingu, hefði vantað i teikningamar og teikning af ein um stólpa hefði ekki fullnægt styrkleikakröfum útboðsins. Vit að hefði verið i upphafi, að í áætluðum málningarkostnaði mundi verða nokkur óvissa, enda hefði það verið tekið fram, bæði á fundi i stjóm Innkaupastofn- unar og í greinargerð til borg- arráðs. Innkaupastofnunin hefði ávallt talið heimilt að skipta magni milli bjoðenda og taka hag- kvæmustu tilboðum í einstaka liði útboðs. Þemniig hefði verið ákveðið að taka tilboði Stálvers í 50 stólpa, þótt heildar- magn á útboði væri verulega meira. Stálver hefði hins veig- ar gert kröfur um hækkun á verði. Þá sagði Birgir, að fram kæmi í skýrslu rafmagnsstjóra, rað enginn hefði verið dulinn þeirrar staðreyndar, að hægt væri að framleiða hér á landi stólpa með sömu lögun, enda hefðu tvö islenzk til- boð borizt í stólpana við Kringlumýrarbraut. Ástæð- an fyrir því, að innlendu tilboði var ekki teWð, var mjög langur afgreiðslutimi. Þá sagði Birgir, að ástæðan fyrir þvi, að keyptir hefðu verið 100 stólpar frá Sandblæstri og málmhúðun á Akureyri hefði verið sú, að þessa stólpa þurfti að fá fyrir 1. mai vegna gatna- gerðar.. Hins vegar hefði dreg- izt að semja við verktaka af ástæðum, sem borgin ber ekW ábyrgð á. Síðan vakti Birgir athygli á, að flutningsmenn tillögunnar ættu sæti í borgarráði. Þeir ættu því kost á að fá allar upplýsing- ar um málið þar; þann rétt hefðu þeir hins vegar ekki not- fært sér. Kristján Benediktsson sagði, að kjörnir fulltrúar hefðu tek- ið ákvörðun um kaup á 100 staur um hjá fyrir- tæki í Reykja- vík; aðrir aðilar hefðu svo tekið ákvörðun um að panta þessa staura hjá fyr- irtæki á Akur- eyri. Sumir kynnu að telja þetta eðlilegt; þetta vefðist þó fyrir sér. Þá sagði Kristján, að í þeim atriðum, sem talin væru upp í tillögu þeirra stönguðust á full- yrðingar rafmagnsstjóra ann- ars vegar og hins vegar full- yrðingar sérfræðinga eða bjóð- enda eins og Stálvers sf. og Sindrasmiðjunnar. Ummæli raf magnsstjóra um vanefndir væru algjör fölsun á staðreynd- um. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, sagði, að hér væri um að ræða kaup á 2500 ljósastólp- um, sem enginn ágreiningur hefði orðið um, nema hvað við kæmi 75 stólpum. Þessar um- ræður væru dæmi um Park- insonslögmálið, þar sem menn rétta upp hönd, þegar um stór- mál er að tefla, en teygðu um- ræður daglangt um smámál. Þá sagðist borgar- stjóri vilja, að það kæmi skýrt fram, ef borgarfuiltrúar væru ó- ánægðir með frammistöðu sina við undirbúning málsins, þá væri sjálfsagt, að þeir gættu þeirrar skyldu sinnar i borgar- ráði. Hann héti að færa þeim allar upplýsingar á silfurdiski í borgarráði. Ekkert yrði til spar að, svo að þeir gætu þar feng- ið allar þær upplýsingar um mál ið sem óskað væri. Ólafur B. Thors sagði, að það væri réttur og skylda borgar- ráðsmanna að kynna sér mál- in. Þá sagði ÓJaf ur, að ef þessir borgarráðsmenn ; teldu grundvöll o til nýrrar athug- unar á þessu f máli, þá ættu þeir að fram- kvæma hana á þeim vettvangi, er þeir skipuðu, þ.e.a.s. í borg- arráði. Þau vinnubrögð, sem fram kæmu í tillögu Sigurjóns Péturssonar og Kristjáns Bene- diktssonar væru forkastanleg. Ólafur Iýsti sig þó fúsan til að vinna að rannsókn þessa máls með flutningsmönnum í borg- arráði, því að þar væri rétti vett vangurinn. Guðnuindur Þórarinsson gerði að umtalsefni, að boðnir hefðu verið út 2500 staurar. En eftir að samningum hafi verið lokið, tiefði komið fram ósk um 100 staura til við- bótar, sem af- greiða átti fyr- ir 1. maí. Það hefði hins veg- ar verið upp- lýst af tilviljun, að samið hafði verið við annað fyrirtæki, eftir að stjöm Inn- kaupastofnunar hafði ákveðið að semja við lægstbjóðanda. Albert Guðniundsson sagðist vilja fullvissa borgarfulltrúa um það, að rafmagnsstjóri væri i öllum sínum störfum sam- vizkusamur og heiðariegur, og ástæðulaust væri með öllu að gruna hann um annað. Albert sagði enmfremur, að það væri rétt hjá Kristjáni Benediktssyni að upplýsingar verkfræðinga Stálvers og Rafmagnsveitunn- ar hafi stangazt á. Þetta hefði öllum verið ljóst, enda hefði raf- magnsstjóri stungið upp á, að verkfræðingarnir yrðu leiddir saman til að leysa úr ágrein- ingnum. Raifmagnsstjóri hefði tekið fram, að málningarverðið hefði verið byggt á gömlum út- reikningum. Albert sagði, að ekki værl hægt að taka einn Uð út úr til- boði. Ef Rafmagnsveitam hefði gert það, þá væri um mistök að ræða; það skyldi viðurkennt. Ákvörðunin um kaupin á 100 stólpum frá Akureyri væri inn- anrikismál Innkaupastofnunar- innar. Rétt hefði verið að taka málið fyrst upp innan stjómar Innkaupastofnunar; ástæðulaust væri með öllu að blanda raf- magnsstjóra í það mál. Rétt væri að vísa þessari tillögu til borgarráðs. Einar Ágústsson sagði, að tveir fulltrúar í borgarráði héldu því fram, að upplýsingar tiltek- ins embættis- manns væni ekki réttar. Hann vildi fá að vita, hver hefðl rétt fyrir sér. Ekki væri 6- eðlilegt að óháð rannsókn færi fram. Umræð- umar hefðu ekW skýrt málið fyrir sér; svona mál yrði ekki fuUkannað á mál fundi. Björgvin Guðmundsson sagði, að málið væri ekW svo stór- vægilegt að eyða ætti svo löng- um tíma borg- írstjómar í það. Það ríkti enginn Igreiningur um að upplýsa ætti þau atriði, þar sem vafi léki á um upplýsing- ar. Óeðlilegt væri að kjósa rannsóknar- nefnd í þessu máli. Það hefði ekki verið vani borgarstjómar i slíkum tilvikum. Þar sem borgarstjóri hefði lýst yfir, að allar upþlýsingar yrðu gefnar í borgarráði, væri ástæðulaust að skipa rannsóknamefnd. Það væri sjálfsagt að upplýsa vafa- atriði; það væri hins vegar unnt að gera i borgarráði. - Rogers Framh, af bls. 1 verði áfram á ísraelsku yfirráða svæði, en Egyptar krefjast þess að fá á ný öll yfirráð á Sinai- skaga, þar með í Sharm el Sheik. Eftir heimsóknina til Sharm el Sheik hélt Rogers til Jerúsal- em og skoðaði þar ýms guðshús auk þess sem hann kom að Grát- múrnum. Hélt hann síðan á fund utanríkis- og öryggismáalnefnd- arinnar, en þingið (Knesset) sit- ur í Jerúsalem. Á fundi nefndar- innar sagði Menahem Begin, leið togi sægrisinna, að 97% þing- manna væru andvígir Rogers- áætluninm svonefndu, sem gerir ráð fyrir að Israel skili aftur her teknu svæðunum. Sagði Begin að nýju landssvæðin hefðu Israelar lagt undir sig fyrir fjórum árum, og að þeim svæðum bæri ekki að skila. „Ef ísraelar draga sig til baka“, sagði hann, „verða all ar borgir okkar og þéttbýl svæði í skotmáli stórskotaliðs Araba, og þótt það skipti BandaríWn litlu máli, er það Israelum rnik- ið vandamál".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.