Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐBÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1971 21 — Niðursuðu- iðnaðurinn Framliald af bls. 17. ur. Þessir kostnaðarliðir skulu nú athugaðir hver fyrir sig. 1) hrAefni Við kaup á hráefninu kemur tvennt til greina: verðið og greiðslugetan. Miðað við sömu gæði skuium við ganga út frá því, að verðið sé það sama, bæði fil innlendra og erlendra aðila, en þá kemur að greiðslugetunni. Erlendir kaupendur hafa oftast greiðsluna á reiðum höndum, en þeir íslenzku þurfa að fá gjald- frest. Þessu veldur skortur ís- lenzkra niðursuðuverksmiðja á eigin rekstrarfé. Eigi þessar verksmiðjur því ekki að missa af kaupunum, verða þær að út- vega sér lánsfé, en það er oft hægara sagt en gert, einkum þeg ar lánastofnanirnar hafa ekki trú á niðursuðuiðnaði yfirleitt hér á Islandi. Hér við bætast svo lánskjörin, ef lánið fæst, s.s. vextir, lánstimi o.fl. Þessi fjár- skortur, eða segjum heldur þessi fátækt, íslenzkra niðursuðuverk smiðja, hefur oft haft geigvæn- legar afleiðingar, sem sé þær, að verksmiðjurnar hafa freist- ast til að kaupa með hagstæð- ari kjörum lélegt hráefni, sem erlendir keppinautar viija ekki. Geta allir séð, hvað slíkt hefur í för með sér fyrir gæði ís- lenzkra niðursuðuvara og álit þeirra erlendis. 2) UMBtJÐIR Algengustu umbúðirnar um niðursoðnar og niðurlagðar fislc afurðir eru dósir úr blikki eða áli og glös eða krukkur úr gleri. Auk þessa koma álímdir miðar eða steinprent og kassar úr bylgjupappa. Verð umbúðanna er tiltölulega stór hluti af fram- leiðslukostnaði niðursuðuvara, einkum ef tii þeirra er vandað, en það er nú orðið óhjákvæmi- legt, ef varan á að vera útgengi- leg. Glös og krukkur úr gleri eru allar innfluttar ásamt steinprentuðum málmlokum. Verð á þessum umbúðum er þeim mun hærra hér á landi, en erlendis, sem svarar flutnings- kostnaði, en hann er allmikill vegna þess, hversu þær eru þungar. Um innfluttar dósir gildir það sama. Þyngdin er að vísu tiltöluiega minni, en í stað- inn kemur að mikið er flutt inn af samsettum dósum, tilbúnum, og miðast þá farmgjaidið við rúmmál, sem er óhagkvæmt. Þrjár íslenzkar niðursuðuverk- smiðjur framleiða dregnar dósir til eigin nota, en fiytja inn lok- in, og er að þvi nokkuð hagræði. Erlendar niðunsuðuverksmiðj- ur þurfa að sjálfsðgðu flestar að sækja dósirnar að, en aldrei um svo langan veg sem íslenzkar verksmiðjur. En hér kemur fleira til greina. Erlendu verksmiðjurnar geta fenigið sínar dósir og glðs með mjög li'tlum fyrirvara og þurfa því ekki að liggja sjálfar með birgðir að nokkru ráði, auk þess sem þær geta alltaf fyrir- varalítið fengið hvers konar gerðir, sem þær kann að vanta. Þar við bætist, að vegna meiri viðskipta fá þessar ertendu verksmiðjur flestar betri kjör, og bæði hönnun og steinprent og annað prent á umbúðunum verður þeim ódýrara en litlum verksmiðjum norður á Islandi, sem varla vita hvað þær vilja eða hvað þeim hentar hverju sinni. Allar þær mismunandi gerð ir af litprentuðum dósamiðum, sem búnar hafa verið til fyrir íslenzkar niðursuðuverksmiðjur og notaðar á nokkra tugi eða hundruð þúsund dósa, hafa kost að mikið fé. Er það mikli sorg- arsaga og mikil blóðtaka fyrir slíkan hvítvoðung sem islenzk- an niðursuðuiðnað. 3) VINNA Hluti vinnunnar af fram- leiðslukostnaði niðursoðinna og niðurlagðra fiskafurða er mjög mismunandi eftir því, hver var- an er. Við framleiðslu á sardin- um, gaffalbitum og sjóiaxi er mjög mikil vinna, þar sem pökk unin er handavinna og skurður lika að nokkru leyti. Álíming miða i höndum getur og orðið mikið verk, ef dósimar eru litl- ar. Hér verður ekki gerður sam- anburður á verkalaunum á Is- landi og hjá keppinautum okkar erlendis, en vikið að öðrum þætti þessa kostnaðarliðar, sem eru afköstin. Það er augijóst mál, að við þessi störf, eins og önnur, þarf æfingu, auk þess sem vinnuhraðinn fer eftir áhuga hvers og eins. Vegna þess, hve niðursuðuiðnaðurinn er ung atvinnugrein hér á landi og vinna við hann stopul, þá er hér ennþá mjög fátt fólk með góða þjáifun i þessum störfum. Meginhlutinn af starfsfólkinu er því alltaf byrjendur. Af þess- ari ástæðu verður ákvæðisvinna óvinsæl hjá meiri hluta starfs- fólksins, þó að hinir, sem meiri þjálfun hafa, myndu gjarnan vilja taka betur til hendinni, ef það væri metið í kaupi. Afköst- in eru þvi yfirleitt lítil í þess- ari vinnu hér á landi. Vegna þess, hversu margar greinar fiskiðnaðar á Islandi eru árstíðabundnar, hefur nokk uð borið á því, að fyrirtæki hafa reynt að grípa til niðurlagning- ar á sjólaxi eða gaffalbitum, þeg ar ekkert annað er að gera. Þetta fyrirkomulag hefur þá kosti, að hægt er að halda fólki, sem annars mundi tapast, og meira af fastakostnaði fyrirtæk isins kemur að notum. Þeir ókost ir fylgja þessu aftur á móti, að þjálfun og afköst fólksins í nið- urlagningunni aukast lítið, og framleiðsla þess verður líka árs- tíðabundin, sem hún annars þyrfti ekki að vera. Þessi hátt- ur á framleiðslu er nú hafður í tveimur fyrirtækjum hér á landi, og er eftir að sjá, hvort hann bætir aðstöðu þerira. 4) FASTAKOSTNAÐUR Til fastakostnaðar teljast hús, vélar og tæki, ennfremur laun stjórnenda og fastráðinna starfs manna. Verksmiðjuhús munu oft ast dýrari hér en hjá nágrönn- um okkar í NV-Evrópu, bæði vegna meiri flutningskostnaðar á efni og vegna innflutnings- tolla, auk þess sem hér er oft- ast meira til þessara húsa vand- að af veðurfarsástæðum. Vélar og tæki eru hér og því dýrari sem nemur flutningskostnaði og tolium. Samkvæmt ályktun Fél. ísl. iðnrekenda í apríl s.l. var fjárfestingarkostnaður í iðnaði þá 20—40% hærri á Islandi en í öðrum löndum. Það sem mestu munar fyrir ís- lenzku verksmiðjumar er þó slæm nýting. Hús og vélar, sem aðeins eru notaðar hluta úr ár- inu, eru mikil byrði á framleiðsl- unni, og þá ekki síður föst laun, sem greiða verður, hvort sem verksmiðjan er í gangi eða ekki. Slæm nýting á húsum og vél- um og starfskröftum fastráðinna manna, er annars algengt fyrir- brigði í íslenzkum fiskiðnaði. Þess vegna er aukin fjölbreytni í framieiðslu fiskvinnslustöðva yfirleitt æskileg, þannig að unnt sé að vinna úr margvíslegu hrá efni og á öllum tímum árs. Þetta getur farið vel, svo lengi sem ekki er um mjög sérstæða fram- leiðslu að ræða, en í nokkrum greinum niðursuðuiðnaðarins er einmitt sérhæfingin nauðsyn- leg. Þarna gæti þó fundist ein- hver meðalvegur, þannig að fiskvinnslufyrirtæki, sem hefði bæði frystingu og söltun á hvers konar venjulegum fisktegund- um, gæti sérhæft nokkurn hóp fastráðins starfsfóilks, til þess að framieiða ákveðnar tegund- ir niðursuðuvara, eina eða tvær, á þeim árstima, þegar ekki er annað að gera. Með góðri stjóm og góðum geymsluskilyrðum, bæði fyrir hráefni og fullunna vöru, ætti þetta að geta tekizt. 5) FLUTNIN GSKOSTN AÐUR Vegna fjarlægðar Islands frá þeim löndum, sem það hefur mest skipti við, verður flutnings- kostnaður milli landa tiltölulega mikill fyrir íslenzkar niðursuðu verksmiðjur, þvi auk þess sem þær þurfa að koma frá sér fram leiðslunni, verða þær oftast að flytja inn umbúðirnar. Þessi flutningur umbúðanna fram og til baka getur orðið mjög tii- finnanlegur útgjaldaliður, þegar um samsettar dósir eða gier krukkur er að ræða. Hér við bætist að oft verður að umskipa vörunum við flutninga milli hafna á Islandi. Bætast þá við aukafarmgjöld og kostnaður af útskipun og uppskipun vörunn- ar. Þessi kostnaður er t.d. um 2 þús. kr. á tonnið milli Isa- fjarðar og Reykjavikur. Enn- fremur bætist hér við, að skips- ferð er ekki adltaf fáanleg á þeim tíma og á þann stað, sem kaupandinn óskar, og kælirúm fyrir niðurlagðar vörur eru ekki tii i íslenzkum skipum, nema að taka undir þær heilar frystilestar, sem auðvitað yrði alltof kostnaðarsamt fyrir nokk ur tonn af vörunni i hvert skipti. ANNAR KOSTNAÐUR Af öðrum kostnaðarliðum, sem eru þungbærir fyrir islenzkar niðursuðuverksmiðjur, er fyrst að geta útflutningsgjaldanna, en þau eru eins og er 2,9% af fob-verðd og 1900 kr. per tonn, Hér bætast við margs konar skattar og gjöld önnur til ríkis og bæja, sem til samans eru mjög þung byrði fyrir byrjend- ur i þessari atvinnugrein, sem eiga að keppa á erlendum mörk uðum við rótgróin fjársterk fyr- irtæki. Þessi aðstöðumunur kom greinilega fram við inngöngu Is lands í EFTA. Var munurinn svo mikill, að breyta varð á sið- asta Alþingi íslenzkum skatta- lögum allverulega tii þess að jafna metin. Af því, sem hér hefur verið greint frá, er mjög mikill mun- ur á aðstöðu hjá íslenzkum og erlendum niðursuðuverksmiðjum, þeim íslenzku í óhag. Liggur sá munur einkum í: skorti á rekstr- arfé, erfiðleikum við öflun réttra umbúða á réttum tíma og háu verði á umbúðum, litlum afköstum hjá starfsfólki vegna litillar þjáifunar, slæmri nýt %igu á húsum og véium, svo og fastráðnu starfsfólki, mun meiri fjárfestingarkostnaði, en gerist annars staðar, óhentugum samgöngum og háum farmgjöld- um, vegna fjarlægðar frá öðr- um löndum. Væri framleiðsla ís- lenzka niðursuðuiðnaðarins 10 sinnum meiri en nú, mundi þessi aðstöðumunur minnka verulega. öflun umbúða yrði auðveldari og þær ódýrari, afköst fólksins yrðu meiri, nýting á húsum og vélum yrði betri og fastakostn- aður mundi lækka, flutningar yrðu hentugri og ódýrari vegna vaxandi eftirspumar. En er mögulegt að tifaida þessa framleiðslu? Já, auðveld- lega. Ástæðan er sú, að héðan frá íslandi kemur 'mikið af þvi bezta hráefni, sem notað er i þessum iðnaði. Beztu ufsaflök- in til sjólaxframleiðslu koma frá Islandi. Mest af þeim grásleppu hrognum og þau beztu, sem not- uð eru til kavíarframleiðslu i Danmörku og Þýzkalandi, koma frá Islandi. Mest af þorskhrogn unum og þau beztu, sem soðin eru niður í Danmörku og Noregi eða gerður úr kaviar í Sviþjóð, þau koma frá Islandi, Og síðast en ekki sízt, bezta síldin, sem fá- anieg hefur verið til framleiðslu á gaffalbitum og kryddsildar- flökum kom frá íslandi, meðan sá fiskur var hér til. Um síld- ina ríkir mikil óvissa í bili að minnsta kosti. Hér er nú barizt um hverja síid, sem veiðist og verðlagning og sölur með ævin- týrablæ, eins og oft áður. Það er einkennandi fyrir íslenzku síldina, að hvort tveggja er allt af jafn óútreiknanlegt, göngur hennar og söiuverð. Það er þvi ekki að undra, þó að félítil fyr- irtæki, eins og íslienztoai- niður- suðuverksmiðjur, eigi stundum I erfiðleikum,' þegar sækja þarf hráefnið á svo óstöðugan mark- að, eins og t.d. saltsíldarmarkað inn, en við hann er fersksíld- arverðið líka oftast miðað. Hvað snertir ufsaflökin, grá- sleppuhrognin og þorskhrognin, þá hefur Island þar i dag al- gera lykilaðstöðu. Það er alger- lega á vaildi Islendinga, hvað af þessu hráefni verður. Hvort þeir selja það erlendum keppinaut- um, eða vinna úr þvi sjálfir. Árið 1970 voru flutt héðan út 1254 tonn af söltuðum grá- sleppuhrognum fyrir 109 miil- jónir króna, en 67 tonn af grá- Sleppukavíar fyrir 15 millj. Þannig fóru aðeins 5% af af söltuðu hrognunum til kavíar framleiðslu hér heima, en þessi hluti gaf 12% af útflutningsverð mætinu. Hefði verið lagður hér niður kavíar úr öllum hrognun um hefði útflutningsverðmæti þeirra orðið nær 300 milljónum króna og erlendi markaðurinn þá aigerlega kominn í hendur ís- lendinga. Hér hefur nú verið gerð grein fyrir kostnaðarhlið þessarar framieiðslu, niðursuðu og niður lagningu fiskafurða á Islandi. Skal nú vikið að tekjuhliðinni, þ.e. verði afurðanna á eriend- um mörkuðum. Hvað snertir sölu á íslenzkum niðursuðuvör- um erlendis, þá er hún vægast sagt í molum. Otar þar hver sín- um tota, og samvimna er engin. Samtök niðursuðuverksmiðja eru að visu til, en þau eru lítið nema nafnið. Þvi er ekki hægt að neita, að það sem komið hefur fótunum, ef nokkrir eru, undir niðursuðu- iðnaðinn hér á landi, eru aðal- lega jafnkeypisviðskiptin við Tékkóslóvakíu og Sovétrikin. Allt frá þvi 1958 hafa íslenzk- ar niðursuðuvörur verið teknar inn i viðskiptasamninga við þessi lönd. Nokkur markaður hefur alltaf verið í V-Evrópu og Bandaríkjunum, en miklu minni, þar til nú síðustu árin, að talsvert hefur verið selt af nið- ursoðnum þorskhrognum til Bretlands og kippers tii Banda- rikjanna. Innflutningstollar úti- ioka nær alveg innflutning til landa Efnahagsbandalagsins, en eftir inngöngu Islands i EFTA batnaði mjög aðstaðan til landa þess bandalags. Varðandi markaðsmálin skal nú gerð nokkur grein fyrir könnun þeirri, sem kanadíska fyrirtækið Stevenson & Kellogg gerði á markaðsaðstöðu islenzka niðursuðuiðnaðarins árið 1969, en skýrslu um könnun þessa gaf fyrirtækið út í febrúar 1970. Aðalniðurstöðurnar i skýrsl- unni eru þessar: Aðstaða fslands i sainningum við Sovétríkin um verð á ís- lenzkum niðursuðuvörum er ís- landi mjög óhagstæð, enda verð- ið lægra en gerist annars stað- ar. fsland getur engin áhrif haft á verð eða eftirspurn vörunn- ar i Sovétrikjunum, auk þess sem markaðurinn þar getur lok- ast fyrirvaralaust. Það er auðveidara fyrir fs- land að ná tiltölulega litlum liluta af stórum markaði, en stór um Iiluta af litlum markaði. Sovétríkin flytja nijög lítið inn af niðursuðuvörum, Bretiand og Bandaríkin flytja aftur á móti mjög mikið inn af þessum vör- um og Frakkland og V-Þýzka- land mikið. fsiand á því að keppa að því, að komast inn á markaðinn í Bretlandi og Banda ríkjununi fyrst og fremst, en einnig í Frakklandi og V-Þýzka- landi. fsland á einkum að leggja áherzlu á framleiðslu dýrustu tegunda af niðursuðuvörum, þ.e. vörur, sem aukast mjög að verð- mæti við vinnsluna og vörur, sem ætlaðar eru sælkera mark- aðinum sérstaklega. Slikar teg- undir eru t.d.: kaviar, sildarsar- dínur, kippers, rækjur, þorsk- hrogn, silungur, gaffalbitar og kryddsildarflök. Verðlitiar niðursuðuvörur, sem framleiddar eru i stórum stíl og aukast lítið að verðmæti við vinnsluna eru ekki lieppileg framleiðsla fyrir fsland. fslendingar miða söluverð vör unnar við framleiðslukostnað og láta sér nægja, ef liann fæst greiddur. f stað þess eiga þeir að selja vöruna á því hæsta verði, sem liægt er að fá fyrir liana. Það sem stendur íslenzkum niðursuðuiðnaði mest fyrir þrif- um, er vankunnátta i sölu- mennsku og vöntun á markvissri og sterkri stjórn á framleiðsl- unni. fslendingar telja, að mark aðurinn eigi að taka á móti því, sem þeim þóknast að framleiða, en það er auðvitað alger mis- skilningur. f stað þess eiga ís- lendingar að leitast við að fram- leiða það, sem markaðurinn vill fá. Öflug samtök niðursuðufram- leiðenda á fslandi eru auðvitað fyrsta skilyrðið, til þess að nokkur árangur náist í sölu framleiðslunnar. Þetta voru helztu niðurstöð- ur skýrslu Stevenson & Kell- ogg, og sannast enn sem fyrr, að glöggt er gests augað, enda jekking á markaðsmálum hjá hinu kanadíska fyrirtæki meiri en hjá þeim löndum okkar, sem við niðursuðu fást. Hitt er ann- að mál, að í skýrslunni eru nokkrar skekkjur, sem orsakast sennilega af röngum eða ónóg- um upplýsingum hér heima, en þær skekkjur hafa ekki áhrif á heildarniðurstöðuna. Vonandi taka nú íslenzkir niðursuðufram leiðendur mark á þessum niður- stöðum. Já, við skulum vona það. En ekki er það nú alveg vist, ef að vanda lætur. Hér var á ár- unum 1949—1950 gerð skýrsla um íslenzkan hraðfrystiiðnað af Bandaríkjamanninum Coole. Þessi skýrsla var mjög merk og var þar lagt margt skynsamlegt til hlutanna. Þar var m.a. sagt um islenzku hraðfrystihúsin, að þau væru of smá og of mörg. Ekki er sýnilegt að neitt mark hafi verið tekið á þessum veiga- mitola sannleika. Hraðfrystihús in eru ennþá jafn smá, en senni- lega eitthvað fleiri en þau voru fyrir 20 árum. Það hafa verið uppi raddir um það, að vafasamt sé, hvort niðursuða og niðurlagning á fiskmeti eigi rétt á sér á Islandi. En hvað á rétt á sér á Islandi? Hvernig er með sjálfa togaraút- gerðina, þessa lyftistöng þjóðar- innar á fyrri helmingi þessarar aldar? Hefur þessi framleiðslu- grein ekki stundum þurft stuðn ing? Má i því sambandi benda á grein, sem birtist í tímaritinu Frjálsri verzlun í marz s.l., og ber yfirskriftina: „318 milljóna tap á rekstri 22ja togara siðustu 5 árin.“ í greininni er svo m.a. upplýst, að af þessu tapi hafi 198 milljónir verið greiddar af ríkinu sem styrkur. Það getur verið réttiætanlegt að reka togara með tapi, ef hann landar í heimahöfn og veitir þar með mik'la atvinnu og bætir rekstrarafkomu fiskverkunar stöðvanna. Það er líka réttlæt- anlegt að reka niðursuðu eða niðurlagningu á fiskmeti með tapi á tímabili, meðan verið er að komast yfir byrjunarörðug- leikana Það er réttlætanlegt vegna þess, að engin grein fisk- verkunar veltir meiri atvinnu miðað við magn hráefnis en nið- ursuðuiðnaðurinn. Með hans hjálp má margfalda verðmæti margra þeirra fiskafurða, sem við öflum. Ffling níðursuðuiðn- aðarins er þvi rökrétt og sjálf- sagt spor í áttina til aukinnar iðnvæðingar og aukinnar vel- megunar íslenzku þjóðarinnar. DRGLECn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.