Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAl 1971 að neitt í. En svo fór hún smám- saman að skilja það, sem þœr voru að segja. — Þér eruð þá viss um, að þetta sé ekki neitt alvarlegt, læknir? Þetta var Lloyd Llew- ellyn. — Nei, ekkert til að hafa áhyggjur af. Það er bara fleið- ur og ekki djúpt. En þegar hún vaknar, þolir hún ekki, að þér farið að þakka henni, svo að þér skuluð láta það biða betri tima. — Ætlið þér með hana í sjúkrahús? — Nei, ég hef gert henni allt til góða hér i sjúkrastofunni, sem hægt væri að gera í sjúkra húsi. Það er engin ástæða til að fara að flytja hana þangað. Hún heyrði hurð falla létt að stöfum og gat sér þess til, að Llewellyn væri farinn, og ákvað þvi að opna augun. Hviti einkennisbúningurinn þarna hlaut að vera búningur Veru Somers, sem var hjúkrunar- kona fyrirtækisins, og karlmað urinn hlaut að vera Evans lækn- ir. Hún hafði nú aldrei hitt Tim- othy Evans lækni, en hún vissi, að þær af vélritunarstúlkunum, sem voru ekki ástfangnar af for stjóranum, voru ástfangnar af Evans, nema hvað sumar voru ástfangnar af þeim báðum. En þeim þýddi ekkert að fara i O oooooo ooooo o 0-0 o o 0 0 O oooooo ooooo o sjúkrastofuna með smávægileg- ar meinsemdir. Sommers hjúkr- unarkona afgreiddi þær alltaf, fljótt og vel, og þær fengu alls ekki að sjá lækninn. — Jæja, er nú allt í lagi? sagði Evans, sem laut yfir hana og horfði beint í augu henni. Hann hafði stór brún augu og Ve/ varið hús fagnar vori.... H m . 'f * \ L | I Rf m heitir plastmálningin frá SLIPPFÉLAGINU. Hún ver steinveggi gegn vatnsveðrum haustsins og frosthörkum vetrarins. VITRETEX plastmálning mynclar óvenju sterka húð. Hún hefur þvi framúrskarandi veðrunarþo/. Samt sem áður ,,andar" veggurinn út um VITRETEX plastmálningu. Munið nafnið V/TRETEX það er mikdvægt - þvi: endingin vex með V/TRETEX Framleiðandi á islandi: Slippfélagið íReykjavíkhf •Zzy \M Málningarverksmiðjan Dugguvogi - Símar 33433 og 33414 nú skein út úr þeim eitthvað, sem líktist raunverulegri áhyggju. — Hafið þér ekki dá- litla verki ? Hefði hún verið jafnvíg á báð ar hendur, hefði hana langað mest til að gefa honum löðrung með vinstri hendinni. En nú lét hún sér nægja að gretta sig við þessu vanmati hans. — Ég vi-1 ekki gefa yður aðra sprautu fyrr en við erum komin með yður heim, sagði hann, — Haldið þér, að þér get- ið risið á fætur? Hún var að athuga á honum hárið. Það kom í topp niður eft- ir enninu —■ mjög dökkt hár með ofurlitlum rauðum lit í. Það hefði átt að vera rautt, en þeg- ar Fönikíumenn kom til Wales til þess að kaupa tin — mikið gat hún verið vitlaus að vera farin að rifja upp sögubókina sina úr skólanum. Og þessi „smávægilegi verkur" hans var hreinasta kvalræði. Hann náði niður alla hægri síðuna, svo að hún hefði ekki getað sagt, hvort hann var í höfðinu, hálsinum eða handieggnum. Hún gekk hægt og studdist við arm Somers. En þá mundi hún eftir skrifstof- unni og óða manninum með byssuna. — Hvað var þetta? Hvað gengur að mér? — Það er ekkert mjög alvar- legt. Hann talaði hressilega eins og lækni sæmdi. — Þér fenguð kúluna sem Lloyd Lle- wellyn var ætluð. Að því er mér skilst, voruð þér svo óforsjái að takast á við manninn. Skotið hljóp úr byssunni og þér feng- uð það í öxlina. En það er ekki nema smáskeina, sem betur fer. Þegar McCarthy sá yður detta, féllst honum alveg hugur og Lloyd Llewellyn tókst að yfirbuga hann. Þér fáið ekki neitt teljandi ör eftir þetta, að minnsta kosti er hægt að hylja það með hlýrabandinu. Hann var svo glaður í bragði, að Nancy langaði enn til að löðr un-ga hann, en nú var hún röknuð við og hafði áttað sig á því, að það sem hana hafði lang- að mest til áðan, var ekki ann- að en barnaskapur. Það er ekki til siðs að gefa lækninum sínum á hann. Somers gaf henni pillu og glas af vatni. Hún gleypti pilluna. — Þetta ætti að duga þangað til þú kemur heim, og þá gefur læknirinn þér eitthvað fyrir nóttina. Nancy stóð upp. Það var sýni- lega til þess ætlazt. Timothy Evans læknir, sem var litlu hærri en hún studdi hana hægra megin en Somers hjúkrunarkona hinum megin. Þannig gengu þau hjá skrifstofunum, sem voru nú auðar og yfirgefnar. Hún þótt- ist vita, að nú væri klukkan orðin langt yfir fimm. Hún reyndi að vera kærulaus. — Þið megið ekki hræða mömmu, sagði hún. — Þér eruð dóttir Mary Ross, sagði Evans, alls óvænt. — Ég held ekki að hún yrði hrædd við neitt. — Hvernig vitið þér það? — Ég var hérna í spítalan- um, og hver sá, sem þar hefur unnið, þekkir áreiðanlega Mary Ross — bezta matvæla fræðing í heimi. Ég skal ekki hræða hana, enda veit ég ekki, hvernig ég ætti að fara að þvi. Þau gengu nú út í júní- sólina og leiddu hana út um hliðið, þar sem Sam Novak var enn að bíða eftir varamann- inum sinum, með áhyggju- og Op/ð til kl. 4 í dag HACKAUP SKEIFUNNI 75 samúðarsvip, eins og eðlilegt var, þar eð hann var búinn að frétta, hvað gerzt hafði, innan stundarfjórðun-gs frá því að at- burðurinn gerðist. Nancy hafði verið í ermalaus- um bómullarkjól og lítilli treyju. Nú var Somers með treyjuna á handleggnum, en kjóllinn hafði verið ristur af henni og i staðinn hafði hún fengið miklar umbúð- ir um öxlina, sem Sam glápti á, forvitinn. Evans læknir vorkenndi Sam sýnilega, því að hann kallaði til hans og sagði: — Þetta er ekk- ert alvarlegt, Sam. Það er allt i lagi með hana. Þau gengu svo yfir götuna og Somers ko-m Nancy fyrir í bíln- um og bjóst til að setjast hjá henni. — Það er engin þörf á að þér komið með okkur, systir. Ég veit, að það er krókur fyrir yður, og frú Ross gæti orðið hrædd við að sjá bæði lækni og hjúkrunar- konu. Somers hjúkrunarkona gekk áleiðis að strætisvagninum. Hún átti stefnumót um kvöldið og var fegin að þurfa ekki að tefja. En Nancy saknaði henn- ar. Hún hefði viljað geta stuðzt við sterka öxl hennar. Hún gat ekki stutt öxlinni með öllum umbúðunum við lækninn, en hún vildi styðjast við eitthvað. Hún sletti sér því máttlaus yfir í fjarlægasta hornið í bilnum. Læknirinn ók varlega og hún fann ekki neinn hristing. Nancy og móðir hennar áttu heima í litlu, fallegu húsi, sem var nógu langt frá miðborginni til þess að hafa þar grasblett og garð að húsabaki og þama var ekki nema ein húslengd að strætisvagnastöð. Það var rétt eins og faðir hennar, sem nú var dáinn fyrir fimmtán árum, hefði vitað , að kona hans yrði ein sins liðs, og mundi þurfa að hafa hús, sem krefðist ekki allt of mikillar fyrirhafnar. Mary Ross hlaut að hafa séð til þeirra, því að hún var komin til dyra, áður en þau gátu opnað. Hún var líkust brúnum smáfugli, með brúnt hár, brún augu og brúnt hörund og hreyfingarnar voru líkastar og hjá fugli, og rétt eins og hún væri þyngdarlaús. Evans læknir sagði henni í sem styztu máli, hvað gerzt hafði og talaði við hana rétt eins og þau væru gamlir kunningj- ar, og eftir stundarfjórðung var Nancy komin upp í herbergið sitt og í rúmið og hafði fengið sprautu. f nokkrar mínútur heyrði hún þau tala saman, en svo var hún sofnuð. Þegar hún vaknaði eftir nokkrar klukkustundir, hafði hún verki, en það sem helzt gekk að henni var bara venju- Hrúturlnn, 21. marz — 19. apríl. Ef þú byrjar snemma að starfa, geturðu komið talsvcrðu í verk áður en dagurinn er úti. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Það kann svo að virðast, sem áform þín séu ekki sem bezt úr garði gerð. Gættu þín, ef þú ætlar að gera veður út af einliverju. Tvíburarnir, 21. mai — 20. júni. Þú hefur tilhneigingu til að keppa við elnhvern núna, og þú mátt vænta góðs af því. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þú ert störfum lilaðinn núna, og mátt ekki slaka á. Reyndu að slíta þig lausan um tíma. Ljónið, 23. júli — 22. ágúst. Það er einhver vinur þinn að vonast til að heyra frá þér. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Rcyndu að breyta eins mikið til í dag. og þú frekast mátt. Það er þér hoUt. Vogin, 23. september — 22. október. Nú reynir á sambönd þín. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Ytra borðið segir aðeins hluta sögunnar. Það eru ávaUt fleiri hliðar á málunum en ein. Þvl ber að tala varlega. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Styrkur þinn getur orðið mörgum að gagni f dag. Steingeitin, 22. desember — 19. jamiar. Bezt er að tala sem minnst um einkamál þin f dag. Þú skalt heldur leggja við hlustirnar og reyna að læra eitthvað af þvf. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Lofaðu öðrum að eiga heiðurinn af þvf, sem þeir elga skiiið. Vertu ekkf alltaf að troða þér f heiðurssess, þvf að þú átt hann ekkf skilið. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Nú er mál tii komið að breyta um lifnaðarháttu, og notfæra sér nýjar leiðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.