Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 32
3W0í0MnMíí&il> nucivsmcnR ^0~*2248O IESIÐ *«Basa: LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1971 Stakk móður sína með hnífi TUTTUGU og íjögurra ára mað- nr gerði í fyrrinótt tiiraun til þess að stytta móður sinni aldur, stakk hana með sveðju í bak, svo að af hlauzt sár alimikið, en konan mun þó ekki talin lífs- hættulega slösuð. Pilturinn var handtekinn og úrskurðaður í 6 vikna gæzluvarðhald og geð- rannsókn. Móðir hans var lögð í sjúkrahús. Samkvæmt upplýsinguim ramn- sóknarlögreglunniar, rraun mað- urinn áður hafa sýnt einkenni til undarlegi-ar hegðunar. Móðir hans var við vinnu fnaim eiftir nóittu i fyrrinótt og var maður- inn kominn heim til hennar á undan henni ag beið hennar þar. Hann býr ekki hjá móður sirani, en snæðir hjá hennL Er konan kom hekn frá vinnu sinni gerð- ist atburðurinn. Efta-fundimir eftir helgi Á þriðja hundrað manns koma A MÁNUDAGINN hefst i Reykjavík fundur ráðgjafa- nefndar Fríverzlunarsamtak- anna (EFTA) en hann sækja milli 50 og 60 manns. Að þeim fundi loknum hefst ráðherra- fundur samtakanna og stendur hann í tvo daga. Formaður ráðherrafundarins verður Mr. Brugger efnahagsmálaráðherra Sviss. Um 150 manns mimu sækja ráðherrafundinn, en þar verða til umræðu samningaum- leitanir Dana, Breta og Norð- manna við Efnahagsbandalagið og óskir hinna 6 landanna i Frí- verzl u nar sam tökun um um ein- hvers konar tengsl við Efna- Mikil aurbleyta á Snæfellsnesi Stykkishólmi, 7. maí. KERLINGARSKARÐ er ófært vegna aurbleytu og varð áætl- unarbíliinin frá Styfkkishólmi að fara um Fróðárheiði Grundar- íjörð og til Stykkishólms. Seink ar þetta ferð hans um fjórar til fimm klukkustundir. Vegir eru mjög erfiðir á Snæfellsnesi, ófærir fyrir litla bíla og hefur orðið að hjálpa þeim þar sem torfærurnar eru mestar. Hefur mjólkurbillinn átt í miklum erf- iðleikum með að halda daglegri áætiun. — Fréttaritari. hagsbandalagið. Um 50 blaða- menn mimu fylgjast með fund- Framhald á bls. 19. Ætla mætti að þarna væru stormsveitarmenn í vígahug á ferð en svo er þó ekki, því þarna eru íslenzkir lögregluþjónar við þjálfun í björgunarstörfum. — Lögregluþjónar þessir hafa verið við nám í lögregluskólanum, sem lýkur í dag. Búningar þeirra eru nýir og eru ætlaðir sem hlífðarfatnaður við verklegar æfingar í lögregluskólanum, svo sem leitarstörf á víðavangi, þjálf- un i björgunarstörfum við höfnina. o. fi. Ejósm. Sv. Þorm. Stálf élagið hf: 100 millj. kr. hlutaf járútboð Alíslenzk stálbræðsla gefur góða arðssemisvon NÆSTU daga mun hefjast hér á landi mesta hlutafjár- útboð sem um getur síðan hlutafjársöfnun til Eimskipa- félags íslands stóð yfir. Er það hlutafjársöfnun Stálfé- lagsins h.f., sem hefur að meg inverkefni að koraa upp og starfrækja stálbræðslu, sem framleiði steypustyrktarjárn úr innlendu brotajárni. Ætl- unin er að safna 100 milljón- um króna — reisa stóriðjuver fyrir innlent fjármagn ein- göngu og með þátttöku al- mennings. Á blaðamanna- fundi hjá stjórn Stálfélagsins h.f. í gær kom fram, að áætl- að er að verksmiðjan taki til starfa í júlí 1973. Stofnkostn- aður er 410 milljónir króna og sýna spár, sem þó munu vera varlegar, mikla arðsemi. Sveinbjörn Jónsson, stjórnar- formaður, gat í upphafi hug- myndarinnar að fyrirtækinu og kvað Jón Ólafsson Stál fyrstan hafa hreyft henni. Síðan hefðu ýmsir aðilar hreyft þessum mál- um og hinn 7. nóvember var haldinn undirbúnings stofnfund- ur í Ofnasmiðjunni h.f. og hinn Framkvæmdir eru að stöðvast við Þórisvatn Olíuskortur yfirvofandi vegna samgönguerfiðleika VEGNA mikilla vatnavaxta í Þjórsá er ófært yfir við stifluna hjá Búrfelli og á Landvegi eru 5 tonna þungatakmörk. Hefur þetta í för með sér að olíuflutn- ingar til verktakanna við Þóris- Skotglaðar fjárskytt- ur á Héraði Egilsstöðum, 7. maí. FYKIB nokkrum dögum gerð- ist það, að þrír sjómenn af Austfjarðabát, brugðu sér í Héraðið eins og það er kallað eystra til að létta sér upp í landlegu. Komu þeir á bæ og spurðu bónda hvort þeir mættu fara á gæsaveiðar. Bóndi þekkti ekki mennina, enda voru þeir að norðan. Bauð hann þeim góðgerðir, sem þeir þágu. Neitaði hann þeim um gæsaveiðileyfi enda gæsirnar friðaðar. Þar sem mennirnir sögðust vera frábærar skyttur, bauð bóndi þeim að skjóta í mark og gekk hann ásamt einum þeirra niður á túnið, þar sem skotæfiragin fór fram, en hin- ir urðu eftir heima við bæ- inn. Þegar skyttan var búin að svala skotþrá sinni að nokkru á olíubrúsa, sá bónd- inn að jeppabifreið hans kom á fljúgandi ferð niður túnið og hafnaðd í forarsvaði miklu og fór á bólakaf. Hljóp hann þá til og fjarlægði ökumann- inn frá stýri bifreiðarinnar og var það einn gestanna. Heyrði bóndinn nú skothríð mikla frá skyttunni, en þá hafði hún lagt að velili eina kind. Fékk bóndinn stöðvað manninn og vísað þeim á burt úr landar- eign sinni. Fóru þeir um borð í bát sinn eftir skemmtilega Héraðsferð. Unnið var að þvi að ná biln- um upp daginn eftir og var það seinlegt verk. Grunur leik ur á að mennirnir hafi eitt- hvað verið undir áhrifum áfengis. Bóndinn kærði málið til lögreglunnar og reyndist ekki erfitt að hafa uppi á mönnunuim, því að þeir höfðu skrifað nöfn og heimilisföng í gestabók á bænum. — h.a. vatn liggja niðri. Telja þeir að framkvæmdir muni stöðvast við Þórisvatn um helgina vegna olíu skorts ef ekki rætist úr hið bráð asta með samgöngur austur. Fjöldi manna vinnur við Þóris- vatn, eða milli 100 og 200. Vegurinn við stífluna hjá Búr- felli er grafinn í sundur vegna miikilla vatnavaxta, en rennsli í árani er um 11 hundruð rúmmetr ar á sekúndu. Aftur á móti er Landvegur skemmdur á nokkr- um stöðum vegna aurbleytu. 29. nóvember var stofnfundur félagsins haldinn á sama stað og í stjórn kjörnir: Sveinbjörn Jóns- son, Bjarni Guðjónsson, Tómas Vigfússon, Jóhann Jakobsson og Magnús Kristinsson. í varastjórn voru kjörnir Hörður Sævaldsson og Sveinn Guðmundsson. Fram- kvæmdastjóri var ráðinn Hauk- ur Sævaldsson, verkfræðingur. • HBÁEFNI Fyrsta verkefni félagsins var að kanna, hve mikið magn af brotajárni myndi falla til innan- lands. Niðurstöður voru þær að árlegt brotajárn væri um 13 til 14 þúsund lestir fram til ársins 1983, en síðan færi hráefnismagn ið vaxandi og myndi verða um 20 þúsund árið 1990. Er þá ekki tekið tillit til aukinnar iðnvæð- ingar á næstu árum og munu þvi niðurstöður skýrslunnar vera of lágar. Við fyrstu áætlana gerð hefur verið gengið út frá því að stálbræðslan yrði stað- sett í landi Hafnarfjarðarkaup- staðar, þótt það sé engan veg- inn ákveðið. Hefur Hafnarfjörð- ur boðið land milli athafnasvæð- is ISALS og Hvaleyrarholts. Að- eins hefur einnig verið rætt við Reykjavíkurborg og eru viðræð- ur við borgarstjórn á frumstigi. Við staðarval verður að hafa í huga stækkunarmöguleika og ennfremur verður að vera að- Framhald á bls. 19. Mikill leki í togaranum í*rjár dælur höfðu ekki undan Isafirði, 7. maí. í DAG var haldið áfram að dæla sjó úr vélarrúmi brezka togar- ans Cacsars á strandstað við Arnarnes. Þrjár dælur voru not- aðar við dælustarfið en lekinn i togaranum er svo mikill að ekki hafðist undan. Kafarar köfuðu undir togarann i dag til þess að reyna að þétta rifurnar sem eru við kjöl hans. Veður var gott á Isafirði í dag. Von er á seinna björgunarskipinu frá norska björgunarfélaginu í fyrramálið með tvo lyftitanka tU viðbótar vlð þá, sem fyrra björgunar- skipið kom með. Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.