Morgunblaðið - 09.05.1971, Side 1

Morgunblaðið - 09.05.1971, Side 1
52 SÍÐUR (TVÖ BLÖÐ) 103. tbl. 58. árg. SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hröktust á f leka í 24 daga Balboa, Panama, 8. maí. NTB. ÞRÍR Vestur-Þjóðverjar sögðu blaðamönnum frá því í morgun, hvernig þeim hefði tekizt að lifa af 24 daga á björgunarfleka á Kyrrahafi, en hvalur hafði ráðizt að seglbát þeirra og brotið hann. Gerðist það hinn 5. apríl og sögðu mennirnir að það hefði verið herkjum að þeim tókst að koma sér á tveggja metra langan björgunarfleka. Á flekanum var bæði drykkjarvatn og matföng af skornum skammti, og öll sjó- kort, svo og áttaviti týndust með seglbátnum. Þeir tóku þá ákvörðun að reyna að ná til Marquesaseyja meðþví að sigla eftir stjörnunum. Mat- arskammtur mannanna á dag var að hver fékk þrjá desi- lítra af vatni blandað hafra- mjöli og á kvöldin borðuðu þéir eina rúgbrauðssneið og tvær sveskjur hver. Það var sovézkt skip, sem fann mennina á flekanum þann 28. apríl, og voru þeir þá 500 km vestur af Mar- quesaseyjum. Frá kveðjustundin ni hjá Svíakonungi. Hlýhugurinn vottur um vináttu Svía — sagði Kristján Eldjárn við lok heimsóknar forsetahjónanna Stokkhólmi, 8. maí. Frá blaðamanni Mbl. Freysteini Jóhannssyni. „MÉR hefur þótt mjög vænt um allan þann hlýhug, sem við hjón- in höfum mætt hér í Svíþjóð,“ sagði forseti Islands, herra Kristj &n Eldjárn við Morgunblaðið við lok opinberrar heimsóknar hans til Svíþjóðar í dag. „Og ég skil Lous Armstrong. Louis útskrif- aður New York, 8. maí. NTB. SÖNGVARINN o.g hljómilist- armaðurinn Louis Armisitrong var í gærkvöldi útfcskrifaður aí sjúkrahúsi þvi i New York, sem hann hefur dvalizt á utnd anifamar sjö viikur. Hatnn var ®uWur á sjúkrahúsið, eftir að haifa fengið aðkenmingu af hjartaislagi oig var liemgi tvi- Býwt um Mf hans. Armisitronig er sjötiugur að aldri. Kona hans sagði fréftamönnum, að hann viirtiisf hinn sprsekasti. þennan hlýhug ekki aðeins sem vináttuvott við mig og konu mína, heldur fyrst og fremst sem vott um vináttu Svía i garð ís- lenzku þjóðarinnar." Síðasta dag Svíþjóðarheimsókn arinnar voru forsetahjónin gestir samsku ríkisstjórnarinnar í Upp- sölum, þar sem forsetamun var fært að gjöf eintak af ljósritaðri viðhafnarútgáfu Uppsalarhá- skóla á Keisarabiblíunni; Codex Caesarius Uppsalaensis, en hvert eintak þeirrar útgáfu kostar 36 þúsund krónur íslenzkar. Klukkan tíu i morgun, kvöddu forsetahjónin gestgjafa sinn Gust av sjöltta Adolf Svíakonung og aðra meðlimi konungsfjölskyld- unnar, en héldu síðan frá Kon- ungshöllinni til Uppsala, og var komið þangað um hálf tólf leyt- ið. Forsetahjónin skoðuðu fyrst Bókasafnsbyggingu Uppsaiahá- skóla, þar sem forsetanum var afhent fyrrnefnd gjöf. Handrit- ið að Codex Caesarius er frá því um 1050. Það var gert i klaustr- Framhald á bls. 2. Geimskot Rússa og Bandar ík j amanna Moskvu og New York, 8. maí. AP.-NTB. SOVÉZKA fréttastofan Tass skýrði frá þvi í dag, að sovézkir vísindamenn hefðu skotið á loft 8 gervihnöttum af gerðinni Kos- mos með einni og sömu eldflaug. Að því er heimildir herma með- al vestrænna sérfræðinga er þetta mesti fjöldi gervihnatta, sem skotið hefur verið upp með einni eldflaug. Sovétríkin hafa nú sketið alls inn 400 gervihnött um í Kosmosáætliminni. Gervi- hnettirnir eru búnir ýmsum tækjum til veðurathugana, geim rannsókna, símasambands og njósnastarfsemi. Visindiamenn á Cape Kennedy tilkynntu í daig, að þeir myndu skjóta á loft annað kvöld geim- fáirf af gerðinni Mariner, sem För Rogers lokið Varar við of mikilli bjartsýni Róm og Tel Aviv, 8. maí —AP—NTB—- WILLIAM P. Rogers, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Rómar í dag frá ísra- el að Iokinni heimsókn sinni til 5 landa fyrir botni Mið- jarðarhafs. Stjórnmálafrétta- ritarar, sem fylgzt hafa með ferð og viðræðum ráðherrans, segja, að ekkert hendi til þess, að miðað hafi í sam- komulagsátt meðal deiluað- ila. Talsmaður Rogers, Robert Mc Closkey sagði á fundi með frétta mönnum að viðræður Rogers og Goldu Meir, forsætisráðherra Is- raels, hefðu verið mjög gagnleg- ar hvað snerti hugsanlega opn- un Súezskurðar. Er fréttamenn spurðu hvort samkomulag þess eðlis væri á næsta leyti, svaraði McCloskey því til, að aðeins tím- inn myndi skera úr um það. Rogers skýrði frá því í dag, að hann myndi á næstunni senda William Sisoo, aðstoðarutanríkis- ráðherra til Kaíró, til að skýra frá ýmsum atriðum, er komu fram i viðræðum Rogers við ísra- elska ráðamenn. Rogers varaði fréttamenn við að gera of mikið úr árangrinum af ferðinni og lagði áherzlu á, að enn bæri mik- ið í milli hjá deiluaðilum. Rogers verður í Róm í dag, og ræðir við italska valdamenn og gengur á fund páfa. Hann flýgur siðan heim, þar sem hann mun gefa Nixon forseta ítarlega skýrslu um ferðina. Moskvublaðið Pravda heldur því fram í dag, að að lokinni heim- sókn Rogers hafi aldrei ríkt eins mikil andúð i gárð Bandaríkja- manna meðal Araba eins og nú. Sagði blaðið að Arabar hefðu ekki látið blekkjast af „aðferð- um stjórnarinnar i Washington." fara á tiil Marz. Tiiligangur ferð- arinnar er að kanina hvort hugs- anlliegt sé að líf leyndist á Marz. Öðru sams konar geimfari verð- ur skotíð á loft 18. maí og eiga bæði geiimiförin að fara á braut umhverfis Marz. Ferð gedmfar- anna mun taka um 6 mánuði. Eiga geimförin að senda sjón- varpsmyndir af yfirborði reiki- stjörnunnar. Dauða- dómur yfir Hrkac Beligrad, 8. maí. NTB. DAUÐADÓMUR var í dag stað- festur í Serbíu yfir Júgóslavan- uni Miljenko Hrkac, sem er fé- lagi í aðskilnaðarlireyfingunni Ustachi, sem hefur látið tals- vert að sér kveða og staðið að ýmsum hermdarverkuni. Fylgis- menn lireyfingarinnar liertóku í febrúar ræðismannsskrifstofu Júgóslavíu í Gautaborg og kröfð ust þess þá að Hrkac yrði lát- inn laus. Hann hefur verið nefnd ur í sambandi við skipulagningu á morðinu á ambassador Júgó- slavíu í fyrra mánuði. Hrkac er dæmdur til dauða fyrir að hafa sett sprengju í kviikmyndahús fyrir þremur ár- um. Lézt einn er sprengjan spraikk og 77 meiddust. Nokkr- um mánuðum seinna eir hann sagður hafa komið sprengju fyr- ir á aðaljárnbraufcarstöðlnni i Belgrad og særðust þá fjórtán manns. Schiller leggur til að öll EBE- löndin láti gjaldmiðilinn ,fljóta‘ Brússel, 8. maí AP—NTB FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Efnahagshandalagsríkjanna 6 komu saman til aukafundar í Briissel í dag til að ræða gjaldeyrisvandamálin. Á fund inunt lagði Karl Schiller, f jár- málaráðherra V-Þýzkalands, að öll löndin hættu skráningu gjaldmiðils síns og létu hann fljóta, til að kanna hvort gengið hækkaði eða lækkaði gagnvart dollaranum. Hann sagði, að tíminn, sem gjald- miðlarnir fengju að fljóta, skyldi takmarkaður eins og ráðlegt þætti. Valery Giscard fjármálaráð- herra Frakklands var andvígur þessari tillögu og kvað þaðekki heppilegt að láta gjaldmiðla alira landanna fljóta. Hann sagði við verðum að gera okkur grein fyrir að við erum að ræða áhrif vandamálsins en ekki orsakir þess. Italir eru einnig andvigir tiilögu Schillers, en fréttaritar- ar telja að ef Þjóðverjar láta markið fljóta, muni Hollending- ar og Belgar fylgja á eftir. Auk fjármálaráðherranna sátu marg- ir háttsettir embættismenn fund- inn svo og evrópskir fjármála- sérfræðingar. Búizt er við að mál in skýrist strax eftir helgina, ar peningastofnanirnar opna aftur. eftir helgina. r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.