Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 1
52 SÍÐUR (TVÖ BLÖÐ) 103. tbl. 58. árg. SUNNUDAGUR 9. MAI1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hröktustá fleka í 24 daga Balboá, Panama, 8. maí. NTB. ÞRÍR Vestur-Þjóðverjar sögðu blaðamönnum frá því í morgun, hvernig þeim hefði tekizt að lifa af 24 daga á björgunarfleka á Kyrrahafi, en hvalur hafði ráðizt að seglbát þeirra og brotið hann. Gerðist það hinn 5. apríl og sögðu mennirnir að það hefði verið herkjum að þeim tókst að koma sér á tveggja metra langan bj örgunarfleka. Á flekanum var bæði drykkjarvatn og matföng af skornum skammti, og öll sjó- kort, svo og áttaviti týndust með seglbátnum. Þeir tóku þá ákvörðun að reyna að ná til Marquesa9eyja með því að sigla eftir stjörnunum. Mat- arskammtur mannanna á dag var að hver fékk þrjá desi- lítra af vatni blandað hafra- mjöli og á kvöldin borðuðu þeir eina rúgbrauðssneið og tvær sveskjur hver. Það var sovézkt skip, sem fann mennina á flekanum þann 28. apríl, og voru þeir þá 500 km vestur af Mar- quesaseyjum. Frá kveðjustundin ni hjá Svíakonungi. Hlýhugurinn vottur um vináttu Svía — sagði Kristján Eldjárn við lok heimsóknar forsetahjónanna Stokkhólmi, 8. mai. Frá blaðamanni Mbl. Freysteini Jóhannssyni. „MÉR hefur þótt mjög vænt um allan þann hlýhugr, sem við hjón- In höfum mætt hér í Svíþjóð," sa« ;ði f orseti íslands, herra Kristj an Eldjárn við Morgunblaðið við lok opinberrar helmsóknar hans til Svíþjóðar i dag. „Og ég skil Lous Armstrong. Louis útskrif- aður New York, 8. mal NTB. SÖNGVARINN og nlljámllist- armaðurinn Louis Anmisítrong vair í gærkvöldi úitskrifaður af sjúkrahúsi því í New York, seim hann heifiur dvalizit á uind anifarmar sjö vilkur. Haron var flutJtiur á sjúkrahúsið, eftir að haifa fenigið aðkenmingu aí hjartaislaigí og var lerogi tví- Býrot uim Mtf hanis. Arrriistronig er sjöUugur að aldri. Koina hans sagði fréftaimönniuim, að hann virtist hiinin sprækasti. þennan hlýhug ekki aðeins sem vináttuvott við mig og konu mína, heldur fyrst og fremstsem vott um vináttu Svía í garð ís- lenzku þjóðarinnar." Síðasta dag Svíþjóðarheimsókn arinnar voru forsetahjónin gestir sænsku ríkisstjórnarinnar í Upp- sölum, þar sem forsetanum var fært að gjöf eintak af ljósritaðri viðhafnarútgáfu Uppsalarhá- skóla á Keisarabibliunni; Codex Caesarius Uppsalaensis, en hvert eintak þeirrar útgáfu kostar 36 þúsund krónur íslenzkar. Klukkan tíu í morgun, kvöddu forsetahjónin gestgjafa sinn Gust av sjöitta Adolf Sviakonung og aðra meðlimi konungsfjölskyld- unnar, en héldu siðan frá Kon- ungshöllinni til Uppsala, og var komið þangað um hálf tólf leyt- ið. Forsetahjónin skoðuðu fyrst Bókasafnsbyggingu Uppsalahá- skóla, þar sem forsetanum var afhent fyrrnefnd gjöf. Handrit- ið að Codex Caesarius er frá því um 1050. Það var gert í klaustr- Framhald á bls. 2. Geimskot Rússa og Bandar ík j amanna Moskvu og New York, 8. mai. AP.-NTB. SOVÉZKA fréttastofan Tass skýrði frá því í dag, oð sovézkir vísindamenn hefðu skotið á loft 8 gervihnöttum af gerðinni Kos- mos með einni og sömu eldf laug. Að þvi er heimildir herma með- al vestrænna sérfræðinga er þetta mesti fjöldi gervihnatta, sem skotið hefur verið upp með einnl eldflaug. Sovétríkin hafa nú skotið alls um 400 gervihnött um í Kosmosaætluninni. Gervi- hnettirnir eru búnir ýmsum tækjum til veðurathugana, geim rannsökna, simasambands og njósnastarfsemí. Visindaimenn á Oape Keroroedy tilikynntu í daig, að þeir myndu slkjóta á loft annað kvöld geiim- fari af gerðirani Mariroer, sern För Rogers lokið Varar við of mikilli bjartsýni Róm og Tel Aviv, 8. maí —AP—NTB— WILLIAM P. Rogers, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Rómar í dag frá ísra- el að lokinni heimsókn sinni til 5 landa fyrir botni Mið- jarðarhafs. Stjórnmálafrétta- ritarar, sem fylgzt hafa með ferð og viðræðum ráðherrans, segja, að ekkert bendi til þess, að miðað hafi í sam- komulagsátt meðal deiluað- ila. Talsmaður Rogers, Robert Mc Closkey sagði á fundi með frétta mönnum að viðræður Rogers og Goldu Meir, forsætisráðherra Is- raels, hefðu verið mjög gagnleg- ar hvað snerti hugsanlega opn- un Súezskurðar. Er fréttamenn spurðu hvort samkomulag þess eðlis væri á næsta Ieyti, svaraði McCloskey því til, að aðeins tím- inn myndi skera úr um það. Rogers skýrði frá þvi í dag, að hann myndi á næstunni senda William Sisoo, aðstoðarutanrikis- ráðherra til Kairó, til að skýra frá ýmsum atriðum, er komu fram í viðræðum Rogers við ísra- elska ráðamenn. Rogers varaði fréttamenn við að gera of mikið úr árangrinum af ferðinni og lagði áherzlu á, að enn bæri mik- ið í miMi hjá deiluaðilum. Rogers verður í Róm í dag^ og ræðir við italska valdamenn og gengur á fund páfa, Hann flýgur siðan heim, þar sem hann mun gefa Nixon forseta itarlega skýrslu um ferðina. Moskvublaðið Pravda heldur því fram í dag, að að lokinni heim- sókn Rogers hafi aldrei ríkt eins mikil andúð í garð Bandarikja- manna meðal Araba eins og nú. Sagði blaðið að Arabar hefðu ekki látið blekkjast af „aðferð- um stjórnarinnar í Washington." fara á til Marz. Tilgianigur ferð- arinnar er að kanma hvort hiugs- anfegt sé að líf leyndist á Marz. Öðru saims konar geirnfari verð- ur skotíð á loft 18. maí og eiga bæði geimiförin að fára á braut umhverfis Marz. Ferð gedimifar- anna mun taka um 6 márouði. Eiga geimförin að senda sjón- varpsmyndir af yfirborði reiki- stjörniuronar. Dauða- dómur yfir Hrkac Belgrad, 8. maí. NTB. DAUÐADÓMUB var í dag stað- festur í Serbíu yfir Júgóslavan- um Miljenko Hrkac, sem er fé- lagi f aðskilnaðarhreyfingiuini Ustachi, sem hefur látið tals- vert að sér kveða og staðið að ýmsum hermdarverkum. Fylgis- menn hreyfingarinnar hertóku í febrúar ræðismannsskrifstofu Júgóslavíu í Gautaborg og kröfð ust þess þá að Hrkac yrði lát- inn laus. Hann hefur verið nefnd ur í sambandi við skipulagningu á morðinu á ambassador Júgó- slavíu í fyrra mánuði. Hrkac er dæmdur til dauða fyrir að hafa sett sprengju i kvikmyndahús fyrir þremur ár- uotn. Lézt einn er sprengjan spraikk og 77 meiddust. Nokkr- uim mánuðum seinna er hann sagður hafa komið spremgju fyr- ir á aðaijárnbrautarsitöðinini 1 Belgrad og særðust þá fjórtá" om&nns. Schiller leggur til að öll EBE- löndin láti gjaldmiðilinn ,fljóta' Brussel, 8. mai AP—NTB FJARMÁLARAÐHERRAR Efnahagshandalagsríkjanna 6 komu saman til aukafundar í Briissel í dag til að ræða gjaldeyrisvandamálin. A fund inum lagði Karl Schiller, f jár- málaráðherra V-Þýzkalands, að öll löndtn hættu skráningu gjaldmiðils síns og létu hann fljóta, til að kanna hvort gengið hækkaði eða lækkaði gagnvart dollaranum. Hann sagði, að tíminn, sem gjald- miðlarnir fengju að fljóta, skyldi takmarkaður eins og ráðlegt þætti. Valery Giscard fjármálaráð- herra Frakklands var andvígur þessari tillögu og kvað það ekki heppilegt að láta gialdmiðla allra landanna fljóta, Hann sagði við verðum að gera okkur grein fyrir að við erum að ræða áhrif vandamálsins en ekki orsakir þess. Italir eru einnig andvígir tiliögu Schillers, en fréttaritar- ar telja að ef Þjóðverjar láta markið fljóta, muni Hollending- ar og Belgar fylgja á eftir. Auk fjármálaráðherranna sátu marg- ir háttsettir embættismenn fund- inn svo og evrópskir fjármála- sérfræðingar. Búizt er við að mál in skýrist strax eftir helgina, er peningastofnanirnar opna aftur. eftir helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.