Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1971 Yf ir 47 þúsund bílar á íslandi Mesta f jölgun á síðastl. ári eða 7,9% ALLS voru 47.300 bifreiðar á landinu í árslok 1970 og hafði þeim fjölgað meira á sl. ári en nokkru sinni eða um 7.9%. Þar af eru 20.179 í Reykjavík. 1 öðr- um stærri kaupstöðum eru yfir 2000 bílar, þ.e. á Akureyri 2397, í Hafnarfirði 2122 og í Kópavogi 2399. En í kaupstöðunum eru samtals 32.074 bílar. Þar af eru 28.387 fólksbílar, en 3.687 vöru- ÖKUTÆKI Á ÍSLANO! SL. 10 ÁR. m O ÖMmla i Htu UikHihi ]£f-MtUfr-Wr S veruUfnMtr / / / S v > Æ í M ökutæki á Islandi sl. 10 ár. bílar. í sýslufélögum og kaup- túnum eru 14.937 bilar, þar af 12.966 fólksbílar og 1.971 vöru- bill. Eru þvl 68,2% af bifreiða- elgn landsmaima í kavipstöðum, en 21.8% í sýslufélögum og kaup túnum. Af öðrum kaupstöðum má nefna að i Keflavík eru 1.203 bíl- ar, á Akranesi 839, á Isafirði 546, á Sauðárkróki 358, á Siglufirði 329, á Ólafsfirði 165, á Húsavik 359, á Seyðisfirði 192, í Neskaup stað 242, í Vestmannaeyjum 669, á Keflavíkurflugvelli 228. Til viðbótar þessu eru alls 239 bif- hjól í kaupstöðum og 50 í sýslu- félögum. Tónleikar á undan messu VIÐ MESSU í Háteigskirkju n.k. sunnudag leika þessir nemend- ur Tónskóla Þjóðkirkjunnar: Anna Kristín Jónsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir og Páll Ragnar Sigurðsson. Róbert A. Ottósson er sem kunnugt skólafltjóri Tónskólans, en kennari þessara nemenda er Marteinn Hunger, organisti Há- teigskirkju. Messa hefst kl. 2 — en nem- endurnir byrja leik sinn 20 mín- útum áður. Af fólksbifreiðum eru skráðar 144 tegundir og er mest af Ford og Volkswagen á landinu, þ.e. 5702 bifreiðar af Ford-gerð eða 13,8% og 5557 af Volkswagen- gerð eða 13,4%. Þá kemur Mosk- witch með 3117 bifreiðar eða 7,5%, Skoda með 2673 eða 6,5%, Landrover með 2533 eða 6,1%, Willys Jeep 2487 eða 6.0% og Opel 2.085 eða 5,0%. Af öðrum tegundum eru undir 2000 bílar. Af vörubifreiðum eru skráðar 107 tegundir. Ford hefur þar 20,3% eða 1150 bíla, Chevrolet 663 eða 11,7%, Mercedes Benz 659 eða 11,7% og Bedford 585 eða 10,3%. Aðrar tegundir vörubíla eru að fjölda innan við 10%. Af bifhjólum er akráð 41 tegund. Mest er af Vespum 78 eða 27% og Honda 43 hjól eða 14,9%. Síðan 1961 hefur ökutækjum á Islandi fjölgað úr 23.636 í 47.300 og mest á sl. ári eða úr 43.854. Þá fjölgaði bifreiðum um 7,9%, fólksbifreiðum um 9,2%, vörubifreiðum um 1,0% og bif- hjólum um 11%. Elzti bíll á landinu, sem er á skrá, er frá 1923 og tveir eru frá 1926, vörubifreið og fólksbifreið, en flestir eru bílarnir frá árinu 1966 eða 5906 talsins. SAS-menn til Peking Osló, 8. maí. AP.-NTB. FJÓRIR faiMttiruar skandimav- istoa fJugtfélagsiins SAS fara í næstu viílcu tíí Pefcing til að kaama mögiuleika á frekari Jliug- ferðuim SAS til Klma og þá tl'l ffleiri s*aða á meginilamdiniu. — Mimu fuiitrúair ræða við kám- verska áhrifaimenm á sviöi fhiigs. Fyrir nefndimmi verður aðatoðar- framkvæmdastjóri SAS, Henry Söderberg, og eirunig miun nú- verandi fuMtrúi SAS í Hong Kong, Oaito Abal taka þá*t í fuind imuin. Frá hadegisverðarboði Stokkhólmsborgar í Ráðhúsinu í fyrradag. Frá vinstri: Kristján Eldjárn, Eva Remens, varaforseti borgarráðs, Gustaf Adolf og frú Lena Palmer. — Forsetaheimsóknin Framhald af bls. 1 inu í Echternach (þar sem nú er Luxemburg) á vegum Hinriks 3. keisara. Handritið sem er listi lega myndskreytt er upp á 320 síður, að stærð 28x38 cm. 1 eigu Uppsalaháskóla komst handrit- ið 1806. Viðhafnarútgáfuna nú lét háskólinn gera i tilefni 350 ára afmælis síns, sem var fyrir hálfum mánuði og er forsetinn fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn, sem fær eintak af þessari út- gáfu, sem í voru um 500 eintök og nam útgáfukostnaðurinn um 18 milljónuim islenzkra króna. Það var yfirbókiavörður Upp- salaháskóla, T. Hornwall, sem af Kappræður Heimdallar og ungra framsóknarmanna ÁKVEÐIÖ hefur verið að efna tll kappræðufundar milli Heim- dallar FUS í Reykjavík og Fé- lags ungra framsóknarmanna í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 24. maí n.k. Félag ungra framsóknar- manna og Heimdallur FUS hafa komið sér saman um að halda þennan fund. Á fundinum verð- ur rætt um þjóðmálin. Þrír ung- ir frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins og þrír ungir frambjóð endur Framsóknarflokksins verða ræðumenn á fundinum. Fundurinn verður haldinn i Sigtúni við Austurvöll og hefst kl. 20.30. Húsið verður hins veg- F j ár öflunar dagur Hraunprýði HINN áriegi fjáröflunardagur slysadeildarininar Hrauniprýði í Hafnarfirði verður á þriðjudag, 11. maí (lokadaginin). — Seld verða merki deildarimnar og eru þau afhent sölubörnum í Bæjar- Lyf fyrir kynferð- isafbrotamenn Edinborg, Skotlandi, 7. maí. vikur höfðu kynhvatir hans AP. minnkað mjög mikið. Lyf SKOZKUR læknir, A. J. Coop þetta er mjög svipað að efna- er að nafni, skýrði frá því í samsetningu og „Pillan". Dr. dag á fundi hjá konunglega Cooper skýrði einnig frá því læknisfræði- og sálarfræðifé- að lyfið hefði einnig verið not laginu, að fundið hefði verið að á þrjá aðra menn, sem áttu upp lyf, sem heldur kynferð- erfitt með að hafa stjórn á isafbrotamönnum niðri. Dr. kynhvötum sínum, en eftir Cooper skýrði frá tilraunum, nokkrar vikur leið þeim öll- sem gerðar voru á 40 ára um betur og höfðu fulla stjórn manni, sem hafði nauðgað all á kynhvötunum. Dr. Cooper mörgum stúlkum, þ. á m. 15 sagði að halda yrði áfram til ára dóttur sinni. iVTaður þessi raunum í 5—6 ár, til þess að hafði m.a. verið handtekinn ganga fyllilega úr skugga um fyrir ósæmilegt athæfi á al- giMi lyfsins. Hann sagði að mannafæri, fimdinn sekur um læknar vonuðust til að lyf kynvillu og vitað var að hann þetta gæfi ekki frá sér auka- þurfti að fá kynferðislega mV verkanir. Lyf þetta verkar rás daglega. með því að keppa við karl- Eftir að hafa notað lyfið, kyns kynhormóna í mannin Cyproterone Acetate í þrjár ua bíói og Æskulýðsheimilinu á Flateyrarhrauni kl. 9 fyrir há- degi. Þá bjóða konumar upp á kaffi og heimabakaðar kokur í Alþýðuhúsinu og Sjálfstæðishús- inu frá kl. 15—23.30. Eru konur, sem vilja gefa kökur beðnar um að korna þeim í Sjálfstæðishúsið milli kl. 20—21 á mánudags- kvöld. Hraunprýðisikonur verja ár- lega þremur fjórðu hlutum tekna til aðalsamtakanna en eiinum fjórða hluta verja þær ininan bæjarfélagsinis, styrkir björgunarsveit Fiskakletts og á sl. ári gaf deildin brunastiga við skátaheimiilið og lagði fé í nýj- an sjúkrabíl Rauða krossmis. — Hafnfirðingar hafa ætíð sýnt stórhug í slysavarnaimálum og stutt starfsemi deildarin'nar, sem konurnar eru mjðg þakklátar fyrir. -----------» m ?----------- Fyrirlestur um ættfræði EINAR Bjarnason, prófessor, heldur fyrirlestur í 1. kennslu- stofu Háskólans firnimtudaginn 13. maí nik. kl. 20.30 um: Ætt Sæmundar lögréttumanns í Ási í Holtum Eiríkssonar (um 1480— 1554) eftir athugum á henmi í tettabókahandrituin. Öllum er heimill aðgangur. ar opnað kl. 20. Fundurinn verð- ur nánar auglýstur síðar. 37o hækk- un hér ENN liggur niðri skráning á véstur-þýzka markinu, belgiska franska og svissneska frankans, hollenzkra gyllina, líru og aust- urrískra shillinga. Þrátt fyrir að gengi þessara gjaldmiðla sé ekki opinberlega skráð er þó hægt að eiga viðskipti í þessum myntum og er þá markaðsverð á gjaldmiðlinum látið gilda. Sam kvæmt upplýsin^um frá Seðla- bankanum í gær hafði orðið nokkur hækkun á verði þessara gjaldmiðla í íslenzkum bönkum og nam hækkunin tæpum 3% á þýzka markinu og hollenzka gyll ininu en svissneski frankinn hækkaði meira. Erlendur Patursson. Fyrirlestur um færeysk stjórnmál ERLENDUR Patursson, lögþings maður í Færeyium, flytur seinmi fyrirlestur siiwi hér á landi í dag kl. 4 í Norræna húsinu. Fjallar fyrirlesturinin um færeysk stjórn. mál. henti forsetanum gjöfima. í þakk artölu srnrai lét forsetiwn í ljós þakklæti þeirra hjóina fyrir að fá tækifæri til að heiimsækja Upp- sali, sem hann sagðist aldrei áð- ur hafa komið til. „Ég fer á- nægður heim með þermian dýr- grip," sagði forsetiinn, „eins og allar aðrar góðar mininingar úr þessari Svíþjóðarferð." Síðan voru forsetahjóniunum sýnd 11 ia- lenzk handrit, sem eru í. éigu Uppsalaháskóla þar á meðal .hini' fræga Uppsala-Edda, sem, ier seranilega dýrmætast handrit ís- Ien*kt í Svíþjóð. Meðal anirtarra haindrita voru handrit af ólafs sögu helga, Grettis sijgu, Egils sögu, Konungsskuggsjá og Hátta lykill Loptp ríka Guttorwiissonar. Frá Háskólabókasafninu var gengið yfir til dómkirkjunmar, þar sem íorsetahjónin tendruðu á kertinu á listavenki, sem gert var í minningu Martins Luthers Kiings — „Sáttartrénú". Frá dómkirkiuniná var haldið til Gömlu Uppsala og skoðaðir þar hinir frægu konungahaugar, sem eru einhverjar menkustu fom- rnénjar í Skandinavíu. Þar uppi á ekium haugnum var forseta- hjónunum boðið að bergja mjöð úr uxahomum, en mjöður þeasi er bruggaður samkvæmt upp- Skrift, sem varðveitzt hefur frá því um 1500 Auk konungshjón- arma skoðuðu forsetahjónin Gömlu Uppsala kirkjuna, en að því loknu var haldið til Uppsala- hallar, þar sem Edenmann lands höfðingi bauð forsetahjónunum og fylgdarliði þeirra til hádegis- verðar. Hádegisverðiinn sátú um 40 maninis. Landshöfðinginin skál- aði fyrir forsetahjónunum og ís- lenzku þjóðinni. Frá höllininii var svo haldið á- leiðis til Stokkhólms aftur, en á ieiðinni komið við í Slkokloster- höll, þar sem fonsetahjónin skoð- uðu sig um. Að því lokrnu var haldið til Arlandaflugvallar, þar sem Olof Palme, forsætisráðherra, kvaddi forsetahjónin. FuIItrúi gest- gjafans i þessari ferð ssensku ríkisstjórnarinnar, var S. E. Nielsson, ráðherra án ráðuneyt- is. Laust fyrir klukkan 19 héldu svo forsetahjónin frá flMgveWin um tii Oslóar með áætluiniarfliug- vél SAS. í Osló tók sendiherra Islamds, Agnar Kl. Jónsson, á móti forsetahjónunium og bajuð þeim heim til sín, á meðan þau biðu þesis að gefca haldið áfra.m heimferð sinni með Gullfaxa, þotu Flugfélags Islands. Þar með er þá lokið opinberri heimsókn ísilenzku forsetahjón- anna til tvegigja Norðurdainda, en aðspurður um frekari opinberar heimsóknir eða endurgjaJdsheim sóknir, kvaðst forsetinin ekkert vilja segja að svo stöddu. Forsetahjónin létu bæði mjög vel af Svíþjóðardvöldwni og reyndar ferðalaginiu ölta og for- setinn lýsti gestgjafa sínum, Gustavi Adolfi Svíakonungi svo að auk þess að vera kowunigfeg- ur væri hainin svo manmdegia elskulegur. Þota öiuigfélagsms var væotan leg til ÍSlandB síðla laiuigardaigs- kvðlds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.