Morgunblaðið - 09.05.1971, Page 6

Morgunblaðið - 09.05.1971, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAl 1971 BlLAÚTVÖRP Blaupunkt ou Phiiips viðtæki í allar tegundir bíia, 8 mis- munandi gerðir. Verð frá kr. 4.190.00. — TÍÐNI HF., Ein- holti 2, sími 23220. RÓSASTIKLAR Gróðrastöðin, Birkihlíð, Nýbýlavegi 7, Kópavogi, Sími 4188L ÍBÚÐ ÓSKAST Ung, barnlaus hjón, sem bæði vinna úti, vantar 2ja— 3ja berb. íbúð til leigu í eitt ár frá 1. júnf. Uppl. í síma 41854, FRÍMERKI — FRÍMERKI Islenzk frímerki til sýnis og söiu í dag sunnudag, frá kl. 10—20. Tækifærisverð. Grett- isgötu 46. TIL SÖLU Landrover, benztn, árg. 1965. Uppl. í síma 84005 og 85010. BARIMAGÆZLA Mjög barngóð 12 ára telpa óskar eftir að gæta barns í sumar á reglusömu og góðu heimiii. — Katla Ólafsdóttir, sími 83658 og 25862. SYSTRAFÉLAG KEFLAVÍKUR- KIRKJU heldur fund mánudaginn 10. maí í Tjarnarlundi kl. 8,30. Mætið vel, — Stjórnin. ÍBÚÐ I VESTURBÆNUM Vil kaupa snyrtiiega íbúð, 2 til 3 herb., sem næst gamla kirkjugarðinum. Tilb. merkt: „Vesturbær 7393“ sendist Mbl. fyrir miðvrkudagskvöld. ANTIK-HÚSGÖGN TILKYNNIR Skyndísala næstu daga til rýmingar næstu vörusend- ingar. Gefum 10—30% afsl. Opið frá kl. 2 e.h. Antik-hús- gögn, Vesturgötu 3, kjallara. VUXHALL VELUX árg. 1966 í top-standi til sölu, keyrður um 75 þús. km. Uppl, I stma 30583. KEFLAVlK — KEFLAVlK Hjón með 3 börn óska eftir 3ja—4ra herb. tbúð á leigu strax. Vinsamlegast hringið í síma 1257. IBÚD Bamlaus hjón óska eftir góðri 2ja herb. íbúð nú þeg- ar eða seinna. Algjör reglu- semi. Uppl í síma 19279. ATVINNA I BOÐI Óskum eftir vönum mönnum í skrúðgarðyrkju. Garðaprýði sf — stmi 13286. TIL SÖLU TRÉSMlÐAVÉL mínni gerðin af Steinberg. Upplýsingar í síma 82766. UPPHLUTUR eða upphlutssilfur óskast. Upplýsingar í síma 40682. 99 Vorið nú með völdin fer“ Ég g-ekk upp á Hól um daginn. Hlýr vestanvindur- inn strauk mér um vang- ann, gældi við mig, og þótt ekki væri sól, virtist allt fagurt og gott. Við höfðum frændumir, Tryggvi og Björn, verið að dytta að skógargirðingunni okkar Það er nú einu sinni svo um veturinn og Idakann, frostið og allt hitt, að það á það til að lyfta upp girðingarstaur- um, og aJlt þarf að laga fyr- ir gróðursetninguna í vor. Norðaustanvert í Hólnum er göonul hleðsla. I>ar hlóðu Bretar eitt sinn vigi utan um Brenbyssu stna. Við héldum þvi lengi við, svona af „bri- aríi“, og enn sjást þess rnerki. Hér kemur eilítili útúrdúr: Er ekki bominn timi tll að varðveita þær fáu menjar, sem enn eru uppistandandi frá hemámsárunum? Skyldu þær ekki þykja merkilegir forngripir, þegar tímar liða fram? ★ Á berum melnum, þama beint móti norðaustan svarr- anum, óx falleg jurt, senni- lega fegurst blóma á Islandi, bæði fyrir sakir þess, að hún sprettur fyrst á vorin allra villtra blócma á Islandi, og þá ekki síður fyrir hitt, hversu ægifögur hún er í sjálfu sér. Við höfum valið henni nafnið Vetrarblóm. Alltof fá skáld hafa xnært það í Ijóði, en þegar Vetrarblómið sést í fyrsta sinn, er óhætt að full- Engin rós, engin liljan frið, yrða, „að úti er vetrarþraut." er fegurri Vetrarblóminu, þar sem það breiðir út hvítfjólu- blá krónublöðin mótl sólinni, skartar sinu fegursta, teygir sig til þessa mikla gjafara elsku og yls, sýnir okkur mannfólkinu, að lengur er ekki að harma vetur, — vorið er komið, eða eins og Kol- beinn í Kollafirði orti: „Vorið nú með völdin fer. Vetur les sinn dóm — í hljóði. Veggjaþefur inni er. Útiloft er betra þér. Gróðurangan mætir mér mitt í önn og dreymdu hljóði.“ ★ Og nú er að koma tími sá, þegar aMr skógræktarunn- endur láta hendur standa fram úr ermum við að planta trjám. Og öli eru þau íslenzk, þótt einstaka pipar- kerling hafi „barrið“ á hornum sér. Sennilega er þessi kona í Velvakanda ekki nógu gömul til að vita það, að barr hefur verið til á Is- landi, sennilega löngu á und- an birki og víði. — Og þó virðist manni kona sú vera skelfing orðin gömul, grá og grettin, þegar hún er að Hverjum, sem gróðursetur tré, verður umbunað með Iöngum lífdögum. (Marco Pólo). skamma okkur barrkarlana. Liklega er hún þrælpipruð, — og hvernig væri, að hún ræktaði piparjurt? Hún kvað vera svo geysiholl fyrir melt- inguna og gefur hraust- legt og gott útlit? En við ætluðum nú ekki að elta ól- ar við barrandstæðinga, en mætti ég ráða, myndi ég stinga dýnuna hennar út með barrnálum, svo að hún gæti sofið róieg sínum Yoga- svefni. Vonandi gengur hún ekki aftur. ★ Trjáplöntun á sér langan aðdraganda. 1 hinni stór- merku ferðasögu Marco Pólós, sem út kom í íslenzkri þýðingu Haraldar Sigurðs- sonar 1940, segir svo um skóg rækt og er það eitt fyrsta, sem um þetta efni er rifað: „Auk áðurgreindra orsaka er enn sú forsenda fyrir trjá- plöntun stórkhansins með- fram vegum, að spámenn og stjörnumeistarar hafa lýst yf ir þvi, að hverjum, sem gTóð- ursetur tré, verði umbunað fyrir með löngum Iifdögum." — Og þá hafa menn það, barrkarlar og birkibein- ar, svo og þær jómfrúr, sem forðast vilja frjósemina, eins og heitan eldinn, líkt og frú- in í Velvakanda á dögunum: ★ Og nú skiptir um svið. Gömul æskuminning sækir á. Við gengum upp með Þverá, sem varla er nema litill læk- ur, — bræðurnir, Björn og ég, og ætlunin var að festa á léreft, eitthvað af vorlitun- um í aftanskininu. Þverá var þá rétt eins og litil lind, sem skoppaði og hoppaði niður kletta, Innan um grjót og gróður, blóm og burkna, Tómas Guðmundsson náði að lýsa þeirri tilfinninigu af snilld, þegar menn sitja á lækjarbakka á vorin, hlusta hljóðir á þennan eilifðarsöng, og svo kveður þá skáldið Ijúfa í Morgunljóði úr brekku m.a. svo: ★ „Heyr morgimljóð úr brekku, ég er silfurlindin litla, og leik mér við að skoppa og hoppa niður kletta. Og blómin flykkjast saman um bakka mina á vorin, og bara ef þau sjá mig þau flýta sér að spretta. Og taki ég að syngja þau hlusta hrif in á mig og heila vendi fiétta til dýrðar minni snilli. Þó læzt ég hvorld skilja, hvað þau skrafa sin á niilli né skeyti um þeirra hylll, svo sjálfsagt finnst mér þetta. Því af lindum þeim, sem detta og syngja á svona stöðum, hef ég sólbjartasta róminn. Um slíkt er engiim blöðum að fletta, segja blómin." ¥ Við bræðumir sátum hvor á sinni hundaþúfunni I gilinu neðan vlð Kleifaveginn. Sól- in gyllti litla fossinn sem féll fram, stall af stalli. Brún moldin kallaði á mjúka litatóna, og grasið, sem bar tizkulitina frá í fyrra, kalaði • á enn meiri næmni tii að skynja samhengi litanna í náttúrunni. Yfir okkur þandi hrossagaukurinn flugið, og spóinn vall graut útl í mýri, en á hólnum handan við ána, gaf heiðlóan frá sér tregablandin hljóð. Hún flaut WSmÆ „Ég leik mér við að skoppa og hoppa niður kletta." Þverá á Kleifum. (Ljósm.: Fr. S.) aði, rétt eins og hún væri ráðin hjá „Komedienne harmonist" þar suður í lönd- um. Mín hundaþúfa var ofur- litið nær fossinum en Bjössa, en samræmið var algert milli okkar fyrir þvú Við nut um þess að vera úti í veður- bliðunni, nutum þess að vera til, — reyna af veikum mætti að líikja eftir litbrigðum móð- ur jarðar, aftansólarinnar og þess neista, sem í hugum okk- ar bjó. ★ Skyndilega varð eitthvað til að trufla mig. Ég man, hvað það var þótt langt sé nú liðið síðan. Rétt við þúf- una fyrir frarnan mig, — það var lambagrasþúfa — bústin og feit, — skreið kolsvartur járnsmiður eftir elskunni sinni. 1 humátt á eftir parinu skreið eljarinn, Hann var snöggtum stærri, og sjálfsagt herðabreiðari, — en ást- fangna parið hraðaði för sinni að fótum mér. Ég sleppti penslinum augnablik, og fylgdist með atferli þeirra. Enginn vafi var á þvi, að hér myndú mikil örlög verða ráð- in. Afbrýðisemin logaði og skein úr minum jámsmið og sauð upp úr þegar hann hugð ist vemda ástina sína fyrir þessum „play-boy“ neðan við þúfuna Og svo tókust þeir á. Segja ekki Frakkar alltaf: Hvar er konan? — og nú skyldi einvígi háð. Sá ást- fangni snerist til varnar. Ást in hans kúrði undir lamba- grasi, og það fór fiðringur um lítinn líkama. Það var bitizt. Bitklær járnsimiðsins eru stórar og sterkar, og þetta var alvara, enginn hé- gómi. Sá hinn stærri, glaum- gosinn, bolaðist, en sá ást- fangni, sem var að verja elsik una sina, lagði hann á leggj- arbragði og beit hann á bark ann um leið. Rétt eins og Tarzan, setti hann eina af sex löppum sínum á bringu hins sterka „Mohamid Ali“, rak upp skaðræðis sigurösk- ur, og labbaði siðan settlegur, eilítið móður, með elsk- unni sinni niður að læknum til að svala þorstanum, og eru þau úr sögunni, en hafa sannað, að náttúruskoðun, getur stundum verið smágerð og fíngerð, og ekki þarf langt að fara. ★ Og stuttu siðar héldum við bræðumir heim, með blaut málverkin, og við gátum tek- ið undir með Riehard Beek, þeim ágæta Islendingi og skáldi, þegar hann yrkir i kvæðinu Vor í lofti á þessa leið: ★ „Söngvavængir vorsins Iyfta vonum djörfum mannsins hug, kveikja honum andans elda, æðri sýn og hærra flug. Vor í lofti vekur hjarta vorsins drauma unaðsbjarta." ★ Stuttu siðar vorum við komnir heim í sumarbústað, og móðir okkar gaf okkur Jcókó", sem yljaði okkur vel innanbrjósts, en faðir okkar kom málverkunum fyrir á vís um stað, enda eru þau til ennþá. — Fr. S. ÚTI * A VÍÐAVANGI Mæðrablómið er selt í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.