Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1971 Þurfum að koma upp smáiðnaði á Hólmavík til þess að koma í veg fyrir frekari fólksfækkun — OKKUB vantar einhvem Einar Ciuðf innsson eða Harald Böðvarsson til þess að i'itja upp á smáiðnaði á Hólmavík. Séra Andrés Ólafsson. Nærtækast væri að hugsa sér að iðnaður þessi stæði í sam- bandi við vinnslu sjávaraf- urða, t.d. mætti Iáta sér detta í hug nið'ursuðu af einhverju tagi. Á Hólmavik byggist allt atvinnulíf á sjónum. Rækju- veiðin skapar næga atvinnu fyrir allt vinnandi fólk á staðn um og í nagrenninu á með- an hún stendur yfir, en síð- ar kemur dauður tími fram í júnílok er bátarnir fara á handfæraveiðar. Þetta dauða tímabil þurfum við að brúa og eins er nauðsynlegt að skapa meira atvinnuöryggi á staðnum og hvort tveggja gæti fengizt með tilkomu nið ursuðu, eða annars iðnaðar. Ef til vill yrði þetta einnigr til þess að stöðva þann fólks- flutning sem verið hefur frá Hólmavik sl. 2 ár. — Þannig fórust séra Andrési Ólafssyni fréttaritara Morgunblaðsins á Hólmavík orð í viðtali fyrir skömmu. Auk smáiðnaðar sagði séra Andrés að mikil nauðsyn væri á að fá eitt stórt skip til þess að leggja upp á Hólmavik yf- ir sumartímann, en þá vant- ar frystihúsin tvö á staðnum verkefni. — Um þessar mundir eru engar byggingar í smíðum á Hólmavík en fyrir dyrum er að hefja byggingu læknisbú- staðar og auk þess stendur til að byggja félagsheimili á staðnum. Verður hafizthanda við byggingu læknisbústaðar- ins í sumar. Læknir á Hólma- vík er Guðmundur Steinsson. Félagslíf almennt á Hólma- vik hefur verið heldur dauft, en þó starfa þar tvö félög, Lionsklúbbur og kvenfélag. Starfsemi beggja félaganna hefur verið blómleg og um þessar mundir eru konurnar í kvenfélaginu að beita sér fyrir að koma upp elliheim- ili á staðnum. Þær hafa þeg- ar safnað töluverðu fé með það fyrir augum að komast yfir húsnæði, og sagði Andrés að mjög mikill f engur yrði að því að koma upp elliheimili á staðnum þar sem nú þarf að senda gamalt fólk sem ekki býr á einkaheimilum, burt af staðnum. — Lionsklúbburinn hefur aftur á móti safnað fé til kaupa á tækjum í sjúkra skýli staðarins og fl. Því næst vék séra Andrés Ólafsson að skólamálum stað- arins. Á Hólmavik er barna- og unglingaskóli, en ef ungl- ingarnir vilja leita sér frek- ari menntunar þurfa þau að sækja burt í skóla. — Ég tel að það sé algjört lágmark að við getum veitt unglingunum okkar gagn- fræðamenntun heima, sagði Andrés. Það kostar ekki lít- ið fyrir okkur að senda burtu stóran hóp unglinga til þess ið láta þá ljúka gagnfræða- prófi. Á Hólmavík búa ekki nema um það bil 350 manns og við vorum að telja það saman nýlega hvað margir þeirra væru núna í mennta- skólum og Háskólanum. Voru það um 10 manns, sem er ekki svo Mtið brot af heildinni og þar við bætast síðan allir þeir unglingar sem fara burt til þess að Ijúka gagnfræðaprófi. Ég vona að úr þessu rætist Framh. á bls. 21 Fréttir Hólmavík Rætt við sr. Andrés Ólafs- son fréttaritara Morgunblaðsins Frá Hólmavík. Vogue sokkabuxur fegra fótleggi ySar. i Vogue sokkabuxur myndast engin hné. Þær falla þétt að, en gefa þó vel eftir. Silkimjúk áferðin og aðlögunar- hæfnin stafar af því, að garnið í þeim er teygjanlegra, fíngerðara og þéttprjónaðra en almennt gerist. Heildsöludreifing: JOHN LINDSAY. Sími 26400. HÁDEGISVERBARFUNDUR verður haldinn þriðjudaginn U. maí | kl. V2 í Þjóðleikhúskjallaranum. RæSumaður verður hr. Bjarni Bragi Jónsson forstjóri Efnahagsstofnunar- innar. Ræðuefni: HvaS er framundan í efnaliagsmálunum. JUNIOR CHAMBER f BEYKJAVÍK PINGOUIN - GARN Classique Crylor 50 litir MULTI-PINGOUIN 30 iitir Ný mynstur. Útsölustaðir: Verzl. HOF, Reykjavík, Hannyrðave«lunin sf., Akranesi, Verzl. Jórunn Bachmann, Borgarnesi, Hannyrðabúðin, ísafirði, Verzl. Dyngja, Akureyri, Verzl. Anna Gunnlaugsdóttir, Vestmannaeyjum. Réttindi til hópferðaaksturs Þann 1. júní 1971 falla úr gildi réttindi til hópferðaaksturs, útgefin á árinu 1970. Umsóknir um slík réttindi fyrir tímabilið 1. júní 1971 til 31. maí 1972 skulu sendar til Umferðarmáladeildar pósts og síma, Um- ferðarmiðstöðinni í Reykjavík, fyrir 25. maí 1971. í umsókn skal tekið fram skrásetningarnúmer og farþegafjöldi þeirra bifreiða, sem sótt er um réttindi fyrir, svo og aldur þeirra. Eínníg skal tekíð fram hvort umsækjandi hyggst eingöngu nota bifreiðina til farþegaflutninga. Umferðarmáladeild pósts og síma, 5. maí 1971.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.