Morgunblaðið - 09.05.1971, Side 11

Morgunblaðið - 09.05.1971, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAl 1971 75 ára: Þorsteinn Jónasson hreppstjóri, Jörva ÞEGAR slikir menn sem Þor- steinn hreppstjóri og sýslunefnd- armaður á Jörva eiga merkis- afmæli, er vissulega vert, að þeirra sé getið að verðleik- tim. Ekki mun ég þó treysta imér til slíkrar ritsmíðar, heldur aðeins senda þessum vini min- um örfáar afmæliskveðjur. Við vorum staddir á sýslufundi Dalasýslu fyrir mörgum árum, þegar ég sá og heyrði fyrst til þessa aldna en siunga sóma- imanns. Það fór ekki hjá því að hann vekti strax athygli mína 'umfram aðra ágæta sýslufund- armenn. Islenzkan lék í munni hans og máJsniUd hans var svo frábær að hann hlaut að skilja eftir í vitund minni persónu, sem ég geymi í gegnum árin. Siðan hefur vinskapur okkar haldizt og gerir vonandi um ókomin ár. Þorsteinn Jónasson er fæddur að Gröf i Miðdölum, DaJasýslu, hinn 9. maí 1896 og er þvi 75 ára í dag. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Klemenzson, bóndi í Villingadal og siðar á Krossi í Haukadal og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Hann fluttist með foreldrum sinum að Hamra- endum og dvaldist þar til 16 ára aldurs, en þá fluttust þau að ViU ingadal Þorsteiim stundaði nám í Hvitárbakkaskóla 1925—1927 og sat i tírnum i norrænudeild Háskóla fslands einn vetur. Einn ig stundaði hann barnakennslu í nokkur ár og var flokksstjóri í vegavinnu i allmörg sumur. Bóndi á Oddsstöðum í Miðdala- hreppi 1934—1941 og á Jörva í Haukadal frá 1941 og síðan. Hreppstjóri frá 1942 og sýslu- nefndarmaður frá 1954 ásamt ýmsum fleiri trúnaðarstörfum, sem hann hefur gegnt og gegn- ir fyrir sveit sína. Kona Þorsteins er Margrét Oddsdóttir, bónda á Hömrum í Haukadal, Arngrimssonar, en hún varð 65 ára hinn 26. apríl sl. Eiga þessar fáu línur að flytja henni siðbúna afmæliskveðju mina með þakklæti fyrir liðnar stundir. Glaðværð hennar og gestrisni verður mér ógleyman- leg. Þau Margrét og Þorsteinn eignuðust 3 mannvænleg börn, en þau eru: Húnbogi, sveitar- stjóri í Borgarnesi, Álfheiður, húsfreyja í Bæ og Marta, hús- freyja i Búðardal. Jörvi i Haukadal var lands- þekktur fyrir gleðileiki og dansa fyrr á öidum. Leiksvið sagnanna er þvi landið sjálift og hvar- vetna getur að líta staði, þar sem atburðir hafa gerzt. Þegar þang- að kemur er sem aldirnar hverfi og hið liðna öðlist nýtt lif, þeg- ar húsráðendur rifja upp hin undarlegu örlög, sem sögurnar segja frá. Á slíkum stundum er hoillt að hlýða á fróðleik og mál- snilld Þorsteins bónda. Með þessum fáu línum er eng in lifssaga sögð eða æviágrip rakin, -— heldur eiga þær aðeins að innsigla vináttu mina tii þeirra hjóna með þakklæti fyr- ir liðnar samverustundir.- Það er vissa min að margir hefðu lagt leið sína fram Haukadalinn og •- heimsótt þau Þorstein og Mar- gréti í dag, en þau hafa kosið að eyða deginum i kyrrð og ró og verða ekki heima. Ég vona að þessi vordagur megi verða þeim til blessunar, hvar sem þau verða stödd, og sveitin þeirra skarti sinu feg- ursta við heimkomuna. Skjöldur Stefánsson. Skrifstofustarf Opinber stofnun óskar að ráða stúlku til bókhaldsstarfa um næstkomandi mánaðamót eða fyrr eftir samkomulagi. Verzlunarskólapróf eða hliðstæð menntun æskileg, einnig nokkur starfsreynsla við vélabókhald. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins, merktar: „7390" fyrir 13. mai nk. Afenn óskasf i vinnu á bílaverkstæði úti á landi. Upplýsingar eftir klukkan 8 í kvöld og næstu kvöld. sími 52314. Vegheflar Til sölu tveir Caterpiliar vegheflar. Upplýsingar gefur verkstjóri, Ellert Eiríksson. Áhaldahús Keflavíkurbæjar. Sími 1552. COBELIN tízkulifir í kápur, kjóla, pils og buxur, nýjasta tízka. Sendum prufur út á landi. LITUSKÓGUR, Srtorrabraut 22, shni 25644. Keflavík Viljum ráða mann með sprengiréttindi. Upplýsingar gefur verkstjóri, Ellert Eiríksson. Ahaldahús Keflavíkurbæjar. Sími 1552. r Hóptrygging 5 er ódýrari! Vaxandi áhugi er fyrir því, a3 samstarfsfólk, lífeyrissjóðir eða félög standi sameiginlega að HÓPTRYGGINGUM. Með því móti verða iðgjöld verulega lægri og fullvissa er um, að allir eru tryggðir. Samskot vegna fráfalls eða veikinda vinnufélaga ættu að vera óþörf, ef HÓPTRYGGING er fyrir hendi. Við höfum nú á boðstólum mjög fullkomna HÓPLÍF- SJÚKRA- og SLYSATRYGGINGU, sem kemur í veg fyrir tekjumissi vegna sjúkdóma eða slysa, og greiðir dagpen- inga I allt að þrjú ár. Ennfremur greiðir tryggingin örorku- bætur og dánarbætur við fráfall fyrirvinnu og einhleypinga. Nokkur fyrirtæki hafa fariS inn á þá braut aS greiSa hluta af hóptryggingariSgjaldi og öSlast meS þvi aukiS traust og velvilja starfsfólksins. Tryggingafulltrúar okkar eru ætíS reiSubúnir aS mæta á fundum meS þeim, sem áhuga hafa á HÓPTRYGGINGUM og gera tilboS, én nokk- urra skuldbindinga. U FTRYGGINGAFÉLAGIO AWDVAKA SAMVINNUTRYGGINGAR ARMÚLA 3 SÍMI 38500 ALEXIS SORBAS EFTIR NIKOS KAZANTZAKIS ER AB-bók Félagsm.verð kr. 335— ALMENNA BOKAFELACIÐ Undiritaður óskar eftir að kaupa bókina SORBAS. □ Greiðsla fylgir. □ Bókin óskast send í póstkröfu. □ Óskað eftir umboðs- manni. Nafn:---------------------- Heimili:------------------- Sendist til Almenna bókafé- lagsins, Austurstræti 18, Reykjavík, sími 19707.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.