Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAl 1971 Thor Heyerdahl að störfum um borð í Ra II. Ljóshærður Norðmaður frá Larvik. Var í œfingastöð norska hersins í Kanada í síð- asta stríði. Dvaldist á Tahiti um skeið. Ungur innblásinn af Sslenzkum fornsögum. Akveð- imn í að feta í fótspor feðra sinna, víkinganna. Hefur öðr- utn fremur sýnt fram á sam- skipti ólikra kynflokka fyrr á ðkhim, þegar samgöngur voru erfiðar. Þekktastur fyrir ferð- Ir sínar á Kon Tiki og Ra I og Ra IL Ivar Eskeland segir I Morgunblaðinu: „Auk þess er hann mjðg dugandi vísinda- maður með ófreskar hugmynd- ir um fjarlæga, ákaflega fjar- læga fortíð, sem nú hefur þok- azt alia leið til okkar. Fortíð, þegar veröldin var ef tU viU samstæðari en við höf- wn gert okkur í hugarlund." Heimsfrægur undir nafninu: Thor Heyerdahl. Ofurvenjulegur maður með öfurmannlegan vilja. Góð fyrir imynd ungmennum velferðarík- is. Lítillátur og hlýr í -fram- komu. Eins og allir þeir sem frægir eru að verðleikum. Kanmski einnig hlédrægur. Nansen, Amundsen, Heyer- dahL Við snúum okkur að þeim siðast nefnda. Hvað um fornar íslenzkar bófcmenntir heima i Larvik? „Við lásum flestar Islend- inga sðgurnar í skóla. Þær voru einnig lesnar á heimilun- um. Ég geri ráð fyrir þvi, að í Noregi lesi flestir Islendinga sðgurnar einhvern tíma á æv- inni, öil saga Noregs fyrr á öldum er grundvölluð á því, sem skrifað var á bókfell hér á landi. Ef Islendingar hefðu ekki sýnt þennan áhuga á sögu og bókmenntum, væri Noregur íátækt land, og fólkið þar fá- víst um fortíð sina. Það er ein- att svo i lífinu, að þeir sem heima dveljast, reikna með því að öllu sé haldið til haga, það sé varðveitt. En þeir sem fara, óttast það mest að glata for- ttðinni, missa sjónar á henni og reyna eftir megni að varðveita hana. Það var þetta sem gerð- ist á Islandi. Þeir sem fóru, varðveittu fortíð sina og einn- ig hinna sem heiima sátu i Nor- egi. Islen.zk sagnfræði til forna er sigilt dæmi um varðveizlu menningar með fyrrnefndum hætti. Það var hér sem sameig- inlegur menningararfur var varðveittur, til gleði, bæði eftlr- komendum þeirra sem fóru og hinna sem heima voru. Mér býður í grun, að þau afrek, sem hér voru unnin á þessu sviði, hafi haft meira að segja fyrir sérhvern venjulegan Norðmawn en hann er sér ávallt meðvitandi um. Margir hafa verið þeirrar skoðunar, að sögumar séu óáreiðanlegar. 1 þeim sé margt uppdiktað, til- búningur. En ég hef meðal margra annarra lesenda þeirra reynslu fyrir því, að fólk hafði óvenjulega hæfileika til að toera orðrétt af eldri kynslóð- um, áður en menn tóku að skrifa. MunnmæU alls kyns voru ákaflega mikUvæg I menningarsamfélagi eins og for feðra okkar og hægt er að treysta þeim miklu befcur en ýrnsu því sem siðar var ritað. Oft voru staðreyndir falsaðar af pólitlskri nauðsyn, t.ajm. tU framdráttar einstökum konung um. íslendinga sðgurnar eru mjög raunsæjar en með skáld- legu ívafl. Enginn vafi er á, að þeir sem sátu hér norður frá á vetrarkvöldum, án sjón- varps, blaða eða ritaðra helm- ilda, höfðu einstaka hæfUeika til að læra utan bókar frásagn- ir sem þeir heyrðu ótal slnn- um frá barnæsku. Þetta var þeim ekki erfiðara en okkur i dag að læra ljóð. Við getum þvi treyst þeim heimildum, sem runnar eru úr munmnælum og arfsögnum fyrlr ritlist'' Hann nefndi orðið fátækt. Stafaði það af kurteisi? „Ég reikna ekki með, að við Norðmenn hugsum á hverjum degi um framlag íslendinga til norskrar sögu. En ég er sann- færður um, að sérhver Norð- maður er sér þess meðvitandi að saga okkar væri nú miklu fátækari, ef hún hefði ekki ver ið rituð og varðveitt hér á landi. Og við erum þakklátir fyrir það, sem við höfum feng- ið að vita um fortíð okkar. Ef við hefðum ekki skriflegar frá- sagnir héðan frá Islandi, vær- um við í öllu mati okkar og skoðunum þrælbundnir forn leifum einum saman, en forn- leifarannsóknir eru takmðrk- unuom háðar. Við getum að visu séð, hvaða tæki og áhöld for- feður okkar notuðu og í hvers konar húsakynnum þeir bjuggu. En við hefðuim orðið að vera án allra þeirra smá- atriða úr daglegu lífi, sem bundin eru nöfnum manna i rit uðum heimildum og gera sögu þjóðar okkar miklu persónu- legri en ella langt aftur í ald- ir." Hugsuðuð þér mikið í æsku um ferðir víkinganna? Urðuð þér gripnir af þeiim? Thor Heyerdahl í Háskólabiól. „Mér er nær að halda að ég geti svarað þessari spurningu játandi. Gömlu sögurnar frá Is- landi hafa haft áhrif á hugs- un og hugarfar hvers einasta drengs í Noregi, stækkað hug- arheim hans og útsýn og vak- ið með honum þrá eftir því sem er ókunnugt. Innblásið hann. Það er söguleg staðreynd að við áttum forfeður, sem lðgðu út á hafið og fóru til ókunnra landa eins og Islands. Heims- mynd þeirra var svo stór, að þeir lögðu undir sig mikinn hluta af þekktum heimi þeirra tíma. Það gerðu þeir ekki með takmark herveldis að leiðar- Ijósi heldur sem landkönnuðir. Þessi staðreynd hefur áhrif á sérhvern Norðmann, sem úr grasi vex. Við vitum að forfeð- ur okkar sigldu ekki einungis til ísflands, en héldu áfram það an til Nýfundnalands, svo að dæmi sé tekið. Um það höfum við sterk sönnunargögn I forn- leifum. Þeir fóru til megin- lands Norður-Ameríku, tU Grænlands, til eyjarinnar Mön, sigldu um Miðjarðarhafið til Sikileyjar og landsins helga. Viðátta heimsmyndar þeirra er mjög mikilvægur þáttur í upp- eldi þeirrar æsku, sem hefur verið að aiast upp í Noregi. Persónulega er ég sannfærður um, að norrænir menn fóru tU Norður-Ameriku. Ég trúi frá- sögnum fornra íslenzkra sagna um þessar ferðir, og sjálfur hef ég reynslu fyrir því, að til eru tvenns lags munnlegar arfsagn ir: þær sem eiga rætur í goð- fræði og eru fullar af yfirnátt- úrulegum lýsingum, og hinar sem eru byggðar á reynslu og staðreyndum og auðvelt er að greina frá ýkjusögum. Frá- sagnirnar um siglingar milli íslands og VMands heyra síð- ari tegundinni til. Ég hef aldrei verið í netnum vafa um að gðmlu skipin, sem forfeðuir Okkar sigldu til Isiands og síð- an Græniands, komust einnig auðveldlega til Norður-Amer- íku. Nú hefur Helge Ingstad staðfest þetta með uppgrefti í norðurhluta Nýfundnalands. Islenzku heimildirnar bentu honum á, hvar hann ætti að leita. Án þeirra hefði hann aldrei leitað þar sexti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.