Morgunblaðið - 09.05.1971, Page 13

Morgunblaðið - 09.05.1971, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAl 1971 13 hann gerði, hjá L’Anse aux Meadows." Vakti nokkur sérstök lýsing í fornum sögnum áhuga Thor H'ey'erdahls á ferðum og ferða- lögum? „Enginn vafi er á því, að for- eldrar minir höfðu mikinn áhuga á þessum fomu íslenzku bókmenntum og þau innrættu mér virðinigu fyrir þeim. Á æskuheimili mínu var stundum talað um að Kolumbus hefði fengið hugmyndina að Amer- íkuferðunum, annaðhvort frá munnlegum frásögnum eða heimildum sem ritaðar voru á Islandi, og af þeim sökum og ýmsum öðrum hafi hann vitað meira en okkur er nú ljóst, þegar hann lagði af stað yfir Atíantshafið. Island var ekki ein angrað samfélag litillar þjóð- ar, heldur í nánum tengsium við umheiminn. f>að er mjög sennilegt að heimiildir um lönd in handan Atlantshafs hafi breiðzt út og Kolumbus kynnt sér þær, svo nákvæmur sem hann var í útreikningum sínum og áætlunum." Nokkurt sérstakt atvik í uppvextinum, sem beindi hug- anum að hafinu? „Nokkur einstök atriði urðu mér opinberun. t>að voru eng- ar ýkjusögur. Þetta voru frá- sagnir af fólki, sem fór til ókunnra landa og uppgötvaði hluti sem við vitum að eru til. en kom ekki heim aftur og sagðist hafa séð dreka. Skýrði þvert á móti frá venjulegum gróðri, venjulegu grjóti. Það lýsti fyrir okkur strandlengj- um, eins og við þekkjum þær af eigin raun. Okkur voru sagðar sögur af skræflingjum, . venjulegu fólki, en ekki ófreskjum með tvö höfuð og langan hala. Otekur var sagt frá sjómönnum sem stigu á lend Og gáfu skrælingjunum varning. Allt þetta var raun- veruleiki, en enginn hugarburð ur skálds um það sem er ekki til eða hefur ekki gerzt.“ Fékk hann hugmyndirnar um Kon Tiki ferðina á Tahiti? „Þó að ég hefði mikinn áhuga á vikingunum og dáðist að þeim og skipum þeirra, gerði ég mér ljóst að ég bar ektei góðan hug til hafsins. Ég bar að vísu virðingu fyrir haf- inu, óttablandna virðingu því að ég var hræddur við það. Þegar ég var drengur í Larvik munaði nokkrum sinnum minnstu að ég drukknaði. Ég var því sjóhræddur á uppvaxt arárunum. Ég kunni ekki að synda. Á Tahiti varð ég að læira að synda. Þá var ég kom- inn að þeirri niðurstöðu, að ég gæti ekki ætlazt til að ég flyti, ef ég dytti í sjóinn. Þegar áhuginn vaknaði á þjóðflokk- unum, sem byggja eyjarnar í Kyrrahafi, varð mér hugsað til vlkinganna og ferða þeirra. Kon Tiki Upp úr því fór að eflast trún- aðartraust milli mín og hafsins. Ég fór að hugsa um möguleik- ana á því, að forfeður þeirra sem byggðu Kyrrahafseyjar, eða Polinesíu, hefðu siglt frá meginlandi Suður-Ameríku: ef svo hefði verið, væru ferðir þeirra jafnmikið þrekvirki og víkingaferðimar. Farkostir þeirra voru miklu frumstæðari en skip vikinganna. Indíánarn ir í Suður-Ameríku notuðu bálsavið. Hann er léttasta trjá tegund, sem um getur. Ég þótt- ist vita að ekki væri unnt að stjórna slikum farkosti jafn- auðveldlega og víkingaskipi, en gerði mér jafnframt grein fyrir þvl, að vindar og straum- ar mundu bera sílíkan fleka á hafinu i ákveðna átt, þ.e. frá Suður-Ameriku yfir hafið til eyjanna. Ég gerði mér ljóst, að Suður-Ameríkumenn gátu komizt þessa leið, ef þeir hefðu getað haldizt um borð i slíkum farkosti. Kon Tiki ferð- in sýndi, að þetta var hægt. Hún var fyrsta reynsla min af hafinu. Ég kynntist þvi á allt annan hátt en unnt er um borð í stóru skipi. Ég fékk traust á hafinu, sá það sömu augum og forfeður okkar úr víkingaskip um sínum. Þó með þeim fynr- vara að maður varð að vera fyrsta flokks sjómaður til að geta siglt víkingaskipi, en flek ar eins og Kon Tiki kölluðu á miklu minni reynslu og þekk- ingu. Ef ólag brotnar á vík- ingaskipi, fyilist það og sekk- ur. En þegar öldurnar koma á bát eins og Kon Tiki eða sef- skip eins og RA I og II, fer sjórinn í gegnum þessa frum- stæðu farkosti, þeir fljóta upp á öldutoppana, og eru því ör- uggari fleytur en vikingaskip- in voru, þó að ekki sé unnt að stjórna þeim af eins mikilli ná kvæmni. Víkingaskipin voru byggð fyrir stórar strendur. Þau voru nauðsynlegur far- kostur þjóða, sem urðu að lifa á hafinu, afla sér þar fæðu og sigla milli fjariægra staða. Við eigum mjög erfitt með að sjá héim forfeðra okkar eins og hann var; t.a.m. var mjög erfitt að ferðast um þéttan skóg full- an af villidýrum og miklu erf- iðara en sigla á hafinu í góðu skipi. Þá var miklu auðveldara að sigla langar leiðir á sjón- urn en fara um fjöllótt og tor- fær lönd, jökla og hálfgerða frumskóga, eins og sums stað ar voru á Norðurlöndum í þá daga. Vikingaskipin urðu til vegna þeirrar nauðsynjar að eiga í senn góð fiskiskip og skip ti'l langra ferðalaga. En auðvitað freistuðust forfeður okkar einnig til að ganga á land, þar sem enginn átti von á þeim og þeir voru óvelkomn- ir. Gera strandhögg í ókunn- um löndum. Ræna og sigla síð- an aftur til hafs, þar sem þeir voru óhultir. Þeir höfðu dug- andi skip fram yfir aðrar þjóð- ir. Það færðu þeir sér í nyt. Skip þeirra voru hentug til strandhöggs, þeir gátu verið komnir um borð aftur áður en óvininum tókst að safna liði. Við megum ekki álasa þeim fyr ir að hafa ekki staðizt þessar freistingar. Sums staðar áttu víkingarnir auðvelt með að halda stöðum, þar sem þeir réð- ust á land, svo sem á eyjunni Mön. Hún varð miðdepill litla kónungsrikisins, sem hafði yf- irráð yfir öllum nærliggjandi eyjum, en engin itök á landi Víkingarnir vissu að þeir gátu varizt óvinum sínum, svo lengi sem þeir héldu sig við eyjarn- ar og komu skipum sínum við gegn þeim, sem reyndu að brjót ast út í eyjamar frá megin- landinu." Og þá var komið að mikil- vægri spurningu: hvaða £iug- um hann liti á þessa marg- nefndu forfeður okkar? „Ég gerði mér snemma grein fyrir þvi, að á Norðurlöndum lifði fólk sem í stórum drátt- um hafði sams konar tilfinn- ingalíf og við, stjórnaðist af svipaðri eðlishvöt. Gerði mér grein fyrir að það hefði ekki breytzt eins mikið innra með sér og á ytra borðinu. Ég sé æ betur, að við höfum vanmetið forfeður okkar, þeir höfðu ekki minni greind en við, svo að engin framför hefur átt sér stað á mannsheilanum á þeim langa tima sem liðinn er frá velmektardögum víkinganna. Við höfum að visu lært meira. Okkur hefur aukizt vitneskja, en gáfur okkar og greind eru ekki meiri. Þvert á móti er ég þeirrar skoðunar að kynslóðin sem við heyrum til, og þá ekki sízt bömin og unglingamir nú á dögum, hefur vegna tækni- framfara orðið að leggja of mikið á heilann, t.a.m. iþymgt honum með alls kyns skemmti- prógrömmum. Af þeim sökum m.a. höfum við ekki sama hæfi- leika og forfeður okkar til að hugsa skýrt. Það var að vissu leyti gæfa þeirra að þekking þeirra var takmörkuð. Hún iþyngdi þeim ekki. Ómerkilegir hlutir trufluðu þá ekki eins og nú er.“ Tailið barst aftur að hafinu. Hann var hræddur við það. En hvað gerðist? Hvemig vann hann bug á þessari hræðslu sinni? „Ég leit á hafið eins og ryk- sugu sem sogar allt til sin. Ef maður fór út á hafið, var nær ógemingur að halda sig á yf- irborðinu, fannst mér. Maður hlyti að sogast niður í undir- djúpin og drukkna. En þegar ég hafði kynnzt sjónum úr fleka, breyttist ótti minn i ör- yggistilfinningu. SMkur far- kostur sogast ekki niður í djúpið, en þeytist upp á yfir- borðið eins og tappi. 1 staðinn fyrir að hverfa inn í bylgjum- ar, flýtur maður upp á öldu- toppana. Þegar maður siglir á stóru skipi í þungri öldu, kast- ar hún skutnum upp um leið og stefnið hverfur í sjó af svo miklu afli, að hann getur beygt jám eins og ekkert sé. En í litl um farkosti eins og vík- ingaskipi, Kon Tiki fleka eða sefbát, er engin hætta á slík- um átökum, því að nóg rými er fyrir þessi frumstæðu litlu skip milli öldutoppanna. Þegar aldan ris, tekur hún þessi skip með sér, og það myndast trúnað ur milli manns og hafs, jafnvel þó að aldan sé hvitfyssandi yfir höfði manns. Maður blotn- ar að vísu, en hvað gerir það, fyrst fleytan er á öldutoppin- um? Þessi reynsla hefur gjör- breytt afstöðu minni til hafs- ins. Ég er hættur að sjá það frá ströndinni. Margir hafa horft á það eins og ég gerði drengur, frá stórum klettum, þar sem brimlöðrið springur í allar áttir og brotnar með svo miklum krafti að maður hefur á tilíinningunni, að aJdan gæti brotið aílt sem fyrir er. En þeg ar komið er út á hafið bias- ir við manni allt önnur mynd. Maður sér ekki lengur þessa krepptu ölduhnefa sem koma æðandi á mann, heldur veltur hafið áfram í stórum bylgju- föllum, hvort sem er í roki eða fái’viðri. Aldan veltur alltaf þannig að báturinn hefur tæki færi tii að hrista hana af sér. Við fljótum ofan á í froðunni og krafturinn er ekki eins mik ffl og maður hélt. Óttinn hverf- ur. Eina skiptið sem ég fann til ótta um borð í Kon Tiki var þegar við höfðum farið 8000 km leið yfir Kyrrahafið á 101 sólarhring og kóralrifin blöstu við okkur, þar sem öldurnar brotnuðu hvitfyssandi við eyj- 9 ____/ iTaUn* ovðun* arnar og rifin minntu á hvass- ar tennur eða spjótsodda. Við vorum ekki hræddir við sjó- inn, þar sem hann steypti sér eins og veggur yifir kóralrif- in, heldur óttuðumst við þann möguleika að okkur mundi skola fyrir borð. Þá mundum við farast í rifgörðunum á svip stundu. Sömu sögu er að segja úr Ra-ferðunum. Við óttuðumst ekki hafið, heldur þann mögu- leika að okkur mundi skola upp í klettabeltin á strand- lengju Afríku, þegar við sigid um suður með áifunni, áður en við lögðum út á hafið. Það var okkur mikill léttir þegar út- hafið blasti við framundan eft ir tveggja eða þriggja vikna siglingu meðfram Afriku- strönd. Þá fundum við tii ör- yggiskenndar. Að vísu áttum við mikia og erfiða raun fyr- ir höndum. En við litum á haf- ið sem vin. Landið með klett- um og skerjum var óvinurinn." Trú og haf eru óaðskiljanleg ir þættir i sögu okkar. Hvað segir norski víkingurinn, Thor Heyerdahl, um trúna og örlög mannsins? „Ég heid að þeir sem sterk- ast hafa upplifað náttúruöflin, þeir sem hafa dvalizt á heim- skautunum undir endalausum stjörnuhimni og einnig þeir sem hafa vikum saman barizt við úthöfin með óendanieik stjörnuhiminsins yfir höfði sér, komist mjög fljótt að þeirri örlagaríku niðurstöðu, að við mennirnir erum ekki skaparar himins og jarðar. Við erum hluti sköpunarverksins. Undir víðáttum stjörnuhiminsins, á hafi úti, á ísbreiðum heimskaut- anna og endalausum eyðimörk- um, finnur maður til meiri auð- mýktar en þegar gengið er eftir götum stórborganna. 1 borginni er allt af manna völdum sem við blasir. Við erum meistararnir. En landkönnuðurinn hefur fljótlega á tilfinningunni, að bak við þetta allt sé miklu stærra og sterkara afl en við þekkjum. Allt þetta var til áður en menn fæddust og verð ur til löngu eftir að maðurinn er horfinn af sjónarsviðinu. Um borð i Ra vorum við átta saman frá jafnmörgum ólíkum löndum. Ég valdi félaga mina með tilliti til þess, að þeir höfðu • ólik trúarbrögð, ólíkan pólitiskan bakhjarl, ólikan lit- arhátt. Þar var kaþólskur mað- ur og mótmælandi, kopti og Búddatrúarmaður, Múhameðs- trúarmaður, náttúrudýrteandi og guðleysingi. Þegar við sát- um um borð í skipinu, sem virt ist svífa um endalausan alheim inn I niðamyrkri með glitrandi stjörnuhimininn yfir höfði og lýsandi frumgróður i sjónum, snerust umræðurnar stundum um trúarbrögð og þá kom í ijós, að fátt skildi okkur að í þeim efnum. Við fundum allir að við vorum ekki, þrátt fyrir ailt, herrar sköpunarverksins. Að þessu leyti vorum við allir jafn ir. I raun og veru vissum við sáralítið um tilveruna og lög- mál hennar. Hugsun okkar hvarflaði að hinu sama — við getum kallað það Allah, við get um kaliað það guð, við getum kallað það náttúruöffl. En það var eitthvað sem verður ektei mælt með þeirri þekkingu, sem tæteni og vísindi hafa yfir að ráða. Við vorum allir í sama báti." M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.