Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAl 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannssoin. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sími 10-100 Augtýsingar Aðalstræti B, s!mi 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. BYGGÐASTEFNA U'itt af ©rfiðari verkefnum, sem fámenn þjóð í stóru landi á við að glíma, er ákvörðun um þróun og dreif- ingu byggðar í landinu. í ört vaxandi mæli mtmu þessi við- faragsefni koma til kasta stjómvalda á næstu árum. í þessum efnum verður ætíð að taka jöfnum höndum tillit til félagslegra og fjárhagslegra sjónarmiða, þó að fram- kvæmdin geti verið vissum örðugleikum háð af þeim sök- um. Málum er nú svo komið, að rúmur hekningur þjóðarinnar býr á höfuðborgarsvæðinu svonefnda. Áætlanir benda auk þess til, að meginhluti allrar fólksfjölgunar í land- inu á næstu árum verði á þessu svæði, ef ekki verða gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að efla hinar dreifðu byggðir landsins. Það er eng- an veginn óeðlilegt, að í Reykjavík hafi á löngum tíma myndazt miðstöð stjómunar, efnahags- og menningarlífs þjóðarinnar. Þetta fylgir hlutverki Reykjavíkur sem höfuðborgar landsins. Hitt er þó jafnframt aug- Ijóst, að í þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni má ekki verða ósamræmi. Slík þróun er öll- um í óhag, bæði í félagslegu og fjárhagslegu tilliti. Þess vegraa er ljóst að marka verð- ur byggðastefnu, sem tryggt getur eðlilegt jafnvægi í þró- un þéttbýlis og dreifbýlis. Það var fyrst á síðasta ára- tug, sem hafnar voru mark- vissar aðgerðir af hálfu stjómvalda til eflingar byggð ar utan höfuðborgarsvæðis- ins. Þessi nýja sóknarstefna í landsbyggðarmálum hófst með gerð og framkvæmd Vestfjarðaáætlunar og Norð- urlandsáætlunar og ennfrem- ur með stofnun atvinnujöfn- unarsjóðs. En ljóst er, að halda verður áfram á þessari braut. í stjómmálayfirlýsingu landsfundar Sj álfstæðisflokks iras er lögð áherzla á áfram- hald þessarar stefnu, en þar segir m.a.: „Auka skal og efla starfsemi til þróunar byggðar á öl’lu landinu með aðgerðum, sem skapi lands- hlutunum sem jöfnust skil- yrði fyrir öruggri atvinnu og fullnægjandi félags-, mennta- og heilbrigðisþjónustu. Raf- væðingu landsiras alls skal lokið sem allra fyrst. Kapp ber að leggja á bættar sam- göngur, og hringvegur um landið er meðal stærstu verk- efna næstu ára.“ Þannig ber að halda áfram þeirri sóknarstefnu í þessum efnum, sem þegar er hafin. Eitt brýnasta hagsmunamálið nú er að útrýma misrétti í menntunaraðstöðu, sem kem- ur hart niður á ýmsum byggð- um landsins. Renna verður stoðum undir atvinnulíf lands byggðarinraar og eífla félags- og menningarstarfsemi. Þann ig verður að tryggja að fólks- fjölgunin verði sem jöfnust í hverjum landshluta fyrir sig, því að ósamræmi í þessum efnum dregur alvarlegan dilk á eftir sér. í þessum efnum sem öðr- um duga orðin ein skammt; það eru verkin, sem tala. Undir forystu sjálfstæðis- manna í ríkisstjórn hefur ný sókn verið hafin, sem stuðla mun að eflingu landsbyggðar- iranar og jafnari byggðaþróun. Ungir sj álfstæðismenn hafa á liðnum vetri unnið að því að auka áhuga fólksins í landinu á þessu verkefni með fjöl- þættu fundahaldi um land allt. Merkið mun því ekki niður falla. Almennt hlutaf járútboð ¥Tm þessar mundir er að hefjast almerant hluta- fjárútboð á vegum nýstofn- aðs fyrirtækis, Stálfélagsins hf. Fyrirtækið hefur í hyggju að koma hér upp og reka stál- bræðslu, er framleiða á steypustyrktarjám úr inn- lendu brotajámi. Hér er á döfinni athyglisverð fram- kvæmd. Einkanlega er hug- myndin eftirtektarverð fyrir þær sakir, að ætlunin er að safna hlutafé meðal almenn- ings í landinu. Það er ekki nokkur vafi, að stálbræðsla af þessu tagi yrði merkur áfangi í iðnþróun Íslendinga. Hitt mun þó ekki hafa minna gildi, ef fólk almennt sýnir uppbyggingu iðnaðar og at- vinnulífs þaran áhuga að verja sparifé sínu til hlutafjár- kaupa. Engum dylst mikilvægi þess, að fólkið í landinu, all- ur almenniragur, taki þátt í uppbyggingu og stjórnun at- vinnulífsiras. Af þeim sökum er þessi hugmynd um al- menna hlutafjársöfnun at- hyglisverð, þó að ýmsar fyllri upplýsingar mættu liggja fyr- ir. Tími ákvörðunar f yrir Bretland og Evrópu Eftir Noru Beloff BREZKIR og franskir stjórn- málaleiðtogar, sem enn eiga í deilum um nær hvert ein- asta atriði í samningaviðræð- unum um inngöngu Bretlands í Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) eru að minnsta kosti sammála um eitt: „Tími er til kominn til þess að skera úr um deilumálin.“ Þetta voru orð Geoffrey Ribbons, aðalsamningamanns Bretlands í viðræðunum fyrir skömmu og þetta er einnig viðhorf George Pompidous Frakk- landsforseta, en ekki er langt síðan hann tók sjálfur sér yfirstjórn á aðgerðum Frakka í þessu máli. Það mun líka koma í ljós innan skamms, hvers konar sam- komulag franska stjórnin get ur fallizt á og þá hefjast samningaviðræðurnar fyrir alvöru. f rauninni hefur hvorki gengið né rekið í samkomu- lagsátt frá því í desember sl. er Bretar skýrðu frá sjónar- miðum sínum varðandi þær aðlögunarráðstafanir og breyt ingar, sem þeir töldu sig hafa þörf fyrir, áður en þeir gætu undirritað Rómarsamn- inginn og eftirfarandi samn- inga, sem binda munu Efna- hagsbandalagsríkin innbyrðis. Framkvæmdaráð EBE lét nokkrum vikum síðar í ljós skoðanir sínar á óskum Breta og eftir það tóku Frakkar upp óeftirgefanlega afstöðu í nær hverju einasta meiri hátt ar atriði, sem borið hefur á góma í samningaviðræðunum. En í einkaviðræðum hafa franskir og brezkir stjórn- málaleiðtogar viðurkennt, að hvor aðili um sig væri að- eins að treysta samningsað- stöðu sína og að einhvern tímann — og nú nálgast sá tími óðfluga — yrðu þeir að taka af skarið með, hvort all- ar tilslakanirnar frá hinum aðilanum yrðu grundvöllur samkomulags eða þá svipta hulunni af óbrúanlegri gjánni á milli þeirra. Bandalagsríki Frakka í EBE vilja öll, að Bretland gangi í bandalagið og munu því fagna hverri tilslökun, sem Frakkar kynnu að vilja veita, en þau eru ekki reiðu- búin til þess að taka þeirri áhættu, að bandalagið klofni, ef þau fordæmdu afstöðu Frakka opinberlega. Tilslakanir Frakka munu örugglega ná til sérstakra vilyrða fyrir mjólkurafurðir Nýja Sjálands til Bretlands, jafnvel þó að ekki verði gef- in ákveðin loforð fyrir því, að flytja megi þessar vörur inn í EBE, eftir að fimm ára aðlögunartímabilinu lýkur. Frakkar myndu verða reiðu- búnir síðar til viðræðna til þess að taka af skarið með það, að bændur í Nýja Sjá- landi yrðu ekki fyrir of miklu tjóni. Hvað snertir syk urinnflutning Bretlands frá Samveldinu, þá gerðu Frakk- ar það upphaflega að tillögu sinni, að sá innflutningur yrði minnkaður um tvo ’oriðju (en Bretar gætu borg- ið það sama fyrir minna syk jrmagn). Sennilega verða ^rakkar fúsir til þess að tvö- álda það magn, að minnsta <osti þar til að heildarsam- komulagi varðandi sykur- framleiðslu verður náð í heiminum. Annað grundvallardeilumál hefur verið, hvert fjárframlag Bretlands skyldi verða til fjárhagsáætlunar Efnahags- bandalagsins. Þar hafa Bretar viljað byrja á að greiða að- eins 3% heildarframlagsins, en Frakkar hafa krafizt allt að sjö sinnum meira. Svo ^irðist nú sem Frakkar kunni að lækka kröfu sína niður í 7 eða 8% sem byrj- unarframlag, en sú tala gæti þýtt, að byrjunarframlag Bretland3 yrði 60—70 millj. pund. En í einkasamtölum hafa frönsku fulltrúarnir sagt, að hægt væri að lækka framlögin til landbúnaðar- mála stórlega í framtíðinni, ef Bretar vildu skipa sér í röð með þeim gegn ítölum og Frökkum til þess að lækka það verð, sem bændum er tryggt fyrir korn og rófur. Það eru tvær aðrar spurn- ingar, sem legið hafa ógn- vekjandi í loftinu síðustu vik ur. í fyrsta lagi vilja Frakk- ar fá þegar í stað forréttinda aðstöðu fyrir landbúnaðaraf- Hin krafa Frakka, sem sumir brezku samningamann anna telja mjög óheppilega, er frjáls flutningur fjár- magns. Frakkar vilja, að rík- issjóður Bretlands meðhöndli EBE-ríkin frá byrjun sem lönd sterlingssvæðisins að minnsta kosti. Bretar hafa alltaf leyft frjálsan fjármagns flutning innan sterlingssvæð- isins og það er raunar óhugs- andi, að sterlingslöndin myndu samþykkja að leggja fé sitt í banka í London, ef það væru einhverjar pen- ingalegar hindranir milli þeirra og Bretlands. Auðvitað væri Bretum kleift að skipa sterlingssvæð- inu og Efnahagsbandalaginu á sama bekk með því að láta sömu reglur um frjálsan fjár magnsflutning, sem nú þeg- ar eru í gildi milli Bretlands og sterlingssvæðisins, ná til Efnahagsbandalagsins. En starfsmenn brezka fjármála- ráðuneytisins halda því fram, að eins og er þá yrðu of margar hættur þessu sam- fara, og að það fé, sem færi til Þýzkalands, þar sem höml ur eru engar í þessu tilliti, gæti of auðveldlega streymt til Bandaríkjanna. Edward Heath urðir Efnahagsbandalagsins í Bretlandi gagnvart þeim ríkj um, sem frá fornu fari hafa framleitt þessar vörur fyrir Breta. Sir Con O’Neill gerði franska kollega sína ösku- reiða, þegar hann á fundi fastafulltrúanna hélt því fram, að ekki mættu verða neinar snöggar breytingar á viðskiptasviðinu. í stað þess lagði hann til, að á aðlögunar tímabilinu skyldi komið á fót stofnun til þess að leita ráða hjá og beita sér fyrir ráðstöf- unum ef einhverjir af fyrri framleiðendum á þessum vör um fyrir Breta teldu sig verða fyrir ósanngjörnu tjóni. Frakkar halda því fram, að nema því aðeins að ákveðnar ráðstafanir séu gerðar frá upphafi, þá muni Bandaríkja menn hefja aðgerðir til þess að tefja fyrir og þá muni viðræðurnar milli Bretlands og EBE^tefjast í það óendan- lega. „Ég get skilið, hvers vegna Bretar hafa áhyggjur út af sínum eigin bændum," var haft eftir frönskum embættismanni fyrir skömmu, „en hvers vegna fella þeir tár út af argen- tínskum kjötframleiðendum eða kornframleiðendum í miðvesturríkjum Bandaríkj- anna?“ Ef þeir Heath og Ribbon tækju ákvarðanir um þetta mál einir saman, þá yrðu þeir örugglega sammála, hvaða atriði eru tiltölulega smávægi legs- og aðlögunarlegs eðlis. Þessi atriði eru að þeirra áliti ekki nærri eins mikil- væg og sá mikli pólitíski hag ur, sem þeir gera sér vonir um, ef Bretland verður aðild að Efnahagsbandalagi Evr- ópu með öllum þeim tæki- færum, sem síðar kunna að koma upp til þess að hafa áhrif á stefnu Vestur-Evrópu innan frá. En pólitískir ráðgjafar og meðráðherrar eru stöðugt að vara þá við því, að það kunni að hafa í för með sér alvarlegar deilur innan íhaldsflokksins ef þeir virðist of fúsir til þess að fallast á skilmála Frakka. Og Heath mun örugglega ekki hætta á að samþykkja neitt sam- komulag, nema hann geti verið fullviss um, að hann hafi flokkinn með sér og haldi þingmeirihluta sínum. Þetta er ástæðan fyrir því, að samningaviðræðurnar við Efnahagsbandalag Evrópu hafa orðið eitt af erfiðustu milliríkjamálum Breta nú á tímum. 0BSERVER >f 0BSERVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.