Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 9. MAl 1971 15 Séð frá Blesugróf yfir Langholtið. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Forsetaheimsókn í Noregi og Svíþjóð Þegar forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, ákvað að fara í sína fyrstu opinberu heimsókn til útlanda, varð Danmörk fyrir valinu, eins og sjálfsagt og eðli legt var, vegna langra tengsla landanna og þeirrar vináttu, sem Danir hafa sýnt okkur Is- lendingum og innsigluðu með handritaafhendingunni. Á sama hátt var eðlilegt, að forsetinn heimsækti næst Norð- menn og Svía, aðrar nánustu frændþjóðir okkar, sem sýnt hafa okkur vináttu með margvís legum hætti. Stundum heyrist því haldið fram, að ferðir sem þessar séu ástæðulausar og jafnval er talað um tildur í þvi sambandi. Sann- leikurinn er samt sá, að þjóð- hðfðingi er tákn þjóðar sinnar og með opinberum heimsóknum hans er undirstrikuð sú vinátta sem milli þjóðanna er. 1 heim- inum er svo sannarlega nóg af óvildarhug þjóða í milli og þvi sízt of mikið gert af þvi að styrkja vináttubönd og efla vinarhug. Forsetaheimsóknirnar eru því ekki tilgangslausar, heldur eru þær eðlilegur og sjálfsagður þáttur í starfi þjóðhöf ðingjans. Landhelgismálið í sjónvarpi Vonandi hafa margir fylgzt með sjónvarpsumræðunum um landhelgismálið s.l. þriðjudag, þVi að þar kom greinilega í ljós það, sem haldið hefur verið fram, að stjórnarandstæðingar hafa gert ágreining í þessu máli einungis til þess að reyna að nota það í kosningabaráttunni í vor. Málflutningur þeirra var svo tætingslegur og laus við all an sannfæringarkraft, að hver einasti maður hlaut að gera sér grein fyrir eðli ágreiningsins. Hann er il'la gerð gervibeita, sem nota á við atkvæðaveiðar. Jóhann Hafstein, forsætisráð- herra, rakti i skýru máli megin- atriði þeirrar stefnu, sem mörk- uð hefur verið og fylgt fram til þessa og gerði jafnframt grein fyrir framtíðarfyrirætlunum okk ar. Mergurinn málsins er sá, að með setningu laganna um vís- indalega verndun fiskimiða landgrunnsins árið 1948 undir forustu Ólafs Thors, lýstum við Islendingar yfir eignarrétti okk- ar yfir öllu hafsvæðinu yfir landgrunninu. Þar var að sjálf- sögðu um að ræða einhliða ákvörðun sambærilega við þær ákvarðanir, sem ýmis strandriki hafa tekið að undanförnu, er þau hafa lýst yfir eignarrétti sínum að mismunandi stórum haf svæðum. Við Islendingar vorum þannig forustuþjóð í þessu efni, en ekki á eftir öðrum, eins og stundum heyrist haldið fram, enda er sannleikurinn sá, að fæst þeirra ríkja, sem lýst hafa yfir mjög stórri landhelgi, reyna að verja hana, svo að nokkru gagni sé. Á alþjóðavettvangi hljótum við að undirstrika, að senn er nú aldarf jórðungur liðinn síð an við dýstum yfir eignarráðum okkar að öllu hafsvæðinu yfir landgrunninu, þótt við höfum enn ekki að fullu treyst okkur til að verja þann rétt okkar. Hvenær á að færa fiskvelðitak- mörkin út? Auðvitað geta verið um það skiptar skoðanir, hvenær færa eigi landhelgina út í 50 sjómíl- ur eða meira. Þessi ágreiningur hlýtur að byggjast á því, að menn hafi mismunandi skoðanir á því, hvenær okkur sé unnt að gera þetta án þess að þurfa að hopa frá gerðum hlut. Allir virð ast sammáia um það, að ekki sé skynsamlegt að færa Jandhelg- ina út nú þegar að óbreyttum aðstæðum. Sést það bezt á því, að stjórnarandstæðingar setja mörkin eftir 1% ár. Raunar er þetta tímatakmark bezta sönnunin fyrir þvi, að um leikaraskap er að ræða í þessu lífshagsmunamáli okkar, því að á laggirnar hefur verið sett landhelgisnefnd skipuð einum fulltrúa frá hverjum stjórnmála flokki, sem semja á frumvörp um landhelgismálin og leggja fyrir þing í haust. Að sjálf- sögðu var nægilegt að taka þar ákvörðun um tímamörk, ef frest urinn á hvort sem er að vera allt að 1% ári. Landhelgisnefndin mun auð- vitað hafa náið samráð við sér- fræðinga okkar í landhelgismál- um, sem aftur á móti kynna sér sjónarmið erlendra þjóða. Nú á næstunni verður undirbúnings- fundur undir hafréttarráðstefn una, þar sem sjónarmiðin munu mjög skýrast og þegar kemur fram á sumar, er hægt að gera sér mun gleggri grein fyrir þvi en nú, hver staðan er og hvers stuðn ings fyrirhugaðar aðgerðir okk- ar muni njóta. Svo mikið vita menn þó þeg, ar, að tíminn vinnur með okkur og þróunin í þessum málum er mjög ör. En auk þess er fullvíst, að á hafréttarráðstefnunni munu þeir, sem andstæð sjónar- mið hafa við okkur aldrei fá 12 mílna reglu samþykkta sem al- þjóðalög, því að 2/3 atkvæða þarf til að gera gildandi sam- þykktir. Á hinn bóginn standa vonir til þess, að unnt verði að fá alþjóðlega samþykkt um víð áttu landhelginnar í samræmi við okkar sjónarmið eða a.m.k. meirihlutasamþykkt, sem al- þjóðastofnanir og dómstólar hlytu að hafa hliðsjón af. Fyrir eða eftir hafréttar- ráðstefnu Enn er ekki unnt að gera sér fulla grein fyrir því, hvort skyn samlegra verður að færa fisk- veiðitakmörkin út fyrir hafrétt- arráðstefnuna eða bíða eftir nið urstöðu hennar. Ekki er útilok- að, að þróun mála verði svo ör, að við íslendingar getum full- vissað okkur um það með sam- tölum við fulltrúa annarra þjóða að niðurstaða ráðstefnunnar verði á þann veg, að hagsmunir okkar verða að fullu tryggðir. Vel má þá vera, að hyggilegt verði talið að færa fiskveiðitak mörkin út áður en til ráSstefn- unnar kemur, en að sjálfsögðu yrði að hafa um það samráð við þá, sem sömu hagsmuna hafa að gæta og við og saman standa á ráðstefnunni og við undirbún- ing hennar. um þetta mun fást aliviðtæk samstaða að afloknum kosning- um, þótt hinn tilbúni ágreining- ur sé nú blásinn upp. Að visu má við því búast, að kommún- istar muni nú sem fyrr láta ann arleg sjónarmið ráða gerðum sín um, en hins vegar er fyllsta ástæða til þess, að lýðræðis- flokkarnir allir geti sameinazt um þær aðgerðir, sem skynsam- legastar verða taldar, þegar málin skýrast betur. Það skal játað, að vissulega væri ástæða til að hugleiða, bvort þegar í stað ætti að grípa til útfærslu landhelginnar, ef tíminn ynni á móti okkur eða kyrrstaða væri í þessum málum. Þá yrðum við sjálfsagt að taka þá áhættu, sem samfara væri slikri yfirlýsingu. En þegar all- ir eru um það sammála, að þró- unin sé okkur hagstæð, er s.iálfsagt að doka við og skoða vígstöðuna, áður en til atlögu verður lagt. Það skilur áreiðan- lega hvert mannsbarn. samúðin með má'.stað okkar yrðl ekki mikil, ef þannig yrði að farið og þetta gerði Ólafur Jó- hannesson sér fullljóst, er hann flutti ræðu sína og lagði á það áherzlu, að ætíð bæri að fara þannig að við útfærslu land- helginnar, að við værum reiðu- búnir að leggja málið undir ál- þjóðlegan dómstól. En hvað sem öðru líður, þá er a.m.k. Ijóst, að það væri óðs manns æði að gefa um það yfir- lýsingar fyrirfram, að við ætluð um okkur ekki að fara að al- þjóðalögum og værum ekkl reiðubúnir til að sæta dómsúr- k skurði. Þá mundu áreiðanlega margir þeir, sem nú styðja mál- stað okkar snúast gegn okkur. Ráðstafanir í haust Þegar verðstöðvunarráðstaf- anirnar voru gerðar á s.l. hausti, var gert ráð fyrir, að þær giltu til 1. september n.k. Nú er því haldið fram, að með þessari ákvörðun sé vandamál unum einungis skotið á frest. Rétt er það að vísu, að öll efna- hagsvandamál hafa ekki verið leyst, og enginn hyggst víst gera það í eitt skipti fyrir öll. 1 nú- tímaþjóðfélagi eru örar hræring ar og stöðugt þarf að glíma við lausn vandans, og enginn getur raunar fyrirfram vitað, hvernig vandamál hvers árs eða árstima verði vaxið, sízt í þjóðfélagi þar sem sveiflur eru miklar, eins og hér hjá okkur Islendingum. Þótt við eigum ágæta efna- hagssérfræðinga og góða ríkis- stjórn, er samt ekki til þess hægt að ætlast, að öll þessi vandamál verði leyst um margra ára skeið með einni ráðstöfun, heldur þarf stöðugt að takast á við vandann. Árangurinn, sem náðist með verðstöðvunarlögunum er sá, að almennt verðlag hefur ekki hækkað, heldur staðið I stað. Og þótt hækkanir hafi orðið á ein- Reykjavíkurbréf Laugardagur 8. maí Samkomulagið við Breta frá 1961 er þar enginn þrándur í götu, því að einungis þarf að til- kynna Bretum útfærsluna með 6 mánaða fyrirvara, en hún tekur -gildi, þótt svo fari að Bretar ákveði að visa málinu til Haag-dómstólsins og þar tæki málarekstur vafalaust langan tíma. Raunar er harla ólíklegt, að Bretar mundu hverfa að því ráði að óska dómsúrskurðar eins og þróun mála nú er og auðvitað mundu þeir alls ekki gera það, ef þeir vissu fyrirfram að þeir mundu tapa málinu, þar sem meirihluti þjóðanna hefði á hafréttarráðstefnu hrundið 12 mílna reglunni og heimilað miklu vlðáttumeiri fiskveiðiland heigi. Ekki hopa Við Islendingar höfum alla tíð haldið þannig á landhelgismál- inu að við hðfum aldrei þurft að hopa, nema 1958, þegar visvit- andi var af hálfu Lúðviks Jósepssonar haldið þannig á mál um að til átaka dró. Sem bet- ur fer náðist þó fullur sigur með samkomulaginu við Breta 1961, fyrst og fremst vegna við ræðna þeirra, sem Ólafur Thors átti við Macmillan, forsætisráð- herra Breta, er hann kom hér við á för sinni tiil Ameríku. Að sjálfsðgðu þurfum við að leitast við að halda þannig á málum í framtíðinni, eins og hingað til, að við þurfum aldrei að hopa frá neinum gerðum okk ar, og að sjálfsögðu er betra að bíða með aðgerðir í nokkra mán uði en eiga á hættu að þurfa að hvika frá settu marki. Þetta gera auðvitað allir sér Ijóst, og Ólaf ur og Al- þjóðadómstóllinn Enginn islenzkur stjórnmála- maður hefur rækilegar lagt á það áherzlu en Ólafur Jóhann- esson, núverandi formaður Framsóknarflokksins, að Islend- ingar yrðu á hverjum tíma að haga aðgerðum sinum í landhelg ismálunum þannig, að þeir væru reiðubúnir til að leggja hugsanlegan ágreining undir alþjóðadómstól. Þessi ummæli viðhafði prófessor Ólafur á Al- þingi fslendinga og eðlilegt er, að þau séu nú rifjuð upp, þvi að hann hefur beygt sig fyrir þeim öflum I Framsóknarflokkn um, sem vilja nota landhelgis- málið í kosningabaráttunni og ekki fylgja þeim ráðum, sem formaður flokksins túlkaði svo rækilega í nefndri ræðu. Nú er sagt, að við eigum að segja upp hinum svokallaða landhelgissamningi við Breta. Raunar er þar ekki um neinn samning að ræða, heldur orð- sendingar milli ríkisstjórnanna og í þeirri orðsendingu sem ís- lenzka ríkisstjórnin sendi hinni brezku er tekið fram, að við munum tilkynna Bretum með 6 mánaða fyrirvara, er við hyggj umst færa landhelgina út að nýju, en undirstrikað að til siíkra aðgerða muni koma. Með þessu afsölum við okkur auð- vitað engum rétti. Hins vegar er ekki úr vegi, að menn velti því fyrir sér, hver vigstaða okkar væri, ef við gerð um ráðstafanir í landhelgismál- inu, sem við ekki treystum okk- ur ti'l að leggja undir alþjóða- dómstól og neituðum að fara að alþjóðalögum. Hætt er við að stökum liðum, hafa lækkanir á öðrum tryggt þetta jafnvægi. Að afloknum kosningum gefst þeim, sem þá verða við völd þess vegna tími til þess að undirbúa þær aðgerðir, sem þeir hyggjast gera fyrir 1. september og rétt er að vekja á þvi athygli, að niðurgreiðslurnar kosta heilt ár í kringum 800 milljónir króna og þá um 260 milljónir þann þriðjung ársins, sem eftir verð- ur frá septemberbyrjun. Vel má vera, að fjárhagur ríkissjóðs verði þá með þeim hætti, að unnt verði að halda niður- greiðslunum óbreytum og þann- ig skapist grundvöllur til þess að stemma stigu við miklum verðlagshækkunum, jafnvel þótt um nokkra kauphækkun verði að ræða við gerð kjara samninga. Þess er einnig að gæta að verðlag útflutningsafurða er enn hagstætt og atvinnulíf er nú blómlegra en nokkru sinni áður, þannig að þjóðfélaginu skapast á næstu mánuðum mik- il auðlegð. 1 Verðjöfnunarsjóð sjávar- afurða hefur einnig safnazt verulegt fé, sem tiltækt er, ef útflutningsverðlag kynni að lækka, sem ekkert bendir þó til nú. Þegar allt þetta er athugað, er siður en svo ástæða til að mikla fyrir sér vandann, sem framundan er. Þvert á móti hef- ur verðstöðvunin gert það að verkum, að hann er vel viðráð- anlegur og miklu minni en sá vandi, sem oft hefur mætt okk- ur, t.d. síðastliðið haust. Þetta er rétt, að menn geri sér ljóst, því að reynt er að þyrla upp moldviðri um ein- hvern ofboðslegan vanda, sem framundan sé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.