Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1971 19 Til að vernda og bæta heilsuna Stutt samtal við Eðvald Hinriksson f TÆPLEGA 10 ár hefur Eðvald Hinriksson rekið nudd- og gufu- baðsstofuna Sauna að Hátúni 8 í Reykjavík. Hann varð einn þeirra fyrstu til að kynna hið viðfræga finnska sauna-bað hér á landi. En á undanförnum ár- um hafa gufuböð orðið stöðugt vinsælli til heilsuræktar. 1967 var Eðvaldi úthlutað lóð að Há- túni 6a undir sauna-baðstofu og heilsuræktarmiðstöð. Húsið er nú uppsteypt, en framkvæmd um við það virðist miða seint. Fyrir skömmu sneri Mbl. sér til Eðvalds Hinrikssonar og spurði hann nokkurra spurninga um bygginguna og rekstur nudd- og gufubaðstofu almennt. — í tæp tíu ár hef ég rekið sauna-baðstofu í fjölbýlishúsi, sagði Eðvald, og það er afar erfitt. fbúar hússins hafa skipt- ar skoðanir á rekstrinum, og pípum. Erlendis ráðleggja lækn- ar sjúklingum sínum að stunda slík böð. Bað í hitakassa er allt annað en bað í sauna. Hitakassinn get- ur þó verið góður að vissu marki. Sjálfur átti ég hitakassa, og ég notaði hann á íþróttavell- inum í 10 ár, á meðan ekki var hér saunabað. Annars hefur verið skrifað svo mikið um saunaböð hér og erlendis, að mér finnst ekki þörf á frekari skýringu á þeim. —- Þú rekur einnig nuddstofu, hvenær byrjaðir þú að stunda nudd hér á landi? — Ég kom fyrst upp nudd- stofu á Akureyri árið 1948. Þá höfðu margir þar veikzt af löm- unarveiki og þörfnuðust því endurhæfingar. í samráði við lækna komu tugir manna ef ekki hundruð til mín í nudd, réð það miklu um, að ég sótti um lóð undir hann, sem ég fékk að Hátúni 6a. En vandinn var ekki leystur með því. Ótrúlega fast var sótt eftir greiðslu lóðar gjalds o.fl. þess háttar, svo fast, að mér þótti furðu gegna. Erfitt var um lán, svo að ég neyddist að ganga í félag við tvo bygg- ingamenn. Við gerðum samning 1967 og samkvæmt honum átti minn hluti hússins að afhendast mér veturinn 1968-1969. Ég hefði því getað lokið mínu verki í húsinu, ef gerðir samningar hefðu stað- ið. Nú er komið fram á sumar ársins 1971, og ég hef ekki enn fengið minn hlut, þess vegna hef ég ekki getað hafizt handa við innréttingu og annað, auk þess sem allur kostnaður við hana hefur hækkað til mikilla muna frá vetrinum 1968—’69. Það er mjög kostnaðarsamt að eiga atvinnuhúsnæði í byggingu í mörg ár, og ég hef ekki efni á því. En mér hafa borizt góðar fréttir, þær, að mun yngra heilbrigðisfyrirtæki hafi fengið ríkisábyrgð fyrir láni til að byggja stórhýsi undir starfsemi sína. Og meira en það, fyrirtæk- ið þarf ekki að greiða lóðar- gjaldið tafarlaust heldur á löng- um tíma. Gleði mín er þó ekki óblandin, vegna þess að mér finnst, að samkeppni á jafnréttis grundvelli fái ekki þróast, þeg- ar fyrirtækjum, sem stunda svipaðan rekstur, er mismunað. — Hvað segir þú um böð í Sauna annars vegar og böð í svonefndum hitakössum hins vegar? — Saunaböð eru þekkt um allan heim og eru í flestum lönd um notuð sem heilsubrunnur — fyrir heilbrigt fólk til að vernda heilsuna og fyrdr sjúkt fólk til að bæta heilsuna. Það er mikill misskilningur, þegar fólk leggur að líku saunabað og hitakassa. Saunabað er svokall- aður yfirhiti og er víða um heim notaður fyrir brjóstveika og þá, sem þjást af astma, því að heita loftið er gott fyrir önd- unarfærin og lungun, og það hreinsar slím úr úr lungna- það var mér mikil ánægja að geta veitt sjúklingum og lækn- um hjálp á þeim erfiðu tímum. — Er ekki erfitt að fá nudd- fólk hér á landi? — Jú, það er erfitt, og þess vegna varð ég alltaf að fá er- lent fólk til nuddstarfa, en nú er ekki eins auðvelt að fá slíkt fólk frá útlöndum vegna gengis- breytinga. Ég greip því til þess ráðs að þjálfa íslenzkt fólk til nudd- starfa, og hefur það ekki staðið erlendu nuddurunum að baki. Mér finnst annars næsta undar- legt, að ekki hefur verið stofn- aður hér nuddskóli, þaðan sem útskrifa mætti nuddfólk, sem síðan starfaði á nuddstofum og heilsuhælum, því að sífelld þörf er fyrir slikt sérþjálfað fólk. Mín reynsla er sú, að við þurí- um ekki að sækja nuddfólk til útlanda. Ég hef haft í minni þjónustu finnskt, þýzkt, danskt, sænskt, og norskt nuddfólk, og margt kom hingað strax eftir nám á nudd-kvöld- námskeið og fékk sína fyrstu reynslu hér. Nú hef ég í minni þjónustu danskan mann, sem lærði nudd hjá mér árið 1962, en fór síðan af landi brott vegna lasleika. Hann kom hing- að aftur á síðasta ári og hefur starfað hjá mér síðan, og var kennsla mín tekin gild í Kaup- mannahöfn, þar sem hann starf- aði við nudd. Sá misskilningur er útbreidd- ur, að aðeins sjúkir þurfi á nuddi að halda. Um nuddið má segja það sama og um gufubað- ið — það hjálpar heilbrigðum að vera heilbrigðir og þeim, sem sjúkir eru, að ná heilsunni aftur. Á íslandi er hlúð vel að æsku fólki og nokkuð vel að öldruð- um, sagði Eðvald Hinriksson að lokum, og fólk á miðjum aldri, sem er bærilega frískt, verður að gæta sín sjálft, eins og eðli- legt er, og því er gott að hafa hugfast, að saunaböð og hress- ingar-nudd ásamt góðri hvíld eru heilsubætandi fyrir sál og líkama. Gefið þeim smjör og ost í nestið. Smjor&Ostur Hreysti og glaðlyndi úr nestispakkanum. Ostur er alhliða fæðutegund. Úr honum fá börnin eggjahvítuefni (protein), yítamín og nauðsynleg steinefni, þ. á m. óvenju mikið af kalki. Kalkið er nauðsynlegt eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Smjörið veitir þeim A og D vítamín. A vítamín styrkir t. d. sjónina og D vítamín tennurnar. ,V\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.