Morgunblaðið - 09.05.1971, Side 20

Morgunblaðið - 09.05.1971, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAl 1971 Nýkomið ur þurrkklefa Oregon Pine, teak, ramin, beyki, eik, hnota, Wenge og mahogny. SÖCIN HF. Sími 22184 mm m FÉLAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Sjálfstæðisfélögin í Bolungavík halda aimennan fund í Félagsheimilinu í Bolungarvík miðviku- daginn 12. maí kl. 21.00. Frummælendur: GEIR HALLGRÍMSSON, M -mm varaformaður Sjálfstæð- isflokksins og ÁSBERG SIGURÐSSON, - alþingismaður. SELTJARNARNES Sjálfstæðisfélag Seltirninga heldur umræðu- og spilakvöld í Féiagsheimili Seltjarnarness, mánudagskvöldið 10. maí kl. 8.30. FUNDAREFNI: 1. Matthías Á. Mathiesen, alþingis- maður, fyrsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi, talar um stjómmálaviðhorfið og svarar síðan fyrirspurnum. 2. Félagsvist. Góð kvöldverðlaun Þriggja kvölda verðlaun. Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna og taka með sér gesti. Sjálfstæðisfélag Seltirninga. Egilsstaðir Egilsstaðir Almennur kjósendafundur verður haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum næstkomandi sunnu- dagskvöld, 9. maí, og hefst hann klukkan 21.00. Ræðumenn: lugólfur Jónsson, Sverrir Hermannsson og Pétur Blöndal. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins. Selfoss Árnessýsla FÉLAGSMÁLANÁMSKEIÐ Ungir Sjálfstæðismenn efna til félagsmálanámskeiðs 11., 12., 18. og 19. maí n.k. í Sjálfstæðishúsinu, Austurvegi 1, Selfossi. Dagskrá: Þriðjudag 11. maí kl. 20:30 um RÆÐUMENNSKU. Leiðbeinandi Jón Atli Kristjánsson, deildarstjóri. Miðvikudag 12. maí kl. 20:30 um FUNDARSKÖP OG FUNDARFORM. Leiðbeinandi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stud. jur. Þriðjudaginn 18. maí og miðvikudaginn 19. maí kl. 20:30 UMRÆÐUFUNDIR. Samband ungra Félag ungra Sjálfstæðis- Sjálfstæðismanna. mahna í Árnessslu. Sjálfstæðiskvennafélögin í Reykjaneskjördæmi EDDA Kópavogi — SÓKN Keflavík — VORBOÐI Hafnarfinði halda sameiginlegan fund í Sjálfstæðishúsinu Hafnarfirði fimmtudaginn 13. maí kl. 8,30. Fjórir efstu menn á framboðslista Sjálfstæðisflokksins I Reykjaneskjördæmi flytja ávörp og ræður og svara fyrirspumum. Sjálfstæðiskonur f Reykjaneskjördæmi eru hvattar til að fjölmenna á fundinn. Sjálfstæðiskvennafélögin EDDA, SÓKN og VORBOÐI. Samtök Sjálfstæðismanna — Nes- og Melahverfi SPILAKVÖLD Félagsvist verður í Átthagasal Hótel Sögu, fímtudaginn 13. maí klukkan 20.30. Glæsilegir vinningar. Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir. STJÓRNIN. Nýkjörin stjórn og varastjóm Meinatæknafélags íslands. F.v.: Guðbjörg Sveins- dóttir, Vilborg Ólafsdóttir, Ragnhildur Kolka, Bergljót Halldórsdóttir, Ekísabet Þorsteinsdóttir, Kristrún Ólafsdóttir. Á myndina vantar Guðrúnu Ingvadóttur. Meinatæknafélag íslands MEINATÆKNAFÉLAG íslands hélt aðalfund sinn 27. apríl sl. Endurkjörin var formaður fé- lagsins, Bergljót Halldórsdóttir; varaformaður var kjörin Guð- björg Sveinsdóttir. Aðrir í stjórn félagsins voru kosnir Ragnhildur Kolka ritari, Krist- rún Ólafsdóttir, gjaldkeri og Vil borg Ólafsdóttir. í varastjórn Guðrún Ingvadóttir og Elísabet Þorsteinsdóttir. Félagsmenn eru 112, flestir í fullu starfi. Meinatæknafélagið hefur nú starfað í 4 ár. Félagið er aðili að Norðurlandasamtök- um meinatækna og Alþjóðasam- tökum meinatækna. Félagsmenn hafa mikinn hug á, að menntun meinatækna verði endurskoðuð og betur skipulögð, enda þótt hún uppfylli nú þegar þær kröf ur, sem Evrópuráðið hefur sett fram um lágmarksmenntun meinatækna í Evrópu. Endurmat á starfi meina- tækna hefur nýlega farið fram af hálfu kjararáðs B.S.R.B., og er nú beðið eftir endanlegri niðurstöðu við samninganefnd ríkisins skv. 19. gr. kjarasamn- ings opinberra starfsmanna. Félagið hefur nýlega gefið út blað, „Blað meinatækna". Er þar að finna ýmsan fróðleik, bæði um menntun og starfssvið meinatækna. Ritstjóri þess er Björg Atladóttir. (Fréttatilkynning). Samstarf um bindindisfræðslu — rætt á norrænni ráðstefnu í Hasselby-höll FJÖBUTÍU kennarar, skóla- stjórar, námsstjórar og fulltrú- ar kennsiugagna sóttu ráðstefnu um norrænt samstarf á sviði bindindisfiræðslu, sem haldin var í Hásselby-höll, Stokkhólmi, dagana 2B. tii 28. febrúar síðast- Kðinn. Er þetta önnur ráðstefnan, sem hin ungu, norrænu samtök um bindindisfræðslu, NORDAN, halda um þessi mál, en stofnað var formliega til Nordan i Voks- enásen vffí Osló í desember ár- ið 1969. Tveir þátttakendnr voru frá Islandi, Sigurður Gunnarsson, kennari við Kennaraskóla fs- lands og Sigurður Pálsson, skrif stofustjóri hjá Rikisútgáfu náms bóka. Sænska áfengisvamaráðið, Cen tralförbundet för alkohol- och narkotikauppiysning, hafði allan veg og vanda af ráðstefnunni, sem var ágætlega skipulögð og framkvæmd. Ingvar Carlsson, fé- lagsmálaráðherra Svíþjóðar, setti ráðstefnuna með snjallri Ég þakka öilum, sem minnt- ust mín á níræðisafmælinu og gerðu mér daginn ógleyman- legan. Guð blessi ykkur öll. Jófríður Ásmundsdóttir, Giinnlaugsstöðum. ræðu, þar sem hann meðal ann- ars vék að mikilvægi bindindis- fræðslunnar í nútímaþjóðfélagi. Ragnar Lund, formaður sænska áfengisvarnaráðsins, flutti því næst stutt ávarp og bauð alla vel komna. Aðalviðfangsefni ráð- stefnunnar var að fjalla um stefnumið norræns samstarfsum bindindisfræðslu og sér í lagi samstarf um kennslubækur og önnur kennslugögn á þvi sviði. Einn fulltrúi frá hverju Iandi flutti greinargerð um notkun kennslugagna og ástand bind- indisfræðslu almennt í heima- landi sínu. Af Islands hálfu flutti SLgurður Gunnarsson grein argerð þessa. Að lokinni hverri greinargerð voru fyrirspumir og samræður og loks sýning á margs konar fræðslumyndum. Síðan var unn- ið í hópum. Ýmsar ályktanir voru gerðar um aðalefni ráðstefnunnar. Samþykkt var á ráðstefnunni að næsta starfsráðstefna NORD- AN skyldi fara fram á vormiss- eri 1973 og fjalla um menntun og framhaldsmenntun kennara, sem hafa eiga með höndum fræðslu um áfengi og eiturlyf. Buðust fuUtrúar Finnlands og Danmerkur til að athuga hvort ráðstefnan gæti farið fram í öðru hvoru þessara landa. Tilkynning barst frá Noregi um það, að fulltrúum frá ná- grannalöndunum yrði boðið að taka þátt í tveimur kennaranám skeiðum sumarið 1971, þ.e. í Austur-Noregi 25/6—2/7 og í Alta 2/7—8/7. Námskeiðin eru haldin af „Statens Edruskapsdir- ektorat“ (Áfengisvarnaráði rók- ísins). Ráðstefnunni var slitið sunnu- daginn 28. febrúar, síðdegis. Voru allir þátttakendur sam- mála um, að hún hefði tekizt ágætlega, og að norrænt sam- starf á þessu fræðslusviði væri mjög mikilvægt Túskildingsóperan sýnd á Akureyri Sjöunda verkið á þessu leikári Akureyri, 7. mai. LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýnir Túskildingsóperuna, leik- rit með söngvum eftir Berthold Brecht í næstn viku. Leikstjóri verður Magnús Jónsson sem í fyrra setti á svið fyrir félagið sjónleikinn „I>ið mimið hann Jörund“. Magnús Pálsson er höf undur leikmyndar. Þýðing ereft ir Sigurð A. Magnússon og fl. en tónlist hefur gert Kurt Weill. Aðalfundur Kaupfélags Kjalarnesþings verður haldinn þriðjudaginn 11. maí n.k. I Hlégarði kl. '9.00 e.h. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. STJÓRNIN. Tónlistarstjóri verður Jón Hlöð- ver Áskelsson. Leikendur eru rúmlega 20 en með helztu hlutverk fara Sig- mundur Öm Arngrímsson, Am- ar Jónsson, Þórhildur Þorleifs- son, Þórhalla Þorsteinsdóttir, Þráinn Karlsson, Sigurveig Jóns dóttir og Guðlaug Hermannsdótt ir. Túskildingsóperan er fyrsta Brecht-leikritið sem L.A. tc-e.-ur tiil sýningar en Leikfélag Hftsa- vikur sýndi Puntilla og Matta á Akureyri árið 1969. Túskildings- óperan sem var frumflutt í Berlín 1928 er byggð á leikriti eftir Bretann John Gay sem þá var tveggja alda gamalt. Hún er sjöunda leikritið sem L.A. flyt- ur á þessu leikári. Æfingar hóf- ust fyrir tveimur mánuðum, en ekki samfellt, vegna sýninga á öðrum viðfangsefnum L.A. — S. P.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.