Morgunblaðið - 11.05.1971, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.05.1971, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1971 BlLAÚTVÖRP Blaupunkt oíj Philips viðtæki i allar tegundir bíla, 8 mis- munandi gerðir. Verð frá kr. 4.190.00. — TlÐNI HF., Ein- holti 2, sími 23220. ANTIK-HÚSGÖGN TILKYNNIR Skyndisala næstu daga tii rýmingar næstu vörusend- ingar. Gefum 10—30% afsl, Opið frá kl. 2 e.h. Antik-hús- gögn, Vesturgötu 3, kjallara. VINNA Tvær 17 ára stúlkur óska eftir atvinnu, hefzt úti á landi, vanar hótelstörfum. Uppi. í síma 92-2326, TIL SÖLU DÍSILVÉL Leyland 400, ásamt gírkassa. Upplýsingar í síma 40820. STÓRT GLÆSILEGT einbýlishús á Flötunum í Garðahreppi til teigu strax. Einhver húsgögn gætu fylgt, ef óskað er. Upplýsingar í síma 95-5338. ATVINNA ÓSKAST Reglusamur maður um þrí- tugt óskar eftir atvinnu. Upplýsingar í síma 22553 eftir kl. 6. TIL SÖLU TRILLA Til sölu mjög góður tveggja tonoa triHubátur. Þeir, sem hafa ábuga, leggi nöfn sín og heimilisföng inn t'rl afgr. Mibl. t 14. þ. m., merkt „TriHa 7601." UNGUR REGLUSAMUR MAÐUR óskast til verksmiðjustarfa. Tifooð sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ. m. merkt „Röskur — 4172." ÓSKA EFTIR fitilli íbúð eða herbergi sem næst Skálagerði. Upplýsing- ar í síma 10041 eftir kl. 6, ÍBÚÐ ÓSKAST Ung hjón með eitt barn óska eftir 2—3 herbergja íbúð. Góðri umgengni og reglu- semi heitið. Upplýsingar í síma 14373. INNRÉTTINGAR Vanti yður vandaðar innrétt- ingar í hýbýli yðar, þá leitið fyrst tilboða hjá okkur. — Trésm. Kvistur, Súðavogi 42, simar 33177 og 36699. HÚSMÆÐUR Stórkostleg lækkun á stykkja þvotti 30 stk. á 300 kr. Þvott ur sem kemur í dag, tilbúinn á morgun. Þvottahúsið Eimir, Síðumúla 12, sími 31460. FJÖGRA TIL FIMM HERB. íbúð óskast til leigu um tíma. Fjórrr fullorðnir í heim- ili. Upplýsingar í slma 34155 og 10182. 8—22 FARÞEGA BIFREIÐIR Tökum að okkur fólksflutn- inga innanbæjar og utan, svo sem: Vinnuflokka, hljómsveit- ir, hópferðir. Ferðabílar hf., sími 81260. KLÆÐI OG GERI VIÐ bólstruð húsgögn. Húsgagnabólstrunin, Garða- stræti 16. — Agnar Ivars. Heimasími i hádeginu og á kvöldin 14213. II condottiere Condottiere er ítaiska heitið á þeim atvinnuhermönnum á síðari hluta miðalda, sem söfnuðu um sig flokki manna og gengu með þeim á mála þar sem hæst var boðið hverju sinni. Margir þeirra voru þýzkir riddarar. Haninn rauði var á þeirra máli eldurinn, sem galaði á húsþökum, þegar farið var báli og brandi um byggðir. Leitin að helgum Gral var alþekkt yrkisefni á miðöldum og er það þekktast nú á timum úr óperunni Lohengrin. Sem gall er þetta gamalfræga vín, er gull mitt kaupir hér við suðræn torg, ef hugsa ég um hlíð og tind við Rin og hruninn vegg í minni feðraborg. Til óðals míns lá engin leið til baka, það erfðu grenjaskolii og leðurblaka, um skörð og gættir gnauða stormsins org. Ég lagði af stað í leit að helgum Grai, min leynda þrá sem ör af boga flaug. Þó færi ég með furðu léttan mal, var fjaðurmagn í hverjum vöðva og taug. Ég hélt, að fé og hedður skyldi ég vinna og hefja að nýju óðal feðra minna. Hvort var það ég eða lífið sjálft, sem laug? Því llf mitt, það er orðið sem það er. Mitt afl og þor og sverð var iátið falt. Ég efldi vaskan flokk til fylgdeir mér af farandliði og dýran mála galt, en ekki varð minn hlutur nema hálfur, ég hefði getað eignazt ríki sjálfur, ef notað hefði ég afl og vit mitt allt. Vér börðumst hvar sem bauðst hið hæsta verð: Á bóndans þaki haninn rauði gól of akur tróðst við fáka vorra ferð, en fé varð laust við ógn um steglu og hjól, og ekki var það vani að eira konum né virða grið, sem spilltu aflavonum. Af fræknleik vorum fór hið mesta hól. Það verður hver að súpa mengað sufl, er sjálfur slíkan verð í pottinn bjó. Ég stráði rauðum feng við drykk og dufl unz dregg og froða lýðsins við mér hló. Þó lék ég illa marga af mínum sveinum, ég myrti jafnvel nokkra þeirra í leynum, ef út af fengnum afla sundur dró. Ég heyri stundum f jarlægt fótatak, er flýr mig svefn og ró um óttuskeið, þvi ég sá mörgum dýrum degi á bak, sem dáðalaus að háttumálum leið. Svo kemur einn, sem hefnir allra hinna, og hann er meðal nýliðanna að finna, sem heita tryggð, en sverja sýndareið. Ég lít með duldum geig hvern nýjan gest og galli blamdið finnst mér þetta vín, þvi ég hef aðeins fengið stuttan frest, svo fýkur erlent ryk í sporin mín. Og þá mun ekki nokkur niðji gráta á næsta degi gamlan faranddáta, sem lét í eyði óðal sitt við Rin. PáU V. G. Kolka. Spakmæli dagsins Vér leitum aliir „þess fyrir handan“ lífið. Hvers krefjumst vér annars? Það er vort að finna þá leið, sem þangað liggur. Ef til vill er sá vegur bæði lang- ur og torfær, en hann lokkar oss, og vér verðum að fara hann. — F. Nansen. SÁ NÆST BEZTI Það er alveg furðulegt hvað fólk er orðið þjófgefið. Nú er búið að stela frá mér þessum finu öskubökkum, sem ég tók heim með mér frá hótelinu á Mallorca. DAGBOK Menn erum vér sem þér, yður líkir, scm eriim að boða yður lagn- aðarerindið um að þér skulið hverfa frá þessum hégómlegu hlut- um tU lifandi Guðs. (Post. 14.15). í dag er þriðjudagur 11. maí og er það 131. dagur ársins 197L Eftir lifa 234 dagar. Lokadagur. Stórstreymi. Árdegisháflæði kL 6.46. (Úr íslands almanakinu). Næturlæknir í Keflavík 11.5. Jón K. Jóhannsson 12.5. Kjartan Ólafsson 13.5. Arnbjöm Ólafsson 14., 15., og 16.5. Guðjón Klem- enzson 17.5. Jón K. Jóhannsson. AA-samtökin Viðtalstími er i Tjarnargötu 3c frá kl. 6—7 eJi. Simi 16373. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 75, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega frá kl. 1.30—4. Inngangur frá Eiríksgötu. Mænusóttarbólusetning fyrir tullorðna fer fram í Heilsuvemd arstöð Reykjavíkur á mánudög- um frá kl. 5—6. (Inngangur frá Barónsstíg yfir brúna). Báðgjafaþjónusta Geðverndarfélagslns þriðjudaga kl. 4—6 siðdegis að Veltusundi 3, sími 12139. Þjón- ustan er ókeypis og öllum heim- U. Frá Ráðleggingastöð kirkjunnar Læknirinn verður fjarverandi um mánaðartima frá og með 29. marz. N áttúr ugr ipasaf nið Hverfisgötu 116, 3. hæð (gegnt nýju lögreglustöðinni). Opið þriðjud., fimmtud., laug- ard. og sunnud. kl. 13.30—16.00. Orð Iífsins svara í síma 10000. ÁRNAÐ HEILLA 80 ára er í dag Maíendina Kristjánsdóttir, Kleppsvegi 26. Mun hún taka á móti gestum eft- ir kl. 8 i kvöld í veitingasaln- um í Silla og Valda húsinu, Álf- heimum 74. Á páskadag opinbemðu trú lofun sína í Noregi, ungfrú Wenche Fjefldstad, Dunihagen Sande í Vestfold, og Magnús Ingvarsson, Álfheimum 52, Rvík. í dag á 60 ára afmæfli Ame Prytz, aðalræðismaður Islands í Malmö. c5%st er*„ 1 < M ■3 VG+O - . . . að bíta á jaxliníi, þegar hún skilur rek-. una eftir úti. Múmínálfarnir eignast herragarð----------Eftir Lars Janson Lafði Elin húsdraugur: Skrölt í keðjum, rétt eins og hjá Sir Cedric. Draugurinn úr Mtímíndal: Elskan mín bezta. Hræddi ég þig? Lafði Elín húsdraugur: Að þú hafir hrætt lafði Elinu? Hvílík fjarstæða. Það yrði að vera eittlivað liræðilegra til þess. Draugurinn úr Múmíndal: Jæja, þá mér finnst þú vera sæt. Lafði Elín húsdraugur: Og í mínum aiigum ertu sérlegt augnayndL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.