Morgunblaðið - 11.05.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR II. MAÍ 1971 Hitaveituframkvæmd- ir í Mývatnssveit Heildarkostnaður rúmar 11 milljónir króna NtJ ER ákveðið að leggja hita veitu frá Bjarnarflagi í Reykjahlíðar- og Vogahverfi á þessu ári, en alllangt er síð an sumir íbúar þessara byggðahverfa létu sér til hug ar koma að nýta hinn mikla jarðhita á Námafjallssvæðinu til upphitunar húsa sinna. Frá upphafi var ljóst að kostnað ur við slíka varmaveitu mundi verða mikill fyrir ekki fjölmennara byggðarlag, en eftir að boranir eftir gufu á Kristján Þórhallsson vegum Orkustofnunarinnar hófust í Bjarnarflagi og sýni legt var að upp úr holunum kom óhemju magn af sjóð- andi vatni komst þetta hita- veitumál á verulegt umræðu- og síðar á framkvæmdastig. Með byggingu Kísiliðjunnar óx atvinna hér geysilega og margs konar uppbygging og íbúum fjölgaði, og segja má að þetta hafi skapað mikla möguleika á gerð hitaveitu. Þó hefur sennilega ráðið úr slitum þessa máls, að tekizt hafa samningar milli ríkisins og landeigenda Reykjahlíðar og Voga um hagnýtingu jarð hitasvæðis þessara jarða. — Þannig fórust Kristjáni Þór hallssyni Vogum í Mývatns- sveit orð í viðtali við Morg unblaðið fyrir skömmu. Síðan hélt Kristján áfram og sagði: Með samningum þessum öðlast ríkið rétt til borana á þesum svæðum og nýtingu jarðhitans, en sem greiðslu mun ríkið aðstoða við gerð hitaveitunnar með stofnlögnum og nægjanlegu vatni. Mér finnst ástæða til í þessu sambandi að þakka öll um, sem unnið hafa að undir búningi málsins frá upphafi, og þá sérstaklega leggja á- herzlu á gildi þessara samn inga um hitaréttindin. Með þeim hafa allir viðkomandi aðilar þ.e. landeigendur svo og Jakob Gíslason orkumála stjóri og Jóhann Hafstein, iðn aðarráðherra sýnt þessu máli fullan skilning og góðvild, sem gerir nú mögulega gerð þessarar hitaveitu. Ákveðið hefur verið að Skútustaðahreppur byggi og reki þessa fyrstu hitaveitu í Mývatnssveit enda þótt hún nái ekki nema til takmark- aðs hluta hreppsins. Fjarhitun h.f. verkfræðiskrifstofa í Rvík hefur gert kostnaðaráætlun undir yfirstjórn Karls Ómars Jónssonar verkfræðings. — Heildarkostnaður er áætlaður rúmar 11 millj. kr. en gert er ráð fyrir að í byrjun verði um 50 hús tengd þessari varmaveitu. Síðan sagði Kristján að samkvæmt rekstraráætlun, sem gerð hefur verið er reikn að með að veitan geti orðið mjög hagkvæm. Hér er því um að ræða brýnt hagsmunamál væntan- legra notenda. Ennfremur munu með henni skapast ýms ir framtíðarmöguleikar hér. Bygging sundlaugar hefur ver ið til umræðu hér í Mývatns sveit um margra ára skeið, þótt framkvæmdir til þessa hafi því miður engar orðið. Með gerð hitaveitunnar, ættu að skapast verulegir mögu- leikar fyrir byggingu sund- laugar nú, Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu, að skriður komist á það mál og undirbúningur verði hafinn strax á þessu ári. Þá virðist vera orðið fullkomlega tíma bært að hefja umræður um skólamál í Mývatnssveit, og jafnframt undirbúning að byggingu skólahúss á þéttbýl issvæðinu, ekki sízt eftir að nú verður völ á jarðhita til að hita upp slíka byggingu. Þegar hafin var bygging barnaskólans á Skútustöðum fyrir 12 árum, var gert ráð fyrir 22 nemendum í heima- vist. Síðan hefur nemendum í hreppnum fjölgað mjög mikið. í ár eru t.d. yfir 100 börn og unglingar í skóla hér í sveitinni. Sjáanlegt er, að slíkur nemendafjöldi kemst ekki fyrir í heimavistinni með góðu móti lengur. Nauð synlegt er því nú, að hugsa fyrir auknu húsnæði. Spurn- ingin er með hvaða hætti, það skuli gert. Margir álíta að vart komi annað til greina en bygging skóla þar sem nú er að rísa þéttbýli. Sterk rök liggja því til grund vallar. Ekki er líklegt eins og málum er nú háttað, að ráð- izt verði í stækkun barna- skólans á Skútustöðum. Skal nú leitazt við að gera grein fyrir hvers vegna. Þegar þeim skóla var ákveðinn staður á sínum tíma, voru ýmsir óánægðir að ekki skyldi vera látin fara fram ítarleg rannsókn, hvort jarðhita væri völ í hreppn- um með sæmilegum kjörum í náinni framtíð. Með því að ákveða skólanum stað eins og gert var, var algjörlega útilokað að nokkurn tíma yrði byggð sundlaug við þann skóla. Fullyrða má að flestir telja sundlaug svo veigamikið atriði í tengslum við skóla, að varla komi til greina að velja slíkum bygg ingum annars staðar aðsetur en þar sem völ er á jarðhita. Nú hafa mál þannig skipazt, eins og að framan er greint þá verður lögð hitaveita á þessu ári í mesta þéttbýlis- hverfið í Mývatnssveit. Frá þessu hverfi koma líka á næstu árum flestir nemendur. Síðan hélt Kristján áfram og sagði: — Þegar slíkar staðreyndir eru kunnar, virðist nú orðið mjög aðkallandi að hafnar séu umræður um byggingu skóla í þessu hverfi. í nán- um tengslum við þann skóla verður að gera ráð fyrir byggingu sundlaugar og ann- arra íþróttamannvirkj a, leik- völlum, fimleikahúsi, þann- ig að sem fullkomnust að- staða fáist jafnt til inni- og útiíþrótta. Samkvæmt skipu- lagsuppdrætti þéttbýlissvæð- isins er gert ráð fyrir opin- beru svæði, og m.a. skóla- byggingu. Þar í námunda er nú hafin gerð íþróttavallar. Þá má geta um skíðalyftu, sem fyrir skömmu var sett upp ofan við Reykjahlíð. Þessi lyfta hefur síðan verið geysilega mikið notuð, ekki sízt af ungu kynslóðinni, og haft örvandi áhrif fyrir hinni fögru og hollu íþrótt. Það hlýtur að vera mikilsvert atr- iði í framtíðinni að hafa þessa skíðalyftu, sem næst skóla, þannig að nemendurn- ir geti fullkomlega notið hennar. Þegar á allt þetta er Fréttir úr Mývatns- sveit Rætt við Kristján Þór- hallsson, Vogum, fréttaritara Morgunblaðsins litið, virðist nauðsynlegt, að nú verði gerð heildaráætlun og jafnframt teikningar að þeim mannvirkjum, sem hér hefur verið getið, og þau síðar reist í áföngum, en í sem nánustum tengslum hvert við annað. í því sambandi er raunar sjálfsagt að hafinn sé undirbúningur að byggingu sundlaugar strax á yfirstand- andi ári, svo að framkvæmd- ir geti hafizt að fullum krafti á því næsta og enn- fremur að lögð verði fram fastmótuð framtíðarstefna í skólamálum hér, og síðan uppbygging í samræmi við hana, sagði Kristján Þórhalls- son að lokum. Séff yfir Höfðann í Mývatni Skrifstofustúlka Stúlka óskast til símavörzlu og almennra skrifstofustarfa. Þarf að hafa nokkra vélritunar- og málakunnáttu. Umsóknir um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu bla'ðsins, merktar: „Skrifstofustúlka — 7602" fyrir 17. maí nk. Gröftur — sprengingor Tilboð óskast í grunnvinnu fyrir viðbygg- ingu við Suðurlandsbraut 6. Útboðslýsing fæst á skrifstofu vorri. Hf. Útboð & Samningar, Sóleyjargötu 17. Aðbúnaður á vinnustöðum - til umræðu í borgarstjórn Á FUNDI borgarstjómar sl. fimmtudag var til iimræffu til- iaga Sigurjóns Péturssonar um aff heimila ekki úttekt á botn- plötum húsa, nema komið liafi veriff upp affstöffu fyrir verka- fólk, er fullnægi kröfum heil- brigffisreglugerffar. — Samþykkt var samhljóffa tillaga Birgis ísl. Gunnarssonar um aff vísa til- lögu Sigurjóns til byggingafull- trúa. Sigurjón Pétursson sagði, að fólk teldi það sjálfsagt, að að- stöðumunur ríkti milli fólks er vki'nur í upphituðum húsum og hinm.a er vinna úti. Síðan vitnaði Sigurjón til skýrslu frá árinu LESIÐ jMorflunblabib DRSIECR 1968 um 76 vinmustaði trésmiða. Á 5 af þessum 76 stöðum hefði engin kaffistofa verið og á öðr- um 15 hefðu kaffistofur verið ó- upphitaðar. Flestir staðirmir hafi verið illa þrifnir. Salerni hefði vantað á 20 staði og handlaugar hafi vantað á 51 stað. Aðbúnað til að veita fyrstu hjálp hafi vantað á 30 staði og hann hefði verið ófullnægjandi á 15 stöðum til viðbótar. Birgir ísl. Gunnarsson sagði, að hér væri hreyft máli, sem væri verulegt áhugamál þeirra, sem hLut ættu að máli. Vitað væri að víða væri pottur brotinn í þessum efnum, eins og Sigur- jón hefði bent á. Hine vegar væru ófullkomin ákvæði í nú- gildandi heilbrigðisreglugerð um þetta efni. Þó að vafi væri þannig um kröfur heilbrigðis- samþykiktar, væri rétt að endur- Skoða þesisi ákvæði. Því væri rétt að setja skýr og ótvíræð ákvæði um lágmartas- kröfur í þessum efmum, er heil- brigðiseftirlitið hefði umsjón með. Nú væri verið að setja niýja heilbrigðisisamþykkt fyrir allt landið; borgarlæknir hefði fengið hana til athugunar og gert veigamiklar tillögur til breytinga. Birgir sagði ennfremur, að þessi tillaga gripi á vandamáli, er þyrfti úrlausnar við, en tæki ekki á því á þann hátt, er veitti ákveðna lausn. Vafasamt væri að nota úttekt samkvæmt bygging- arsamþyk'kt sem refsingu. Giiffmundur G. Þórarinsson taldi að hreyft hefði verið brýnu máli. Hér væri þó um erfitt mál að ræða. Það væri elkki alveg sanngjarn samanburður hjá Sig- urjóni á aðstöðu við nýbygging- ar og á skrifstofum. Það gerði íslendinga sjálfstæðari í ákap- höfn og lyndiseinkunn að þeir byggðu sín hús sjálfiir og ættu sínar íbúðir. Guðmundur sagðist fallast á, að úrbóta væri þörf á vinnustöð- um, en það kynini að vera, að lagalega væri unmt að vefengja, að byggingafulltrúa yrði fengið það vald, sem tillagan gerði ráð fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.