Morgunblaðið - 11.05.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.05.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐíÐ, MUÐJUDAGUR 11. MAl 1971 21 — Minning Sigurður Framhald af bls. 18. bar. Hann varð fyrir þeirri þeiixi mikiu sorg að missa eig- Lrikonu sína 13. október 1968. Þann missi, samfara heilsuleysi síðustu árin, bar Sigurður með stillingu og karlmennsku. Gott og náið samband var jafnan milli Sigurðar og systk- ina hans, Magnúsar yfirkenn- ara og systranna Valgerðar og Guðrúnar Kristínar. Veit ég, að söknuður þeirra er mikill við fráfall hans. Nú þegar þessi góði æskuvin- ur minn er aEur, fiyt ég og konan min systkinum Sigurðar og öllum vandamönnum hans innilegar samúðarkveðjur. Sjálf um mér er hann minnisstæðast- ur sem heill og sannur dreng- skaparmaður, sem mátti ekki vamm sitt vita. Einar B. Guðmundsson. KVEÐJA FRA SAMSTARFS- MÖNNUM. 1 dag verður til moldar bor- inn Sigurður Jónsson, löggiltur endurskoðandi, Týsgötu 1, forstjóri Endurskoðunarskrif- stofu N. Manseher & Co. Um Ieið og við kveðjum fyrr- um húsbónda okkar, Sigurð Jónsson, viljum við I fáum orð- um minnast hans sem endurskoð anda, enda mun hann kunnast- ur mörgum fyrir störf sín á því sviði. Sigurður hóf nám í end- urskoðun undir handléiðslu Niels Manscher á árinu 1934, en hann var danskur endurskoð- andi, sem sá um stofnun og rekstur útibús, sem endurskoð- unarfyrirtækið Centralanstadten for Revision i Kaupmannadiöfn stofnsetti hér á landi á árinu 1921. Niels Manscher yfirtók starfsemi þessa á árinu 1924 og rak til ársins 1937, um tíma í félagi við Björn E. Árnason. Á árinu 1937 fluttist N. Manseher til' Danmerkur og keypti þá Sigurður Jónsson skrifstofuna í félagi við sam- starfsmamn sinn, Jón Guðmunds son, Nýja-bæ, Seltjarnarnesi. Þeir Sigurður og Jón ráku skrif stofuna síðan saman til ársins 1964, er Jón lézt. Rak Sigurður síðan skrifstoíuna einn til árs- loka 1968, en frá þeim tíma I félagi við þá, sem þessar línur rita. Sigurður var meðal fyrstu manna hérlendis, sem gengust undir próf til löggildingar end- urskoðendum, en á árinu 1937 varð hann löggiltur endurskoð- andi. Var hann rikulega gædd- ur þeim hæfileikum, sem góðan endurskoðanda prýða, enda sér- lega áhugasamur um alla hluti, sem starfið varðaðL Fylgdist hann ávallt vel með öllum nýj- ungum á þessu sviði og átti orð- Ið álitlegt safn fræðibóka og tímarita. Var til þess tekið, hve auðvelt hann átti með að til- einka sér nýjar hugmyndir og aðferðir, en á þeim tíma, sem hann stundaði endurskoðunar- störf varð gifurleg breyting á öllu reikningshaldi og endur- skoðun, sem og á öðrum svið- um. Sigurður var fyrirmynd okkar með jákvæðri af- stöðu sinni gagnvart breytingum. Oft átö hann frum- kvæði er ráðizt var gegn úr- eltum aðferðum, en skipulagn- ingarstörf voru honum mjög að skapi. Einnig var honum gefið að vilja leysa hvern þann vanda, sem steðjaði að, innao sem utan skrifstofunnar. I sajn- skiptum við aðra var hann skiln ingsrikur og ráðagóður, og naut hann i rikum mæli trúnaðar jafnt viðskiptavina sinna, sem starfsbræðra. Valdist hann ttt ýmissa trúnaðarstarfa, meðal annars var hann um tíma for- maður Félags löggHtra endur- skoðenda, og í prófnefnd félagsins. Störf þeirra Sigurðar og Jóns munu hafa áhrif langt utan veggja skrifstofunnar um framtíð, enda hafa alls 15 löggiltir endurskoðendur hlotið undirbúningsmenntun sina hjá þeim. Sigurður hafði ekki gengið heill til skógar síðustu árin, en hið skyndilega fráfall kom öll- um, sem hann þekktu, mjög á óvart og munum við sakna hans sem vinar og samstarfsmanns. Við vottum ættingjum inniiega samúð okkar. „Með hjartans beztu óskura á afmælisdaginn 8. júlí 1915 frá SigurSi Jónssyni." Ofangreinda kveðju skrif- aðir þú sjálfur framan á End- urminningar Páls Melsteðs sem gefnar voru út af hinu Islenzka fræðifélagi í Kaupmanna- höfn 1912. Bókin er gulli prýdd og öil hin mesta gersemi. Aftan á kápu bókarinnar er áletrað: S. Heigason 8. júlí 1915. Þetta er allt mjög vandað hjá þér. Snemma beygist krókur til þess sem verða vill, þú varst alltaf í fremstu röð, og skal nú fátt eitt talið þótt af mörgu sé að taka. í Krlsuvík varst þú hægri hönd foreldra þinna, þvi þú varst þúsund þjala smiður. Þegar þú varst 10 ára fluttust móðursystir mín og föðurbróðir minn, „frænka og frændi", for- eldrar þínir, alkomin til Reykja vikur. Þú settist þá strax x barnaskólann hjá Morten Han- sen. Á meðan þú dvaldir þar varstu alltaf efstur yfir aillan skólann og mun það vera eins- dæmi frá þeirri tið. Þessu striki hélzt þú áfram RALEIGH Chopper gírareiðhjól NÚ STUNDA ALLIR TRIMM Gerið trimniið að leik og sannri ánægju með hinum glæsilegu Chopper reiðhjólum. Chopperinn fer sem eldur um sinu um ailan heim í dag. Ævinlýraleg! liloúrvol Fúlkinn hl. Suðurlnndsbr. 8 Reiðhjóladeild. efUr að þú gekkst í Mennta- skóíann, þar varst þú alltaf i fremstu röð — dúxinn sjálfur. Það ólán henti i fjörða bekk Menntaskólans að ilikynjuð taugaveiki herjaði á þig og var þér meira að segja vart hugað líf. Hér urðu þáttaskil í lifi þínu. Eftir þessi þungu veik- indi barstu aldrei þitt barr, hvað likamlega heilsu snerti, en með þessu hófst samt þin hetju- saga, sem á sér fáar hliðstæður. Andleg atorka þín var stór- fengleg. Hún jókst við hverja raun, og ekkert fékk stöðvað frama þinn, Guðmundur frá Miðdal sagði einhverju sinni: „Það er ekki til vont véður — heldur aðeíns misjafnlega gott véður." Þú kunnir einmitt þá Us* sem fáum er gefin að vera ávaUt viðbúinn og mæta á réttan hátt sérhverjum vanda, sem að höndum bar. Kæri frændi minn! Vlð vorunx hvort tveggja í senn systra- og bræðrasynir. Við lékum okkur saman í bernsku, og deildum hlut í lífinu. Við éigum því sativ- eiginlegár og ávallt gleðilegar minningar, sem aldrei munu fyrn ast. I dag ei'u þessar minningat eins og ilmur af nýsprottru* grasi í míhum huga. Guð blessi þig á nýrri vegferð þinni. Sig. Helgason. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins UT ANKJÖRST AÐASKRIFSTOFA Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, ut- ankjörstaðaskrifstofa, hefur verið opnuð í Sjálfstæðishúsinu, Laufásvegi 46. Fyrst um sinn verður skrifstofan opin frá kl. 9—12 og 1—6. Símar skrifstofunnar eru 11004, 11006 og 11008. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að hafa samband við skrifstofuna sem fyrst og veita upplýsingar um kjósendur, sem verða fjarverandi á kjördag — innanlands sem utan. — Upplýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 11006. I.O.OF. R1 = 1205118VÍ — 9 II. GEÐVERND Viðtalstíminn er nú alla þriðjudaga kl. 4,30 til 6,30 síðdegis, Ráðgjafa- og upplýsingaþjón- ustan, Veltusundi 3, síma 12139. Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Fundur í Aðalveri í kvöld kl. 8.30. Tvísöngur, Guðmundur Einarsson flytur erindi og svarar fyrirspurnum, kaffi veitingar. Stjórnin. Fíladeifía Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30. Ræðumaður Efraín And- ersson, kristniboði frá Afríku. Kvenfélag Ásprestakalls Vorfundurinn okkar verður í Ásheimilinu, Hólsvegí T7, miðvikud. 12. maí, og hefst kl. 8.30. Dagskrá: 1. Rætt um sumarferðina og fleira 2. Hafliði Jónsson, garðyrkju- stjóri Reykjavikurborgar, talar um skrúðgarða og sýriir myndir 3. kaffidrykkja. Stjórnin. Aðalfundur Gideon félagsins verður i kvöld, þriðjudag kl. 8.30 í húsi K.F.U.M. og K., Amtmannsstíg 2 8. Stjórnin. HÆTTA Á NÆSTA LEITI • cftir John Saunders og Alden McWilliams 1N AN ATTEMPT TO WARD OFF dERRY'S ATTACK, LEF ROY GRAÐS THE'COMPRESSED AIR HOSE AND RELEASE5 BLASTS OFAIR AT THE OTHER BOV'5 FACE / DON'T COME AT ME AGAIN,MAN.. OR TLL SHOVE THIS NOZZLE IN yOUR MOUTH AND BLOW YOUR HEAO UP UKE Lee Roy sendir gusu af háþrýstilofti framan i Jerry, sem hrekknr undan. (2. mynd) Komið ekki nær, annars sting cg þessu upp í ykkur ojí sprengi á ykkur hausinn. (3. mynd) <Á meðan á þjóðvegi, nokkra kílómetra frá borginni). Mér er sama jíótt þeir séu að fara sömu leið, Marty, við stoppum ekki fyrir svona rusl- aralýð. HILMAR FOSS Lögg. skjalþ. og dómt, Hafnarstræti 11 - sími 14824. RAGNAR JÓNSSON Lögfræðistörf og eignaumsýsla Hverfisgata 14. - Sfmi 17752. Knútur Bruun hdl. Lögmannukrifstofa Grettisgötu 8 II. h. Simi 24940.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.