Morgunblaðið - 11.05.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.05.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1971 þess að stinga hendinni gegn um ermina. Hún var í ermalausum nátt- kjól og móður hennar hafði tek- izt að koma henni i hann, af þvi ermaropið var mjög vítt og komst utan yfir umbúðirnar og fatlann. -— Á ég að hjálpa þér að þvo þér . . . í baðkerinu á ég við? Nei, þakka þér fyrir, ég get þvegið mér í framan með vinstri hendinni og mamma hjálpar mér svo að baða mig, þegar hún kemur úr vinnunni. ílg sleppi því í bili. Henni gekk heidur iila þó ekki væri nema að þvo sér í framan og bursta tennurnar með vinstri hendinni. Glugginn í bað herberginu var opinn og júnísól in skein brennheit á garðinn úti fyrir. Nokkur blá blóm voru á ávaxtatrjánum og fuglarnir voru önnum kafnir við þau. Það var indælisveður og leiðinlegt að þurfa að vera inni, rétt eins og fangi, en þó var eigið heimili betra en lofthreinsað fangelsi skrifstofunnar, jafnvel einka skrifstofu forstjórans. Hún gekk aftur inn í svefnherbergið og fann þar frú Dilling, sem var að koma út úr fataskápnum með einn þessara kjóla, sem fólk fær venjulega að gjöf. Hann var ljós rauður og með alls konar skreyt- ingum. — Nei, ekki þessa flik, Diily min. — Hvers vegna ekki? Þú færð áreiðanlega gesti, og þá er ekki úr vegi að halda sér eitthvað til. Það þýddi ekkert að reyna að útskýra fyrir henni, að hún vildi heldur vera í hvaða görm- um, sem vera vildi, heldur en taka móti gestum í þessum forn aldarkjól. — Það er bómullarkjóll í skápnum, bara með hlýra- böndum og treyju. Og rennilás að aftan, svo að hann tollir kyrr. Frú Dillíng var ekki sérlega hrifin af þessari hugmynd, en fann samt kjólinn. Hann var svo þröngur, að hann hefði getað tollað uppi hiýrabandalaus. Nancy fór nú í inniskó og elti frú Dilling niður, þar sem beið hennar appelsínusafi, steikt egg AKR A AKRA í bákstur « bakstur Allar tegundir i útvarpstæki, vasaljós og leik- föng alltaf fyrirliggjandi. Aðeins i heildsölu til verzlana. Fljót afgreiðsla. HNITBERG HF. Öldugötu 15, Rvtk. — Skni 2 28 12. Veðskuldabréf Hef kaupanda að fasteignatryggðum veðskufdabréfum. Agnar Gústafsson hrl., Austurstræti 14, símar 21750 og 22870. Afvinna Karl og eða konu vantar til að veita forstöðu sumarhóteli að Varmá í Mosfellssveit, sem fyrirhugað er að reka yfir tíma- bilið júní—ágúst. Gæti veríð hentugt starf fyrir hjón. (Jmsóknir ásamt kaupkröfum, upplýsingum um fyrri störf svo og meðmæli, ef fyrir hendi eru, sendist skrifstofu Mosfells- hrepps, Hlégarði. símar 66213 og 62219 fyrir 20 maí næstkom- andi. Sveitastjóri Mosfellshrepps. og kaffi — en ailt þetta réð hún vel við með vinstri hendi. - Bíddu bara þangað til þú kemur inn i stofu og sérð blóm- in, sagði frú Dilling. Ekki svo að skilja, að þeir hefðu ekki mátt senda blóm. Það er það minnsta, þegar þú sama sem fórnaðir lifi þínu fyrir manninn. Þetta hafði Nancy aidrei dott- ið í hug. Hún hafði reynt að hiífa húsbónda sínum við hvim- leiðri áreitni, en að fara að fórna lífinu hafði aldrei staðið á starfsskrá einkaritara, að hennar viti. — Þú ættir að lofa mér að laga á þér hárið, sagði frú Dilling. Frú Dilling var forrétt- indamanneskja þar eð hún hafði verið hreingerningakona þeirra siðan Nancy gat munað eftir sér. Frú Dilling minnti hana oft á, að hún væri búin að þekkja hana síðan hún var á flenginga- aldrinum. Nancy hafði nú aldrei verið flengd enda þótt frú Diil- ing hefði oft langað til að láta hana sæta þessari tegund ref- ingar, en sem betur fór hafði Mary Ross aldrei samþykkt það. Frú Dilling kvartaði yfir því, að Nancy héldi sér ekki nóg til. Og nú, þegar hún var meira og minna ósjálfbjarga, hafði hún viljað „laga“ á henni hárið, en ekki fengið því fram- gengt. Nancy leyfði henni aðeins og bursta það og hnýta það í hrosstagl. Fótaferðin og borðhaldið hafði þreytt Nancy meir en hún hefði getað trúað. Evans læknir hafði gert lítið úr meiðsli henn- ar og sjálf hafði hún heldur ekki tekið það alvarlega. En nú varð hún hissa á að finna, að hana langaði ekki til annars meira en leggja sig út af, fara að sofa og gleyma öllu saman. Hins vegar vissi hún, að frú Dilling yrði ekki af öðru hrifn- ari en finna hana algjörlega ósjálfbjarga, og því tókst henni að ganga hjálparlaust inn í setustofuna, þar sem hún hneig niður á legubekk og jokaði aug- unum. — Þú lítur ekki einu sinni á þær, sagði frú Dilling. — Sjáðu bara rósirnar þær ama! Hún tók upp vasann og rak rós irnar framan i Nancy. Nancy gerði henni það til geðs að þefa af þeim. — Og viltu geta, hvaðan þær komu? Hér er kortiS. Frá Lloyd Llewellyn III. í eigin persónu. Nancy las með þreyttum aug- um: — Ég á engin orð til að þakka yður. Ætla að koma seinna og reyna að segja þau. Smám saman tók það að síast inn í meðvitund Nancy, að hún var talin að hafa unnið eitthvert glæsiiegt hreystiverk, og hún 0 OOOOOO OOOOO O O oooooo oooooo hafði ekkert gert. Þetta hafði verið bjánaleg tilviljun. Hún \>sr ekkert sérlega hugrökk og hún átti sér enga sérstaka holl- ustu i garð Llewellyn-verk- smiðjanna, frekar en hægt var að ætlast tii, hvaða húsbóndi sem í hlut átti. Einhvern veginn var henni háltfilla við þessar tvær tylftir af rósum og orð- sendinguna, sem þeim fylgdi. Hún fór hálfgert hjá sér. Frú Dilling fór út en kom svo inn aftur með tvo kodda og þunnt teppi. Fimlegar en við hefði mátt búast, kom hún koddunum fyrir og breiddi úr teppinu. Síðan kom hún með annan blómvönd að sýna Nancy. — Viltu bara sjá þessi? Hvaðan heldurðu, að þau séu? En Nancy var í engu skapi til að fara að þreyta getraunir og líklega hefur frú Dilling vit- að það. — Þau eru frá honum AKRA AKRA í bakstur II t bakstur Kona óskast til eldhússtarfa nú þegar. Upplýsingar í síma 37737. MÚLAKAFFi. Viljum róða mutsvein nú þegar. Upplýsingar í síma 37737. MÚLAKAFFI. Aðalíundur Ljósmæðrafélags íslands verður haldinn laugardaginn 5. júní kl. 13.30. í kennslustofu Ljósmæðraskóla islands. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Hef opnað verzlun að Fálkagötu 2 undir nafninu RACNARSBUD Hef á boðstólum: Kjöt — nýlenduvörur — mjólk og brauð. Opnunartími kl. 8 fyrir hádegi til klukkan 10 eftir hádegi alla daga nema laugardaga klukkan 8—6 og sunnudaga frá klukk- an 9—1. — Sendum heim. — Simar 19680 — 22680 Virðingarfyllst, Rögnvaldur Ragnar Gunnlaugsson. f SVEITINA Barnastrigaskór. Barnarúskinsskór með kögri. Græn reimuð gúrnmmí stígvél allar stærðir. Sandalar, barna og herra. Skóv. P. ANDRÉSSONAR Framnesvegi 2. Peysur, flauelisbuxur og galla- buxur í mjög miklu úrvali. Nærfatnaður, sportsokkar, háleistar og sokkabuxur i úrvali. Sundfatnaður á börn og fullorðna. Verzl. DALUR, Framnesvegi 2, sími 10485. Richard Armstrong. Þú sérð, að hann er ekki orðinn uppgeíinn enn. Richard Armstrong var pilt- urinn, sem hafði elt Nancy á röndum síðan þau voru í gagn- fræðaskólanum. Henni var likt farið og mörgum öðrum feimnum stúlkum, sem sjá, að stallsystur þeirra eru eftirsóttar elí piltum, án þess að kæra sig verulega um það, en telja sjálfar sig ekki ólaglegar eða vilja ekki gera það, enda þótt þær hafi annars ekki mikinn áhuga á piltum. Þannig hafði Nancy í fyrstunni verið hrifin af at- hygli þeirri, sem Richard Arm- strong sýndi henni. En eftir nokkrar vikur var henni farið að leiðast þetta og eftir nokkr- ar vikur i viðbót var hún tek- in að forðast hann. En hjá Ric- hard var þetta ekki neitt skyndi skot. Hann hélt áfram að setjast að henni og hún hélt áfram að fara einstöku sinnum á stefnu- mót með honum, enda var hann ekki ólaglegur, var af góðu fólki og nú meðeigandi í fast- eignasölu föður síns, og síðast en ekki sízt átti hann góðan bíl sjálfur. Naney lokaði augunum og lézt vera sofandi og vonaði, að frú Dilling færi út og látalætin yrðu raunveruleiki. Og víst fór hún út og það í slíku hasti, að Nancy opnaði augun aftur til þess að sjá ástæðuna til þess. Og út um gluggann sá hún nokkuð, sem hræddi hana enn meir en byssan hans Dirks McCarthy. Oti fyrir dyrunum var lang- ur svartur bíll, sem líktist mest líkvagni. Þetta var eld- gömul gerð en gljáfægður, svo að hann skein eins og speg- ill. Hann hafði verið keyptur fyrir tuttugu árum og hvorki hr. Llewellyn né bílstjórinn hans — sem var líka tekinn að eldast — hafði fundið ástæðu til að fá sér nýjan. Enda gekk hann enn eins og klukka. Nancy óskaði þess heitast, að gamli maðurinn hefði aðeins komið til að spyrja um hana, en kæmi ekki inn. En þar var hún ekki bænheyrð. Hún sá bilstjórann fara út og opna dyrnar og hr. Llewellyn stíga út. Bílstjórinn seildist yfir í aftursætið og dró út heljar- mikla körfu. Hann bar hana hátíðlega á eftir settlegu göngu lagi gamla mannsins og að dyr- AKRA í bakstur VIWM Diesel V-VÉL, GERÐ D-232 6, 8, 12 strokka. Með og án túrbinu 1500——2300 sn/mín. 98—374 „A" hestöfl 108—412 „B" hestöfl Stimpilhraði frá 6,5 til 10 metra á sek. Eyðsla frá 162 gr. Ferskvatnskæling. Þetta er þrekmikil, hljóðlát og hreinleg vél fyrir báta, vinnuvél- ar og rafstöðvar. — 400 hesta vélin er 1635 mm löng, 1090 mm breið, 1040 mm há og vigtar 1435 kíló. STURLAUGUR JÓNSSON & CO. Vesturgötu 16, Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.