Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 1
32 SlÐUR OG LESBÓK mc&Hffl$tofo 108. tbl. 58. árg. LAUGARDAGUR 15. MAI 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins Úr skot- færi við Suez? Tel Aviv, 14. maí. AP. TALIÐ er að Moshe Dayan varnarmálaráðherra Israels, sé reiðubúinn ti'l að fflytja israelskar hersveitir og stór- skotalið úr skotfæri við Suez skurð, sem lið í samþykkt um að opna skurðinn fyrir umferð á nýjan leik. Áreið- anlegar heimildir herma að hann hafi neínt þetta við Rog ers, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, þegar hann heim- 'sötti ísrael í síðustu viku. Með þessu vili ísrael sýna Egyptum fram á það leiti í fuíiri alvöru eftir leiðum til að ná samkomulagi, og minnka spennuna í Mið-Aust urlöndum. Dayan mun þó hafa lagt áherzlu á að áður en af þessu gæti orðið yrðu Egyptar að sýna fram á að þeir álitu stríðinu við ísrael lokið, og það yrði gert með því að báðir aðilar fflyttu her sveitir og stórskotalið frá vig stöðvunum. Frá fundi Bruggers formanns EFTA-ráðsins eftir lok ráðhe rrafundarins. Ráðherrafundi EFTA lokið: „Vinnum af alefli að því að tryggja áframhald frjálsra viðskipta EFTA" t»rátt fyrir aðild Breta, Dana og Norðmanna að EBE RAÐHERRAFUNDI EFTA- ráðsins lauk í Reykjavík um hádegisbilið í gær eftir að sameiginleg yfirlýsing fund- arins hafði verið samþykkt. Formaður ráðsins, Ernst Brugger, efnahagsráðherra Sviss, hélt fund með frétta- mönnum, þegar að fundinum loknum, og afhenti þar yfir- lýsinguna og fylgdi henni úr hlaði með nokkrum skýring- um. Þar kom fram, að á fund- inum ríkti almenn bjartsýni fundarmanna um, að mestu hindranirnar á vegi Bret- lands, Danmerkur og Noregs inn í Efnahagsbandalag Evrópu séu úr sögunni. Jafn- framt leggur fundurinn höf- uðáherzlu á þann ásetning að viðhalda sterku EFTA, þrátt fyrir að þessi þrjú lönd hverfi úr hópi samtakanna, og lýsir því yfir, að unnið verði af alefli að því að Valdabarátta í Egyptalandi Ástandið talið mjög ótryggt Sadat nýtur stuðnings almennings Kairó, 14. mai — AP — STJÓRNMÁLAÁSTAND er talið óttyggt í Egyptalandi eftir af- sagtnir ráðherranna 6, enda er lítill vafi & að þeir hafi verið neyddir til að segja af sér og að hörð valdabarátta standi yfir. Sadat, forseti, sagði að komizt heifði upp um tilraun til að steypa stjórninni, væru handtökur þogar hafnar, og yrði nauðsyn- legt að viðhafa sérstakar örygg- Ssráðstafanir næstu daga. Það liggja að vísu ekki fyrir neinar sannanir um að EKKI hafi átt að steypa stjórninni, en þess ber að gæta að það er tölu- vert vinsæl viðbára þagar vald- haifa þykjast þurfa að hreinsa til í kringum sig í veðursælii hlut- um heimsins. Sadat virðist allavega njóta stuðnings almennings, þvi tug- þúsundir þustu út á göturnartil að hylla hann, þegar fréttist um stjórnarkreppuna. Hins vegar eru Rússar ekki eins hrifnir af þessu, enda voru þessir ráðherr- ar þeir sem hvað strangast Framhald á bls. 21 tryggja áframhald þeirra frjálsu viðskipta, er tekizt hafa með aðildarlöndunum. Brugger lýsti því yfir að fund- urinn hefði verið mjög gagnleg- ur að öllu leyti og mikilvægur fyrir framtíðarþróun i s^mein- ingarmálum Evrópu. Það hefði verið ómetanlegt að fá beina skýrslu frá Geoffrey Rippon um viðræðurnar í Briissel, því að þannig hefði fengizt heildar- mynd um stöðu mála gagnvart EBE i dag. Brugger sagði, að EFTA-ráðinu og framkvæmda- stjóra EFTA hefði verið falið að kanna og semja reglur, sem kveða eiga á um samskipti um- sækjendalandanna og hinna sex, um leið og þau fyrrnefndu ganga í EBE. Einnig að semja reglugerð um samskipti þeirra sex, sem verða eftir, við EBE, svo og innbyrðis samskipti þeirra. Að lokum að undirbúa öll tæknileg atriði, sem nauðsyn- leg eru, til þess að auðvelda eins og hægt er skiptin frá EFTA yf- ir til EBE. Brugger drap á kvörtun Breta á hendur pappírsdeigs- og papp- irsframleiðenda í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð um brot á samkeppnisreglum, en þar kom Framh. á bls. 21 Brezhnev um Stalín: Eitt mesta stórmenni byltingarinnar Tbilisi, Moskvu, 14. maí — AP-NTB AÐALRITARI sovézka kommúnistaflokksins, Leonid Brezhnev, fór í dag lofsam- legum orðum um Josef heit- inn Stalín og sagði hann hafa verið eitt mesta stórmenni byltingarinnar ásamt Lenin. Mælti Brezhnev þessi orð í ræðu, sem hann hélt í Tbilisi, til að minnast 50 ára sovét- stjórnar í Grúsíu. Vakti þetta mikinn fögnuð viðstaddra Grúsíumanna, sem klöppuðu ákaft til að láta í ljós ánægju sína. Alla tíð hefur Stalín verið talinn þjóðhetja í Grúsíu, en þaðan er hann upprunninn, og hafa landar hans haldið tryggð við hann, þó að honum væri útskúfað annars staðar í Sovétríkjun- um og í öðrum kommúnista- ríkjum. Þegar Brezhnev kom til Tbilisi i gærkvöldi var hópur manna samankominn til að taka á móti honum og báru fjölmargir grið- arstórar myndir af Stalín. Var 60 drukknuðu í Durban Durban, 14. maá. NTB. AÐ minnsta kosti 60 manns, flestir Afríkanar, hafa drukknað í miMum flóðum, sem hafa orð- ið í Durban-héraði og í Zulu- landi í norðurhluta Suður-Afr- iku, nú allra siðustu daga. Flest- ir drukknuðu þegar flóðbylgja sópaði farþegabifreið út af brú og hrapaði hún niður í Avoc- íljöt. það mál manna, að það myndi vekja mikil vonbrigði og jafnvel úlfúð, ef Brezhnev léti undir höf- uð leggjast að fara hlýlegum orðum um Stalín í hátíðarræðu sinni. Brezhnev f jallaði ekki að öðru leyti um Stalin og afrek hans, en gagnrýndi lítillega þá persónu dýrkun, sem hefði verið látin við- gangast á valdatíma hans. Hann sagði, að slikt heyrði til liðnum tíma, enida hefði tekizt aðkoma á góðu og farsælu andrúmslofti, bæði iniian flokksins og þjóðar- innar í heild. Sovézkur leiðtogi hefur ekki nefnt nafn Stalins opinberlega svo árum skiptir fyrr en nú, en á síðustu árum hefur hægt og bítandi verið unnið að því, að Sovétmehn gerðu sér ljóst, að Krúsjeff hefði verið fullharðorð- ur í Stalins garð í hinni frægu ræðu sinni á flokksþinginu 1956. Ræðu Brezhnevs var sjónvarpað um gervöll Sovétrikin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.