Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1971 v * < Tuttugu og ein stöng í sjö ám Laxveiði hefst innan tíðar, eins og kunnugt er. í fyrra voru fjórar ár í Þistilfirði auglýstar í fyrsta sinn á opinberum mark- aði, Deildará og Ormarsá við Raufarhöfn, Hölkná og Hafra- lónsá við Þórshöfn. Lax gengur í allar þessar ár og veiddist vel í þeim í fyrra. Nú hefur Veiði- val, sem hefur tekið árnar á leigu, auglýst þær aftur og kost ar stöngin kr. 1.500 00 í sumar. Veiðifélagið rekur lítið gistihús á Raufarhöfn fyrir véiðimenn. í fyrra komu þangað um 60 útlend ingar og mun fleiri íslendingar. Létu þeir vel af ánum. Auk þess leigir Veiðivai sjö stengur í Selfljóti, Bjarglandsá og Gilsá á Héraði, og er lax í þeim ölium. t þessum ám er 21 stöng á dag, og gera forráðamenn Veiðivails ráð fyrir þvi, að ferða menn geti alltaf fengið leigða stöng í einhverri þessara áa 1 sumar, ef þeir eru á ferð á Norð- austur- eða Áusturlandi. Svavar Kristjánsson, formað- ur veiðifélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að félagið hefði árnar til leigu í 8—10 ár, Ekki á f lot ísafirði, 14. maí. REYNT var að draga brezka togárann Caesar á flot á strand- stað við Arnarnes í morgun. Hreyfðist togarinn aðeins, en þá vildi svo iila til að vírarnir sem tengdir voru við hann slitnuðu. Var þá ekki hægt að aðhafast meira að sinni. — Kl. 11 í kvöld á að gera aðra tilraun til þess að draga togarann á flot og verða þá notaðir sterkari vírar við dráttinn. Ágætt veður var á Vestfjörðum í dag. — Fréttaritari. veiðifélagið festi þær í fyrra. „1 fyrrahaust voru sett 10—20 þúsund gönguseiði i árnar,“ sagði Svavar „og ráðgert að rækta þær allar upp og setja ekki færri seiði í þær, hverja um sig á næstu árum. Við höfum áhuga á því, að gera allar ámar aö mjög góðum veiðiám, en það kostar mikla peninga. Verðinu höfum við stillt í hóf í sumar, svo að Islendingar hafi sæmileg tök á að nota sér árnar, ekki síður en útlendingar. Qrmarsá og Hafra- lónsá eru um 50 km að lengd og ekki bílfært öllum bifreiðum með fram þeim, en við höfum áhuga á að lagfæra troðninga, svo að þeir verði færir jeppum. Nú fylg ir jeppi veiðihúsinu á Raufar- höfn og áætlað er að hafa annan við Hafralónsá og verður þá fremur auðveit fyrir veiðimenn að komast að helztu veiðistöðum. Meðfram hinum ánum er fremur greiðfært," sagði Svavar Kristj- ánsson, að lokum. Samningtirinn milli Hörpu hf. og Soj u7X-himexport undirritaður. Þeir, sem undirrituðu samning- inn eru f.h.: Búgaév, fulltrúi hjá rússneska fyrirtækinu, Magnús Helgason, framkv.stj. Hörpu hf., og V. G. Sergéev, framkv.stj. So juzchimexport, og Kruttkov, verzlunarfulltrúi Sovétríkjanna á íslandi. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Staðhæfing Luce: 100 þúsund pólitískir fangar í S-Víetnam Washington, 14. maí. NTB. EITT hundrað þúsund pólitísk- ir fangar sitja í fangelsum í Suð ur-Víetnam og verða að sæta þar illri meðferð og jafnvel pynting um, að því er bandaríski blaða- maðurinn Don Luce sagði á fundi lijá utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings í gær. Luce, sem starfar á vegum Alkirkju ráðsins var einn af þeim, sem Ijóstraði upp um ömurlegt ástand á fangaeynni Con Son í Suður-Víetnam í fyrra, en þar var föngum haldið í svokölluð- um tígrisdýrabúrum, sem voru svo litil ummáls, að fangar gátu ekki staðið uppréttir. Um 200 hestar taka þá tt í keppninni á morgun. Firmakeppni Fáks um helgina — 200 hestar keppa Á MORGUN 16. maí fer fram firmakeppni á nýjum skeiðvelli félagsins að Víðivöllum. Um 200 hestar taka þátt í keppninni og er mjög óvíst um hverjir þar munu lenda í fremstu sætum, en margt verður þar góðra gaðinga. Þetta verður fyrsta sinn, setn keppni fer fram á nýja vellinum að Víðivölluin. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að girða meðfram hlaupabrautinni og lagfæra á- horfendasvæði. Aðgangur verður ókeypis að firmakeppninni og næg bílastæði eru í nánd vallarins. Veitingasala verður á staðn- um og sýndur verður gæðing- urinn, sem er aðalvinningur í happdrætti félagsins, en dregið verður eftir hvítasunnukappreið arnar á annah i hvítasunnu. Don Luoe sagði á fundi með utanrikismádanefndinni að stjóm rn í Saigon héldi völdum með þvi að beita þjóðina kúgunum og ofbeldi og stöðugt væri hert á rit skoöun suður-vietnamskra blaða og annarra, sem ekiki lýstu al- gerri blessun yfir allar aðgerð- ir stjómarinnar. HM í bridge: Bandaríkin og' Frakk- land í úrslitum Franska sveitin tryggði sér rétt til þáitttöku í úrslitakeppn- inni um heimsmeistaratitilinn í bridge með því að ná 2. sæti i undankeppninni, sem fram hef- ur farið á Formósu undanfarna dagar Mætir franska sveitin bandarisku heimsmeisturunum „DALLAS-ásunum" í úrslitunum. Urslit í síðustu umferð und- ankeppninnar urðu þessi: Frakkland — Bandaríkin B 19—1 Bandarlkin — Brasilía 14—6 Ástralía — Formósa 14—6 Lokastaðan í undankeppninni varð þessi: 1. Bamdaríkin A 228 stig 2. Frakkland 181 — 3. Ástralía 154 — 4. Formósa 118 — 5. Brasilía 103 — 6. Bandaríkin B. 98 — Sveitir nr. 1 og 2 i undankeppn inini, murni heyja einvígi um heimsmeistaratitilinn, og hefst sú keppni í kvöld. Keppninni verður þannig háttað, að alls yerða spiluð 128 spil, sem verður skipt í 4 leiki með 32 spilum í hver jum leik. Á sama hátt keppa sveitir nr. 3 og 4 um þriðja sæt- ið og sveitir nr. 5 og 6 um fiimmta sætið. Eins og áður segir höfðu bandarísku heimsmeistararnir þegar tryggt sér rétt til keppni í úrslitunum og eru af mörgum Yfirlýsing AÐ gefnu tilefni vil ég benda á, að ég er ekki í ritnefnd neins konar skrifa á vegum „Þjóðvilj- ans“ eða þess flokks, sem hann styður. Ég er í engri „ritnefnd" eins né neins blaðs, þótt ég hafi skrif að kvikmynda- og skákþætti í Morgunblaðið annað slagið. Sveinn Kristinsson. taldir öruggir sigurvegarar í ein víginu gegn frönsku sveitinni. Margir benda þó á, að franska sveitin hefur tvisvar sigrað bandarísku sveitina i undan- keppninni og það með þó nokkr- um mun. Merkja- söludagur Ljósmæðrafé- lags Reykjavíkur LJÓSMÆÐUR Reykjavíkur láta ekki við það sitja, að veita fyrstu aðhlynningu nýjum borg- urum, sem í höfuðstaðnum fæð- ast. Þær hafa um árabil haft með sér félag til þess að veita brautargengi öðrum líknarmál- um. Fjársöfnun hafa ljósmæðurn ar einu sinni á ári og hafa náð merkilegum árangri, þegar þess er gætt, að hér er um fáar kon- ur að ræða. Kvensjúkdómadeild inni, sam nú er að verða vel á veg komin, barst fyrsta gjöfin frá Ljósmæðrafélagi Reykjavík- ur, og mörg önnur heilsuvernd- ar- og líknarmál hafa notið fórn iýsi og dugnaðar þessarra fáu kvenna. En aflafé félagsins verja konurnar jafnan tafarlaust til líknarmála en safna ekki í sjóð. Á morgun, sunnudag 16. maí, selja ljósmæðurnar Reykvíking- um'merki til ágóða líknarstarf- semi sinni. Þeim krónum verð- ur áreiðanlega varið vel, sem Ljósmæðrafélagi Reykjavíkur verður trúað fyrir. Jnn AlliffllllS. — Harpa Framhald af bls. 32 Hörpu. Hjá Hörpu starfa nú 50— 70 manns. Aðspurður sagði Magnús, að það væri engin von fyrir íslenzka málningu að komast inn á EFTA markaðina, þar sem samkeppn- ir þar væri svo gífurleg. „Það eru til dæmis 50 málningarverk- smiðjur í Danmörku," sagði Magnús, „og 500 i Bretlandi. Við höfum kannað þessa mark- aði og komizt að þeirri niður- stöðu, að það þýði ekkert fyrir okkur að vera að hugsa um þá. Austantjaldsmarkaðurinn er það, sem við ráðum við.“ V. G. Sergéev, framkvæmda- stjóri Sojuzchimexport, sagði, að Hörpu-lakkið yrði notað á iðn- aðarvörur ýmiss konar og það selt til neytenda í tunnunum. Hann kvað fyrirtæki sitt hafa keypt árlega frá útlöndum um 1000 tonn af lakki og málningu, en framleiðsla Rússa á þessum vörum nemur um tveimur millj- ónum tonna á ári. Tónleikar í kvöld TÓNLISTARFÉLAGID efnir ttl tónleika í kvöld fyrir styrktar- félaga sína. Koma þar fram flOIu leikarinn Wolfgang Marchner og Árni Kristjánsson, píanóleik- ari. Verkin sem flutt verða eru þessi: Sónata fyrir fiðlu og píanó op. 12 eftir Beethoven, Einleiks- sónata eftir Bartok, Duo op. 162 í A-dúr eftir Sóhubert og Són- ata fyrir fiðlu og píanó eftir Ðe- bussy. Tónleikarnir hefjast kl. 7.15 í Austurbæ j arbíói. Loftleiðir innrita í Reykjavík AFGREIÐSLUHÁTTUM Loft- leiða verður á næstunni breytt þannig að innritun farþega til flugferðar fer fram í farþega- afgreiðsiu félagsins í Reykja- vík, en áður fór hún fram í flugstöðinni i KeflavSk. Þetta er mögulegt vegna aukins afgreiðslurýmis í Reykjavík, með tilikoimu hinn- ar nýju álmu Loftleiðahótels- ins. Þegar farþeigarnir koma til Keflavíkur geta þeir því gengið beint inn í fríhöfnina og þaðan um borð í fflugvél- ina, án þess að þurfa nolkíkiuð að hugsa um farangur eða annað slikt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.