Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 4
< 4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAl 1971 I Fa J J BÍtALEIGÁX lALUMf 25555 wmm BILALEIGA IIVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna -YW svefnvagn VW ðmanna-Landrover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGA CAR RENTAL TT 21190 21188 SENDUM __ BÍLINN ® 37346 <------'---- BÍLASALAN HLEMMTOBGI Sími 25450 Bílaleigan UMFERÐ Sími 42104 SENDUM Maleigan AKBBAVT car rental service 8-23-áí sendum GUÐMUNDAR Bergþóruqötu 3 Símar: 19032 — 20070 0 Harðviðarmenning inni — ruslatunnu- menning utan dyra Þannig komst góðkunn- ingi Velvakanda að orði við hann nú i vikunni. Sagði hann, að nú væri að líða frestur sá, sem yfirvöld borgarinnar veita húseigendum og stofnunum til þess að snyrta til á og við lóðir sínar fyrir sumarið. Síðan sagði hann meðal ann- ars: „Margir hafa brugðizt vel við og mikil bragarbót verið gerð viða. Þvi miður eru þó of víða sorglegar undantekningar og þá einkum í nýrri hverfum borgarinnar, þar sem sumir ibúarnir virðast telja það óyfir- stíganlegan fylgifisk nýbygg- inga að hafa sem mest af drasli í kringum húsin, þó að allt kapp sé lagt á að koma sem flestu í lag innan dyra. Oftast er hér ekki um nein fjárútlát að ræða, heldur aðeins sjálf- sagða snyrtimennsku, sem flestir telja nauðsynlega innan dyra. 0 Tunnurnar í Fossvogi Ég bý sjálfur í gamla bænum, en heimsæki stundum nýrri hverfin, eins og t.d. Foss- vogshverfið og fleiri hverfi, þar sem of víða er pottur brotinn. Mér er t.d. hreinasta ráðgáta sá smekkur ýmissa húseigenda í Fossvogi, sem fólginn er í því að stilla mismunandi ryðguðum ruslatunnum beint fyrir fram- an aðaldyrnar hjá sér og kannski úti á sjálfum götun- um við húsin. Er það virkiléga svo, að í nýjum húsum sé skipu lagið ekki betra? Það getur varla verið. Væri ekki ráð hjá þessum húseigendum að taka sig til eitthvert kvöldið og kippa þessum leiðinlegu tunn- um sínum þangað sem þær eiga að vera? Ff þeir halda svona mikið upp á þær, væri eðlilegra, að þeir tækju þær inn til sín í stað þess að stilla þeim svona upp, öflum til ama og leið- inda. Fleira mætti telja. Hvemig væri að menn tækju sig til og fjarlægðu þó ekki væri nema hluta þeirra bílflaka, sem of víða blasa við sjónum, og hvernig væri að flytja burt allt járna- pg timburruslið? Gróðrarstöðin GABÐSHOBN Trjáplöntusalan er byrjuð Hagkvæm kaup. — Sími 40500. Pólýfónkórinn — Kórskólinn SAMSÖNGUR EFNiSSKRÁ: MAGNIFICAT eftir Monteverdi. JESU MEINE FREUDE — mótetta eftir J. S. Bach. Kórar úr „JÓSÚA" og „MESSÍASI" eftir Handel m. a. HALLELUJAKÓRINN. Kórar eftir Aichinger og Schubert. Orgelleikari: Árni Arinbjarnarson. Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson í Garðakirkju Álftanesi laugardaginn 15. maí kl. 6 síðd. Aðgöngumiðar við innganginn. £ Er þetta ekki „mengun"? Er þetta ekki eins slæm mengun og hvað annað? A.m.k. er þetta ekki prýði I fagurri borg. Ég held, að menn ættu að nema um stund staðar í öllu mengunartalinu og i stað þess taka sig til fyrir sumarið og fjarlægja draslið, hver af sinu umráðasvæði. Síðan geta menn haldið áfram að tala um meng- un — en þá kannski af meira viti“. 0 Bílflök á fjallvegum Vegna þess sem kunningi Velvakanda segir um bílflökin, minnist Velvakandi þess frá síðastliðnu sumri að hafa ekið fram á bílflök við vegi, sem liggja að og frá vissum kaup- túnum, og jafnvel uppi á fjall- vegum. Það virðist sums stað- ar vera siður, þegar gamla bíl- druslan er endanlega gengin sér til húðar, að aka henni burtu úr bænum og vélta henni út af veginum á hentugum stað. Ástæðan kann e.t.v. að vera strangur þrifnaðaragi við- komandi bæjaryfirvalda: þau þoli ekki ryðguð bílhræ inni í sjálfu kauptúninu. En hitt virð- ist vera slæm afleiðing, að veg- urinn I bæinn skuli varðaður gömlum bíldruslum. Og taki þeir nú sneið, sem eiga. 0 Þökk sé Dönum „Reykjavík, 4. maí 1971. Kæri Velvakandi! Mig langar til þess að biðja þig að færa frændum okkar i Danmörku, dönsku þjóðinni, innilegustu þakkir fyrir alveg einstæða göfugmennsku og drengskap vegna afhendingar hinna dýrmætu handrita, sem hafa verið og eru þjóðararfur okkar Islendinga. 1 samskiptum milli þjóða er þetta drengskaparbragð dönsku þjóðarinnar einsdæmi og engin hliðstæða í þessu sambandi, þótt leitað sé um víða veröld, Göfuga, danska þjóð, vertu viss um það, að íslendingar kunna vel að meta slíkan dreng skap og sannarlega hitnar manni um hjartarætur, og hug- urinn fyllist þakklæti til hinn- ar miklu menningarþjóðar við sundin blá, sem til fyrirmyndar er á sviði mennta og menn- ingar. Eins og að líkum lætur, hef- ur þessi einstæði atburður kost- að nokkrar fórnir af Dana hálfu og nokkur gagnrýni átt sér stað á hendur dönsku rikis- stjórninni og danska þjóðþing- inu, sem unnið hafa að fram- kvæmd þessara merku mála, en allt hefur þetta gengið vel og næstum snurðulaust, til sóma og virðingar dönskum stjórnvöldum. Hin danska þjóð gefur þama fagurt fordæmi, og mættu: þjóðir heims læra nokkuð af slíkum samskiptum þjóða á millum; væri þá von um bætt- an og betri heim, fegurra mann líf og frið á jörðu. Guð blessi dönsku þjóðina. Árni Ketilbjarnar". TIL ALLRA ATTA NEW YORK Alladaga REYKJAVÍK OSLÓ Mánudaga Mlðvikudaga Laugardaga KAUPMANNAHÖFN Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga LOFTLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.