Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1971 Fréttir úr Meðallandi Samtal við fréttaritara Morg unblaðsins, Vilhjálm Eyjólfsson Vilhjálmur Eyjólfsson. Mikill álmg-i er nú á fiski- rækt „milli sanda“. Er þar mikið vatnasvæði, sem er svo að segja ónumið land til þess ara hluta. — Þannig fórust Vilhjálmi Eyjóifssyni, bónda á Hnausum og fréttaritara Mbl. í Meðaliandi orð, er við hittum hann að máli eigi alls fyrir iöngu, og hann hélt áfram. — Það er vani hjá ykk- ur að hafa samtal við frétta- ritara blaðsins, er þeir koma í borgina. Ég fór yfir samtal- ið í vetur, er ég kom og var þá rangt haft eftir mér að Veiðimaðiu’ við Eldvatn. fyrsta móti frá Eldvatni, lík- lega í byrjun marz. Varð fyrst vart við hann um vet- urnætur. Tíðarfar hefur verið ágætt í vetur og ólikt því að undanfömu. Hafa áreiðan- lega sparazt verulegir fjár- munir vegna minmi fóðurbæt iskaupa. Þá hefur félags- liif verið með svipuðu móti í héraðinu og undanfama vet- ur. 1 Meðailandinu hafa saumaklúbbarnir verið S full- um gangi tiil þessa, en hesta- menn ríða út einu sinni í viku, svo að gæðimgar hald- izt í þjálfun, sagði Vilhjálm- ur Eyjó'lfsson, Hnausum að lokum. mikill áhugi væri á flutningi vatns úr Hverfisfljóti og Skaftá í Þjórsá. Þar var ég að ræða um fiskiræktina, sem ég áður nefndi. Aðgát þarf áreiðanlega við vatnsflutn- inga af þessu svæði og veit ég hreint ekld, hvort menn, sem þarna hafa hagsmuna að gæta hafa myndað sér skoð- un í því máli. — Hvað um fiskinn í Eld- vatninu ? — Fiskur hefur verið vel við i Eldvatninu öðru hvoru, þegar veður hefur verið hag- stætt. Virðist vera meiri fisk- ur í ánni, en undanf arin vor. — Nú er langt síðan strandað hefur á þessum mikla strandstað. — Satt er það, Meðalland- ið er einn mesti strandstaður landsins, en nú hefur ekki strandað í vetur, enda alit gert til þess að hindra slííkt. Núna fyrir páskana var flokkur á vegum vitamála- stjómarinnar að endurbæta Skarðsfjömvitann. Var hann rafflýstur í hittifyrra með þremur dísilrafstöðvum, er ganga til skiptis og er þetta sjáifvirkt ef al;lt er í lagi. Var þá settur upp þama radíóviti. Var hann núna endurbættur, sett mastur of- an á vitann, 18 metra hátt — vitinn var áður 24 metrar. Ennfremur var settur niður núna ratsjárvitt og sérstak- ur fjarskiptaútbúnaður hjá vitaverði Ólafi Hávarðarsyni i Fljótakróki. Sýnir hann hvernig öll tæki starfa í vitan um og Simi var líka settur upp þangað. Er síminn og allt þetta þráðlaust og við vörunarútbúnaður svo ná- kvæmur að hann sýnir bæðd hitastig og loftræstingu í vélasai. — Hvað með örninn? — Örninn hvarf núna með Samgöngumál - eilíf ðarvandamál LÍFSAFKOMA fólks á Suður- eyri byggist nær eingöngu á sjávarútvegi og því afla- magni, sem á land berst. Það sem af er hefur afli verið frekar rýr, en hefur þó skap- að jafna og nóga atvinnu í landi. Þannig fórust fréttarit- Fréttir frá Suðureyri Samtal við fréttaritara Morgunblaðsins í Súgandafirði, Halldór Bernódusson ara Mbl., Halldóri Bernódus- syni á Suðureyri við Súganda- fjörð orð, er rætt var við hann nýlega. Þess skal þó getið að viðtalið er tekið áður en bruninn í fiskiðjunni Freyju átti sér stað og hefur hann nokkuð breytt viðhorfi og aðstöðu fólks þar vestra. Halldór er einmitt starfsmað- ur Freyju. — Ég gæti trúað því, segir Halldór, að aflinn, sem kominn er á land sé um það bil 2000 smálestir. Gerðir eru út 5 stórir fiskibátar á staðn- um, en að auki er mikil trillu- bátaútgerð. — Hve margir íbúar eru á Suðureyri? —- Á Suðureyri eru um 500 íbúar og þar er fjórða stærsta verstöð á Vestfjörð- um. Aðeins Isafjörður, Bol- ungarvík og Patreksfjörður eru stærri. — Nokkrar framkvæmdir á döfinni? — Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við vatnsveitu í sumar. Við höfum haft mjög misjafnt vatn, sem tekið er úr hlíðinni. Þar er grunnvatn og yfirborðsvatn. Þessi vatns- veita, sem nú verður gerð, verður úr skriðu á Stað í Staðardal. — Hvað um samgöngu- mál? — Þau eru eitt af eilífðar- vandamálum okkar Súgfirð- inga. Við erum t.d. einir Vest- firðinga um að hafa ekki sjúkraflugvöll, þar eð undir- lendi er of lítið. Endurnýjun vegarins niður Botnsdal frá ísafirði verður lokið næsta sumar og er það að vísu mikil samgöngubót, en samt sem áður verður Botnsheiði lokuð allt að 4 til 5 mánuði árs í meðalárferði. Ég hef þá hugmynd, að gera þurfi meiri athuganir á því, hvort unnt sé að nota snjóblásara af stærstu gerð til þess að halda opnu — líkt og víða er gert í Norður-Noregi og Svíþjóð. Slíkur blásari myndi ekki kosta miklu meira en 30 rúm- lesta bátur. Ólafsfirðingar hafa nokkuð kannað þennan möguleika og ég held að slik- ur blásari geti gert mikið gagn. — Hvað um heilbrigðisþjón- ustu? — Læknamiðstöð er á Isa- firði. Á sumrin eru læknamál í góðu lagi, en á veturna kemur læknir einu sinni í viku og ástandið eins og nú er, er engan veginn gott. Snjóbíll er í förum og sækir hann lækninn alla jafna á þriðjudögum og fer með hann aftur á miðvikudögum. Þó geta komið þeir ótíðarkaflar að snjóbílnum sé ekki fært yfir heiðina og getur dregizt að hann komist. Hafa tafir af þessum sökum á stundum orðið hálf önnur vika. Mitt mat er að á veturna geti ekk- ert bjargað nema hjúkrunar- kona, sem getur veitt fyrstu hjálp. Nú er á Suðureyri að- eins sjúkraliði, sem sér um apótekið og aðstoðar lækninn. Ótíðarkaflar geta orðið svo illir að ekki sé unnt að kom- ast yfir heiðina með nokkru Frá Suðureyri við Súgandafjörð. móti og sjóleiðin lokist einn- ig- — Eru einhverjar bygg- ingaframkvæmdir á döfinni? — 1 sumar er fyrirhugað að stækka barnaskólann og allt árið eru þetta eitt eða tvö einbýlishús í smíðum. Tel ég það vera eðlilega aukningu á stað sem Suðureyri. Yfir- leitt ríkir bjartsýni meðal fólks á staðnum og sést það bezt á þvi að menn hafa ver- ið að stækka bátana og ný- lega var keyptur 240 rúm- lesta bátur frá Noregi — var það í fyrrahaust og brátt verður afhentur nýsmíðaður stálbátur frá Stálvík. Afkoma fólks hefur verið góð, enda atvinna stöðug allt árið, sagði Halldór Bernódusson að lok- um. Halldór Bernódusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.