Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAl 1971 11 Þau voru sporlétt og lífs- glöð ungmertnin úr Þjóðdansa félagi Reykjavíkur sam stigu dansinn. Síðustu forvöð voru að sníða óverul«vga van kanta af dansinum fyrir vor- sýnmguna, sem verður um þessa helgi. Sungið var aí kœti og dansað atf innlifun og sannri ánœigju. Það var einn af yngri flokkum félags ins sem var á æfingu þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins leit inn á . Fri- kirkjuvegi 11. — Regluleg- ar æfingar hafa verið einu sinni i viku í allan vetur og æft í mörgum flokkum, en vor sýningamar eru fastur liður á dagskrá félagsins. Að þessu sinni verða haldnar tvær sýningar í Háskólabiói. Hin fyrri fer fram kl. 3 í dag, en seinni sýningin verður á morgun kl. 2. Á dagskránni verða bæði íslenzkir dansar og erlendir. Sýningin hefst með því að 5—8 ára böm dansa „Guð gaf mér eyra“ og „Signir sól“ og síðan dansa eldri hóparnir dansa úr Vest- ur-SkatftafeMssýslu frá því um og eftir síðustu aldamót. Þá verða dansaðir spáns'kir, franskir, rússneskir og arner ískir dansar, einnig dansar frá Englandi, Mexiko, Bava- riu, og Italiu. Hljóðfæraleik- arár verða Jómína Gísladótt- ir, leikur á pianó, Jósef Ma»gn- ússon flautu, Sólrún Garðars dóttir fiðlu og Þorvaldur Björnsson harmoniku, en stjórnendur sýningarinnar verða Sigríður VaLgeirsdóttir, Mínerva Jónsdóttir og Helga Þórarinsdóttir. Þjóðdansatfélagið hefur nú starfað í tæplega 20 ár, en fé lagið var stofnað 17. júní 1951. Er félaginu ætlað það meginWutverk að kanna og kynna þær mennimgarerfðir, sem þjóðin á í þjóðdönsum og öllu sem að þeim lýtur. Að unglinga og fullorðinna á öll um aldri, þar sem kenndir eru hinir sígildu görplu dans ar og þjóðdansar. Kennslan í barnaflokkunum fer fram að Frikirkjuvegi 11, en kennar- ar i þeim flökbum eru Krist- rún Sigurðardóttir, Helga Þórarinsdóttir, Hrund Hjalta dóttir og Ingibjörg Gisiadótt ir. — Kennarar í sýningar- flokkunum em Mínerva Jónsdóttir og Sigríður Val- geirs, en hún er jafnframt stofnandi félagsins. Auk þess hafa Helga Þórarinsdóttir og Kristrún Sigurðardóttir að- stoðað við þjálfun sýningar- flokksins. Mikil yinna fer í það hjá félagsmönmum, eða ef til vill væri réttara að segja félags- konum, að útbúa islenzka búninga, en félagið á nú orð- ið mjög gott safn búninga. Ár ið 1967 var skipuð búninga- nefnd innan félagsins en verkefni hennar er að ann- ast innkaup á ýmsum efnum í búninga, snið hatfa verið gerð eftir búningum á Þjóð- minjasafninu og er ætlunin að sauma eftir þeim búninga í ýmsum stærðum til útlána hjá félaginu. Einnig hefur nefndin unnið mikið starf við að viða að mynztrum, sniðum og upplýsimgum um búninga í samráði við Þjóðminjasafnið. Hefur þegar verið hafinn undirbúningur að skráningu á búningum í eigu félagsins. 1 viðtali við Sölva Sigurðs son núverandi formann fé lagsins kom fram að um sl. áramót var einnig efnt til samstarfs. við Kvenfélagasam- band íslands, og Heimilisiðn- aðarfélagið um .framkvæmd hugmynda sem stuðlað geta að viðháldi íslenzkra búninga. Hefur þegar verið gerð verk lýsing og snið af upphlut og síðan verður hver búningur Mynd þessi var tekin í einni af utanlandsferðum 1» jóðdansaf élagsins. ... og síðpilsin sviptust... Þjóðdansafélag Reykjavíkur 20 ára Vorsýningar félagsins um þessa helgi þessu tviþætta verkefni hef- ur félagið unnið með fjöl mörgum sýningum, dans- kennsiu, söfnun og skrásetn- ingu dansskýringa, kvæða og iaga og kynningu á íslenzk- um þjóðbúninigum. Hér heima hefur félag- ið haít þjóðdansasýningu fyr ir styrktarfélaga og almenn- ing á hverju ári. Auk fjölda smásýninga í samkvæmum, að Árbæ og fyrir erlenda ferða- mannahópa, hefur félagið dansað fyrir sjónvarp nokk- urra landa og síðast fyr- ir japanska sjónvarpið s.l. þriðjudag. Síðast en ekki sizt hefur sýningarfflokkur félags ins farið í nokkrar utanlands ferðir og erlendir þjóðdansaxa hópar hafa gist félagið og sýnt á vegum þess. — Á þessu sumri verður mikið á döfinni hjá féLaginu. Tekur það á móti tveimur erlend- um þjóðdansarahópum. Ann- ars vegar er um að ræða 50 Austurríkismenn en hinn hóp- urinn er 20 Svíar. Ætlar Þjóð dansafélagið að skipuleggja hringferðir fyrir þessa hópa, sem koma um miðjan júlá. Er ráðgert að Austurríkismenn- irnir fari landveg norður og haldi sýningar á ýmsum af stærri stöðunum úti á landi. Svíamir f’ljúga til Homa- fjarðar og byrja sína ferð með sýningu þar. Ætla félag- ar úr Þjóðdansafélaginu að slást í för með Svíunum og sýna með þeim. 1 ágúst fer svo sýningarflokkur Þjóð- dansafélagsins til Gautaborg ar, en borgin verður 350 ára gömul á þessu ári. Hefur flokknum verið boðið að dansa á háflðartiöldum, sem verða i borginni af þessu til- efni. Má af þessu dæma að engin hrörnunarmerki em á félaginu. Auk starfsemi sýningar- flokksins starfrækir félag- ið fjölmennar deildir barna, tekinn þannig fyrir á fætur öðrum. Einnig vinnur nefnd- in nú að því að reyna að fé saumakonur, sem vilja taka að sér að sauma íslenzka bún inga, en sýnt þykir að fljót- lega muni sú list leggjast niður etf ekki verður eitthvað að gert. Hefur Heimillsiðnaðarfélag- ið hatft veg og vanda aí þess- um framkvæmdum. Um starfsemi félagsins á liðnum vetri sagði Sölvi að hún hefði verið með nokkuð öðru sniði en áður. Vegna erf iðleika á þvl að fá kennara til þess að setfa upp sýninga- dagskrá með flokknum var það ráð tekið að fá Ingi- björgu Björnsdóttur til þess að stjórna mótandi æfing- um og var tímanum fram að áramótum varið þannig. Eftir áramótin kom Mínerva Jóns- dóttir, sem er kennari við íþróttakennaraskólann á Laugarvatni, og kenndi flokknum sýningaratriðin, en flokkurinn aefði þau síðan upp að nokkru leyti sjálf- stætt. Eftir páska tók Sigrið- ur Valgeirsdóttir við og æfði annan hluta sýningardag- skrárinnar og verður árang- ur þessa starfs sýndur á fjöl um Háskólabíós í dag og á morgun. Eitt af atriðmn sýningarinnar nmi helgifia æft. Yngstu félagamir sýna listir sínar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.