Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 15. MAl 1971 Tíu alþingismenn kveðja nú Alþingi „Samstaða eins og í Sjálfstæðis flokknum er ekki til í öðrum flokki hér á landi“ — segir Sveinn Guðmundsson Sveinn Guðmundsson sagði að upphafið að sínum stjórn- málaferli hefði Mklega orðið þegar hann var að læra járn- smlði í Héðni. Hann var þá ritari nemendafélagsins og hafði fljótlega ákveðnar skoð- anir á málunum. „Sumir sögðu mig nokíkuð róttækan," hélt Sveinn áfram, „en það held ég ^*ki, meira en ungu fólki fcfer að vera.“ Sveinn gekk í landsmála- félagiB Vörð um 1940, en starf- aði ekki að ráði í félag- inu lengi vel. 1 stjórn Varðar var hann svo kosinn 1958 og 1963—1965 var hann formaður Varðar. Sveinn tók fyrst sæti á Al- þingi 1957 og ’58, en hann var þá varamaður fyrir Ragnhildi ,JIvaða mái hefur þér líkað bezt að fást við?” „Mesta ánægju hef ég haft af að starfa að iðnaðar- og atvinnumálum og svo virkjun- armálunum. Undir þessi mál falia stóriðjumálin, sem hafa tekið miklum stakkaskipt- um frá þvi sem áður var, á sið- ustu 7 árum sem Alþingi hefur fjallað um og afgreitt einhver stærstu mái í íslenzkri at- vinnusögu. f>á hefur mér einnig líkað vel að fjalla um rannsókna- mál, uppbyggingu skipasmíða og fleiri mái er varða þessa þætti uppbyggingarinnar. Það má einnig nefna af- greiðslu mála um olíuhreins- unarstöð, loðdýrarækt og fleiri skemmtileg og mikilvæg mál. Síðast en ekki sizt vil ég svo nefna tollamálin og nú síðast skattamáiln. Iðnaðarmál og sérstaklega fjárhagsmál iðnaðarins, hafa tekið geysilegum breytingum og má þar nefna aðild okkar að EFTA, sem ég tel að komi til með að hafa mikil áhrif i þá átt að við stöndum öðrum þjóðum á sporði í hinurn ýmsu iðnaðargreinum og hreinlega stuðli að því að gera okkur að traustari þjóð. Ég ætlaði mér ekki að verða pólítíkus, einis og ég gat um áðan og þykir nú gott að hætta á Alþingi, þegar ég er um sex- tugt, því ég hef meira en nóg að starfa í Héðni. En ég tel mig hafa öðlazt yfirsýn í landsmál- um og það er mér mikils virði, og ég tel það eðlilegt að ungir menn komi inn á Alþingi og því fremur, ef eldri menn geta haldið áfram sínu fyrra starfi. Ég hef aldrei kært mig um sýndarmennsku, en unnið að málum til að koma þeim fram og það hafa ávallt verið mál sem ég hef talið mjög nauð- synleg. Mér finnst skömm að þvi hvernig stjórnarandstaðan hefur pundað inn á Alþingi mál’um, sem bara eru til að sýnast, þvi mörg þeirra eru þannig að ekki er hægt að ætl- ast til þess að þau verði sam- þykkit.“ ,Hvað finnst þér um starfs- aðstöðu Alþingis?" „Starfsaðstaða Alþingis er algjörlega tM skammar. Ég tel það hreint framkvæmdaileysi að skapa efeki betri aðstöðu og aðbúnað fyrir þingmennina og það þarf enginn að öfund- ast vegna þeirrar launa- hækkunar, sem Alþingi sam- þykkti fyrir þingmenn í vetur, þvi að laun þeirra hafa verið allt of lág og sumir þingmenn hafa hreinlega ekki getað sinnt sínum störfum eins og vera ber af þeim orsökum. Heldur hef ég hallazt að þvi að Alþingi ætti að sitja í einni deild. Tvær deMdir veita málum að vís>u ít- arlegri meðferð en ein deild á að geta af- greitt mál með viðunanlegri athugun. En ég tel að alls ekki Helgadóttur. „Þá þurfti ég að flytja til- lögu um iðnaðarmál,“ sagði Sveinn, „og það /arð mikill hasar út af þessari tMlögu. Ég vildi láta samþykkja hana beint, en kratar vildu láta hana fara í nefnd. Ólafur Thors og Jóhann Þ. Jósefsson stóðu þá vel með mér og það þótti mér vænt um. Nú, tillagan var svo sam- þykkt á þessu þingi. Næst tók ég sæti á Alþingi þegar Gunnar Thoroddsen fór til Danmerkur og síðan hef ég átt sæti á Al- þingi, eða i 7 ár samfleytt. Þeg- ar ég hætti nú, og það tel ég eðlilegt i alla staði, þvi ég ætl- aði mér ekki að verða póli- tíkus til langframa, þá er það mjög ánægjulegt að þau eru aftur að hefja þingstörf Ragn- hildur Helgadóttir og Gunnar Thoroddsen." „Hvernig hefur þér þótt að starfa á AIþingi?“ „Það hefur verið mjög ánægjulegt og ég á margar góðar minningar úr því starfi. Mér hefur iikað vel að starfa á Alþingi, þó að starf mitt þar og í Héðni hafi að einhverju leyti háð hvort öðru. Kynni mín af þingmönnum eru mjög góð, sama úr hvaða flokk um er og þau kynni eiga eftir að endast mér. Samstarf þingmanna tel ég vera mjög gott og miklu betra en marga grunar." Bílasalan Hlemmtorgi Sími 25450 Seljum í dag: Cortina '67, '68, »70, '71 Mercedes-Benz 200 D '65, '66 Mercury Cougar '70 Volkswagen '66 Skoda 1000 MB '66, '68 Chevrolet Chevelle »68, hard top tveggja dyra, 8 cyl., sjálfsk. Chevrolet Chevelle ‘67, 4ra dyra, 6 cyl., sjálfskiptur Dodge Coronet 440 '67 Bronco '66 I sérflokki Willys '64 Taunus 17 M '66, '67. Höfum kaupendur að ftestum gerðum nýlegra bíla. Bilasalan Hlemmtorgi Sími 25450 Stjórnmálamaður á að hjálpa þeim, sem minna mega sín — hinir hjálpa sér sjálfir Rætt við Sverri Júlíusson, alþingismann EINN þeirra þingmanna, sem nú hætta þingmennsku er Sverr- ir Júlíusson, 10. landskjörinn, sem verið hefur í framboði í Reykjaneskjördæmi og skipar nú 10. sætið á lista Sjálfstæðis- flokksins þar. 1 viðtali við Mbl. nýlega sagði Sverrir m.a.: — Þau átta ár, sem ég hefi set ið á þingi markast mjög af efna- hags- og atvinnumálunum og þar sem ég hef verið samhliða þing- mennskunni i forustu hjá sam- tökum útvegsmanna á þessu tirna bMi, hef ég haft sérstakan áhuga á þeim málum. Miklar sveiflur hafa orðið á þessum árum og minnisstæðar eru þær ráðstafan ir, sem grípa þurfti til, er út- flutningstekjur þjóðarinnar lækkuðu um helming. Varð þá að gripa til gagnráðstafana, sem nú hefur sýnt sig að voru réttar. — Satt að segja finnst mér ekkert mannlegt vera alþingis- manni óviðkomandi. Þeir menn sem muna Island fortíðar og nú tíðar — aMt frá 1920, sjá að það Island, sem við nú búum í er allt annar heimur en forðum. Þó finnst mér vart I tíma talað að haft sé við mig viðtal — ég er þó ekki orðinn það gamaH — og Sverrir hlær við. Ég hef þó aHt- af reynt að haga mér eftir þvi, sem einu sinni var við mig sagt: Stjórnmálamaður á að hjálpa þeim, sem minna mega sín — hinir hjálpa sér sjálfir.“ — Já — ég er fæddur í Kefla- vík og hef aUa mína tíð verið tengdur sjávarsíðunni og þvi sem við hana gerist. Því hef ég aHa jafna haft meiri afskipti af þeim málum en öðrum. Þetta sið asta kjörtímabil hef ég átt sæti I fjárveltinganefnd og finnst mér það starf hafa opnað mér mikla innsýn í þjóðlifið í heUd. Starfið hefur verið mér ánægju- legt og ég hef alltaf Utið á það sem hvert annað starf, sem manni ber að rækja eftir beztu getu. — AtvinnumáMn í heild eru helzta áhugamál mitt, bæði til lands og sjávar. Eina nefndin, sem ég bað um að fá að taka sæti í var landbúnaðarnefnd. Það gerði ég vegna þeirrar reynslu, sem ég hafði orðið fyrir frá 1953 í Austur-Skaftafells- sýslu, en þar fór ég fyrst i fram boð. Ég þekkti þá engan mann í þvi kjördæmi, en það var fyrir orð vinar míns, Ólafs heitins Thors, að ég bauð mig þar fram. Nú þegar ég lit til baka finnst mér að sá tími sé mér ef til vill dýrmætastur og ég vildi sízt hafa orðið af honum. Þessi litlu kjördæmi gáfu þingmanninum eða frambjóðandanum tækifæri tU þess að kynnast kjósendum sínum og í 10 ár var ég í stöð- ugu sambandi við þetta fólk, sem allt varð að kunningjum mín um og vinum. Til þess hugsa ég aUtaf með hlýhug. — Já fyrsta frumvarp mitt og jómfrúrræða voru um samruna stofnlánasjóða sjávarútvegsins og komu lög þess efnis til fram- kvæmda á árinu 1966. — Ég hef ávalit haft áhuga á pólitík allt frá þvl er ég var unglingur og þó ég hafi ekki fylgzt svo náið með málurn sem síðasitliðin 8 ár, þá er það mitt mat að stjórnmálin hafi breytzt hin síðari ár mjög tU batnaðar. ÞLngmenn eru í viðskiptum sin- um mun minna persónuiegir en áður, þegar deilt er. Þeir voru aUt of persónulegir á timabili. Eðlilegt er að skoðanamun- ur ríki manna á miUi — það er nauðsynlegt og á þvi byggist lýðræðið. Um margt hefur verið deilt á þessum tveimur kjörtíma bilum og ber þar ef til viU hæst EFTA-málið og samninginn við svissneska álfélagið. Ég man ekki eftir öðrum málum, sem hærra ber, en mig langar þó að geta þess að sú mynd sem hinn aimenni kjósandi fær af Alþingi af eldh úsda gs umræðum er al- röng. Þar fara ðU viðskipti manna fram í miklu meira bróð- erni en sýnist. — Þegar ég ákvað um pásk- Sverrir Júlíusson. ana i fyrra að sækja um for- stjórastarf hjá Fiskveiðasjóði Islands, gerði ég það upp við mig, að ég myndi hætta þing- mennsku. Ég tók við nýja starf- inu 1. desember og er það ærið verkefnd. Persónulega lít ég svo á, að betra sé að verða að gagni á einum stað en skipta sér og vanrækja annað eða bæði. Þá hefur og verið sagt að iHa fari að alþingismenn séu banka- stjórar og þar sem ég er nú for- stjóri fyrir miklum fjárfestinga- sjóði, má líta á það sem nokkra hliðstæðu. Ég tilkynnti þvl á kjördæmisráðsfundi i ágúst síð- astliðnum, að ég gæfi ekki kost á mér í framboð — en vinir mín ir buðu mér 10. sæti listans og kann ég þeim þakkir fyrir. Ég vil og þakka allt það traust, sem mér hefur verið sýnt, samvinnu við alla og vona að sá er við mér tekur erfi og þann hlýhug, sem ég tel mig hafa notið. Ég vona að menn sýni svo Sjálfstæð isflökknum enn það traust sem þeir hafa gert hingað tU, þvi að með stefnu hans að leiðarljýgi tel ég íslendingum bezt vegna, sagði Sverrir Júlíusson að lok- um. Sveinn Guðmimdsson eigi að lengja Alþingi og ég tel nauðsyn vera á því að á þingi sitji menn úr atvinnulifinu. Hins vegar er ekkert atriði endilega að slikir menn sitji lengi. Það er um að gera að skipta, þannig að hreyfing sé á í þessu efni. Nýtir menn sem fara á þing eiga vart að líta á það starf öðru jöfnu sem lifis- tíðarstarf, nema þeir menn sem veljast í forystu flokkanna og ætla sér hreinlega að starfa sem stjórnmálamenn.“ „Hvernig lizt þér á komandl kosningar?“ „Ég er sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn fier vel út úr komandi kosningum, ef fólk vill skoða landsmálin í þvi Ijósi að æði margt hefur áunnizt og verið sótt fram á veg þó að auðviitað eigi alltaf eftir að gera betur. Og ég vil taka það fram að ég er ekki jafn svartsýnn á haustið og sumir. Forsvarsmenn á vinnumark- aðinum sýna nú miklsu meirl skilning á fjárhagsmálum þjóð arinnar í heild og þá að vertíð- inn hafi ekki verið góð, er ekki öll nótt úti enn og ég er bjartsýnn. Það er ekki sízt Sjálfstæðismönnum að þakka hvemig til hefur tekizt um að ráða fram úr þvi atvinnuleysi sem var hér og það var væg- ast sagt ekki bjart framundan þegar atvinnumálanefndin var stofnuð. Nú vantar hins vegar vinnuafil og það sýnir hver gróska er i þjóðlifinu. Á framboðslistanum í Reykjavik er valinn maður i hverju rúmi og ég vil vekja athygli á glæsilegum fulltrúa ungu kynslóðarinnar. Ég er sjálfur mjög ánægð- ur með þetta fólk, en ég tel að það yrði mjög slæmt fyrir þjóðina, ef Sjálfstæðisflokkur- inn yrði ekki áfram leiðandi afl i uppbyggingu islenzks þjóðiifs með því að vera í rík- isstjórn, því að framundan eru mjög vandmeðfarin mál og tímamótamál eins og landhelg ismálið, stóriðjan, virkjanimar og EFTA. Þó að Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson hafi fall- ið frá á sama áratugnum er það Ijóst að núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins undir stjórn Jóhanns Hafsteins hefur fyUilega valdið því hlutverki sem Sjálfstæðisflokknum sæm- ir. Það er min skoðun eins og svo margra annarra að Jóhann hafi stækkað við hvert vanda- mál, sem hann hefur þurft að leysa til heilla fyrir þjóðina. Það kom einnig greinilega í Ijós á nýafstöðnum lands- fundi Sjálfstæðisflokksins að samstaða í flokknum er mlkil og samstiUing, sem ekki er til nú í neinum öðrum stjórnmála- fiokki á íslandi og hefur þó enginn annar flokkur eins fjöl breyttar skoðanir islenzkra þegna til þess að byggja á stefnu sína og starf.“ — áj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.