Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. LAXÁRDEILAN Stokkhólmsbréf frá Hrafni Gunnlaugssyni Hann er dauður - hann drap sig Aftur á FORUM, alþjóðlega stúdenta- garðinum í Stokkhólmi, eftir 3ja mán- aða dvöl heima. Margt i fréttum. Um margt að spyrja. Kunningjar sem koma og fara. Og einn daginn yfir morgunkaffinu er spurt í <*tdhúsinu: Hvað er orðið af krullhærða Pólverj- anum, sem var vanur að koma hingað niður í eldhúsið? Ég hef ekki séð hann síðan ég kom. Eftir stutta þögn svarar Brasilíubú- inn: Hann er dauður — hann drap sig. Aftur stutt þögn. Hvenær! — af hverju? Það var einhvern tíma um jólin — eða rétt eftir áramótin, sem hann fór hérna upp á þak og fleygði sér niður. Ég sá þegar þeir voru að þurrka upp sletturnar. Hann var ein klessa. Hver var ástæðan? Ég veit það ekki alveg, en þú manst eflaust, að það voru götubardagar í Gidinja og Gdansk einhvern tíma í des- ember. Hann var sjálfur flóttamaður frá Gdansk og tók þetta mjög nærri sér — sérstaklega eftir að þetta rann allt út i sandinn. Annars gáfu blöðin aðra ástæðu sem er líklega mun sennilegri, þó að þessi gæti hafa riðið baggamun- inn. Hvaða ástæðu? Jú — hann tók þátt í einhverjum mótmælum við háskólann i Póllandi, þar sem hann var við nám, árið áður en hann flúði. Hann sat í fangelsi í 8—9 mánuði fyrir vikið og var misþyrmt grimmdarlega á meðan, að þvi er blöð- in sögðu. Hann náði sér aldrei fyllilega aftur. Var stöðugt hræddur um að pólska leynilögreglan sæti um líf sitt og tortryggði alla. Ég mundi eftir, að hann hafði oft tal- að um vald pólsku leynilögreglunnar og það væri sama hvert maður flýði, hún hefði alltaf upp á manni einn góðan veðurdag. Hvað var gert — hvað gerðist? Hvað var gert? Nú það komu frá- sagnir af atburðinum og myndir í dag- blöðunum daginn eftir. Einhver kven- maður grét á kaffiteríunni. Tveim, þrem dögum síðar var þetta gleymt. Pólskir vinir hans sem hér eru við nám, sögðu mér síðar, að hann hefði verið leiðandi í hópum stúdenta heima i Póllandi og aldrei náð að festa hér rætur, eftir að hann flúði. Hann var ekki í sjálfu sér eingöngu antíkommúnisti, heldur andstæðingur bókstafstrúar almennt. Kirkjan á mið- öldum drukknaði í kennisetningum og bókstafstrú, og brenndi fðlk lifandi á báli guði til dýrðar. Hann líkti komm- únismanum við sams konar geðveiki, sem ætti rætur sínar í óraunhæfum kennisetningum og trúarjátningu, sem blindir ofstækismenn og velgeltandi flokkshundar notuðu til að færa og rétt- læta mannfórnir. Það versta er, sagði hann, þegar menn byrja að trúa á for- múlur og lokalausnir, en sjá ekki lífið, og neita að mannlegt samfélag breytist stöðugt. Allar framfarir verða til fyrir lýðræðislega þróun, frá áfanga til áfanga, þar sem menn staldra við eftir hvern unninn hjalla, litast um og spyrja sjálfa sig: Er ég á réttri leið — hvert höldum við? Sá sem hefur blindazt af trú, gengur hins vegar stöðugt í hringi og kemst aldrei út fyrir sinn litla, tilbúna heim. Það er eins og viðsföðuleysi daganna brotni á blindskeri liðins tíma, þegar kunningi er kallaður á burt. — Fyrir tæpu ári síðan skrifaði ég hér í blaðið Stokkhólmsbréf, sem bar nafnið „Heill herskari af ljóshærðu kvenfólki" og var samantekið úr samtali nokkurra stúd- enta hér i eldhúsinu á Forum. Pólski kunninginn var einn af þátt- takendunum í þessu samtalí. Þá talaði hann af heift um bókstafstrú og komm- únisma. Það var þá eins og hvert ann- að skvaldur dagsins — og nú? — Matvörukaupmenn átelja sölufyrirkomu- lag á mjólk AÐALFUNDUR Félags matvöru kaupmanna va haldinn 10. maí sl. í Leikhúskjallaranum. Fund- urinn var mjög vel sóttur og voru á honum rædd ýmis áhuga mál og hagsmunamál matvöru- kaupmanna. Óskar Jóhannsson, sem verið hefur formaður fé- lagsins í 5 ár, baðst undan end- urkosningu og voru honum þökk uð mikil og góð stöf í þágu kaupmanna. Formaður félagsins var kosinn Einar Bergmann, kaupmaður. Aðrir stjórnarmenn eru Sigþór Sigþórsson, Jóhann- es Óli Garðarsson, Hákon Sig- urðsson og Torfi Torfason. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: Aðalfundur Félags matvörukaup manna 1971 telur, að núverandi fyrirkomulag á sölu og dreifingu á mjólk og mjólkurvörum sé al- gjörlega óviðunandi og samrým- ist ekki nútíma viðskiptaháttum. Fundurinn bendir á, að ríkj- andi dreifingarkerfi er sízt tit þess fallið að vernda hagsmuni framleiðenda og neytenda og er úreltur arfur frá liðinni tíð. Fundurinn skorar því á við- komandi yfirvöld að hlutast til um, að sala og dreifing á mjólk- urvörum verði gefin frjáls öll- um matvöruverzlunum hið fyrsta. (Fréttatilky nning frá Kaup- mannasamtökum íslands). ¥Tm rúmlega eins árs skeið hefur iðnaðarráðuneytið gert ítrekaðar tilraunir til þess að koma á saettum í Lax- árdeilunni svonefndu. Hefur Jóhann Hafstein, forsætis- og iðnaðarráðherra, tekið per- sónulegt frumkvæði í málinu til þess að reyna að koma á sættum og haldið tvo sátta- fundi með deiluaðilum. Ekki verður því annað sagt en að stjómarvöld landsins hafi gert það, sem í þeirra valdi hefur staðið til þess að leysa þetta erfiða deilumál. Sáttatilraunir þær, sem fram fóru í febrúarmánuði sl. báru ekki árangur og þá lá ljóst fyrir, að sáralitlar líkur væri á því, að sættir gætu tekizt. Nú hefur stjórn Lax- árvirkjunar sótt um leyfi fyr- ir nýrri virkjun í Laxá til iðnaðarráðuneytisins. Er hér um að ræða svonefnda Laxá III, sem gerð hefur verið ný hönnun og áætlun um. Iðn- aðarráðuneytið hefur birt auglýsingu um þessa fyrir- huguðu virkjun, þar sem kallað er eftir athugasemdum við hinar fyrirhuguðu virkj- unarframkvæmdir. Auglýsing þessi er birt í samræmi við hinn svonefnda lögbannsdóm en hann byggist á því, að ekki hafi verið fullnægt skil- yrðum vatnalaga um að kynna fyrirhugaðar fram- kvæmdir fyrir hlutaðeigandi aðilum. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á þessari aug- lýsingu um Laxá III og raun- ar einnig um Lagarfossvirkj- un, því að hér er um nýmæli að ræða og má vænta þess, að í framtíðinni verði ekki ráðizt í virkj unarmannvirki fyrr en slík auglýsing hefur verið birt og þeim, sem hlut eiga að máli hefur verið gef- inn kostur á að koma á fram- færi athugasemdum við væntanlegar framkvæmdir. Þegar slíkar athugasemdir liggja fyrir, er ráð fyrir því gert í vatnalögunum að hér- aðsdómari skipi tvo mats- menn til þess að meta hugs- ¥>áðherrafundi EFTA er lok- ** ið. Fundur þessi hefur orðið til þess að skýra nokk- uð væntanlega þróun í mark- aðsmálum Evrópu. Nú eru taldar verulegar líkur á, að Bretar, Norðmenn og Danir, fái inngöngu í Efnahagsbanda lag Evrópu. Þá vaknar spurn ingin: hvað verður um EFTA? í yfirlýsingu þeirri, sem ráðherramir gáfu út að loknum fundinum í gær er anlegar skaðabætur vegna framkvæmdanna. Ætti þar með að vera tryggt, að þeir, sem telja sig verða fyrir tjóni vegna virkjunarframkvæmda, hljóti bætur fyrir. Þessi ráð- stöfun, þótt í lögum hafi ver- ið, er beinn árangur eða af- leiðing af Laxárdeilunni og er hún líkleg til þess að hreinsa mjög andrúms'loftið í deilumálum, sem upp kunna að rísa í framtíðinni. Með hliðsjón af auglýsingu þeirri, sem iðnaðarráðuneytið hefur nú birt má gera ráð fyrir því, að iðnaðarráðherra veiti Laxárvirkjun leyfi fyrir hinni nýju virkjun, þegar auglýsingafrestur er liðinn. Yrði þá væntanlega afturkall- að ráðherraleyfi frá 1969 fyr- ir 1. áfanga Gljúfurversvirkj- unar og hún þar með úr sög- unni. Það á eftir að koma í Ijós hver viðbrögð landeig- enda verða við auglýsingu ráðuneytisins. Eftir það, sem á undan er gengið er þess vart að vænta, að samkomu- lag verði um þessa nýju ráð- stöfun. En til þess eru stjóm- arvöldin að höggva á hnút- inn, þegar svo skipast málin og það er iðnaðarráðuneytið bersýnilega að gera nú. Laxárdeilan hefur að mörgu leyti verið gagnleg. Hún hefur undirstrikað nauð- syn þess að tekið verði fullt tillit til náttúmvemdarsjón- armiða við stórframkvæmdir í framtíðinni og að þeim verði hagað á þann veg, að náttúra landsins bíði ekki óbætanlegt tjón af. Hún hefur einnig orðið opinberum aðilum á- minning um að rétt einstakl- inganna má ekki bera fyrir borð. Og hún hefur líka vak- ið upp ýmsar spumingar í sambandi við störf dómstól- anna. Hvemig stendur t.d. á þeim gífurlega mun, sem er á dómi undirréttar og Hæsta- réttar um tryggingarfjárhæð vegna lögbannsins? Undir- réttur gerði landeigendum að leggja fram 135 milljónir. Hæstiréttur sagði 10 milljón- ir. Minna má nú gagn gera. lögð megináherzla á, að stækkun EBE megi ekki verða til þess að eyðileggja viðskiptafrelsið innan EFTA og jafnframt láta þeir í Ijós þá skoðun, að viðræður þær, sem fram hafa farið undan- fama mánuði milli EBE og þeirra EFTA-landa, sem ekki æskja aðildar, ættu að geta orðið grundvöllur væntan- legra samninga milli aðila. Það er augljóst, að EFTA mun halda áfram að starfa í einhverri mynd en framtíð samtakanna mun þó ráðast af niðurstöðum framan- greindra viðræðna. Atburðarásin síðustu vik- ur og mánuði hefur glögg- lega leitt í Ijós, að ekki var seinna vænna fyrir okkur íslendinga að gerast aðilar að EFTA og styrkja þar með stórlega aðstöðu okkur í samn ingaviðræðum við EBE. í viðtali við Morgunblaðið í gær um þetta atriði, sagði Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- ráðherra: „Enginn vafi er á því með hliðsjón af því, sem nú er að gerast, að við ís- lendingar gerðum rétt í því ingu í samtali við blaðamann að gerast aðilar að EFTA í fyrra. Ef við hefðum ekki gert það, væri öll aðstaða okkar ti'l samninga við stækk að Efnahagsbandalag Evrópu mun óhagstæðari en nú er. í samningunum við EFTA fengum við aukið viðskipta- frelsi, sem við nú höfum bætta aðstöðu til þess að varðveita.“ Ef svo fer fram sem horf- ir, að Bretar gerist aðilar að EBE er spurt hvað verði um samninga þá, sem Bretar eru aðilar að við okkur innan Frí- verzlunarsamtakanna. Micha el Noble, viðskiptaráðherra Breta, svaraði þessari spum- Morgunblaðsins í fyrradag er hann sagði: „Þeir munu sjálfsagt vera í gildi út samn- ingstímabilið. Ég get ekki séð neina sérstaka erfiðleika í því sambandi.“ í sambandi við hugsanlega inngöngu Breta, Norðmanna og Dana í EFTA verður að hafa það í huga, að skipting Evrópu í tvö markaðssvæði er óeðlilegt fyrirbæri. Frjáls- ari viðskipti milli allra Evr- ópuríkja munu stuðla að bættum lífskjörum fólksins og vonandi munum við ís- lendingar njóta góðs af sam- starfínu í hinni nýju Evrópu, sem nú virðist á næsta leiti, þótt við getum ekki og vilj- um ekki gerast fullgildir með limir EBE. Ný Evrópa?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.