Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1971 21 Stjórn Fjárfestingarfélags íslands hf.: Hjörtur Jónsson, Þorvaldur Guðmundsson, Kristleifur Jónsson, ritari, Guðmundur Ólafsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, varaformaður, Gunnar J. Friðriksson, formaður, og Hjörtur Hjartarson. Vordagur Lang holtssafnaðar — Fjárfest- ingarfélag Framhald af bls. 32 af Eyjólfi Konráð Jónssyni og Ben:dikt Gröndal og samþykkt sem lög 25. apríl 1970. Hlutafé félagsins er sam- kvæmt stofnsamningi ákveðið lægst 80 millj. kr. og hæst 200 millj. kr. Hlutafjársöfnun held- ur áfram, allt að hinu tiltekna hámarki, þó ekki lengur en til ársloka 1971. Stjórn félagsins hefur söfnunina með höndum. Söfnunin á að fara fram með almennu hlutafjárútboði, þannig að öllum almenningi gefist kost- ur á hluttöku í félaginu. Hluta- féð skiptist í hluti að nafnverði 10 þús. kr. og 100 þús. kr. í samþykktum félagsins segir, að í samræmi við tilgang fé- lagsins sé því h'iimilt m.a.: 1) Að vera frumkvöðull að stofn- un, endurskipulagningu og sam- einingu atvinnufyrirtækja. 2) Að kaupa, eiga og selja hluta- bréf í atvinnufyrirtækjum og skuldabréf þeirra. 4) Að greiða fyrir útgáfu hlutabréfa og skuldabréfa atvinnufyrirtækja með beinni og óbeinni þátttöku í útboðum og annarri dreifingu á þeim. 4) Að útvega, veita og ábyrgjast lán til atvinnufyrir- tækja, sem félagið tekur þátt í eða b-itir sér fyrir. 5) Að taka þátt í rannsóknum á atvinnu- nýjungum og tilraunum með þær og hafa milligöngu um öfl- un og sölu á réttindum til hag- nýtingar þeirra. 6) Að annast tæknilega- og viðskiptalega ráð- gjafaþjónustu við stofnun og rekstur atvinnufyrirtækja. 7) Að taka lán til eigin þarfa og til endurláns. 8) Að eiga og reka fasteignir.“ Á stofnfundinum í gær fór fram kosning fimm manna í stjórn félagsins til eins árs og þriggja til vara. í stjórn voru kjörnir: Gunnar J. Friðriksson, formaður, Hjörtur Jónsson, Eyj- ólfur Konráð Jónsson, varafor- maður, Kristleifur Jónsson, rit- ari og Guðmundur Ólafsson. Varamenn í stjórn voru kjörn- ir: Hjörtur Hjartarson, Þorvald- ur Guðmundsson og Sveinn Val- fells. Endurskoðendur voru kjörnir Guðmundur H. Garðars- son og Guðmundur Arnórsson. Varal-ndurskoðandi var kjörinn Leifur Geirsson. í samþykktum Fjárfestingar- félagsins segir, að stjórn félags- ins ráði framkvæmdastjóra, er hún telur það tímabært. En fyrst um sinn mun stjórnin ann- ast allan rekstur félagsins. Á stofnfundinum í gær var samþykktur stofnsamningur fé- lagsins og samþykktir fyrir Fjár- festingarfélag íslands hf. Fund- - 17 millj. Framh. af bls. 32 umn allm ikla h:ekkun á leigu Lax 4r í Kjós að ræða. Nemur hækk umin 30—40% til bæncla fx'á því sesn nú er. Strax í swmar kemur til með að verða 50% hækkun á teigu þeirri swi stangaveiði- menn þúrfa að borga, en að soign Páfls G. Jóns»onar verður daglleiga fyrir eina atönig frá 2.800 kr. ti'l 7.500 kr. i sumar. amtari á stofnfundinum var Sigurður Hafstein, hdl. Hjörtur Hjartarson, formaður Verzlunar ráðs Islands, sleit fundinum og Framhald af bls. 1 fram sú ásökun, að löndin hefðu hækkað v:rð á pappírsdeigi um 30—40%, en ekki á pappir og þannig skert stórlega samkeppn- isaðstöðu Breta, sem yrðu að kaupa hráefnið hærra verði, en gætu síðan ekki hækkað verðið á fullunnu vörunni. Þessu mót- mæltu Norðurlöndin harðlega og studdu mál sitt með öðrum töl- um. Ákvað fundurinn að Bretar skyldu senda fulltrúa til að kanna málið á Norðurlöndum og að þessir fulltrúar gæfu síðan skýrslu um málið. Var það von fundarins að hægt yrði að leysa þetta mál utan EFTA með við- ræðum viðkomandi aðila. Flestir ráðherrarnir halda ut- an á morgun nema Feldt, við- skiptaráðherra Svíþjóðar, fer í dag. Hér á eftir fer yfirlýsing fundarins í heild. YFIRLÝSING 33. RÁÐHERRAFUNDAK EFTA EFTA-ráðið og sameiginlegt ráð EFTA og Finnlands hélt ráð- herrafund sinn hinn 13. og 14. maí í Reykjavík, hinni gestrisnu höfuðborg nýjasta meðlims EFTA, í boði íslenzku ríkisstjórn arinnar. Hr. Ernst Brugger, efna- hagsráöherra Sviss, var i for- sæti fundarins. Ráðherrarnir, ásamt finnska utanríkisviðskiptaráðherranum, ræddu á fundi sínum til hlítar horfur á frekari sameiningu í Evrópu, sem ætíð hefur verið helzta stefnuskrármál Fríverzl- unarsamtakanna. Þeir fögnuðu þeim áföngum, sem náðst hafa í samnings- og könnunarviöræð- unx EFTA-landanna við Efna- hagsbandalag Evrópu, frá því að þeir hittust á fundi í nóvember Viðvikjandi samningaviðræð- um Breta, Dana og Norðmanna, sem þegar hafa sótt um aðild að EBE, fögnuðu ráðherrarnir þeim áfanga, sem áunnizt hefur með samkomulagi um mörg mál. Ráðherrarnir fögnuðu sérstak- lega þeim mikla árangri, sem náðist í þessari viku, á fundum Breta og í'áðherra hinna EBE- landanna í Brússel á þriðjudag og miðvikudag. Það var enn- fremur álit ráðherranna að könn unarviðræður hinna EFTA- landanna við EBE á undanförn- urn mánuðum muni reynast góð- ur grundvöllur undir samninga- viðræðurnar, sem framundan eru. Þeir lýstu trausti sinu á því, að nú hefði skapazt grundvöllur til lausnar vandamálum, er snerta öll EFTA-löndin. Ráðherrarnir undirstrikuðu enn einu sinni áhuga sinn á því, að vernda þau frjálsu viðskipti, sem þegar hafa skapazt milli EFTA-landanna, sem mikilvæg- an þátt stækkaörar Evrópu. Þeir endurtóku óskir sínar, sem eru í samræmi við yfirlýstar óskir EBE um að aðildarsamningar og sérsamningar taki gildi á sama tíma, og að þessir samn- ingar og sérsamningar verði all- ir í fullu samræmi við GATT. þakkaði sérstaklega frumkvæði Eyjólfs Konráðs Jónssonar við undirbúning að stofnun félags- Samtökin vinna nú að því að leita heppilegra lausna á vanda- málum, sem snúa að því að halda við þeim frjálsu viðskipt- um, sem þegar hafa komizt á innan EFTA. Ráöherrarnir lýstu allir yfir ánægju sinni með það starf, sem þegar hefur verið unnið, og fólu ráðinu i samvinnu við framkvæmdastjórnina að fylgja því eftir af alefli. Ráðherrarnir ræddu stöðu heimsviðskipta á almennum grundvelli og ræddu i því sam- bandi þróunina á hinum alþjóð- lega peningamarkaði undanfarið. Áherzla var lögð á mikilvægi þess starfs, sem nú er unnið hjá GATT við að losa um viðskipta- höft, svo og undirbúning fram- tíðarsamningsviðræðna um frek- ari þróun frjálsra viðskipta i heiminum. Ráðherrarnir lýstu ánægju sinni með þann stuðn- íng, sem Alþjóðlega verzlunai'- ráðið lýsti yfir nú fyrir skömmu fyrir hönd viðskiptasamfélags- ins í heiminum. Þeir lögðu áherzlu á, að þi'óun mála í V- Evrópu mætti ekki standa í vegi fyrir tilraunum til að auka við- skipti við önnur mikilvæg mark aðssvæði, þar á meðal verzlun milli austurs og vesturs. Þá létu ráðherrarnir i ljós ánægju sína yfir því, að hin almenna áætlun um ívilnanir til handa þróunar- löndunum tæki brátt gildi i sam- ræmi við þær grundvallarreglur, sem ákveðnar voru af OECD og UNCTAD. Áframhaldandi viðskiptaaukn- ing EFTA-landanna var fundar- mönnum mikið ánægjuefni og þá séi'staklega innbyi’ðisaukmng þeirra, en hún var meiri árið 1970 en nokkru sinni fyrr fi'á stofnun samtakanna. Þessi þi’ó- un er lifandi dæmi um þann hag, sem EFTA-löndin hafa haft af því að fella niður innbyrðis við- skiptahöft. Þá minntust í'áðherr- ai'nir þess, að í júní nk. verða 10 ár liðin fi’á því að Finnland hóf samstarf við EFTA. Á þeim tíma hefur samvinnan þróazt að fullu á jafnréttisgrundvelli og uppfyllt vonir allra EFTA-land- anna, sem eiga aðild að sam- vinnusamningnum. Með tilliti til nauðsynjar opin- bex's eftirlits af heilsufars- og öryggisástæðum með framleiðslu ýmissa vörutegunda, fögnuðu ráðheri’arnir hinum nýju samn- ingum, er nýlega var gengið frá urn gagnkvæma viðurkenningu eftirlits með ýmsurn mikilvæg- um verzlunarvörum, þ.e.a.s. lyfj- um, þi’ýstikerjum, skipum og ör- yggisútbúnaði. Þessi samningur getur orðið til þess, að losa um ýmis viðskiptahöft og hann er opinn fyrir aðild annarra landa, er hafa sambærileg eftirlitskerfi. Ráðherrarnir lýstu því yfir, að þeir myndu fagna því, ef slík lönd sýndu samningunum áhuga. Þeir lýstu yfir þeirri von sinni, að aðrir samningar um aðrar vörutegundir fylgdu í kjölfarið. Ráðherrarnir samþykktu að næsti ráðherrafundur EFTA- ráðsins yrði haldinn í Genf 4.—5. nóvember nk. SÁ var löngum háttur Islend- inga að fagna sumri, fagna því i að sleppa úr klóm vetrar. Nú er það víðast lagt af, síðan veiti- árin kenndu okkur, að ekkert er þakkandi, minnsta kosti ekki lán, heilsa eða tíð. Við höfum þessa hluti alla í vasanum. Bræðurnir í Langholtssöfn- uði eiga þá skoðun, að þetta sé ekki rétt, og vilja halda þeim þjóðiega sið við að fagna sumri. Þeir bjóða þér til þeirrar gleði sinnar á sunnudaginn kemur, og telja sig hafa mikið að þakka nú, því að sumarið er óvenju þroskavænlegt. Að þessu sinni verður vordag- urinn með fjölbreyttu sniði sem fyrr. Fyrst er að geta, að sam- koma verður fyrir börn kl. 10:30 og svo guðsþjónusta kl. 2. Þá mun predika Kristján Valur Ing- ólfsson, guðfræðinemi. Um kvöldið verður samkoma Bræðra félagsins, ávarp, ljóðalestur, leik LEIÐRÉTTING í MINNINGARGREIN um frú Ástu Guðjónsdóttur, sem birtist í Morgunblaðinu 12. þ.m., hafði misritazt hjá mér eitt orð, sem máli skiptir. Þar stendur að Árni á Hurðarbaki (misprentað Hurðarbaksás) og Sigríður hafi verið systkini Jórunnar móður Margrétar i Hólmsbæ, en átti að vera systurbörn. Þuríður móð- ir þeirra var systir Jórxmnar. Annars má lesa nánar um þetta í Bergsætt eins og ég nefndi í grein minni. Ég bið vandamenn að afsaka þessi mistök. • Reykjavík. 13.5. 1971, Ingiiuiir -lóhannesson. Góður afli Grindavík, 14. maí. GÓÐUR afli var hjá Grindavik- urbátum í dag. Um kl. 9 í kvöld voru 17 bátar komnir með sam- tals 203 tonn. Þar aí voru tveir bátar, Grindvíkingur og Vísir með 23 tonn hver, en annars var meðalaflinn frá 10—18 tonn. Sjálístieðiskonur í Reyk.ja vik liafa opnað kosning-askrif- stofu í Miðbæ við Háaleitisbraut. Morgunblaðið lxafði í gær tal af Kristínu Magmisdóttur og Mar- gréti Kinarsdóttiir og sögðu þaer að konurnar væru fuliar af áluiga fyrir kosningastarfinu. 1 gœr voru fjórar konur starf- andi á skritnitofunni og unnu að því að hafa samband við kon- ur i borginni. Kristin sagði, að sýning, söngur og helgistund. Kvenfélagskonur munu annast veitinigar, rausn þeirra þarf ekki að kynna Langholtsbúum. Angandi blóm munu pi’ýða sali, og sér Ásmundur Jónasson, ung ur skreytingarmeistai'i blóma- verzlunarinnar Daggar um þá hlið. Það niðar þvi vor um safnað- arheimilið þessu sinni, og því skal heidur ekki gleymt, " að minna þig á, að brum hefir teygzt úr moldu, þar sem kirkj- an okkar á að risa. Við búumst við þér og vertu velkominn með sumargleði þína. Stjórn Brieðrafélagsins- — 9 tonnum Framh. af bls. 32 inn. Skipstjóri á Albert er Þórarinn Ölafsson og á Arn- firðingi er Ólafur Eirmboga- son. Af'li beggja bátanna siíð- ustu daga hefur verið miilili 20—30 tonn daiglega og hafa þeir verið með 14 trossiur hvor. Sýnir það að ekkerf er gefið eftir í baráttunni. — Seint í gærkvöldi hafði Morg- unblaðið samband við hafnar- vigtina í Grindavik, til þess að leita upplýsinga utn afla bátanna í gær, en þá voru báðir bátamir ókomnir að. — Selja Framh. af bls. 32 Söluverðið er allmiklu hærra en það var í síðasta sölusamn- ingi við Sovéti’íkin, enda á ann- að ár liðið síðan hann var gjörð- ur og á þeirn tínxa hafa orðið miklar v:rðhækkanir á fiski er- lendis og er hið nýja söluverð í samræmi við þær. Aðilar að samningi þessum eru af háifu Sovétríkjanna, ríkis fyrirtækið V/O Prodintorg í Moskvu, en það fyrirtæki ann- ast um innkaup á öllum mat- vælum til þeii’ra ríkja. Seljend- ur eru Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Sjávarafurðadeild SÍS, en Ámi Fixmbjörnsson og Guðjón B. Ólafsson önnuðust samningag.rð af hálfu þess- ara fyrirtækja. konumar væru fullar af áhuga, enda væru tvær konur í öruigg- um sætum á framboðsilisita fl'okkáins í Reykjavík. Ennfrem- ur sögðu þær Kristin og Mar- grét að á sikrxfstofunni reyndu þær að ná til sem flestra kvenna í borginni og fá þær til þesis að taka þátt i kosnin.ga- starfinu, og málaleitan þeirra hefði hvax-vetna fengið góðan' hljómgrunn. ms. - EFTA lokið Konur að störfum á kosn ingaskrifstofunni í ga>r. Sjálfstæðiskonur opna kosningaskrifstofu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.