Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAl 1971 23 Minning: Jón Björnsson rafvirKjameistari Faeddur 3. áffúst 1924. Dáinn 7. maí 1971. Vinnuféla.gar Jóns Björnsson- ar rafvirk.jamei.stara í líafnar- firði segja, að heuin hafi verið sérstaklega glaðvær og hress, þegar hann kom til vinnu sinn- ar föstudagsmorguninn 7. maí í fyrri viku. I>eir vissu þá ekki, að hann og kona hans höfðu á- krveðið daginn áður að panta flugfar til Danmerkur á fund dóttur sinnar, sem þangað var ailflutt úr föðurgarði, og var mikil tilhlökkun þeirra hjóna bundin þessu ferðalagi. En eniginn veit sína ævi, fyrr en öll er. Stundu síðar var hann lagður upp í hinztu förina yfir landamæri iífs og dauða, og í dag er hann borinn til moldar frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Jón Björnsson var fæddur í Búðardal 3. ágúst 1924. Foreldr- ar hans voru þau kunnu merkis- hjón, Jónína Þórhallsdóttir kenn airi og Björn Hermann Jónsson skólastjóri. Jón var aðeins 9 mán aða gatnaH, er hann fluttist með foreldrum sinum til Isafjarðar, þar sem hann lifði og dafnaði öll bernsku- og æskuárin fram á tvitugsaldur. Óhætt má fullyrða, að þá hafi hann verið orðinn eitt glæsileg asta karlmennið í hópi jafnaldra sinna, — fallegur drengur, eins og hann átti kyn til, hraustur og hugdjarfur. I>að var líka um þær mundir, sem hann vann það hreystiverk að bjarga pilti frá drukknun i Isafjarðarhöfn við hinar erfiðustu aðstæður. 1 vetrarmyrkri og kaisaveðri átti Jón leið niður á brygigju til að huga að komu strandferða- skips, er hann heyrði skyndilega Skvamp við bryggjukantinn og greindi jafnfraimt i myrkrinu straumhringiðu í sjónum. Þegar í stað steypti hann sér niður i krapaðan sjóinn og tókst að finna piitinn, sem þarna hafði hrapað út af bryggjunni og um leið fengið högg á höfuðið, svo að hann missti meðvitund. Jón varð síðan að synda með piltinn undir bryggjuna að stiga, sem var þar hins vegar og bera hann upp isaðar tröppurnar og upp á bryggju, þar sem hann hóf lífg- unartilraunir þegar í stað. Taidi læknir, þegar hann kom á stað- inn, að sá þáttur björgunarinn- ar hefði ekki sízt bjargað lífi piitsins. Þetta hreystiverk við slíkar aðstæður var metið þann- ig af Sjómannadagsráði i Reykja vík, að Jóni voru veitt björgun- arverðlaun Sjómannadagsinis þá um vorið, og þótti öllum það maklegt. Þegar Jón hafði lokið gagn- fræðanámi á Isafirði, vann hann fyrst tvö ár á netaverkstæði, en síðan var hann starfsmaður í Sundhöiil Isafjarðar um eins árs skeið. Árið 1945 hóf hann svo rafvirkjanám hjá Rafveitu Hafn arfjarðar, en tvö síðari námsár- in var hann hjá Guðmundi Sveinssynd rafvirkjameistara í Hafnarfirði og lauk þar iðnnámi sínu árið 1949. Næstu tvö árin vann hann á eigin verkstæði í Hafnarfirði, en 1952 tii 1958 starfaði hann að iðn sinni hjá varnarMðinu. Síðan flyzt hann austur að Hellu á Rangárvöllum og veitir þar forstöðu rafmagns- verkstæði Kaupfélagsins Þórs í fjögur ár, en flyzt þá aftur til Hafnarfjarðar og tekur upp sín fyrri störf á Keflavikurflugvelli, þar sem hann starfaði síðan tii dauðadags. Hafði hann þar eink um eftirlit með brunavörnum og lagði meðal annars aðvörunar- kerfi i fjölda bygginga þar á staðnum. Sá starfi er kannski bezta stað festingin á því, hvernig Jón vann öll sin störf, og hversu hon um máttí treysta í hvívetna. En 'traustum mönnum, sem þannig skila dagsverki sínu, er það oft sameiginlegt að hafa ekki hátt um sjálfa sig. Þeim er ekki sjaldan slík hógværð gefin, að þá fyrst standa þeir og störf þeirra í sviðsljósinu, þegar þeir eru horfnir og skarðið stendur eftir, autt og óskipað. Sú manngerð var Jón Björns- son. Hlédrægur og hógvær i gleði og sorg, fágætt prúðmenni og hvers manns hugljúfi, er unnu með honum og kynntust honum fyrr og síðar. Jón Björnsson kvæntist 6 okt. 1945 eftirMfandi konu sinni, Guð nýju Guðbjartsdóttur, en hún er dóttir hjónanna, Guðbjarts heitins Ásgeirssonar matsveins og Herdísar Guðmundsdóttur ljósmyndara, sem kunn eru í Hafnarfirði og viðar. Börn Guðnýjar og Jóns eru sex: Guðbjartur, prentari, kvænt ur Margréti Jónsdóttur, Guð- mannssonar skólastjóra. Jónína hárgreiðslukona, gift Þorsteini Björnssyni prentara, Ingvars- sonar lögreglustjóra. Guðfinna starfsstúlka á Dagheimili Hafn- arfjarðar. Herdis búsett í Dan- mörku og heitbundin dönskum manni. Helga gagnfræðasikóla- nemi og Björn Hermann á barna skólaaldri HeimMi þeirra er að Hörðuvöllum 1 í Hafnarfirði. Þetta sviplega fráfall eigin- mannsins og föðurins á miðjum aldri er þungbær lífsreynsla. Hann var fjölskyldu sinni óvið- jafnanlegur heimiiisfaðir. Heimil ið átti hug hans Eulllan og þar kaus hann að dvelja öllum stund um, þegar hann var ekki á vinniu stað. Þess vegna verður sæti hans þar svo tilfinnanlega autt. En lika af sömu ástæðum verð- ur bjart yfir því, jafnvel mitt i sorginni, alveg eins og bjart var ætið yfir þeim góða dreng, sem nú hefur horfið úr því. Öldruð móðir hans, hún Jón- ína Þórhallsdóttir, sem varð átt- ræð í vetur, fylgir nú í dag síð- asta barni sinu til grafar. Tveim ur somum sínum og dóttur hef- ur hún áður fylgt sömu leið á fá um siðustu árum og einnig eigin manni sínum. Engin orð á mannlegri tungu fá tjáð þá lifsreynslu, sem liggur að baki þessum sporum þinium, Jónína mín. Það verður heldur ekki reynt hér. En æðruleysi þitt og dugnaður verður okkur, vinum þinum, ævarandi minnis- stæð fyrirmynd, alveg eins og börnin þin og eigimmaður. Þótt þau séu öll horfin, þá eru þau ekki bara eftir i hugum okkar sem myndir i ramma á borðinu hjá þér, heldur hugljúfir og lær dómsríkir förunauitar, sem hvert á sinn hátt hefur gefið okkur, er kynntust þeim og störfuðum með þeim, það veganestí, sem hóllt er og gott að eiga í fórum sínum á leiðarenda. Megi hin æðstu máttarvöld leiða ykkur öll götuna fram eítir veg. Blessuð sé minning Jóns Björnssonar. Jón H. Guðmundsson. KVEÐJA FRÁ VINNUFÉLÖG- UM í dag er kvaddur hinztu kveðju vinur okkar og vinnafé- lagi, Jón Björnsson, rafvirki. _ Jón hóf störf hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli fyrir lið- lega fimmtan arum. Kynni okk- ar, sem lengst vorum honum samtíða voru því orðin gömul og gegn. Fyrstu árin hjá varnar liðinu starfaði Jon sem rafvirki, en síðustu sjö árin sá hann um eftirlit og viðhald á aðvörunar- og eldvarnakerfi Keflavíkur- flugvallar í samvinnu við starfa menn Slökkviliðs Keflavíkur- flugvallar. Maðurinn með ljáinn gerir ekki alltaf boð á undan sér, og í hvent sinn er hann vegur að okkur mannanna börnum, ekki sízt ef hann kemur skyndilega, er eins og þyrmi yfir okkur. Föstudagsmorguninn 6. maí, er við vinnufélagarnir sátum og röbbuðum saman áður en vinnu dagur hæfist, grunaði okkur sízt af öllu, að það yrði síðasta samverustund okkar með Jóni Björnssyni. Það fer ekki á milli mála, að þegar starfað er með manni ár um saman, verða kynnin nánari, persónuböndin sterkari og vin- áttan traustari. Þannig var var ið kynnum okkar af Jóni. „Ef við lítum yfir farinn veg og finnum forna slóð, færast löngu liðnar stundir okkur nær,“ og í hugann koma minningar um góð an félaga og einstakléga sam- vinnuþýðan og léttan í lund, minningar um félaga, sem hvers manns vanda vildi leysa og allt- af var fyrstur til að rétta út hjálparhönd, ef einhver átti um sárt að binda, minningin um Jón Björnsson, sem lagði hverjum manni gott eitt til. Þessi fáu og fátæklegu orð, megna engan veginn að lýsa þeim áhrifum, sem við vinnufé lagarnir urðum fyrir, hver á sinn hátt af kynnum okkar við Jón, en við þökkum allir fyrir samfylgdina og sendum aldr- aðri móður Jóns, eiginkonu, börnum, barnabörnum svo og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðj ur. „Við vitum frá gröf snýr ei hugur manns hress, sem hjartfólginn ástvin sinn grefur, þó tjónið sé okkar, en alls ekki þé«s, sem óhultur hvílist og sefur. Því tár vor og ár gera hollustu hana í huganum ljúfari og skýrri — fyrst heift vorrar sálar er minningar manns og margoft sú göfugri og dýrri. (St. G. St.) Þórður Guðmunds- son bóndi - Minning í DAG er tM mioldar borinn að ÓlajfsvöUiuim, Þórður Guðawunds- son bóndi í Kí'lhrauni á Skeiðum er andaðfet 6. miaí á Landspital- amum í Reytkjaviik eiftir langa og starfsamia ævi sem við vinir hans hefðum þó óskað að yrði lemgri. Skömmiu fyrir andlát hans heimsótti ég hann á sjúkrastof- una, æðruleysi og karlmannleg ró ein'kenndi hann sem alla tíð áður. Hann var sýnilega þreytt- ur og áitti erfitt um mál, þegar ég kvaddi hann sagði hann „það gerir ekkert tM þótt við geitum ekki tatað saman, mér nægir að sjá ykkur“ og hlýtt bros hans fyligdi mér út úr stoíunni. Þórður er fæddur 3. desember 1905 að Kfflhrauni á Skeiðum. PoreldrEur hans voru Guðmiundur Viigíússon frá Háakoti í Fijóts- hllíð og Ambjörg Þórðardóttir frá Kálfsitöðum í Landeyjum. Þau bjuggu aliian sinn búskap í KMhrauni við góð efni og fyrir- hyggju og var heimilið jafnan veitandi í þess orðs beztu merk- ingu. Kfflhraun er í þjóðbraut og hafa margir fyrr og seinna notið þar mikillar gestrisni og' fyrir- greiðslu og þá var ekki sáður hugsað um málleysinigjana á þeim bæ. Margir ferðamenn hugsa hlýtt tffl þess heimfflis í dag og bóndans sem kvaddur er. 9. maí 1937 kvæntist Þórður eftirlifandi konu sinni Guðriði Guðbrandsdóttur frá Skálmholti í Viífflinigaholtshreppi, miikiili ágætiisikonu sem staðið hefur trúan vörð við hlið manns síns í uppbygginigu þessa glæsMega heimilis. Þórður hóf búskap í Kfflhrauni sama vor og hann kvæntist, á hluta af jörðinni en Vaiidiimar bróðir hans á hinum hiutan- um. Fyrir nokkrum árum brá Valdimar búi en Guðmundur sonur Þórðar keypti af Valdimar og hafa þeir feðgar búið félags- búi síðan. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið og eru þau Guð- mundur er áður er getið og Ambjörg er býr á Sólfossi gift Guðmundi Jóhannssyni bifreiða- stjóra. Þórður Guðmundsson gerði ekki víðreist um dagana, æstou- heimili hans varð honum nægt starfssvið, því helgaði hann aila kraifta sína óskipta. Hann var mikffll verkmaður, karlmenni að burðum, vertohygginn og hag- sýnn í vinnubrögðum. Kfflhraun liggur á mörtoum Merkurhrauns að norðan og hefur túr. jarðar- innar verið rætotað úr úfnu og ósléttu hrauni og er það þrek virki er fáir munu gera sér grein fyrir er etoki þetokja tffl. Áður en stórvirtoar vinnuvélar komu til var sleggja og grjótifleygar þau tæki er bændumir i Kíihrauni ucnnu með, þegar notokur stund gaflst tffl og varð sá árangur undur mfflcffll. Þórður var mitoill jarðrætotar- maður, átti gott og gjöfult tún. En hann lagði sig etoki síður fram við að rækta fagra og af- urðamikla gripi. Kynibótagripir úr siauðfjárbúi þedrra feðga voru oftirsóttir um afffla sýslu, og töOdu ráðunautar okkar þetta eitt bezt ræktaða fé þessa hér- aðs. Um aðrar búigireinar var ékki siíður huigisað, jafnan voru margar 1. verðlauna kýr í fjósi. Velhiirtir og tamdir gæðlngar á báis eða í haga ef þurfti að smalla eða Skreppa á hestbak. Véivajðimg og byggingar í Kffl- hrauni em með þeim bezrtu sem gierast hér um, og vænti Þórður sér mikils af nýbyggðum fjár- húsum sem byggð voru á síðast- liðnum 2 ámm í hagtovæmni og bættri vinnuaðstöðu fjárbúsins. Þórður var átoaflega dagfars- prúður maður, fretoar fámáll i margmenni, en orðheppinn og gat sagt meinlegar setningar ef honum flannst einhver yfirborðs- mennska eiga sér stað. Hann var einlægur, vinifastur og vin- margur og mikið tryggðatröll og var gotrt að eiga Þórð að vini og félaga. Það að fá ektoi neitun um fyrirgreiðslu hjá Þórði var á við ákveðið loforð annarra manna, hann var litillátur og var fjarri skapi að berast á. Hvergi undi hann betur en heima hjá sér og var gott og gaman að tocxma að Kiihrauni, gestrisni og alúð fóltosinis höfðu þau áhrif að manni leið óvenjuvel að dvelja þar. Þórður var sénstakllega bam- góður og hændust böm og uwglinigar að honum, enda voru oflt sömu unglinigarnir þar mörg ár. Þórður var hamingjusamur maður, það er hver sá maður sam hefur nóg að starfa að því sam honum er ánægja að og sér árangur starfte síns spegiast í vertoum sinum. Hann átrti mikffl- hæfa og góða toonu og hygg ég að þar hafi hamingja hans borið hæst, innan heimilis hjá konu og bömum. Við Skeiðamenn söknum vinar í stað. Einn traustasti og vin- sælasti bóndi þessarar sveitar er horfinn fyrir aldur fram en björt minnimg um góðan dreng, æðrulausan mann er leysa vffldi hvers mans vanda mun geymast í huga okkar og verða otokur hollur leiðarvísir á ókommum áruim. Eftiriifandi konu hans, börn- um, bamabörnum og ástvimum öllum vottum við hjónin okkar innllegustju samúð. Herniann Guðmundsson. — Minning Matthías Framhald á bls. 22. sína batt hann ævitryggð og heimsótti þá árlega. Matthías var hamingjumaður. Hamingju sína sötti hann fyrst og fremst í heimilislíf sitt, svo og vini sína og starf. Á heimili hans og Bergþóru var alltaf gott að koma. Allt bar þar vott um gagnkvæma ástúð, virðingu og samheldni þeirra hjóna. Og gest- risninni voru engin takmörk sett. Elskuleg börn, og síðar barnabörn, gerðu og sitt til að auka lífshamingjuna. Ekki má heldur gleyma vináttu hans við tengdaforeldrana, sem var óvenju náin. En nú hefir skuggi sorgar og ótta, með vonarskímu inn á milli, hvílt yfir þessu heimili í hálft annað ár. Óttinn varð að veruleika. Vonarneistinn kulnaði. Einkasonurinn féll fyrir aldur fram. Húsmóðirin, sem um hálfr- ar aldar skeið hefir búið manni sínum og börnum hugljúft og friðsælt heimili, hefir nú svo til ein orðið að axla byrðarnar. Hel- sjúkur maður hennar jók á þær, en létti ekki. Bergþóra Árnadóttir brotnar ekki. Hún ber sína harma í hljóði. Mun bera þá eins og hetja. Hún ber þá með reisn og tíguleik. Vinir hennar taka þátt í sorg hennar og fjölskyldu hennar. Þeir taka lika þátt í ljúfsárum minningum um mætan mann. Að loknu dagsverki fáum við heimfararleyfi frá störfum. Það leyfi er nú Matthíasi veitt. Eng- inn, sem til þekkir, efast um landtöku hans handan móðunn- ar miklu. Sveinbjörn Finnsson. Innilegt þakklæti sendi ég öllum þeim skyldmennum og vandalausum sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 11. maí siðastliðinn. Maíendína Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.