Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.05.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAl 1971 o 0 o o 0 oooooo ooooo o 0 o c oooooo ooooo o 10 anborið við öll fínheitin á Lle- wellyn. Það birti yfir svip hans við orð hennar. Ég er svo feg- inn, að þér skulið skilja þetta. Sumt fólk skiiur ekki ofurst- ann. Frank Dillon kallar hann forngrip, og það kann hann að vera, en ég vildi nú samt held- ur líkjast honum en nokkrum öðrum manni, sem ég hef fyrir hitt. Nú, þegar ég veit, að yður iikar gjöfin hans, þá get ég af- hent yður bækurnar, sem ég kom með. Ég sé, að þér hafið gaman af að lesa. Hann leit á bókahillurnar, sem voru þarna um alla veggi. — Við eigum nú ekki margar bækur, sagði Mary. Líklega inn an við fimm hundruð, enda þótt ég hafi nú aldrei taiið þær. — Það er að minnsta kosti fjögurhundruð og fimmtíu fleiri en maður rekst á í öðru hverju húsi í borginni. — Má ég l'íta á þær strax? sagði Nancy ög fór að taka ut- an af bögglinum. Hann hafði komið með bók eft ir Aubrey Menen og kvæðabók eftir Helen Bevington. Ég er svo hrifin af öllu eftir Aubrey Menen og ég hef lika gaman af kvæðum, svo að þér skuluð ekki íara með þær aftur. Ég veit, að ég verð hrifin af þeim -— og þakka yður kær- lega fyrir. —- Þakka mér? Hvað mætti ég þá þakka? Þér vitið, að þér björguðuð lífi minu, og ég met það mikils. Og jafnvel þótt ég gerði það ekki, þá gerir ofurst- inn það. Hann reis á fætur. — Ef ég eða ofurstinn getum gert eitthvað fyrir yður, þá. . . — Þakka yður fyrir. Það var Mary Ross, sem sagði þetta, því að nú var hún búin að jafna sig og viidi ekki gera mikið iír þessu. — Þetta var slys hvorki ég né Naney viljum þakka okkur neitt. Hún rétti fram höndina. Hann tók í hana og fylgdi henni til dyra. Hann var nú ekki í eins vel pressuðum buxum og ofurstinn, sem Dilly hafði orðið hvað hrifnust af, en hann var alveg Framleiðandí á fslandí: Slippfélagið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi - Símar 33433 og 33414 Hriituriim, 21. niarz — 19. apríl. Reyndu að vera dálítið glaðlegur, þótt þér leiðist. Nautið, 20. aprii — 20. maí. Fjármálin eru ýmsum flækjum undirorpin upp á síðkastið. Tvíburarnir, 21. maí — 20. jímí. Stundum er betra að halda sig við vcnjulega siði en aðrar aðferðir. Reyndu ekki of mikið á þig. Krabbinn, 21. júni — 22. jtilí. Hlýhugur þinn gleður marga. Haltu þig við bjartari hiiðar lífsins. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Það er eðlilegt að rjúka upp á nef sér, en gerðu fóíki það ekki til geðs. Meyjar, 23. ágúst — 22. september. Smávegis erjur og óþægindi geta vakið þig til umhugsunar. Vogin, 23. septenibcr — 22. október. Reyndu að sleppa óvana, sem fer í taugarnar á gömlu fólki. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þú færð um síðir viðurkenningu fyrir unnin afrek. Betra seint en aldrei. Boginaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Nýjar leiðir opnast fyrir þig, og þú átt eftir að troða þessar slóðir um ókomna tíð. Steingeitin, 22. deseniber — 19. janúar. Það er hollara að slá smiðshöggið á vcrkin sem þú ert að vinna en að byrja á nýjum störfum. Reyndu að vera kurteis. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Veiferð þin veltur mjög á þolinmæði þinni og seiglu. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Biddu um það, sem þitt er. eins mittisnjór og hávaxinn og teinréttur, þótt hann hefði ekki jafnmikið af þessari heiðu ró og gamli maðurinn. Enda þótt hann hefði allt, sem hann þyrfti hendinni til að rétta, — æsku, heilsu, fríðieik og góða stétt og stöðu — þá fannst Naney samt hann vera einhvern veginn óánægður og jafnvel óhamingju samur maður. 4. kafli. Hálfum mánuði síðar var Nancy aftur komin að borðinu J sínu í stóra salnum. Hún var að \ vélrita viðbæti við verðlista fyr- 1 ir verksmiðjurnar, og hann varð t að vera alveg nákvæmlega rétt J ur, því að eintakið hennar átti J að fara beint í ljósprentun og ( síðan skyldi það sent öllum um l boðsmiönnum verksmiðjanna. Eins og hún hafði búizt við, J hafði hún fengið blóm frá stúlk 1 unum og fyrsta verk hennar þeg l ar hún kom aftur í vinnuna var það að véirita þakkarávarp, , sem var þegar komið upp á aug lýsingatöfluna, þar sem aiiir gátu lesið það. Þegar hún fór í kaffistofuna, tók enginn neitt sérstaklega eft ir henni. Síðan seinast hafði margt gerzt og allri æsingu lok ið. Elaine Bates stanzaði að visu við borðið hjá henni til að tala við hana. — Þetta hlýtur að hafa ver- ið hræðilegt. Hefði ég ekki ver- ið heima með kvef, hefði þetta getað verið ég. Mamma sagði, að ver n daren gillin n minn hefði hiíft mér. — Hvar skyldi hún hafa hald ið, að minn hafi verið? hugsaði Nancy með sjálfri sér, en sagði ekki neitt. Elaine hélt svo áfram leiðar sinnar, þrifleg stúlka með mikið ijóst hár, sem hún gekk með laust, utan vinnutíma. Einn ig hafði hún mjaðmir, sem voru áberandi þegar hún gekk. Þrátt fyrir útlit sitt, var hún ágætur einkaritari og það fór i taug- arnar á Frank Di'llon, sem vildi láta starfsfólkið fara nákvæm- lega eftir settum reglum frá sál fræðingum, sem þurftu ekki ann að en líta á fólk til þess að sjá, hvað fram fór í huga þess. Nancy var ekki ein við borð- ið, heldur voru þar þrjár aðrar stúlkur. Tvær þeirra gengu burt. Þær ætluðu að nota það, sem eftir var matartímans til þess að fara í búðir. Aðeins Joybelle Thomas varð eftir hjá Nancy. —Ég veit, að það er vitleysa í mér, en mér finnst ég nú samt bera ábyrgð á þvi, sem fyrir kom. Ég þurfti nú ekki endi- lega að vera heima, en mér finnist, að fóik, sem heimtar að fara i vinnu með kvef, sé ekki að hugsa um aðra en sjálft sig. Ef það hugsaði um aðra mundi það ekki fara og dreifa gerlum kringum sig. Alice Trance, sem leigir með mér, er alveg á sama máli: Alice er félagsráðgjafi og hún sagði: — Ég veit að þetta er ekki nema lítilfjörlegt kvef, Joybelle, en sá sem þú smitar getur fengið það miklu alvar- legra. Mér finnst þú ættir að vera heima. Vitanlega viissi hvor ug okkar, að Elaine Bai nes yrði heima. Hefðí ég vitað það, þá hefði ég komið, hvað sem öllu kvefi leið. Þá hefði það verið ég sem hefði hitt þennan rugl- aða mann. Ég er ekkert að setja út á það, sem þú gerðir, en ég hef meiri reynslu en þú og hef lesið svo mikið af sálfræðibók- um — ég er ekki að kalia mig sálfræðmg en ég veit, hvernig á að snúast við fólki, og ég hefði talað við veslings manninn og hann hefði hlustað á mig. Og það hefði forðað hr. Llewellyn frá leiðinlegu atviki og hefði getað sýnt honum muninn á því að hafa stúlku með þroskaða greind eða stelpu eins og Elaine, sem hefur enga ábyrgðartilfinn ingu, En þú rnátt ekki halda, að ég sé að finna að við þig. Níu tíu og níu stúlkur af hverjum hundrað hefði farið að nákvæm lega eins og þú gerðir. Og El- aine Barnes hefði ekki gert ann að en veina upp yfir sig. Bak við umgerðarlausu gler- augun ljómuðu augun í Joy- beíle af sjálfsfórn og hollustiu. Stóra höndin hélt i hankann á bollanuim sem var fylltur af gerfikaffi, sem Nancy hafði aldrei reynt þar eð reglulega kaffið þarna var nógu þunnt til þess að nægja viðkæmasta smekk. Þegar Nancy horfði á hana, skildi hún, að þó að hin- ar stelpurnar væru ekki ást- fangnar nema af ástinni sjálfri, þá var Joybelle Adams raun- verulega ástfangin af Lloyd Lle wellyn. Og hún var ekkert hissa á því. En það sem vafðist fyrir henni var hitt, að hún virt- ist hvorki vorkenna henni né Llewellyn, heidur var öll samúð hennar með Dirk McCarthy. - Ég veit, að ég hagaði mér bjánalega, sagði Nancy, — en hann var kominn þarna áður en ég vissi af því. Ég var að reyna að ljúka við bréfin fyrir hálí- fimim og hann var kominn þarna inn áður en ég. . . — Ég veit það og skil það vel, en ég viidi bara að ég hefði ver ið þarna, því að þá hefði ég getað talað við veslings ruglaða manninn. Ég lærði félagsráðgjöf og ætti að vera í henni núna, en hér í Lloydstown veltur allt á verndarstarfsemi og pólitík. Það var til dæmis ungfrú Litch gate, sem benti á Elaine sem einkaritara. Ég held og er meira að segja hér um bil viss um, að hr. Dillon vildi fá mig. En það var betra, að þú skyldir vera þarna heldur en Elaine. Hefði hún verið, væri hr. Llew- ellyn ekki í lifenda tölu í dag. Nancy gat í rauninni engu svarað þessari óhugnanlegu ályktun, svo að hún beið með- an Joybelle fékk sér drjúgan sopa af gervikaffinu sínu. - Elaine Barnes hefur ekki hugann við verkið, hélt Joy- belle áfram. —Hún er trúlofuð einum efnafræðingnum hjá fyrir tækinu og hún rétt hangir í þessu starfi sínu þangað til þau hafa sparað sér nægilega til þess að geta gift sig. En hún hefur ekki nefnt það einu orði, hvorki við hr. Llewellyn né ung frú Litchgate. Það væri ekki henni Mkt. Mér finnst það rangt, en hún hugsar nú heldur ekki um neinn nema sjálfa sig. Nancy lauk úr kaffibollanum og stóð upp. Ég er að búa eina af þessum skrám undir ljós prentun og þarf að halda áfram með það, afsakaði hún sig. Hún velti því fyrir sér, hvort Joybelle mundi komast að sem einkaritari, þegar Eiaine og unn usti hennar gætu gift sig. En svo fór hún að hugleiða sín eig in máiefni, þar á meðal Rick Armstrong. Eins og hún hafði búizt víð, hafði hann komið í heimsókn til hennar og hún hafði látizt vera sofandi, þegar Dilly visaði honum inn í setu- stofuna. Þar hafði hann staðið og glápt á hana og Nancy hafði neyðzt til að opna augun og þakka honum fyrir blómin og yfirleitt haga sér eins og siðuð manneskja. En hún hafði sett upp slíkan þjáningar- og þreytu svip, að Rick, sem nú hafði kom ið með kassa af súkkulagði, stóð ekki iengi við. En hann hafði samt staðið nógu lengi við til þess að segja henrii, að hann væri búinn að ÞAKJARN allar lengdir frá 6—12 feta nú fyrirliggjandi. Verðið hagstætt. fóður grasfra girðingirefni MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Simar: 11125 11130

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.