Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1971 14 $ Verra en Biafra: Minnst hálf milljón manns drepin í Austur-Pakistan Orð fá ekki lýst hörmungunum segja fyrstu erlendu fréttarit- ararnir sem hafa kynnt sér ástandið eftir styrjöldina FYRSTU vestrænu frétta- mennirnir, sem hafa fengið að fara til Austur-Pakist- an síðan bann var lagt við fréttasendingum þaðan fyr ir rúmum einum og hálf- ura mánuði, segja að hörmungarnar í landinu séu meiri en orð fái lýst, Hrægammar, sem hvíla sig makindalega á hökkum Ganges-fljóts, eru tákn- rænir fyrir ástandið. Þeir eru svo feitir að þeir geta ekki fiogið. Hálf milljón Pakistana hafa verið myrt- it síðan borgarastyrjöldin hófst 25. marz, og þeir hafa fengið nægju sína. Manndrápin og eyðilegging ara eru ótrúlegar, og landið er á barmi gjaldþrots, Enginn veit með vissu um fjölda þeirra fjölskyldna, sem her- inn skaut til bana né þeirra aðkomumanna, sem bengalsk ir aðskilnaðarsinnar myrtu. Varlegasta áætlunin er um hálf milljón, en vel getur ver ið að meira en ein milljón manna hafi týnt lífi. Mort Rosenblum frá AP- fréttastofunni var einn úr hópi sex erlendra frétta- manna, sem fengu að fara til Austur-Pakistans fyrir skömmu til þess að kynna sér ástandið, hinna fyrstu síð an 40 blaðamenn voru reknir úr landi 26. marz. Frásögn hans sem byggist á athugun um hans sjálfs og félaga hans, frásögnum yfirvalda og sjónarwtta, fer hér á eftir: MARKVISSAR AÐGERÐIR Allan marzmánuð hrjáði stjórnmálaflokkur Mujibur Rahmans fursta, Awami- bandalagið, herforingj astj órn ina með baráttu sinni fyrir sjálfstjórn og auknum fram- lögum frá Vestur-Pakistan, Þjóðernisofstæki Bengala brauzt stundum út í morðum á Vestur-Pakistönum, Fiokk- Tikka Khan, landstjóri i Austur-Pakistan ur Mujibs hafði unnið 167 sæti af 169 sætum Austur- Pakistans á þjóðþinginu í kosningum, sem nýlega höfðu verið haldnar, og hann var áhrifamesti stjórnmáialeið- togi Pakistans, en samninga- viðræður við A. M. Yahya Khan forseta um endurreisn borgaralegrar stjórnar fóru út um þúfur. Yahya sneri aftur til Vest- ur-Pakistans 25. marz. Um kvöldið lét herinn til skarar skríða, og Austur-Pakktan stóð í logum. Hermenn réðust á tvær heimavistir háskólans í Dacca sem róttækir béngalskir stúd entar höfðu gert að aðailstöðv um sínum, vopnaðir riflflum, vélbyssum og byssustingjum. Þeir réðust inn í híbýli prófessora og stúdenta, sem fyrir fram var ákveðið að ráðast gegn og líflétu um 14, að minnsta kosti einn af mis gáningi. Herflokkar gerðu skotárásir á ritstjórnarskrif- stofur tveggja dagblaða og kveiktu í þeim. Að svo búnu lét herinn til skarar skríða gegn almenn- um bengölskum borgurum. — Um tólf markaðstorg voru eydd með eldi og að minnsta kosti 25 saimbýlishús lögð í rúst. Skrautmunavérzlanir Hindúa í hverfinu Shakari Pathe voru sprengdar í loft upp, og múhameðskir her- menn réðust í næstum því heilögu stríðsæði á tvö göm ul Hindúaþorp á kappreiða- vellinum í Dacca. Samkvæmt áreiðanlegum frásögnum voru að minnsta kosti 10.000 manns skotnir eða brenndir til bana nokkrar fyrstu næt urnar, og byggist sú tala á talningu líka í fjöldagröfum. Opinberir talsmenn segja að látið hafi verið til skarar skríða til þess að koma í veg fyrir uppreisn, sem hefði ver ið áformuð kl. 3 um nóttina, og halda því ákveðið fram að enginn hafi verið drepinn. nema hann hafi skotið á her menn. En liðsforingjar, sem ekki höfðu fengið fyrirmæli um hvað þeir ættu að segja Efri myndin sýnir Austur-Pakistana bíða eftir matvælum frá Indlandi. Á neðri myndinni bíða Indverjar frétta frá Austur-Pakistan og búa sig undir að hjáipa við matvæla- fiutninga. Nú hefur járnbrautin frá Kalkútta verið loksa® og búizt er við hungursneyð í Austur-Pakístan á næstu máu uðum Þrjár konur, þrjú böm og gamall maður, sem pakistanskir hermenn drápu með byssu- stingjum i Jessoro. blaðamönnum, skýra frá því að aðeins hafi verið gert ráð fyrir því sem möguleika, að uppreisn hafi verið áform- uð. Sjónarvottar sögðu, að mörg hundruð fórnarlamb- anna hefðu verið konur, og þúsundir óvopnaðir borgarar voru miskunnarlaust skotnir til bana án þess að gengið væri úr skugga um hvort þeir væru saklausir eða ekki. „Ég greip til harðra ráðstafana til þesa að koma í veg fyrir meira mannfall síðar“, sagði landBtjórinn, Tikka Khan hers höfðingi. SKIPULÖGÐ MORÐ Dacca var fljótlega á valdi hersins, en skipulögð morð og rán héldu áfram. 2. maí fóru hermenn inn í úthverfi og skutu allt kvikt sem þeir sáu — 200 manna — til þess að hefna fyrir skemmdar- verk, sem höfðu verið unnin á járnbrautarlest I rúmlega þriggja kílómetra fjarlægð. Fréttin um aðgerðir hersins í Dacca breiddist eins og eld ur í sinu um allt Austur-Pak istan, sem er eitt þéttbýlasta land heimsins, og þúsundir bengalskra hermanna, lög- reglumanna, heimavarnarliða og landamæravarða gerðu uppreisn. Liðhlaupar og vopn aðir sjálfboðaliðar fylktu sér undir fána „Bangla Desh“ (Bengal-ríkis), gerðu gagn- árás og lögðu undir sig stór landsvæði, sem vestur-pakist anski herinn (hann var skip- aður 11.000 mönnum I fyrstu) tók ekki herskildi. Fyrir einhverja dularfulla tilviljun hófu bengalskir borg arar og hermenn úr hinum nýja „Frelaisher" Bangla Desh fjöldamorð á Móhajír- um-Indverjum, sem fluttust til Austur-Pakistan fyrir skiptingu Indlands í ríki Hindúa og Múhameðstrúar- manna 1947 — og Vestur-Pak istönum, Þeir þustu í hópum um markaðstorg og sveita- þorp, stungu fólk með hníf- um, skutu fólk til bana og lögðu eld að húisum. Stund- um fóru þeir ruplandi og ræn andi og nauðguðu kvenfóiki. Víða voru útbúin vandlega út sérstök sláturhús til þess að myrða fólk í. VERRA EN I BIAFRA Þegar herinn náði aftur undirtökunum, voru stór- skotaárásir gerðar á borg- ir og bæi og skotið á allt kvikt. Sannanir eru fyrir því að aðgerðir hersing hafa ver ið langtum hryliilegri en dæmi er um úr borgarastyrj- öldinni í Nígeríu. Evrópu- menn líktu tjónina og ógn- aröldinni við ástandið á þeim vigstöðvum þar sem harðast var barizt i siðari hehnsstyrj- öldinni. Síðasta borg Bangla Desh féll 5. maí þegar landgöngu- lið og hermenn tóku bæinn Cox’s Bazar, syðsta bæ Aust- ur-Pakistans, suður af hafnar borginni Chittagong, sem var hertekin 11. apríi. Gott dæmi um ástandið var Jessore, mikilvæg miðstöð vega- og járnbrautasam- gangna 38 kílómetra frá ind- FramhaW & Ms. 15-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.