Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1971 Útgafandi hf. Árvakur, Reykj'avík. Framkyæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rítstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. ð mánuði innanlands. i lausasölu 12,00 kr. eintakið. ÚTFLUTNINGURIÐNAÐARV ARA Á fáum árum hefur atvinnu- ■‘* líf íslendinga tekið örum breytingum; aukinnar fjöl- breytni gætir nú í atvinnu- uppbyggingu og hvarvetna sjást dæmi um grósku og uppgang. Iðnaðurinn hefur tekið örum breytingum og er enn í mótun. Iðnaðarvörur verða smám saman stærri þáttur í útflutningi okkar, en verið hefur. Nú hefur verið greint frá því, að málningaverksmiðjan Harpa hafi gert viðskipta- samning við sovézkt fyrir- tæki um sölu á lakki til Sovét ríkjanna. Hér er um að ræða sölu á 1000 tonnum af lakki og andvirði þeirra er um 50 milljónir íslenzkra króna. Harpa kaupir hins vegar nokkurt magn af hráefnum frá hinu sovézka fyrirtæki. Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti, sem málning er flutt út til Sovétríkjanna. Harpa hefur fimm sinnum áður gert sölusamning við þetta sov- ézka fyrirtæki, en hér er um lang stærsta samning að ræða, sem gerður hefur verið á þessu sviði. Það málningar- magn, sem nú er selt til Sovétríkjanna mun vera um helmingur af framleiðslu Hörpu. Af þessu má glöggt merkja, að iðnaðurinn tekur óðum meiri þátt í útflutningsverzl- un landsmanna, sem um ára- tugi hefur nær eingöngu byggzt á fiskútflutningi. I þessu tilviki, sem hér hefur verið nefnt, er þó um að ræða vöru, sem ekki hefur reynzt kleift að selja í lönd- um Fríverzlunarsamtakanna. Ástæðan fyrir því mun vera mjög hörð samkeppni máln- ingarframleiðenda í löndum Fríverzlunarbandalagsins, eft ir því sem forstjóri Hörpu sagði í viðtali við Morgun- blaðið í gær. Þetta sýnir þó aukna fjöl- hæfni iðnaðarins í landinu, er vex nú hröðum skrefum sem undirstöðuatvinnugrein. Aðild íslands að Fríverzlun- arsamtökunum hefur á hinn bóginn gert fjölmörgum öðr- um iðngreinum kleift að huga að útflutningsfram- leiðslu. Þessi þróun mun óefað halda áfram, þvi að frí- verzluninni verður haldið áfram, þó að veigamiklar breytingar séu í vændum í efnahags- og viðskiptasam- vinnu Evrópuþjóðanna. Á þennan hátt mun iðnað- urinn sem undirstöðuat- vinnugrein efla allt atvinnu- líf landsmanna; aukin fjöl- breytni mun stuðla að auknu jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Efling atvinnulífsins A lhliða efling atvinnuvega landsmanna hlýtur að vera á hverjum tíma megin- verkefni stjómvalda. í stjóm málayfirlýsingu landsfundar Sjálfstæðisflokksins er lögð áherzla á ýmis mikilvæg atriði í þessum efnum, en þar segir m.a.: „Atvinnuveg- imir em homsteinn efna- hagslegs sjálfstæðis þjóðar- innar og ber að miða stefnu í efnahagsmálum við eðlilega þróun þeirra, sem er undir- staða vaxandi framleiðslu og bættra lífskjara. í sjávarút- vegi ber að auka fjölbreytni í vinnslu sjávarafurða og gera þær verðmeiri til út- flutnings, og veita ber land- búnaðinum þau skilyrði, sem þörf krefur til að framleiða matvömr handa þjóðinni og hráefni til iðnaðar. Iðnaður- inn verði efldur svo hann geti gegnt því hlutskipti að veita hinum vaxandi fólks- fjölda atvinnu við arðbær störf og tryggt aukið efna- hagslegt sjálfstæði þjóðar- innar. Meta þarf stöðu verzl- unarinnar réttilega og veita henni nauðsynlegt frelsi til vaxtar jafnt við aðra at- vinnuvegi. Keppa ber að fjöl- breyttara atvinnulífi og nýt- ingu auðlinda landsins. Með- al nýrra atvinnugreina er minnst á nýtingu jarðhita, fiskirækt og ferðamannaþjón ustu. Áherzla verði lögð á innlenda fjármögnun í at- vinnurekstri, m. a. með starf- rækslu kaupþings, en jafn- framt verði erlent fjármagn virkjað . til uppbyggingar stórfyrirtækja í samvinnu við íslenzka aðila að svo miklu leyti, sem hagkvæmt þykir og samningar takast um hverju sinni.“ Þannig blandast fæstum hugur um, að leggja verður ríka áherzlu á uppbyggingu fjölbreyttra atvinnuvega, svo að skjóta megi traustum stoð- urh undir efnahag þjóðarinn- ar. í vaxandi mæli taka menn þó tillit til ýmis konar ann- arra sjónarmiða nú við upp- byggingu atvinnulífsins, en hins beina hagnaðar. Koma þar einkum til mengunarsjón armið og umhverfisvernd. Hér er um þýðingarmikil atriði að ræða, sem taka verður jöfnum höndum til- lit til við uppbyggingu at- vinnuveganna. Hitt er þó ljóst að halda Noregsbréf frá Esská: „Hæðir og lægðir“ -í norskum atvmnumálum Þann 21. febrúar var til- kynnt, að Hilmar Reksten, skipaeigandi í Bergen, hefði gefið 60 milljónir n-kr. til stofnunar sjóðs, sem á að stuðla að „almennyttige" — þ.e.a.s. þjóðnýtum fram- förum í landinu. Þetta er stærsta sjóðstofnun, sem gerð hefur verið í Noregi og hefur þvl að sjálfsögðu vak- ið athygli. Fyrir mörgum árum stofn- aði Anders Jahre í Sande- fjord sjóð, sem þá þótti býsna mikilvaxinn — 20 millj ón n-kr. til eflingar vísinda- starfsemi, og hefur þessi sjóð ur verið au-kinn siðan og orð ið efkki aðeins Norðmönnum heldur ungum vísindamönnum annarra þjóða til eflingar. — Jahre græddi fé sitt einkum á hvalveiðum, en þegar þær snerust upp í rányrkju O'g tor tímingu hvajlsins, var hann fljótur að snúa við blaðinu og varð forustumaður þeirra, sem nú kaupa stærri og stærri tankskip — og græða meiri og meitri peninga. Egypt ar hafa hjálpað norskum stór skipaeigendum vel í því máli — með því að loka Súes- skurðinum 1957. Því að eftir að þetta gerðist urðu Norð- menn viðbragðsfljótastir til að skilja og hagnýta sér af- leiðingar þess að oiían úr Persaflóa yrði að fara suður fyrir Afrlku til þess að kom- ast til Rotterdam eða annarra oliumiðstöðva í hjarta Ev- rópu. Þriggja milljarða n-kr. árstekjur norskra skipaeig- enda fyrir 4 árum og 7 millj. siðasta ár stafa af því að þeir urðu fljótari en aðrir til þess að útvega sér stór tank- eða olíuskip. Og einn af þeim, sem urðu fljótir til taks, var Retestein í Bergen. —Það er ævintýralegur gróði, sem sum fyrirtæki hans tiunda, eftir því sem blöðin segja. En víst er það, að sum fyrirtæki hans hafa borgað 30—50% ágóða árið sem leið. Og vitanlega á hann mest í þeim sjálfur, svo að hann þarf ekki að taka nærri sér þó hann stofni 60 millj. n-króna sjóð og gefl lof orð um að auka við hann síð ar. — Stórgróði hans stafar af því að hann fékk samn- inga við m.a. japönsk skipa- smíðafyrirtæfki um smíði tank Skipa af stærðinni „um og of an við 200.000 tonm“ og var farinn að græða á þeim áður en þau komust á flot. -— Með 5—10 ára samningum við oiiu félögin. — En ekki græða allir Norðmenn á tankskipum. Þessi „gömlu og góðu“ fyrir- tæki eins og Norsk Hydro — fyrirtækið, sem seldi ís- lendingum allan köfnunarefn isáburð þangað til byrjað var að búa hann til í Gufunesi — og Borregard í Sarpsborg sem lengi vel framleiddi ein- göngu pappir og tréni — hafa ekki átt neinni gróðavelsæld að fagna. Það síðamefnda er nú að bjarga velsæld sinni með þvi að rækta og hagnýta sér skóga í Brasilíu, og hef ir fengið ríkislán til þessa fyrirtækis, undir því heiti að þetta sé stoð við eftirlegu- þjóðirnar svokölluðu, en margir Norðmenn hrista haus inn við þeirri staðhæfingu. — Norsk Hydro er hins vegar í uppgangi og leggur nú stund á margt annað en tilbúinn áburð og reisir nú álbræðsl- ur og fleiri stóriðjufyrirtæki. Ríkið hefur eftir strið átt 48% af hlutafé þessa fyrir- tækis, en keypti nýlega fyrir milligöngu Hamhrosbanka í London rúm 3% í viðbót, svo að nú er meira en helmingur fyrirtækisins opinber eign, og er í „bráða uppgangi." — En i þessu sambandi verður ekki hjá því komizt að geta þess, að „hallarekst- ur“ gerir líka vart við sig innan um allan velfamaðinn. Upp á síðkastið eru það eink um fyrirtækin, sem vinna tréni og pappír úr skóginum, sem eiga erfitt uppdráttar. Skömmu fyrir jól urðu t.d. þrjú sl'ík fyrirtæki að til- kynna að þau yrðu að tak- marka eða stöðva rekstur vegna þess að þau væru í f járþröng. Þessi fyrirtgeki voru öll við sömu ána og ná- grannar. Og vitanlega hefur verið reynt að bjarga þeim við, m.a. með því að þau verði sameinuð undir einni stjórn og að þau skipti með sér verkum. Yfirleitt stefnir allt að því í iðnaðarmálum í Noregi núna, að sameina litlu fyrirtækin í stœrri heildir til þess að gera reksturinn ábata saman og gildir þetta um fleiri greinar en tréni- og pappírsiðnaðinn. En afurðir skógarins hafa í nær hundrað ár verið ein af aðal tekjulindum Noregs og voru um Skeið sú drýgsta. En undanfarin ár hefur sam- keppni annarra þjóða verið svo hörð í þessari grein, að .‘•■kógareigendur segja, að það ré vænlegra að láta skóg'nn vera óhögginn en að höggva hann, þó að vitað sé að hægt sé að höggva mi'klu meira en gert hefur verið undanfar'n ár. Það þykir víst að við- koma skóganna í Noiegi sé svo mikil, að hæfilegt sé að löggva tiu milljón rúmmetra á ári eða jafnvel meira. Eíi mörg undanfarin ár hafa ekki verið höggnir nema 5—7 mi.ij ón rúmmetrar. — Ef Nor»gur fær aðild að E.B.E. þykir iík legt að möguleikar skógaraf- urðanna muni batna, e.r þó draga sumir það í efa, m.a. ýmsir framámenn miði’okks- ins og mun það meðíram vera ástæðan til þess hve sá flokk ur er andvígur E.B.E. — Aðr- ir hagsmunir þessa flokks skipta þar litlu máli, því að það eru aðeins smámunr, sem Norðmenn flytja út af land- búnaðarafurðum. Landbúnaðurinn í Noregi fær ekki beinan styrk af op mberu fé. I staðinn er ár hvert gerð verðlagsskrá .im það, hvað afurðirnar skuli kosta næsta ár, og hún hæklr ar ár frá ári í samræmi við dýrtiðina og hækkand; kaup gjald. Að þvá er hinn „gamla at- vinnuveg" — fiskveiðarn- ar — snertir, ákveða yfirvöld in lágmarksverð á algengustu fisktegundum, en styrkja jafnframt útgerðina með hátt á þriðja hundrað milljóna króna á ári. En fiskveiðar eru „ójafnasti gróðavegurinn" sem til er í Noregi, alveg eins og á íslandi. Og yfirleitt bera norskir sjómenn og út- gerðarmenn minna úr býtum en aðrar stéttir norska þjóð- félagsins, að ég held. — Esská. LAGADEILDARHÚS HÍ Igf ÍWf f if L1 WmMwMww v.r n Jg ; verður áfram þeirri sókn, sem þegar er hafin fyrir auk- inni fjölbreytni og eflingu atvinnulífsins í landinu. Það er grundvöllur að efnahags- legu sjálfstæði þjóðarinnar. 1 gær var haldið reisugildi í hinni nýju byggingu laga- deiidar H.Í., sem nú er orðin fokheld fyrir nokkru. Hefur verkið gengið mjög vel og byggingaráætlun staðizt full- komlega. Þeim áfanga sem nú er unnið að á að skila um rniðjan ágúst n.k., en þá á húsið að vera múrað að utan, með gleri, miffstöð og rafmagni. Verktakar eru Gunnar Sv. Jónsson og Haf- steinn Júlíusson. — Ráðgert er að kennsla hefjist f fyrstu og annarri hæð nýju bygging ar lagadeildarinnar f haust. (Ljósm. Sv. Þorm.). ’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.