Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1971 17 Hvalveiðivertíðin nálgast smiði. Nú hafa allar skipasmiða- Illfærir vegir Á undanförnum árum hefur vaxandi kapp verið lagt á vega- igerð og miklu meira fé varið til nýbyggingar vega en nokkru sinni áður. Menn hafa gert sér grein fyrir því, að þar sem um- ferð er mest, væru gömlu vegirnir að gefa sig og mundu allls ekki þola þann umferðar- þunga, sem bætist við frá ári til árs. Þess vegna er nú stórátak gert til þess að fullgera fjölförn ustu vegina suðvestanlands og leggja þá varanlegu slitlagi. Ættu allir að geta glaðzt yfir þeirri framkvæmd, þvl að hún kemur ekki einungis til góða þeim, sem í fjölbýli búa, heldur einnig sveitunum. Þannig verð- ur vegurinn mil'li Reykjavíkur og Selfoss auðvitað lyftistöng fyrir allt Suðurland samhliða því, sem hann þjónar Reykvík- ingu-m. Á sarna hátt er gerð Norð urvegar aðkallandi, enda þegar ha'fizt handa við erfiðasta hjall ann, þ.e.a.s. að komast út úr Reykjavik og upp í Hvalfjörð. Nú hefur vorað fyrr og bet- ur en undanfarin ár, en hlýind- in hafa verið svo mikil, að flest ir vegir, einkum Norðanlands, vaðast upp, er klaki fer úr jörð. Er nú svo komið, að meginhluti aðalveganna í þeim landshluta má heita ófær, og aðeins þeir kaflar, sem á undanfömum ár- um hafa verið endurbyggðir, þola hina miklu uimferð sæmi- lega. Vegir, sem áður þóttu með þeim beztu á landinu, eru nú sundur skornir af mikilli um- ferð, og svo alvarlegt er ástand- ið, að Vegagerðin fær við ekk- ert ráðið, enda skemmast vegir mjög, er bifreiðar Vegagerðar- irtnar aka um þá til þess að reyna að bæta úr, þar sem verstu hvörfin eru. Auðvitað varir þetta ástand ekki lengi, og vegirnir batna von bráðar, en engu að síður er ljóst, að eldri vegirnir ganga óðfluga úr sér, og þess vegna verður enn að herða róðurinn og hraða fram- kvæmdum við nýlagningu vega. Sem betur fer er nú bjart yf- ir í efnahags- og atvinnumálum landsins og þess vegna skapast þjóðarbúinu mikil auðlegð. Ljóst er, að verulegum hluta vaxandi auðs verður að verja til þess að fulilgera vegakerfi, sem sbenzt hina mifclu umferð, sem nú er orðin. Um það ættu alllr að geta sameinazt, Islenzk skipasmíði Gjörbylting hefur á siðustu árum orðið í Islenzkri skipa- stöðvar yfirgnæfandi verkefni, og ekki er einungis verið að byggja smábáta, heldur er ráð- izt til atlögu við stærri og stærri skip. Rétt er það að vísu, að skipa- smiðaiðnaðurinn hefur átt í erf- iðleikum, eins og verða viil með nýgræðing, og er þess skemmst að minnast, að sérstakar ráðstaf anir þurfti að gera til þess að bjarga Slippstöðinni á Akur- eyri. Þar er þó um geysiþýðing- armikið atvinnufyrirtæki að ræða, og vonandi er, að Slipp- stöðin eigi eftir að efflast. Ekki þarf lengur um það að deila, að íslenzkir handverks- menn eru fullfærir um að smíða skip, sem í engu gefa eftir því bezta erlendis. Þess vegna á tak markið ekki einungis að vera, að við byggjum öll okkar skip sjálfir, heldur einnig, að við hefj um skipasmíðar fyrir aðrar þjóð ir. Á Akureyri hefur nú verið lokið við smiíði strandferðaskip- anna beggja. Við byggingu þeirra höfum við öðlazt reynslu og hana ber að hagnýta til að takast á við enn stærri verk- efni. Grundvöllurinn hefur ver- ið lagður, ekki sízt fyrir ötula forustu Jóhanns Hafsteins, iðn- aðarráðherra, og nú ber að byggja á þeim grunni. Fjárfestingar- félag Islands stofnað S.l. föstudag var stofnað Fjás- festingarfélag Islands h.f., félag, sem ætlað er að örva íslenzkan atvinnurebstur fyrst og fremst með því að auka eigin fjármagn í fyrirtækjum. Hér er ekki um að ræða venjulega lánastofnun, heldur stofnun, sem mun beita sér fyrir því, að þátttaka al- mennings í atvinnulífinu aukist, einkum með hlutabréfakaupum. 1 kjölfar stofnunar Fjárfest- inganfélagsins mun riísa hér upp kaupþing, þar sem almenningur getur gerzt eignaraðili að at- vinnufyrirtækjum, en jafnframt breytt hlutafé sínu í reiðufé, ef hann þarf á að halda til ein- hverra þarfa. Mjög hefur verið um það rætt síðustu árin, að nauðsynlegt væri að örva einkafjánmyndun í atvinnufyrirtækjum. Með stofn un hins nýja félags hefur verið stigið mikilvægt skref til að koma þeirri stefnu í fram- kvæmd, en ekki er þó rétt að búast við allt of skjótum árangri. Skynsamflegra er að fara gætilega af stað og fikra sig áfram. Þess vegna mun sjálf- sagt ekki bera ýkjamikið á störf- um þessa félags næstu mánuð- ina, þótt vissulega standi vonir til þess, að það muni í framtiíð- inni gegna mjög þýðingarmiklu hlutverki í íslenzku atvinnulífi. Arður af hlutafé Með setningu nýrra skatta- laga á Alþingi var ákveðið, að arður af hlutafé, að upphæð 30.000 kr. hjá hverjum éinstakl- ingi, skyldi vera skattfrjáls. Þessi lagasetning miðar að því að örva alþýðu manna til þátt- töku í atvinnuliífinu og gera hlut þeirra, sem áhættu taka og verja fé sínu til hlutabréfa- kaupa, betri en áður var. Svo einkennilega hefur brugðið við, að forustá Framsöknarflokksins hefur snúizt gegn þessari ákvörðun, og er reynt að halda því fram, að þetta sé fyrst og fremst gert til að bæta hlut þeirra, sem betur eru settir. Sannleikurinn er sá, að þetta ákvæði er fyrst og fremst miðað við þá, sem eru til- tölulega smáir hluthafar. Samt má e.t.v. segja, að þetta sé ekki aðalatriðið, heldur hitt að nauð- synlegt er að laða fjármagn til atvinnulífsins, einmitt í foimi eigin fjár, því að fjöldi atvinnu fyrirtækja er aílltof háður lána- stofnunum og á í sífelldum erfið- leikum fjárhagslega vegna þess, hve eigið fé er lítið. Þessi ráð- stöfun á að gera það að verk- um, að fleiri vi’lji nú en áður verja hluta af sparifé sínu ti'l hlutabréfakaupa. Ekki eru marg ir áratugir síðan mjög hatramm- lega var barizt gegn þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins að gera sem allra fflestum kleift að eignast íbúðir. Þá var sagt, að aðstoð við húsbyggjendur væri einungis gerð tiil þess að gera hina ríku ríkari, þvi að fátæk- ir menn gætu aldrei eignazt þak yfir höfuðið. Nú hefur þessi stefna hins vegar sigrað ræki- lega, svo að hvefgi í veröldinni mun það vera almennara, að fólk eigi sitt íbúðarhúsnæði en hér er. Seinna, raunar alveg fram á síðustu ár, var barizt mjög gegn því, að bílainnflutningur væri leyfður. Þá var sagt, að aðeins hinir ríku gætu átt einkabila og þess vegna væri ástæðulaust að vera að flytja slíkan lúxus til landsins. Nú er sem betur fer svo komið, að mikilil meirihluti fjölskyldna getur veitt sér þá ánægju og þægindi að hafa eig- in bifreið, og þess vegna hafa vinstri menn nú ’látið af þeim áróðri, að bílaeign sé einungis fyrir hina ríku. Næsta skrefið í þá átt að effla fjárhagslegt sjálfstæði borgar anna er einmitt að gera sem flesta þátttakendur í atvinnulíf- inu. Ekki er óhæfilegt mark að miða við það, að sem flestir geti eignazt 300.000 kr. í hlutafé og haft af því skattfrjálsan 10% arð. Hjón mundu hins vegar geta átt 600.000 kr. í hlutafé og féngið skattfrjálsan 60.000 kr. arð. Að sjálfsögðu tekur nokkurn tíma að örva þátttöku almenn- ings í atvinnurekstri, en að þvi ber hiklaust að stefna, því að það er einn þátturinn í því að styrkja fjárhag borgaranna og draga úr miðstjórnarvaldi, sem samfara er þvi, að öll auðlegð- in safnist á hendur ríkisins. Er slifc stefna engu minna virði en sá árangur, sem náðst hefur að því er varðar eigin íbúðir. Orðsendingin umdeilda Stjórnarandstæðingar þrástag- ast á þvi, að við Islendingar höf um gert einhvern stórhættuleg- an samning við Breta 1961. Sann leikur þess máls er sá, að með orðsendingum milli ríkisstjórna landanna var fiskveiðideilan leyst. Efni þeirrar orðsendingar, sem utanríkisráðherra íslands sendi utanníkisráðherra Bret- ilands er á þessa leið: „Ég leyfi mér að vísa til við- ræðna, sem fram hafa farið i Reykjavík og London milli rík- isstjórna okkar varðandi fisk- veiðideiluna mi'lli landa okkar. Með tilliti tii þessara viðræðna er ríkisstjórnin reiðubúin að leysa deiluna á eftirfarandi grundvelli: 1. RHkisstjórn Bretlands falii frá mótmælum sinum gegn 12 milna fiskveiðilögsögu umhverf- is Island, sem mæid er frá grunnlínum samkvæmt annarri grein hér á eftir og er þá ein- göngu átt við fisfcveiðilögsögu." Síðan koma upptalningar á 'grunnliinupunfctum, þar sem gert er ráð fyrir mun stærri fisk- veiðilögsögu en Islendingar höfðu helgað sér, og þá eru ákvæði um takmarkaðar veiðar Breta innan fiskveiðitakmark- annaí þrjú ár. Síðan segir: „Ríkisstjórn Islands mun halda áfram að vinna að fram- kvæmd ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959 varðandi útfærslu fiskveiði’lögsögunnar við Island, en mun tilkynna rikisstjórn Bretlands slíka útfærslu með 6 mánaða fyrirvara og rísi ágrein ingur um slíka útfærslu sfcal honum, ef annar hvor aðili ósk- ar, skotið til Alþjóðadómstóls- ins. Ég leytfi mér að leggja til, að þessi orðsending og svar yðar við henni, er staðfesti að efni hennar sé aðgengilegt rikis- stjórn Bretlands, verði skrásett hjá framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, samkvæmt 102 gr. í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og að samkomulag á þessum grundvelli gangi þegar 1 gildi." Þetta og þetta eitt er efni þess samkomulags, sem varð milli rík isstjórnanna. Yfirlýsing is- lenzku ríkisstjórnarinnar er tvi- þætt, annars vegar að íslending- ar muni halda áfram að helga sér landgrunnið allt, og hins vegar að þeir muni tilkynna slífca ákvörðun með 6 mánaða fyrirvara og vera reiðubúnir að leggja málið undir alþjóðadóm- stól. Engum getur í alvöru dottið í hug, að það sé réttindaafsal að tilkynna útfærslu fiskveiðilög sögunnar Bretum óg öðrum þjóð um með 6 mánaða fyrirvara. Og eftir stendur þá aðeins það atriði, hvort við eigum að hlýta alþjóðalögum og vera reiðubún ir til að sæta úrskurði alþjóða- dómstóls. Ólafur og Alþjóða- dómstóllinn Enginn maður hefur lagt á það jafnrika áherzlu og prófessor Ólafur Jóhannesson, núverandi formaður Framsóknarflokksins, að við Islendingar yrðum að vera reiðubúnir að leggja mál- efni okkar undir alþjóðadómstól hvenær sem er. Verða hér enn birt þau orð, sem prófessorinn hafði um þetta efni á Alþingi 14. nóvember 1960, en þau hljóða svo: „Og þess vegna eigum við ekki að skorast undan því að eiga orðastað við aðrar þjóðir um þetta mál, og við eigum ekfci að skorast undan því að taka þátt i viðræðum við aðrar þjóð- ir um það. Og ég verð að segja, og vil iláta það koma fram í sam- bandi við þetta, að ég tel raun- ar eina veikleikamerkið í okk- ar málstað hér vera það, ef rétt er hermt, að við höfum neitað að leggja þetta mál til úrlausn- ar hjá alþjóðadómstólum. Ef það er rétt, þá hefur verið haldið á annan veg á þessu máli heldur en var gert 1952, því að ef ég man rétt, og það leiðréttist þá hér á eftir, ef ég fer með rangt mál, þá var það boð Islendinga þá, að leggja það mál og þá deilu, sem þar af spratt, undir úrlausn álþjóðadómstólsins, þeg- ar fjögurra sjómílna fiskveiði- landhelgin verður ákveðin. Og vissulega er það svo, að smá- þjóð verður að varast það að ganga svo langt, að hún geti ekki alltaí verið við þvi búin að Ieggja mál sín undir úrlausn alþjóðadómstóls, því að sannleik urinn er sá, að smáþjóð á ekfci annars staðar frekar sfcjóls að vænta heldur en hjá alþjóðasam tökum og alþjóðastofnunum, af því að hún hefur ekki valdið til að fylgja eftir sínum ákvörðun- um eins og stórveldin. Og þess vegna hefði, að mínu viti, hvert eitt spor í þessu máli átt að vera þannig undirbúið, að við hefð- um verið við þvi búnir að leggja það undir úrlausn alþjóðadóm- stóls." Hefur Ólafur breytt um skoðun? Þessi skeleggu orð prófessors Ólafs Jóhannessonar eru vissu- lega i samræmi við þá stefnu, sem við Islendingar höfum leit- azt við að fyilgja í viðskiptum ofckar við aðrar þjóðir. Við höf- um leitað réttar okkar og kraf- izt ítrasta réttar og munum enn gera. En hins vegar höfum við ekki reynt að ganga á snið við alþjóðleg lög og reglur. Ekki er óeðlilegt, að menn sþyrji, hvort Ölafur Jóhannes- son, nú íormaður Framsóknar- flobksins, hafi skipt um skoðun í þessu efni, hvort hann telji nú ekki lengur nauðsynlegt, að Is- lendingar hagi málum sinum svo, að þeir séu ætíð reiðubúnir að leggja þau undir úrskurð al- þjóðadómstóls. Telur Ólafur Jóhannesson, að eitthvað það Fram á bls. 18 Reykjavíkurbréf ----- Laugardagur 15. maí--

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.