Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1971 Pétur A. Maack Jónsson Kveðja frá Hjálparsjóði skáta. HANN var fœddur á Isafirði 29. ágúst 1922. Foreldrar hans voru hjónin Brynhildur Maack Pét- ursdóttir og Jón Eyjólfsson gullsmiður á Isafirði. — Hann fluttist ungur til Reykjavíkur og stundaði þar nám sitt. Hinn 29. janúar 1946 kvæntist hann Áslaugu Sigurðardóttur og eignuðust þau 8 börn. Tvö þeirra eru fullorðin og flutt að heim- an, en 6 eru i heimahúsum, ung að árum, það yngsta 6 ára. Pétur var starfsmaður Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins írá 1944 til dauðadags. Fyrst sem verzlunarmaður í Nýborg og síð- an útsölustjóri á Laugarásvegi, en síðustu þrjú árin fulltrúi í innkaupadeildinni. Á morgun verður hann borinn til grafar. Þetta er strjálofin umgerð að ytra lífi mikiis persónuleika, sem var vel látinn og mikils virtur i starfi, bæði af yfirboðurum, samstarfsfólki og viðskipta- mönnum. Þess utan átti hann ekki ómerkan feril innan skáta- hreyfingarinnar á Islandi og er þetta sem hér er ritað, fyrst og fremst þakkir og kveðja frá þeirri samtíð hans. Hið mannlega líf er þannig saman ofið, að það eiga fleiri eða færri samleið með ákveðið markmið í huga. Það er alltaf eitthvað göfugt og fagurt að finna í hverjum manni og sum- um verður það að eigind að þroska þetta með sér, flytja það til annarra og leitast þannig við að láta gott af sér leiða. Vinur okkar og félagi, Pétur A. Maack Jónsson, tók snemma mið af þessum eðliskostum sínum. Mjög ungur að árum gekk hann í skátaregluna og vann þar um árabil fagurt og eftirbreytnivert starf. Faðir okkar, Guðmundur Eiríksson, Leifsgötu 5, Reykjavík, er andaðist 9. maí, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. maí kl. 13.30. Börnin. Hjartkær eiginmaður minn, tengdafaðir og afi, Pétur Maack Jónsson, Bústaðavegi 109, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 17. maí kl. 3 síðd. Þeir sem vildu minnast hins látna, láti Hjálp- arsjóð skáta eða Bústaða- kirkju njóta þess. Áslaug Sigurðardóttir Pétur Vignir — Kristjana Brynhildur — Elisabet Hilmar — Katrín Gunnar — Þórir Bemhard — Maria. Á sínum tima var hann þar atkvæðamikill starfsmaður, sannur og trúr því sem hann tók að sér, og eigum við, hinir eldri skátar, hugþekkar minn- ingar um þennan dugmikla per- sónuleika, með sínar fastmót- uðu skoðanir á áformum og fyrirætlunum. Sveigjanleiki í skaphöfn hans var ekki mikill og var það þess vegna öllum hagstætt, að hann var snöggur til úrræða og glöggur á góða lausn hverju sinni, því að yfir- leitt varð áliti hans ekki breytt. Pétur vann mikið að landsmót- um skáta hér áður fyrr. Allir sem til þekkja, vita hve gifur- leg vinna og skipulagning ligg- ur þar að baki. En á slíkum mótum voru hinir hugljúfustu varðeldar tendraðir. Með blik í auga og gleði í barmi, rýndu ungmenni þessarar þjóðar í glæður hins snarkandi elds með fögur áform í huga, guði sín- um, landinu og öllum öðrum til handa, syngjandi glöð. Þessi heillandi sjón líðandi stundar, hið unga mannlíf í húmi sumarkvöldsins einhuga að eldi sínum, hin verðandi kynslóð syngjandi frjáls, í fjall- anna sal. Að fá að líta þetta, voru laun þess fólks, sem mán- uðum saman lagði fórnfúsar hendur sínar i að framkvæma slik mót. Pétur tók oftlega þátt í því starfi og fórst það mjög vel úr hendi. — Við rýnum reyndar ennþá í glæður þeirra elda, sem þá brunnu, því að þótt við vit- um það, að okkur ber að lifa í nútíðinni og heyrum ennþá framtíðinni til, þá verður okk- ur það á, að doka við i liðnum tíma og reyna „að lifa upp aft- ur liðin sumur og yndisleg vor“. En þegar við gerum það, þá finnum við ekki alla þræðina, sem þá báru uppi hið ljúfa líf. — Þeir eru brostnir. Einn þeirra átti Pétur Maack. — Pétur gaf tilefni til þess, að þeim sem áttu samstigu með honum, falli nokk- ur harmur að hjarta, við fráfall hans, svo einarður og dreng- lundaður, sem hann var. Það var enginn fyrir borð borinn sem hann lagði arm sinn yfir, hvort heldur það var I starfi eða leik. Hjartarúm hans var stórt og viðleitni hans mikil til þess að leysa annarra vanda. — Hann var boðberi göfugrar sálar með fagrar hugsjónir, þótt hið mann- lega fylgdi honum að sjálf- sögðu eins og okkur hinum. Við félagar hans fáum ekki að því gert, að okkur er mikill harmur i huga, að sjá á bak svo prúðum dreng, langt um aldur fram, með mikil og margvisleg verkefni fyrir höndum. En það Maðurinn minn, Þorbjöm Bjarnason, Laugavegi 140, er andaðist 9. maí, verður jarðsunginn þriðjudaginn 18. þ.m. kl. 13,30 frá Fossvogs- kirkju. Helga Sigurðardóttir. Hjartans þakkir til alls þess mikla mannfjölda, sem heiðraði minningu mannsins míns og föður okkar, GUÐMUNDAR I. GUÐJÓNSSONAR, skólastjóra, Nesvegi 7, við andlát hans og útför. Guð blessi ykkur öll. Sigurrós Ólafsdóttir, Svavar Guðmundsson, Helgi Guðmundsson. ^ ^ eru smámunir, þótt á okkar strengi sé þannig smávegis sleg- ið, miðað við það, að eiginkona og átta ungmenni, flest á barns- aldri, drúpa höfði við gröf látins föður og vinar, sem ekki fá eygt í svipinn, möguleika til framfærslu sinnar, þau þeirra sem þess þurfa með. Góðir skátar. Verið viðbúnir. Við komum fljótt auga á það, að hér er um þyngri byrði að ræða en svo, að ein kona fái axlað hana. Við sem eldri er- um, skulum láta fjölskyldu Péturs njóta þess, að hann byggði upp starfið með okkur og þið sem yngri eruð skuluð á sama hátt minnast þess, að þið njótið ávaxtanna af störf- um hans. Hjálparsjóður skáta selur minningarkort í Skátabúðinni og víðar og það sem inn kemur fyrir þau, til minningar um hann, rennur óskert til fjöl- skyldu hans. Við skulum líka minnast þess, að margt annað getur orðið liðveizla nú og sið- ar. Margir ykkar eruð ráðandi á vinnumarkaði, svo nokkuð sé nefnt, ef um það er að ræða. — En nú, að leiðarlokum, þökk- um við Pétri Maack þá samleið og samstarf, sem við áttum með honum. Við biðjum alla góða menn og alla góða vætti, að annast fjölskyldu hans í erfiðri baráttu og dapurri veröld. Honum ámum við velfarnað- ar, til þess hlutskiptis, sem hann nú er kallaður til. Gísli Vilhjálmsson frá Brún - Minning LAUGARDAGINN 1. maí var til moldar borinn Gísli Vilhjálms son frá Brún í MjóafirðL Hann var lagður til hinztu hvíldar í Mjóafjarðarkirkjugarði, við hlið elskulegrar dótturdóttur sinnar, litlu Kristínar, sem var auga- steinn afa síns og uppáhald allra sem henni kynntust. Hún var hrifin héðan af jörðu, fyrir tæp um fjórum árum, aðeins 7 ára gömul. Gísli Vilhjálmsson var fædd- ur að Brekku í Mjóafirði 17. maí 1891, sonur hjónanna Vil- hjálms Hjálmarssonar og Svan- bjargar Pálsdóttur. Voru þau þrettán, systkinin. Hann ólst upp í föðurgarði og stundaði þar algeng störf til sjós og lands. En haustið 1912 leggur hann á ókunnar slóðir og fer í siglingar tií fjarlægra landa, með norskum hvalveiði- bátum, sem áður höfðu haft að setur í Mjóafirði og hann unnið við þá þar. Fyrst fer hann til Noregs og síðan til Afríku og lenti hann þar í ýmsum ævintýr um. Árið 1917, um vorið, kom hann áftur heim til íslands, og var um kyrrt heima á Brekku þá um sumarið. En um haustið fer hann suður til Reykjavíkur og sezt í Stýrimannaskóiann. — Þaðan útskrifast hann svo vorið 1918. Nú hefði hann getað átt fyrir höndum glæsilega framtíð, sem yfirmaður á stórum skipum, þar sem hann hafði til þesa áskilin réttindi og mikla reynslu í sigl ingum um flest heimsins höf. En á honum sannaðist gamla máiltækið „að römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til“. Hann festi aldrei yndi annars staðar en heima í Mjóafirði þótt óviðráðanlegar orsakir yllu því að hann varð að eyða síðustu æviárum sínum í Neskaupstað. Enda varð það svo, að eftir að hann lauk prófi vorið 1918, kom hann alkominn heim til Mjóa- fjarðar. Settist þar fyrst inn í sitt gamla heimili og að foreldr um hans látnum, stjórnaði hann því ásamt systkinum sínum. — Þetta var stórbýli og í mörg horn að líta bæði til sjós og lands. Aðallega kom í hans hlut að sjá um útgerðina og gerði Chile: Lög um þjóðnýtingu koparnámanna voru samþykkt Santiago, 13. maí. NTB-AP. KOPARNÁMURNAR miklu í Chile, sem eru að mestu í eigu Bandaríkjamanna, en afla Chile hins vegar mests gjaldeyris, verða nú þjóðnýttar. Samþykkti þjóðþingið í gær lagafrumvarp frá forseta landsins, Salvador Allende, sem er sósíalisti, þess efnis að bandarísku koparnám- umar og fleiri námur skuli þjóðnýttar. Á forsetinn að undir Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför mannsins míns og föður okkar, Jónasar Jónssonar. Fanney Lárusdóttir og synir. rita lögin áður en tveir mán- uðir em liðnir, til þess að þau taki gildi. Nokkur óvissa ríkir um fram- gang laganna, þrátt fyrir það að báðar deildir þingsins hafi samþykkt þau, þar sem önnur deildin gerði nokkurn viðauka við frumvarpið. En deilan stend ur fyrst og fremst um það, hvernig nefnd sú skuli skipuð, sem á að ákveða skaðabæturnar til erlendu félaganna, sem nú eiga koparnámurnar. óskar Allende þess, að nefndin verði skipuð á breiðari grundvelli en nú er. Lögin um þjóðnýtingu kopar- námanna eru fyrsta stóra skref- ið, sem Chile stígur á leið til sósíalisma, eftir að Allende var kjörin forseti í nóvember í fyrra, en hann er fyrsti marx- istinn, sem komizt hefur til valda á Vesturlöndum í frjáls- um kosningum. Hann hefur einn ig lýst því yfir, að hann muni þjóðnýta erlenda banka, sem starfræktir eru í Chile. hann það m'sð mikilli prýði og röggsemi. Árið 1930 réðst hann í að byggja nýtt hús á hluta af föð- urleifð sinni. Var það stutt frá hans gamla heimili, Brekku, og skírði hann það Brún. Þetta var mikið og vandað hús á þeirra tíma mælikvarða og þótti mikið stórvirki. Árið 1931 kvæntist hann eftir lifandi konu sinni, Sveinbjörgu Guðmundsdótur frá Seyðisfirði og byrjuðu þau að sjálfsögðu bú skap á nýbýlinu Brún. — Þar bjuggu þau svo fram tij hausts ina 1954 er þau fluttust til Nes kaupstaðar. Á Brún var alltaf jafn snyrti legt og vel um gengið og það litla landrými, sem þar var, full nýtt. Aldrei gekk Gísli þó heill til skógar, því fljótlega eftir að hann fluttist að Brún kenndi hann meins í baki og óþæginda fyrir bjarta og gat því aldrei beitt sér sem skyldi. AHtaf vann hann samt öll sín verk, þó að oftast væri hann sárþjáður. Á þessum árum var dreifð byggð í Mjóafirði og nauðsynlegt að koma börnum, sem þurftu á skólagöngu að halda, í vist á heimilum, sem næst skólanum. Alltaf var Brúnarheimilið yfir- setið, því hvergi var betri mat- ur og allt atlæti en hjá húsmóð urinni Sveinbjörgu og ef Gísli gat ekki troðið heimalærdómn- um í höfuðið á krökkunum þá hefði það sjálfsagt orðið erfitt fyrir alla aðra. Enda voru það ófáar stundimar, sem hann sat yfir „kostgöngurum" sínum og kenndi þeim að skrifa, lesa og reikna og margir eru þeir sem eeiga honum þakki skildar fyrir alla þá fyrirhöfn, sem hann þar lagði á sig, oftast fyrir lítið eða jafnvel ekkert endurgjald. Þau hjónin eignuðust tvö börn Vilhjálm fæddan 27. apríl 1933 og Svanbjörgu fædda 10. febrú ar 1939. Með þeim ólst upp dótt ir konu hans af fyrra hjóna- bandi Unnur Jóharmsdóttir og reyndist hann henni sem bezti faðir, ekki síður en sínum eig in börnum, og hún honum ekki síður góð dóttir. Dvöldust þau hjónin i íbúð í húsi hennar síð ustu æviár hans. Hann andaðist á sjúkrahúsinu í Neskaupstað, föstudaginn 23. apríl. Nú er hann kominn heim aft ur eftir 16 ára fjarveru. Sein- ustu ferðinni er lokið. Eg vona svo, að hann hvíli nú í friði og ró, við hlið litlu stúlkunnar sinn ar, elsku afabarnsins, ©em var honum alltaf svo blíð og góð. Að hann hafi nú loksins fengið hvíld frá eilífum áhyggjum og amstri lífsbaráttunnar. Nanna Gunnarsdóttir. Norðmenn veiða betur en í fyrra Björgvin, 14. maí. NTB. Á FYRSTA ársf jórðungi 1971 seldu Norðmenn 1,5 millj. hektó lítra af Norðursjávarsíld, loðnu og öðrum fiskafurðum fyrir 29,3 millj. norskra króna. Sé borlð saman við sama tíma í fyrra hef ur aukningin að magni til orðið 263 prósent og verðgildi 119 pró- sent hærra en i fyrra. Þó drð mjög úr Norðursjávarsild Norð- manna, þeir veiddu um hundr- að þúsund hektólítrum minna af henni nú en á sama tíma ár ið 1970. Aftur á móti varð stór mikil aukniirg á loðnuafla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.