Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.05.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1971 Jeanne Judson: NAN i **" ,lfl li'iU 0 OOOOOO OOOOO 0 o oooooo ooooo o selja tvœr lóðir skammt frá sveitaklúbbnum og faðir hans hefði orðið mjög ánægður, og næsta ár mundu þau geta gift sig — eða réttara sagt, þá gæti hann gift sig núna strax efja undir eins og Nancy segði til. Hún hlustaði meðan hann hélt fyrirlestur um framtíð Lloyds- town. Hann var þegar kominn í yngri deild verzlunarráðsins, og þar var verið að vinna að því að hæna nýjar iðngreinar að borginni. Borgin óx óðfluga og Richard Armstrong var á góð- um vegi að verða rikur maður. Eins og endranær varð grobb- ið hjá honum að grátbænum. Nancy var nú alveg sama þótt hann grobbaði, en þegar hann fór að væla, skammaðist hún sín fyrir hann. Og það gerði hana kærulausa. Hún sagði honum í tuttugasta skipti, að hún hefði engan áhuga, gæti ekki og vildi ekki giftast honum og hún losn aði ekki úr þessu vandræða standi fyrr en Evans læknir kom inn og var svo dugnaðar- legur og rösklegar, að Rick kvaddi loksins vesældarlega og fór. Evans læknir kom þarna á hverjum degi alla vikuna, en á iaugardag sagði hann henni, að hún gæti farið til vinnu á mánu dag, ef hún vildi. Þegar svona stóð á og móðir hennar var heima, sat hann og rabbaði, en væri hún ekki heima, skipti hann um umbúðir i mesta snar- kasti og var svo þotinn. Nancy vissi ekki, hvort þetta var vegna þess, að hann vildi ekki vera með henni einni, eða hvort hann vildi bara sleppa frá Dilly sem stóð þarna alltaf með hjúkr unarkonusvip, reiðubúin til þjónustu — og skrafs. Hún sneri aftur úr kaffistof- unni og að borðinu sínu, en var varla setzt þegar ungfrú Liteh- gate stóð upp frá eftirlitsborð- inu sinu í miðjum salnum og gekk til hennar. — Eruð þér ekki að verða bú inn með verðlistann? — Ég er á síðustu blaðsíðu. —- Þegar þér eruð búin, þá faríð í skrifstofu hr. Llewellyns. Elaine Barnes er farin heim með höfuðverk. Ungfrú Lichtgate virt ist langa til að gera einhverjar frekari athugasemdir við þetta, en það var ófrávíkjanleg regia þarna að tala aldrei neitt um eina stúlku við aðra. Þegar Nancy hafði tifgreitt listann í körfuna til ljósprent- unarinnar gekk hún til skrif- stofu Lloyd Llewellyn. Hún sá, að hann var enn að borða há- degisverð sinn og dyrnar út í fremri skrifstofuna voru opnar, því að sennilega kunni hann bezt við það. Það var rósa- vöndur á borðinu hjá honum og annar minni á borði Elaine. Hraðritunarhefti Elaine lá á borðinu. Llewellyn var bú- inn að lesa fyrir og nokkru-m bréfunum var lokið, og strikað yfir síðurnar. En nokkur bréf voru enn óskrifuð og Nancy var ekki viss um, að hún gæti lesið hraðskriftina hennar Elaine. Hver stúlka, sem iðkar hraðrit- un að nokkru ráði, tekur upp ýms merki og skammstafanir ólíkar því, sem þeim hefur ver- ið kennt, og Elaine var þar engin undantekning. Samt sá Nancy að hún gat að mestu komizt frarn úr skriftinni, með því að geta sér til af samband- inu um það, sem á vantaði. Llewellyn kom inn og sá, að hún grúfði sig yfir bókina. — Ég er feginn, að þér eruð komin. Getið þér komizt fram úr þessu ? —■ Það vona ég. —Látið mig vita, ef þér sitj- ið föst. Hann gekk inn í sína skrifstofu en lokaði ekki dyrun um. Hún óskaði þess heitast, að hann vildi loka. Þá mundi hanh ekki sjá, hve stirðlega hennj gengi að komast fram úr þvi, sem Elaine hafði skrifað, og ekki heyra þegar hún svaraði í símann, sem hún þurfti oft að gera. Einu sinni kom björt rödd í simann og sagði: Þetta er Holly Norton — segið honum, að það sé áríðandi. Hún þekkti Holly Norton, ekki einasta i sjón, heldur var hún henni líka máikunnug. Og engin furða, þvi að Holly var ræðin við alla. Hún var einhver fallegasta stúlkan i allri borginni og ein sú ríkasta, og Nancy kunni ágætlega við hana, enda þótt eldri kynslóðin hristi oft höfuðið yfir óhefðbundinni fram komu hennar og glannalegum klæðaburði. Hún gat stundum lit ið út eins og lifandi tízkublað, en svo gat hún lika alveg litið út eins og hún kæmi beint úr Tobacco Road. En hvernig sem útgangurinn á henni var, þá var hún alltaf faíieg. Nancy hefði getað kallað beint til hans inn í skrifstof- una, en í stað þess ýtti hún á hnapp og tilkynnti, að Holly Norton væri í símanum. Hún þóttist heyra eitthvað sem llkt- ist stunu, áður en hann sagði henni að gefa Holly samband. Nancy var hneyksluð. En svo afsakaði hún hann með því að láta sér detta í hug, að hann væri önnum kafinn og Holly væri kannski ekki sérlega stutt orð í sima. Og um hið síðar- nefnda hafði hún á réttu að standa, þvi að áður en Holiy hafði lokið máli sínu, voru þrjú símtöl farin að bíða. Og auk þess Munchen 999 1972 ^0 Eins og áður hefur verið skýrt frá er Flugfélag íslands einkaumboðsaðili á íslandi fyrir Olympíuleikana 1972. Hverju landi fyrir sig hefur verið úthlutað gistingu og aðgöngumiðum eftir ákveðnum reglum og hefur Island frátekna gistingu fyrir tæplega 100 manns. Forsala aðgöngumiða og gistingar fer fram næstu vikur og er skilyrði af hendí skipulagsnefndar leikanna að kaupa þurfi gistingu og aðgöngumiða saman. Við pöntun er nauðsynlegt að greiða fyrirfram áætlað verð fyrir hvoru tveggja. Ákveðnum gististöðum hefur ekki verið úthlutað, en hægt er að velja milli gistingar á gistihúsum eða einkaheimilum. Leiktímabilinu hefur verið skipt niöur í 3 hluta þ. e. 22.—29. ágúst, 29. ágúst — 5. sept., 5.—12. sept., geta væntanlegir kaupendur pantað einn þeirra eða fleiri. I J Allar frekari upplýsingar eru veittar í söluskrifstofu vorri í Lækjargötu 2, jgg þar sem tekið er á móti pöntunum. I Q. FLUCFÉLAG ÍSLANDS Aðalumboð fyrir ísland . s Hrúturinn, 21. niarz — 19. apríl. Ný veukefni þurfa að athugast betur. Nautið, 20. apríi — 20. mai. Reyndu að kanna hug þinn, því að þú hefur sýnt undarleg viðbrögð undanfarið. Tvíburarnir, 21. niaí — 20. júní. Gerðu þér grein fyrir stefnu þinni, þú mátt vel segja fleira en þú hefur gert. Krabbiim, 21. júni — 22. jiilí. Það eru alltaf ótal útgáfur af öllum sögum á kreiki Reyndu að leita sannleikans. Ljónið, 23. júli — 22. ágúst. Ef þú heldur góða skapinu í dag, ertu hetja . . . og það borgar sig. Meyjar, 23. ágúst — 22. september. Stundum er ha»gt að setja undir lekann. Reyndu að fara rólega að öllu. Vogin, 23. september — 22. október. Þótt röksemdir séu góðar, eru þær ekki óbilandi alltaf. Þú ert góður, ef þú sleppur við óþægindi í dag. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Illt er að þjóna tveimur herrum, og af tvennu illu skaltu held- ur vera sjálfum þér þénugur. Bogfmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Reyndu að tjá hug þinn og standa við allt sem þú segir. Steingeit.in, 22. deseniber — 19. janúar. Þú skalt láta aðra í friði. og allt, sem þú gerir á hluta annarra er blettur á þér. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Nú ertu búinn að þruma yfir hausamótunum á öðrum til að setja fordæmið. Þegiðu nú um hríð, því að nóg er komið af svo góðu Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Nú slær saman einhvers staðar á línunni, og þá er bezt fyrir þig að bíða átekta. hafði hún rekizt á orð, sem hún botnaði ekki vel í. Það gat ver- ið annað hvort „mögulegt“ eða „ómögulegt“, en ef hún tæki skakka orðið, mundi það gjör- breyta setningunni. Hún beið þangað til hún hafði afgreitt samtölin, sem biðu, en þá gekk hún inn í skrif stofuna og beiddist hjálpar. — Lesið þér fyrir mig þ{ið, sem þér eruð komin og svo skal ég segja yður til. Nancy las og hann hlustaði á hana án þess að sýna af sér neina óþolinmæði. Næsta orð er „ómögulegt“. Það var gott, að þér skylduð spyrja mig. Þetta er síðasta bréfið, er það ekki? Komið þér með það til mín og svo megið þér fara. Það er eng in gjöf. Klukkan er næstum hálf fimm. Þegar hún kom inn með bréf- in, þakkaði hann henni fyrir. — Ef þér komizt af stað núna, sleppið þér við mesta troðning- inn, bætti hann við. — En væri ekiki réttara, að þér læsuð þau fyrst? Stundum varð ég að geta mér til um, hvað ætti að sfanda. — Hafið engar áh.vggjur. Þetta verður allt í lagi. Hvern- ig fyndist yður að hafa þetta áfram? — Eigið þér við að verða einkaritarinn yðar? Hún gat varla trúað sinum eigin eyrum. Elaine var ekki farin enn, og svo var Joybelle. Hún yrði áreiðanlega fyrir miklum von- brigðum og móðguð ef hún fengi ekki stöðuna. Og svo datt henni annað í hug, sem fékk hana til að roðna. — Þér eruð væntan- lega ekki að bjóða mér þetta bara vegna þess sem kom fyr- ir ég á við þetta með Dirk McCarthy? — Nei. Þér megið ekki rugla mér saman við hann afa minn. Ekki að ég mætti ekki vera hreykinn af að líkjast honum og heldur ekki það að ég sé yður ekki þakklátur. Ég er að bjóða yður stöðuna vegna þess að þér vinnið betur en nokkur sem ég hef áður haft. Elaine er bráðum að fara. Húrj hefur ekki sagt mér það sjálf en ofurstinn hef ur sagt mér það og spyrjið mig ekki hvernig hann hafi kom izt að þvi. Hann veit allt. Hann hefur sagt mér að hún sé trú- lofuð Brian Lafferty en jafnvel ég er nógu greindur til að sjá að þegar fílhraust stúlka eins og Elaine fer að kvarta um TÚNGIRÐINGANET GADDAVÍR JÁRN- OG TRÉSTAURAR LÓÐANET PLASTHÚÐUÐ • ÚTVEGUM GIRÐINGAR OG JÁRIMHLIÐ UM ATHAFNASVÆÐI ÍÞRÓTTASVÆÐI O. FL. fóður grasfm firðingtrefni MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Símar: 11125 11130 § í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.