Morgunblaðið - 18.05.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.05.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1971 5 — blómlegt starf kvenfélagsins Óskar á ísafirði DAGANA 26. — 29. apríl sl. g’.kk.st Kveníélagið Ósk á ísafirði fyrir námskeiði í ís- lenzkum heimilisiðnaði. Kenn ari var frú Hulda Stefáns- dóttir, fyrrveradi skólastjóri, en hún hefur haldið slík nám skeið á vegum Heimilisiðnað- arfélags íslands í Reykjavík. Námskeiðið var ágætlega sótt og komust færri að en vildu, ■enda áhugi kvenna á heimilis iðnaði mjög vaxandi. A kvöldin var kennd tó- vinna, en á daginn var kennsla í skógerð, skotthúfu- prjóni og balderingu, en þá list kunna orðið sárafáar kon- ur. Að námskeiðinu loknu var kvöldvaka í Húsmæðra- skólanum og stjórnaði henni Sigrún Guðmundsdóttir, hús- mæðrakennari. Þar flutti Hulda Sfefánsdóttir erindi um íslenzkan heimilisiðnað og tízkusýning var á vegum Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdótt ur og var sýndur fatnaður framleiddur þar. Sýningin tókst hið bezta og þótti fatn- aðurinn í senn smekklegur og nýtízkulegur. Vefstofa Guðrúnar er löngu landskunn og eru framleiðslu vörur hennar eftirsótt sölu- vara, bæði á innlendum og erlendum markaði. Sjá má á meðíylgjandi myndum sýnis- horn af þessum fatnaði. Að tízkusýninu lokinni var kaffidrykkja og síðan skoð- uðu gestir muni frá Heimilis- Frú Hulda Stefánsdóttir og frú Þorbjörg Bjarnadóttir, skóla stjóri Húsmæðraskólans, virðn fyrir sér muni á heimilisiðnað arsýningunni. iðnaðarfélagi íslands, sem Hulda Stefánsdóttir hafði komið með vestur. Meðal annarra námskeiða, sem Kvenfélagið Ósk hefur nýléga haft forgöngu um má nefna jazz-ballettkennslu og sóttu það 60 nemendur. Kenn ari var Bryndís Schram. Þessi námskeið eru nýbreytni í starfi félagsins, en vegna góðra undirtekta verður vænt anlega haldið áfram á sömu braut. Sigríður Sigurðardóttir sýnir handofinn samfesting með löngum trefii, ofinn á Vef- stofu Guðrúnar Vigfúsdóttur og saumaður af Agnesi Aspe- iund. Klara Karisdóttir sýnir maxi- pils með trefilslá. Við er handofin blússa. Atvinna — Vdtryggingar Ungur maður með alhiiða reynslu í vátryggingum ásamt end- urtryggingum, óskar eftir atvinnu. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Tryggingar 7632. T œknifrœðingar Félagsfundur T.F.Í. verður haldinn í fundarsal Hótel Loftleiða (nýju álmu) miðvikudaginn 19. maí 1971 kl. 20.30. Fundarefni: 1. Tækniskóli Islands og afstaða félagsins til hans. 2. Önnur mál. Félagar fjölmennið. STJÓRNIN. Motsveinar fiskiskipum Aðalfundur Matsveinaféíags S.S.I. verður haldinn laugardaginn 22. maí kl. 4.00 e.h. að Lindargötu 9 uppi. Fundarefni: Lagabreytingar o fl. Félagar eru minntir á að mæta vel og stundvíslega. STJÓRNIIM. HUNDRAÐ KRÓNUR Á MÁNUÐI Fyrir EITT HUNDRAÐ KRÓNUR á mánuði seljum við RITSAFN JÚNS TRAUSTA 8 bindi f svörtu skinnlíki Við undirskrift samnings greiðir kaupandi 1000 krónur. SÍÐAN 100 KRÓNUR Á MÁNUÐI. Bókaútgáfa GUÐJÓNSÓ Hallveigarstíg 6a — Sími 15434

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.