Morgunblaðið - 18.05.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.05.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐEÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1971 rm JjfotgttiiMftfyft Útgefandi Framkvæmdastjóri Rilstjórar Aðstoðarritstjóri Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsta Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Hsraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjðrn Guðmundsson. Björn Jóhannssoin. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100 Aðalstræii 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. ð mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. MÁLEFNASKORTUR ‘LIST ILEADIS Bók um Stalínstímann nýkomin út í Sovét SKÁLDSAGA sem hefur vakið mjög mlkla athygli meðal menmtaimanna og rithöfunda ©r nýkomin út í Sovétríkj- urtum. Hún er eftir Oleg Stnirnov og heitir „Hermaninialestur“. Smirnov er einn af ritstjórum bók- menntatímaritsinis Novy Mir og í bók- inni er lýlst persónudýrkuninni, sem var í algleymingi í Sovétríkjunum, þegar Stalín lifði. Þetta er ein fyrsta bókin í mörg ár, þar sem rifjaðar eru upp endur- minningar um handtökumar á Stalíns- tímanum og í bók Smimovs er því einnig haldið á loft, að jafnvei nán- ustu samstarfsmenn og einlægir aðdá- endur einræðisherrans hafi verið dauð- hræddir við hann. Ekkert af þe3su er að vísu nýtt af nálinnd, en því skyldi gaumur gefinn að útgáfa þess- arar bókar kann að verða til þess að á ný verði hafinin gagnrýni á Stalín og stjórnartíma hanis, en slíkt hefur legið niðri um langa hríð. Raunar hefur litið svo út sem ætlunin væri að end- urreisa Stalín hægt og rólega og frá öllu slíku hefur verið slkýrt í fréttum jafnóðum. Bókin hefur birzt í tveimur síðustu eintökum af Novy Mir. Eins og mörg- um er í fersku minni var Alexander Tvardovsky ritstjóra vikið frá störfum í fyrra, og aðallega að honum fundið að hann þótti of frjálslyndur og vildi leyfa birtingu á ýmsu því efni, sem ekki fékk náð fyrir augum ritskoðara. Stefna blaðsins hefur þó lítið breytzt 9Íðan Tvardovsky hvárf frá ritinu og þar gengið ýmislegt út á þrykk sem valdið hefur óánægju á æðstu stöðum. Atburðarás bókarinnar hefst upp úr 1945, er heimsstyrjöldinni síðari er ný- lega lokið. Tveir ungir herforingjar eru staddir í lest, sem er að flytja her- menn til Austurlanda. Frásögnin er lögð í munn öðrum foringjanum Glusji- kov. Hann er brot af hugsjónamanmii og efast um að sú stefma, sem fylgt er sé hin eina rétta og fullkomna. Fé- lagi hanis Trusjin er gæðaskinm, en saninfærður um að Stalín geti aldrei orðið á miinnstu mistök. Og ekki nóg með það, hann er sannfærður um að hverju samfélagi sé lífsn/auðlsyn að eiga slíkan foringja sem Stalín er. Fyrir sovézka lesendur, ekki hvað sízt þá, sem enm hafa í minni stjórn- artíma Stalíns og/eða lifðu þá er við- horf Trusjimis yfinmáta einfeldniislegt og að líkindum sett fram á þennan hátt af höfundi til að sýna fram á að slíkt viðhorf hafi fyrst og fremst orðið til og fengið að þróast fyrir þekkingar- leysi eitt saman. Trusjin getur aldrei sagt „félagi Stalín" vegna þesa að þar Stalín með skipaði hann Stalín á bekk með öðrum dauðlegum mönnum. Þess vegna gat hamn aðeina sagt „STALÍN." Þegar Trusjin særðist í stríðinu og var lagður inn á sjúkrahús ourti hanm ljóð, sem hanm tileinkaði Stalín. En hanin var ófáanlegur til að gefa þau út að sumu leyti vegna þess að þau voru of persónuleg til að hann gæti hugsað sór að þau kæmu fyrir almenn- ingssj ónir og auk þess voru þau að sjálfsögðu ekki það góð og merk, að þau væru Stalírn samboðim. Þegar Trusjin verður það löngu síðar á að gagnrýna óbeimit hemaðarkúnist Stalíns í stríðinu og Glusjikov bendir honum á þetta náfölmar Trusjin af skelfingu. — „Við höfum engan rétt til að ræða um gerðir Stalíns,“ hvíslar hann og bætir við „við skulum gleyma þessu samtali — ég hef ekkert sagt og þú hefur ekkert heyrt.“ Höfundurfan gefur í ákyn að sá efi sem gerir vart við sig í brjósti Trus- jfas eigi að nokkru rætur sínar að rekja til endunminningarfamar um það, er hann horfði á handtöku stjúpföður sfas. Hanm minmilst skelffagar móður sinnar og stjúpföður þegar leynilögregl- an birtist og rannisakaði heimili þeirra. „Ég er saklaus" hrópaði stjúpfaðirfan um leið og lögreglan leiddi harnn á brott og hróp hanis halda áfram að bergmála í huga unga maninsins, þrátt fyrir alia Stalínsdýrkun. Gagnirýnin sem höfð er uppi í bók- inni á Stalín er oft í formi tilvitniana, en engu að síður hefur útkoma bókar- innar verið taiinn meiri háttar við- burður, og fyrir hina bófcmenntasfanuðu kanniski alveg sérstaklega, þar sem menn eru aamdóma um að gildi hennar sem bókamenmtaverks sé efanig ótví- rætt. h.k. Heimsþing lögfræð inga í Belgrad C* tjórnmálaumræöur í blöð- ^ um og á öðrum vettvangi hafa að sjálfsögðu síðuistu vikurnar mótast af því, að þinigkasningar eru á næsta leiti. Þó er það eftirtektar- vert, að mikil ró hvílir yfir kosningabaráttunni enn sem komið er. Til þess liggja fyrst og fremst tvær ástæður. Önn ur er sú, að tíðarandinn er á þann veg, að æsingaskrif um stjómmál hafa h'tið sem ekk- ert að segja. Að því leyti til hefur stjómmálabaráttan á sér mun geðfelldara yfir- bragð en áður og þessari breytingu ber að fagna. Hin ástæðan er sú, að stjórnar- andstöðuflokkarnir eru mál- efnasnauðir. Eftir 12 ára stjómarferil núverandi rík- isstjómar eiga stjómarand- stöðuflokkamir ákaflega erf- itt með að finna málefnaleg- an gmndvöll til gagnrýni á störf ríkisstjómarinnar. Lífskjör almennings í dag em góð. Engimn getur lengur verið í vafa um, að þau em jafngóð ef ekki betri en þau vom, þegar bezt lét á árun- um 1965 og 1966. Þjóðarbúið hefur fyllilega náð sér eftir óföll áranna 1967—1969. Það sem stjómarandstæðingum svíður ef til vill mest er sú staðreynd, að ríkisstjóminni hefur tekizt svo vel sem raun ber vitni um að ráða fram úr þeim mikla vanda, sem þá steðjaði að. Um mánaðamót- in janúar-febrúar 1969 vora yfir 5000 manns atvinnulaus- ir í landinu. Nú er atvinnu- leysi nánast óþekkt fyrir- brigði og talið er, að fremur verði skortur á vinnuafli í sumar. Þá dundu á almenn- ingi verðhækkanir í kjölfar gengisbreytingarinnar og lífs kjörin vora skert. Nú hefur þróunin alveg snúizt við. Al- menningi hefur verið bætt upp kjaraskerðing fyrri ára og launþegar hafa fengið eðlilega hlutdeild í þeim mikla efnahagsbata, sem orð- ið hefur á síðustu tveimur árum. Verðstöðvunin, sem sett var á sl. haust hefur tví- mælalaust orðið til góðs. í atvinnulífi landsmanna er ekki við nein meiri háttar vandamál að etja. Gróska hefur verið mikil í sjávarút- vegi og fiskvinnslu síðustu misseri, stálskipasmíðar hafa tekið nýjan fjörkipp og öðr- um þeim atvinnugreinum, sem tengdar era sjávarútveg- inum vegnar vel. Aðild okk- ar að EFTA hefur gjörbreytt viðhorfi iðnaðarins til út- flutningsstarfsemi og þeim fjölgar nú óðum íslenzkum iðnfyrirtækjum, sem þreifa fyrir sér um útflutning á framleiðslu sinni. Fengin reynsla af orkufrekum stór- iðnaði hvetur til þess að áfram verði haldið á þeirri braut og nú er stefnt að nýjum stórvirkjunum við Sigöldu og Hrauneyjafossa. Þessi viðhorf í atvinnulífi landsmanna og góð lífskjör alls almennings gera það að verkum, að stjómarandstæð- ingar hafa enn ekki getað fótað sig á sérstökum ágrein- ingsefnum við ríkisistjómina. Þetta gerðu stjómarandstæð- ingar sér ljóst snemma í vet- ur og þess vegna ákváðu þeir að reyna að gera landhelgis- málið að kosningamáli. En nú þegar er Ijóst, að það tekst ekki. Almenningur hefur gert sér grein fyrir því, að stefna stjórnarandstöðuflokk anna í landhelgismálinu er ekki tengd hagsmunum þjóð- arinnar heldur afleiðing af málamiðlun milli stjómar- andstöðuflokkanna. f þeim efnum eins og öðram hafa farið fram hrossakaup þeima í milli. Landhelgismálið verð- ur því ekki það kasningamál, sem stjómarandstöðuflokk- arnir hafa verið að leita að. Hitt er öllu athyglisverð- ara fyrir kjósendur að íhuga um hvað er að velja í þeim kosningum, sem framundan era. í öllum hinna svonefndu vinstri flokka hefur verið um að ræða meiri eða minni ágreining. í vetur var um skeið útlit fyrir, að Fram- sóknarflokkurinn klofnaði í fyrsta skipti í 40 ár og fyrir- sjáanlegt er að sá ágreining- ur, sem þar er á ferðinni, mun blossa upp á ný. í komm únistaflokknum er mikil óánægja vegna þess að verka- lýðsmönnum flokksins hefur verið ýtt til hliðar en atvinnu stjómmálamenn og aðrir skipa efstu sæti framboðs- listanna. Samtök frjálslyndra og vinstri manna era þann veg stödd, að þar er hver höndin upp á móti annarri og segja má með sanni, að þessi samtök séu í rúst, eftir þann ágreining, sem upp er kom- inn innan þeirra. Vinstri við- ræður þær, sem Alþýðuflokk urinn hafði forystu um, logn- uðust út af án nokkurs árang urs og eru ekki allir sáttir við þá niðurstöðu í þeim flokki. Þegar haft er í huga hví- líkt öngþveiti ríkir í vinstri flokkunum verður mönntun ljóst að til þess að tryggja þá festu og jafnvægi í stjórnarfari, sem ríkt hefur hér sl. 12 ár er nauðsynlegt, að Sjálfstæðisflokkurinn LÖGFRÆÐINGAFÉLAG íslands hefur sent frá sér frétt, þar sem segiir að dagana 21.—25. júlí í sumar verði haldið heimsþing í Belgrad í Júgóslavíu á vegum félagsskaparinis „World Peace Through Law Center". Þama er hljóti góðan stuðning í þess- um kosningum. Hann er sú kjölfesta í íslenzkum stjóm- málum, sem tryggt hefur öryggi í stjórn landsins síð- asta áratuginn. um að ræða alþjóðasamtök dóm- ara, lögmanna, lagakenmara og aninarra lögfræðinga, sem stofn- uð voru í því skyni að semja lagareglur og korna á fót laga- stofnunum, er stuðli að heima- friði. í samtökum þesisum sem óháð eru ríkisstjómum, eru þátt- takenduT frá 128 þjóðlöndum. Alþjóðaskrifstofa samtakanna er í Genf (75, rue de Lyon). Umræðuefni þessa þings verð- ur „alþjóðalög og umihverfi mannsins“. Þama munu koma dómarar, lögmenm, lagakenmarar og laganemar hvaðanæva að úr heiminum og bera saman bækur sínar. Þessa sömu daga verður efanig haldið í Belgrad heirns- þfag dómara, sem „The World Association of Judges" stendur fyrir. Þtag þetta er haldið í sam- bandi við hið fyrra. „The World Aasociation of Judges" var stofnað 1866, vegma áhuga dómara við æðri dóm- stóla á því að vfana að aufcnu saimbandi sín á milli og stuðla að heimsfriði með eflfagu laga og réttar í heimfaum. Núverandi formaður er Terje Wold, fyrrverandi forseti hæsta- réttar Noregs. Nánari upplýslngar um þeaHi þfag fást hjá Jónatan Þórmunda- syni, prófessor og Hrafnl Braga- syni, lögfræðingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.