Morgunblaðið - 18.05.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.05.1971, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1971 Þorbjörn Bjarnason frá Ormsstöðum t Móðir okkar og tengdamóðir, Lilja Jónasdóttir, Ásgarði 22, lézt sunnudaginn 16. maí. Sigurlaug Steingrímsdóttir, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Guðmundur Gíslason. t Maðurinn minn, Kjartan Ólafsson frá Hafnarfirði, Eskihlið 6B, lézt í Borgarspítalanum laug- ardaginn 15. maí. Sigrún Guðmundsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, Þorgeir Þórðarson, Austurgötu 38, Hafnarfirði, andaðist í Landspítalanum að kvöldi hins 16. maí. Anna Magnúsdóttir, Ragnhildur Þorgeirsdóttir, Sæmundur Helgason, Magnús Þorgeirsson, Ingibjörg Þorleifsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Indriði Guðmundsson, fyrrv. kaupmaður, Þingholtsstræti 15, Reykjavik, andaðist að kvöldi sunnudags- ins 16. maí. Jarðarförin ákveðin síðar. Guðrún Kodlbeinsdóttir, Ólöf Indriðadóttir, Benedikt Björnsson, Guðrún Harðardóttir, og barnabörn. Fæddur 12. oktðber 1890. Dáinn 9. maí 1971. „HANN Þorbjörn er dáinn.“ Fregnin kom sem reiðarslag. Að- eins nokkrar vikur eru síðan ég hitti hann hressan og kátan á góðum batavegi eftir uppskurð og vorum við jafnvel búnir að tala um að fara upp í Grímsnes í sumar. En á skjótu augabragði eru örlög mannanna ákveðin og ferð Þorbjarnar varð önnur og meiri. Þorbjörn er fæddur á Minni- Bæ í Grímsnesi og var sjöunda barn hjónanna Ragnhildar Jóns- t Faðir minn, Stefán Richter, framkvæmdastjóri, andaðist að heimili sínu, Lynghaga 5, sunnudaginn 16. maí. F. h. vandamanna, Gunnar Richter. t Faðir minn, Karl Stefánsson frá Neskaupstað, andaðist að heimili sínu, Há- túni 6, 16. maí sl. Jarðarförin auglýst síðar. Aðalsteinn Karlsson. t Eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, Jósef Finnbjarnarson, málarameistari, Stóragerði 34, lézt á Vífilsstöðum 15. þ.m. Sigríður Júlíusdóttir, Ragnhildur Jósefsdóttir, Páll Karlsson, Hulda Jðsefsdóttir, Karen Jósefs Tómasdóttir, Sigríðiup Pálsdóttir, Jósef Pálsson. dóttur og Bjarna Jörgenssonar, en alls voru systkinin tólf. Elzt var Anna, en hún dó á 2. ári, þá Sigursteinn, Anna, Guðjón, Helga, Einar, en hann dó á 4. ári, þá kom Þorbjörn, síðan Kjartan, Sigríður, Steinunn, Ein- ar og Jónína. Tíu börn komust á legg, en nú lifa aðeins tvær systranna, Sigríður og Jónína. Anna dó síðust á xmdan Þor- birni í fyrra. Öll ólust systkinin upp I Gríms nesinu nema Guðjón, sem flutt- ist á níunda ári til afasystur sinnar suður með sjó. Systkinin ólust upp á heimili foreldra sinna nema Þorbjörn og Sigríð- ur, en hún fór á öðru ári að Hömrum. Hjónin þar höfðu misst fimm börn sín og báðu um að fá stúlkuna til sín. Svo vel hefur Sigríður kunnað við sig, að hún hefur búið þar síðan. Þorbjöm var aftur á móti send ur sem reifabarn að Bjarnastöð- um, þar sem ljósmóðir sveitar- innar, Þórunn, og maður hennar Bjöm bjuggu, en Þorbjörn heitir einmitt I höfuðið á þeim. Þegar hann stálpaðist fór hann um tima aftur í foreldrahús, en fór seinna aftur að Bjarnastöðum t Móðir okkar, Þuríður Kristín Halldórsdóttir, Halakoti, Vatnsleysuströnd, verður jarðsungin frá Kálfa- tjarnarkirkju miðvikudaginn 19. maí kl. 14. Börnin. t Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför litla drengsins okkar, Davíðs Guðmundssonar. Fyrir hönd vandamanna, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Reykjavöllum, Mosfellssveit. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför bróður okkar, Guðmundar Sigurjónssonar, trésmiðs, IJrðarstíg 7, Hafnarfirði. Guðrún Sigurjónsdóttir, Halldðra Sigrurjónsdóttir, Margrét Sigurjónsdóttir, Árni Sigurjónsson, Kristinn Sigurjónsson, Valdimar Sigurjónsson. og fluttist síðan á 9. ári með þeim Þórunni og Birni að Gelti. Á 19. ári fluttist hann svo með þeim að Ormsstöðum, en þar bjó hann síðan óslitið næstu 49 árin. unz hann fluttist hingað til Reykjavíkur. Þorbjörn var afburðaduglegur og ösérhlífinn, enda þrekmenni mikið og myndarlegur. Fáa menn hef ég séð glæsilegri á hesti en hann og fór þar sam- an reisn ásetunnar sem og göfug legur, bjartur svipurinn, bláu augun og mikið yfirvararskegg, sem minnti mig alltaf á norræna konunga. Enda var honum ekki illa í ætt skotið. Foreldrar móður hans, Ragn- hildar, voru Jón Björnsson, söðla smiður frá Búrfelli, og kona hans Katrín Snorradóttir frá Hömrum, en móðir hennar var Sigríður Einarsdóttir frá Eyvik. Snorri var Jónsson, hreppstjóra Guðmundssonar á Hömrum, en móðir Snorra var Ingibjörg Þórðardóttir stofubryta í Skál- holti og síðar bónda á Hömrum, t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Sverris Svavarssonar. Svavar Jóhannsson og vandamenn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, Guðrúnar Jónsdóttur frá Reykjum í Hrútafirði. Einar Þorsteinsson, Ósk Ágústsdóttir, Sigrurjón Þorsteinsson, Sigurbjörg Ágústsdóttir, Jóhanna Þorsteinsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför Álfrúnar Ágústu Hansdóttur. Sigfús B. Jóhannsson, Sigurjón Eysteinsson, Guðrún Ólafsdóttir, Eysteinn Sigfússon, Laufey Bjarnadóttir og börnin. t Faðir okkar og tengdafaðir BJÖRN BJÖRNSSON Laksevág, Bergen, Norge lézt 12. þessa mánaðar. Agnes Ame, Frank Knudsen, Bjöm Jr. Bjömsson og fjölskylda. t Þökkum innilega, auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og útför eiginmanns míns, föður, stjúpföður, tengdaföður og afa ÓSKARS JÓNSSONAR framkvæmdastjóra, Herjólfsgötu 34, Hafnarfirði. Mikkalína Sturiudóttir, Anna J. Óskarsdóttir, Þórður Sigurðsson, Margrét J. Óskarsdóttir, Jóhann Siguriaugsson, Ólafia V. Guðnadóttír, Haraldur Ámundínusson, Þórður V. Guðnason, Ragnheiður Tryggvadóttir og bamaböm. t Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður, og fósturmóður HELGU HARALDSDÓTTUR Vesturgötu 32b, Akranesi. HaHgrimur Bjömsson, Hallgrímur Hallgrimsson, Gísli B. Kvaran. en kona Þórðar var Guðrún Þor- leifsdóttir hreppstjóra á Hofs- stöðum í Hálsasveit Ásmundsson ar. Jón söðlasmiður var aftur á móti fjórði afkomandi Finns biskups í Skálholti. Foréldrár föður hans, Bjama, voru Steinunn Bjamadóttir og Jörgen Bjarnason á Minnibæ í Grímsnesi. Móðir Steinunnar var Vigdís Halldórsdóttir, dóttir Vigdísar Pálsdóttur, Högnason- ar prests á Breiðabólstað, en það er Presta-Högni; en kona Páls var Þórdís Ásmundsdóttir frá Ásgarði í Grímsnesi. Sú ætt er hin fræga Ásgarðsætt, sem ól Jón Sigurðsson, forseta. Þetta sagði mér Ingibjörg systur- dóttir Þorbjarnar. Þorbjörn unni sveit sinni, Grímsnesinu mikið og átti þar margan hamingjudag. Þó tel ég vist, að 22. febrúar 1936 hafi borið hæst í minningu hans, en þá kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Helgu Sigurðardótt- ur, vestan úr Kjós, en hún hafði þá verið um tíma á Mosfelli. Jafnframt tók hann í fóstur son hennar, Sigurð M. Blöndal, en hann varð svo með aldrinum stoð þeirra og stytta við búskapinn, þar til þau flutt- ust í bæinn. Ég átti því láni að fagna að vera í sveit hjá þessum góðu og göfugu hjónum, allt fram yfir fermingu og tek víst varla of djúpt í árinni, þótt ég segi, að þar hafi verið mitt annað heim- ili á uppvaxtarárunum. Ég fékk álltaf að ljúka vorprófunum í skólanum löngu fyrir tilsettan tíma og var svo mættur á und- an kriunni að taka á móti lömb- unum á vorin og ekki spilltu endurfundirnir við húsdýrin á bænum. Sérstaklega var kært á milli okkar hundsins og hest- anna, sem úr varð hálfgert fóst- bræðralag á haustin í smala- mennsku og réttum, enda fór ég aldrei í bæinn fyrr en eftir seinni réttir. En nú er hann Þorbjöm minn allur. Aldrei förum við aftur saman út í hestagirðingu að velja okkur gæðing úr tíu — fimmtán mögulegum eða geys- umst á kostum um Grímsnesið, Hvítárbakka eða Lyngdalsheiði. Minningin lifir þó um mann, sem reyndist mér sem faðir á örlagastundu og um heimili, sem var mér og mörgu öðru malar- barninu, eins og annað foreldra- heimili. Níu sumur dvöldust sumir hjá Tobba sínum og Helgu og nutu þar þeirrar ást- úðar og kærleiks, sem mun verma til hinztu stundar. Og ekki ber síður að minnast allra þeirra gamalmenna, sem þar áttu athvarf á ævikvöldi. Þér Helga mín og Ðiddi, sem og ættingjum og vinum, færi ég mina dýpstu samúð. Maðurinn deyr, en orðstír hins maklega deyr aldrei. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Guðrúnar V ernharðsdóttur. Fyrir hönd vina og vanda- manna, Lárus Stefánsson. t Þökkum innilega auðsýnda samú'ð og vinarhug við andlát og jarðarför sonar mins og bróður okkar, Jóns Marteins Ándreasen, sem lézt 4. apríl sl. Karen Pétursdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.