Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐEÐ, MEÐVIKUDAGUR 19. MAl 1971 Engin kyrrstaða á Blönduósi A Blönduósí er verið að bysff.j a við barna- og: gragrníræðaskólann. Hér sést eldra skólahúsið o» nýbygrgingin, sem tengd er við með gangi. Þar er að rísa upp ýmis konar iðnaður BLÖNDUÓS lætur kannski ckki mikið yfir sér. En þar er emgin kyrrstaða, ef maður gefur sér tima til að stanza þar og gá betur að. Þar er vaxandi staður með margvís- leg umsvif og unnið er að því að leggja undirstöður fyrir ýmsan iðnað, auk endurbóta á þjónustufyrirtækjum. Og fjárhagur sveitarfélagsins virðist góður. Þegar fréttamaður Mbl. var á terðinni á Blönduósi um helgina, var byrjað á þvi að leita staðar frétta hjá Jóni ísberg sýslu manni og oddvita á Blönduósi en hann er harðduglegur fram- kvæmdamaður, og tekur víða til hendL — Á Blönduósi eru um 700 íbúar, svaraði Jón fyrstu spum tngunni. Fólksfjöldi fer heldur vaxandi, en þar háir okkur hús næðisskortur. Þeir eru sárafáir, sem teljast eiga hér heima, en dveljast annars staðar. Aftur á móti dvelja hér 40—50 manns, sem eiga lögheimili annars stað- ar, fyrtr utan. þann hóp stúlkna, sem er í Kvennaskólanum að vetrinum. — Fóik lifir hér mest af þjón- ustuistörfum og iðnaði, hélt Jón áfram. Þjónustustörfin eru við sjúkrahúsið, hótelið, skólana, Póst og sima, vegagerð, verzlun og flutninga. Og hér er mjólk- uriðnaður og slátrun á haustin, en í sambandi við það er miki'l vinna á staðnum. Þá er á Blöndu ósi þessi hefðbundni iðnaður, tvö trésmíðaverkstæði, tvær vél smiðjur og eltt vélaverkstæði. Af iðnfyrirtækjum, sem fliytja varning sinn út um landið, má tjd, nefna naglaverksmiðju, en þar hefur verið unnið af fullum krafti s.l. ár. Þá er hér rör- steypa og gefur góða raun. Einn ig trefjaplastiðnaður, sem geng- ur ágætlega. Eru framleiddir plastbátar, garðlaugar, sund- laugar o.fl. 1 sumar er áformað að hafa á boðstólum ódýrar sund laugar, 3x6 metrar að stærð, sem siðan er hægt að stækka. — Er ekki að koma hér upp annað plastfyrirtæki? — Jú, það er almenningshluta- félag með mjög almennri þátt- töku og á að taka til starfa um mánaðamótin. Vélarnar eru að koma hingað. Þarna verður fram Jón ísberg, sýslumaður. leitt alls konar smáplast til að byrja með. Við erum Mka að byrja hér með fLeira, eins og nýja prjónastofu, sem miðar aðallega við iðnað til útflutn- ings. — Þið eruð sem sagt að vinna upp smáiðnað á staðnum? — Já, við verðum að byggja okkur upp á iðnaði. Fyrsti visir að útgerð eða fiskiðnaði voru skelfiskveiðar, sem hófust í vet- uir. Bryggjan hér á staðnum er að visu fyrir opnu hafi, en bát- amir lögðu upp á Skagaströnd. Þeir sem að þessu stóðu, Leigðu tvo bátar i vetur, en þeir hafa hug á að kaupa bát, sem stund- ar skelfiskveiðar og rækjuveið- ar og fer svo á handfæri á sumr in. Skelifiskurinn færði mikla viinnu og kom sér vel fyrir manga. Húsmæður fóru gjaman í þetta og þótti búbót. — Ýmislegt má sýnilega gera, ef hugvit er fyrir hendi? — Já, já, hér er t.d. bakari, sem bakar kringiur og selur þær um allt land. Það hefur gengið vel og er nú verið að byggja nýtt bakari. — Og þið eruð sæmilega sett með skóla og sjúkrahús, er það ekki? — Jú, við enum að byggja við barna- og gagnfræðaskólann og verður sú bygging tekin i notk- un i haust. Við skólann er sæmi legt íþróttahús og mjög góð sund laug úr plasti, með hreiinsitækj- um. Framkvæmdir við íþrótta völil hafa lengi verið i fram- kvæmd hjá okkur. 1 sumar sem leið var gert mikið átak þar og var Norðurlandsmótið í frjáls- um íþróttum haldið hér. Hvað heilbrigðismálunum við- kemur, þá var í vetur fastráðinn annar læknir með Sigursteini Guðmundssyni, héraðslœkni, þ.e. Magnús Blöndal Bjarnason. Og starfandi er meinatæknir við sjúkrahúsið. Síðan hefur verið hægt að gera miklu meira. Við höfum fengið ný svæfingatæki og smásjá og Lkmsklúbburinn á staðnum gaf heymarprófunar- tæki. En Lionsklúbburinn á Skagaströnd gaf þar sjónprófun artæki, sem hægt er að fá um ala sýsluna. 1 reyndinni er þetta eiginlega leeknamiðstöð hér á Blönduósi, þótt ekki sé hún köll uð það. Og í undirbúningi er að byggja við sjúkrahúsið eiliheim- iOii með 9 íbúðum fyrir öldruð hjón. Hér starfar aðeins ein heil brigðisneifnd fyrir Blönduós og innsýsluna og er hún tekin til starfa, en samkvæmt nýju lögun um eiga öll sveitarféilög að hafa heilbrigðisnefnd. Er þetta gott dæmi um það að kauptúnahrepp ar og sveitahreppar geta starf- að saman. — Hvaða framkvæmdir eru I gangi á vegum hreppsins? — Það er aðallega að undir- búa byggingarlóðir. Og nú er- um við að undirbúa varanlega gatnagerð með þvi að ganga frá undirbyggingu gatna, eruim bún ir með nokkur hundruð metra og höldum því verki áfram. Ætlun in er að þannig verði hér eftir gengið frá götum við nýjar bygg ingar. Alitaf eru nokkur hús í smdðum. Búið er að veita lóðir undir hús, sem ætlunin er að byrja á i vor. En hér vantar bara alltaf menn í byggingar- vinnu. Eimkum kannski núna, þegar verið er að endurbyggja slátu.rhúsið og frystiihúsið. — En hvernig er ástatt um samgöngur? — Fl'ugvöilur var byggður við Akur og voru þangað flug- Elín Guðmundsdóttir, Bolungarvík; Bolvíkingar samhent fólk Við erum með sjálfstæð- iskvennafélagið Þuríði Sunda- fylli á Bolungarvik og kven- félag, og kvennadeild Slysa- varnafélagsins. Þær konur vinna ákaflega mikið. Hafa vinnukvöld eitt kvöld í viku alla haustmánuðina og allan seinni hluta vetrar. Basar er hald inn á þeirra vegum og rennur nokkur hluti ágóðans til Slysa- varnafélags Islands. — Kvenfélagið, hver eru stefnumál þess? — Það eru auðvitað líknar- og mannúðarmál, eins og hjá öðrum kvenfélögum. Konurnar hafa fengtð barnagæzluvölíl á sumrin en á vetrum er hann ekki starf- ræktur. 1 fyrravetur var komið á fót barnaheimili -á vegum Ein- ars Guðfinnssonar til að fá kon- urnar í vinnu, og tvær konur fengnar til að gæta barnanna. Þetta voru börn frá tveggja til sjö ára. — Um heilbrigðismálin er það að segja, að það er nokkuð gott ástand í þeim. Héraðslæknir er búsettur hér. Við höfum sjúkra- 9kýli með einum 20 rúmum og þar er aðstaða fyrir gamalt fólk og sængurkonur. — Um skólamálin er það að segja, að við eigum nýbyggðan skóla og þar fer fram öll kennsla á skyldunámsstigi og lýkur við landispróf. Nú er kominn mennta skólinn á Isafirði, og menn vona það bezta með framhald þar. — Er nokkuð, sem þér finnst mega betur fara þama fyrlr vestan sem væri til hags- bóta fyrir Bolvíkinga? — Ekki skal ég um það dæma. Ég er raunar nýsetzt að á Bol- ungarvík, en mér virðist fólkið vera sérlega samhent, og þótt fé lögin séu svona mörg þá er eng inn styrr á milli þeirra, heldur geta þau unnið sameiginlega. Við höfum t.d. núna sameigin- lega fundi einu sinni í mánuði öll sjálfstæðisfélögin þrjú. En samkomur og skemmt- analif almennt? Mér finnst unga fólkið sækja TIL SÖLU 2/o herb. íbúð Höfum til sölu 2ja herb. íbúð á 1. hæð við Hraunbæ, falleg íbúð á góðum stað, sólríkar svalir. — Laus til íbúðar fljótlega. f smíðum Til sölu 3ja herb íbúð í smíðum við Maríubakka t Breiðholti. Fallegt útsýni til vesturs. Tilbúin til afhendingar í júlí—ágúst SKIP OG FASTEIGNIR Skúlagötu 63. — Sími 21735. Eftir lokun 36329. Næturvörður óskast í gestamóttöku nu þegar. Góð málakunnátta — Upplýsingar hjá móttökustjóra. samgöngur um skeið. En þær lögðust niður, kannski vegna þess að flugvöllurinn er of lanigt frá Blönduósi. Síðan var gerð- ur sjúkraflugvöllur á melunum fyrir norðan kaupstaðinn, Hann er þvert á aðalvindáttina. Svo að nú erum við að undirbúa ann. an sunnan við kauptúnið. Flug- félagið Vængir hefur fengíð leyfi til að taka hér farþega og mun ætila að hafa áætlun hiitg- að og til Sigluf jarðar. Nú, vegi þarf að lagfæra í sýslunni. Við von u mst tiil að að- alvegurinn um Langadal verðt endurbyggður í suimar. ^Annars er yfirleitt mjög snjóiétt hér í innhéraðiniu og teppist sjaldan að vetrinum. Að viisu er aðra sögu að segja um veg.i út á ströndina,. — En hvað segirðu okkur að lokum almennt um afkomu i sýslunni ? — Afkoman er yfirleitt góð. Veturinn var góður og afleið- ingar af HekLugosimu urðu mjög litlar, en greiddar bætur fyrír all't það sem kennt var Heiklu beimt og óbeimt. Afikoman á Skagaströnd hefur gjörbreytzt síðan skipasmíðastöðin tók tii starfa og nýir bátar komu um áramótin. Og nýi Húnavallaskól inin, sem sex hreppar standa að, hefur starfað I tvö ár og það fyrirkomuilag hefur tekizt mjög veL Að svo búnu kvöddum við sýslumann og héldum út i kaup- Staðinn til að taka menn tali. Elín Guðmundsdólttir, Bolungarvík. of mikið ti'l Isafjarðar. En sjáítf höfum við þessar föstu skemmt- anir, s.s. þorrablótið, þar sem allar konur mæta á íslenzkum búningi, og gamalmennaskemmt- un, Kvenfélagið sér um áfflan undirbúning undir harta, leikrit og sameiginlegt borðhald. Svo eru hjónaböllin 2, haust og vor, og j óiaske mmtan ir fyrir bömia á vegum kvenfélagsiws.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.