Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐHO, SUNNUDAGUR 23. MAl 1971 7 Eykta- mörk Einn bálkurinn i Úlfliótslog- um, sem sett voru 930, mun haía verið um tímatal. Bendir tíl þess, að eitt aí skylduverkum lög- sögumanna var að segja fyrir um tímatal, en goðar skyldu til- kynna það á leið, hver í sínu umdæmi. Árinu skiptu þeir í 12 mánuði þrítugnætta og 4 auka- nætur og urðu þvi réttar 52 vik ur í ári. Nýtt ár létu þeir hefj- ast með Heyönnum á miðju sumri og yfirleitt miðuðu þeir adlt tíinatalið við búskaparháttu. Þess vegna var árinu skipt nið- ur á ýmsan hátt, enda þótt mán- uðir héldu sér. Fyrst var miss- eraskiptingin, suimar og vetur, tvö jafnlöng tímabil. Síðan komu árstíðirnar, sumar, haust, vetur og vor, og voru 3 mán- uðir i hverri árstíð. „Frá jafn- dægri er haust, til þess er sól sezt i eyktarstað; þá er vetur til jafndægris; þá er vor til far- daga; þá er sumar til jafndægr- is," segir Snorri Sturluson. Eins og menn skiptu árs- hringnum i tvö misseri, vetur og sumar, svo skiptu þeir og s61- arhringnuim i tvo jafna hiuta, nótt og dag. Var þar náinn skyldleiki á milli, því að sumar var oft kennt tffl dags, en vetur . til nætur. En svo var sólar- hringnum einnig skipt í eyktir, eða 8 þriggja stunda tíma. Kom hér hið sama fram og um árið, sem skipt var í árstíðir eftir bjargræðisvegum, þá var sólar- hringnum skipt i eyktir með tii- liti til starfanna. Fyrsta eykt var frá miðnætti tii kl. 3 f.h. og nefndist ótta. Önnur eykt var frá kl. 3—6 og kallaðist miður morgunn. Þriðja eykt náði svo fram til kl. 9 að mongni og voru þá kölluð dagmiái. Fjórða eykt náði fram til kl. 12 og var þá kallað hádegi. Fimimta eykt náði til kl. 3 og kallaðist þá nón eða undorn. Sjötta eykt náðd til kl. 6 og kallaðist þá miðaft- an. Sjöunda eykt náði fram til kl. 9 og hét þá náttmál. Átt- unda eykt náði svo til miðnætt- is. Allir kannast við eyktarnörk. Það voru kennileiti, sem sólar- gangur var við miðaður, og vissu menn þá hvað tíima leið, þegar sóliin var yfir þeim kenni- leitum. En þar sem ekki var hægt að miða eyktir við lands- lag, þá voru vörður hlaðnar til leiðbeiningar. Slíkar vörður voru til um allt land, og báru nöfn samkvæmt tilgangi sínum, svo sem Hádegisvarða, Nón- varða, Miðaftansvarða o.s.frv. Hitt hefir þó verið venjulegra að miða við einhver kennileiti. Þess vegna er ótölulegur fjöldi örnefna dreginn af eyktunum. >au örnefni mega ekki glatast, því að þau mega teljast einn þátturinn i hirou forna íslenzika timatali. Þau voru miöuð við gang sólar, tungls og stjanna, og voru eini tímamælirinn, sem menn höfðu hér, áður en úr og klukkur komu til sögunnar, en það eru nú ekki nema um hundr að ár siðan. Jón biskup Árnason segir svo I ritgerð sinni um fingrarím: „Svoddan eyktamörk eru eigi, svo eg viti, brúkuð hjá fram- andi þjóðum, og er það ekki að undna, því þær hafa gnægð af þeim verkfærum, sem þanniig eru tilreidd, að þau sýna jafn- vel smálega parta dags og næt- ur . . . engu að síður hefir gæzka guðs svo fyrirséð . . . að vorir formenn hafa fyrir ljós náttúrunnar fundið þau ráð, að setja eyktamör'k í kringum hvern bæ, og meta af þeirn tim- ans parta og stundir eftir gangi sólarinnar á hverjum degi, einn ig tungls og stjarna á náttar- beli. Nú er að gera greiu á þvi, hvernig að vorir foríeður hafa /^2 <írfu??vá>au <_scc T u tJc&nijmi/j. Jtyuofc með eyktamörkum fundið veg til þess að vita hvað timanum liði, bæði nótt og dag. Þeir hafa skipt fyrst sjóndeildarhringnum í átta jafna parta, með einum átthyrningi eður öðru verkfæri, sem þar til hefir þénað, þegar þeir hafa verið búnir að finna miðdagslínuna; hafa svo tekið í akt þá hnjúka og hæðir, hóla og dældir, axlir, borgir, stapa, vörð ur, skörð, fell og öinnur þvilík mið og merki, í kringum hvern bæ, er með sinni „situation" eð- ur afstöðu hafa þénað vel til þess að vera eyktanna merki- plass; gefið siðan þá reglu að þegar sólin og önnur himintungl stæði þráðrétt upp yfir þvi og því merki, þá skyldi þar af met- ast, eins og öðrum kompás, hvað langt í hvert sinn á timann lið- ið væri . . . En það er altíð vel merkjandi, að sá sem vill miða sólina, eða tungl eða stjörnur við eyktastaðdna, hann verður að standa nálægt arinhellu þess bæar, sem dagsmörkin heyra tii." Hið forna timatal Islendinga hélzt þar til kristni var í lög- leidd. Þá varð búskaparaknan- akið að víkja að nokkru leyti fyrir kirkjuaimanakinu og öll- um ^messunum" sem því fylgdu. Siðan kom önnur tímatalsbreyt- ing árið 1700 og var köliuð „nýi stíll". Þá varð allimikii röskun á hinu svonefnda landstjórnarári eða búskaparári á Islandi, en við það höfðu margar ákvarðan- ir i fomum lögum og skjölum verið miðaðar. Þess vegna voru þá með Aiþingissamþykkt sett ný tíðamerki búskapar. „Hófst vertíð áður sunnan lands á Pálsmessu (25. jan.) en endaði á Tveggiapostulamessu (1. maí), en hér eftir skyldi hún hefjast á Blasíusmessu (3. febr.) og standa fullar 14 vikur hvert ár. Hjúaskildagi var á Krossmessu (3. maí), en skyldi nú vera hinn 14. mai, næsta dag fyrir Hall- varðsmessu. Alþingi hófst áður 29. jTiní, en skyldi nú hef jast 8. júlí. Heyannir hófust áður 2. júli, en skyldu nú hefjast 13. júlí og vara fullar 10 vikur." Annað var eftír þessu. En þetta raskaði ekki hinu forna eyktatali, og það var no-t að fram á þessa öld. Og enn gæt ir þess i daglegu tali. Menn tala enn um hádegi, nón og miðaft- an, náittmál og dagmál. Og vegna þess hvað þetta er rikt hjá þjóðinni, er vonandi að hún gleymi ekki hinum gömlu eykta- mörkum, sem voru „í kringum hvern bæ". Frá horfnum tíma Getið betur, gott fólk Við höfum feng-ið tvö bréf um fólkið á myndinni gömlu úr Beykja- víkurbók J6ns biskups, en ekki ber þeim aamian um, af hverjum myndin er, svo æskilegt er að fá fleiri ábendingar. Fyrra bréfið segir þann skeg-gjaða uppi við trönurnar vera Símon halta, en hinn Vigfús Jónsson af Skólavörðustíg, en myndin mmii vera tekin við Klapparstíg. í hinu bréfinu segir svo: „Maðuruin, sem er uppi í hjallinum, mim vera Ebene«er HeAgason, sjómaður og verkamaður i Reykjavik. Hinn maðurinn mun vera Jón .lóns son Mýrdal, fæddur 1878 i Hjörletfshöfða, sjómaður og verka- maður í Reykjavík. lm kvenmanininn er ekki g-ott að segja. Myndin er frá 1921." Og nú, gott lóiu. hver veit betur? ÞRIGGJA Tll FJÖGUBRA herbergja 'tbúð óskast til leigu sém fyrst. Vinsaml. hringtð i síma 18529. BALLESTARJÁRN Höfum fyrirtiggjand', ballest- arjám í fiskitoáta. Upplýsing- ar í síma 41113 eftir kl. 18. SUMARBÚSTAÐUR TA sbkj í Vatnsendalandi. Upplýsingar í síma 37279 í dag og næstu daga frá kl. 1. IBUÐ ÓSKAST Tveggja til þriggja herbergja íbúð óskast í Kópavogi. Góðri umgengni heitið. Upp- lýsingar í síma 40868. TAPAÐIST Síðastliðinn sunnudag tapað- ist kíkir i brúnu hulstri við bátaskýlin í Svinahllðinni í Grafningnum. Finnandi vin- samlegast hringi i síma 13063. AREIÐANLEG stúlka eða kona óskast í skartgripaverzlun hálfan dag- inn. Upplýsingar í síma 15421 fyrir hádegi. TRJAPLÖNTUR Birkiplöntur og fl. til sölu að Lynghvammi 4, Hafnar- firði. Sími 50572. Jcn Magn- ússon. LANDROVER '67 með dísilvél til sölu, stað- greiðsla. Upplýsingar í sima 35579. STÚLKA sem er að Ijúka landsprófi óskar eftir atvinnu í sumar. Margt kemur til greina. Upp- lýsingar í síma 82247. 2—3 MENNTASKÓLANEMA utan af landi vantar fæði og helzt húsnæði á sama stað, næsta vetur. Þeir, sem hafa áhuga, leggi nöfn og heimilis- föng til Mbl., merkt „Fæði 7675." INNHEIMTUSTARF Áreiðanlegur maður getur tek ið að sér innheimtustarf á Stór-Reykjavíkursvæðinu og Suðurnesjum. Hefur bíl til um ráða. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt „7903." SKINN — SKINN Saumi skinn á olnboga. L'rt- ir: Svart, grænt, brúnt, blátt, gult og Ijósdrapp. (Aðeins tekinn hreinn fatnaður). Af- gr. i S. Ó. búðinni. Njálsgötu 23, sími 11455. KAUPUM OG SELJUM eldri gerð húsgagna og hús- muna. Reynið viðskiptin. Hringið í síma 10099, við komum strax, staðgreiðsla. Húsmunaskálirm, Klapparstíg 29. RAÐHÚS TIL LEIGU Raðhús í Fossvog1 tii leigu frá n. k. mánaðamótum. — Uppl. gefur Stefán J. Richt- er, c/o Fasteignaþjónustan, sími 26600. ST0LKA óskast tíl starfa á Hótel Nes, Skip- holti 21. Upplýsingar á staðn- um kl. 2—4 á mánudag. GAUTA-VÉL Vil kaupa tanrvhjól'nn, sem drífa kveikjuna, eða vél til niðurrifs. Sími 237S9 eftir kl. 19.30. ÖSKA EFTIR 2ja—3ja herb. íbúð, helzt á 1. hæð. Er róleg eidri kona, sem vinnur úti. íbúðin þarf að vera laus 15. júní. Uppl i síma 20804 kl. 2—S e. h. HÚSEIGENDUR Þéttum eftirfarandi: stein- steypt þök, asbest þök, þak- rennur, svalir, sprungur \ veggjum. — Verktakafélagið Aðstoð. simi 40258. HÚSBYGGJENDUR Framleiðum milliveggjaplötur 5, 7, 10, sm, inniþurrkaðar. Nákvæm lögun og þykkt. Góðar plötur spara múrhúð- un. Steypustöðin hf. VIL KAUPA 7—11 metra stiga. Upplýs- ingar síma 26086. SUMARHÚS við Þingvallavatn til teigu nú þegar. Tilboð merkt „Veiði- leyfi 7672" sendist biaðinu sem fyrst fyrir 26. þ. m. VOLKWAGEN árgerð '58 til sölu, nýleg vél. Upplýsingar í síma 41426. KEFLAVlK Tveggja til þriggja herbergja íbúð óskast á leigu. Uppl. í sírna 1918. TAPAÐ — FUNDIÐ Sjálftrekkjandi kartmannsúr (teg. Sei'ko) tapaðist á Laug- ardalsvellinum á landsteikn- um milli fslands og Frakk- lands. Finnandi vinsamtegast hringi i síma 84371 eftir kl. 6. SAAB '65 Til sölu og sýnis á Kárastíg, 9A eftir kl. 6 á mánudag. Bifreiðin þarfnast viðgerðar. Tilboð óskast. S. 0. BÚÐIN Drengjaskyrtur st. 26—36, nýk. Rósótt bindi, sokkar í skærum litum, sportsokkar í mögrum litum. F. herra nær- föt sokkar, axiabönd og vasa klúta. S. Ö. búðm, Njálsgötu 23, sími 11455. VOLVO AMAZON '68 til sölu. Bíllinn verður til sýn- is frá ki. 1—5 i dag að Víði- mel 62. Uppl. í síma 13597 á sama tíma. LESIÐ DRGLEGfl BEZT að auglýsa í IVIorgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.